Morgunblaðið - 22.01.2003, Page 49

Morgunblaðið - 22.01.2003, Page 49
HÁTÍSKUVIKAN í París með hönnun fyrir næsta vor og sumar hófst á mánu- dag og er sýningum Valentino, Christ- ian Dior, Versace og Jean Paul Gaultier lokið. Ímyndunaraflið fær oftast að njóta sín til hins ýtrasta á hátískusýningunum enda geta flestir einungis ímyndað sér að eignast hátískuflík, þar sem þær eru dýrar. Flíkurnar minna oft jafn- mikið á listmun og nothæfa flík en raunverulega listin er sú að finna jafn- vægið þarna á milli. Harðkjarnarómantík hjá Dior John Galliano heimsótti Asíu í sýn- ingunni fyrir Christian Dior. Sýn- ingin var með leikhúsbrag, ævin- týraleg og var menningarstraum- um úr austri og vestri blandað saman. Notaðist hann m.a. við kín- verska dansara og sirkusfólk í sýn- ingunni. Galliano hefur sjálfur lýst sýning- unni sem „harðkjarnarómantík“ en hún var litaglöð og fötin efnismikil. Stjörnurnar hrífast af Valentino, sem kemur ekki á óvart því hann hannar klæðileg föt með gamaldags glæsibrag, sem eru eins og sköpuð fyr- ir rauða dregilinn. Hátískusýning hans var engin und- antekning og voru fötin glæsileg og kvenleg og sótti hönnuðurinn inn- blástur til Indlands. Gaultier á heimavelli Jean Paul Gaultier er á heimavelli hvað hátískuna varðar. Hann kann að blanda saman því fáránlega og fal- lega. Innblásturinn sótti hann til Forn- Grikklands og Atlantis. Neðansjáv- arbragur var á litunum og gyðjur á sýningarpöllunum. Versace-sýningin var óvenjuleg því áhorfendum var boðið til verslunar Versace í París þar sem sýndir voru tíu kjólar á gínum. Því gafst tækifæri fyrir viðstadda að skoða kjólana náið en sýningin einkenndist af dökkum lit- um næturinnar. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 49 Hátíska næsta vors og sumars í París Jean Paul Gaultier Dior A P Valentino Austræn áhrif Versace

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.