Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 12.02.2003, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 19 Dalsbraut. Bjarni sagði að sérstakur starfshópur væri að vinna að málinu og hann myndi ákveða hvor tenging- in yrði fyrir valinu. BYGGING nýs leikskóla við Hólma- tún í Naustahverfi er hafin en þetta er jafnframt fyrsta byggingin sem rís í þessu nýjasta íbúðarhverfi Ak- ureyringa og þykir það nokkuð óvanalegt. Bjarni Reykjalín, skipu- lags- og byggingarfulltrúi Akureyr- arbæjar, sagði það vissulega skemmtilegt að leikskóli væri fyrsta byggingin í hverfinu og bæjaryfir- völd mættu vera ánægð með þá stefnu. Það er Hyrna ehf. sem byggir leik- skólann en sérstök dómnefnd sem skipuð var til að fjalla um tillögur í alútboði leikskólans lagði til að til- laga fyrirtækisins yrði valin til frek- ari útfærslu. Tillögur frá Hyrnu og SS Byggi fengu hæstu einkunnirnar en tilboð Hyrnu í verkið var 11 millj- ónum króna lægra en tilboð SS Byggis og hljóðaði upp á 129 millj- ónir króna. Hinn nýi leikskóli verður tæplega 700 fermetrar að stærð en um er ræða fjögurra deilda skóla með 96 rýmum. Ráðgert er að leik- skólinn verði tilbúinn í sumar. Bjarni Reykjalín sagði að hreyfing væri að komast á frekari fram- kvæmdir í Naustahverfi og væru teikningar vegna íbúða farnar að berast. Síðastliðið sumar var úthlut- að lóðum undir um 160 íbúðir, í ein- býlis- og tvíbýlishúsum, rað- og par- húsum og fjölbýlishúsum, og í sumar verður að sögn Bjarna úthlutað öðru eins. Á vordögum verður boðinn út seinni hluti gatnagerðar á svæðinu og ráðgert að lóðir í þeim áfanga verði byggingarhæfar í ágúst nk. Í allt verða því um 330 íbúðir byggðar í þessum fyrstu tveimur áföngum, eða um 1.000 manna byggð. Full- byggt verður Naustahverfi um 6–8 þúsund íbúa hverfi með á milli tvö til þrjú þúsund íbúðum. Vinna við fyrsta áfanga Miðhúsa- brautar er nú í gangi en gatan mun liggja frá Þórunnarstræti og áfram upp að Mjólkursamlagi eða tengjast Byggingarframkvæmdir hafnar í Naustahverfi Nýr leikskóli fyrsta bygg- ingin sem rís í hverfinu Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn Hyrnu voru að koma glugga fyrir í steypumótum í nýjum leik- skóla í Naustahverfi á Akureyri. Skólinn er um 700 fermetrar að stærð. Keramiknámskeið á Punktinum 17. febrúar kl. 19-23. Spennandi aðferðir við skreytingu nytjahluta, notkun glerunga o.fl. Námskeiðsgjald kr. 4.500. Skráning í síma 552 2882 • Sjá nánar Keramik.is Opnum eftir 2 daga SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar hefur samþykkt að stofna vinnuhóp sem fjalla á um markaðs- setningu á Tónlistarhúsinu í Laug- arborg. Samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar að fara þess á leit við Eirík Stephensen skóla- stjóra, Þórarin Stefánsson, for- mann Tónlistarfélags Akureyrar, og Jóhann Ólaf Halldórsson fram- kvæmdastjóra að þeir myndi vinnuhópinn. Gert er ráð fyrir að hópurinn vinni í samstarfi við stjórn félagsheimilanna og að til- lögum verði skilað fyrir 1. maí næstkomandi. Ástæða þessa er sú að sveitar- stjórn telur nauðsynlegt að vinna að skipulagðri markaðssetningu á Tónlistarhúsinu í Laugarborg til að efla starfsemi þess. Hópnum er ætlað að leggja fram tillögur að kynningu á húsinu og samstarfi við tónlistarfólk og áhugafólk um tón- listarflutning til að afla húsinu fjöl- breytilegra og stöðugra verkefna að því er fram kemur í bókun sveit- arstjórnar Eyjafarðarsveitar. Jafn- framt á hópurinn að kanna mögu- leika á föstum dagskráratriðum í húsinu og leggja fram tillögur að slíkri dagskrárgerð, áskriftartón- leikum og fleira í þeim dúr. Eins á hópurinn að afla styrkja til starf- seminnar og frekari endurbóta á húsnæði Laugarborgar svo það þjóni sem best tilgangi sínum sem tónlistarhús. Sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar um Laugarborg Vinnuhópur um markaðssetningu DR. Kristján Kristjánsson flytur fyrirlestur um lífsleikni á fræðslu- fundi Foreldra- og kennarafélaga grunnskóla Akureyrar á fimmtu- dagskvöld, 13. febrúar, í samkomu- sal Lundarskóla. Fjallað verður um námsgreinina lífsleikni sem tekin var upp í aðalnámskrá grunnskóla 1999. Meðal annars verður rætt um hvað ætti að kenna í námsgreininni og hvernig, hver árangurinn gæti orðið og hvort námsgreinin sé yfir- höfuð til einhvers. Þá mun Kristján ræða hvort hægt sé að bæta sam- skipti og siðferði barna og unglinga í einum kennslutíma á viku og eins kemur hann inn á reynslu frá útlönd- um í þessum efnum. Fyrirlestur í Lund- arskóla um lífsleikni STJÓRN Sorpeyðingar Eyjafjarð- ar fundaði með hreppsnefndum Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps í síðasta mánuði um hugmyndir um nýjan sorpurðunarstað í Eyjafirði. Eins og fram hefur komið þykja tveir staðir koma helst til greina, Bjarnarhóll í Arnarneshreppi og Gásir í Hörgárbyggð en í skýrslu um samanburð á þessum tveimur stöðum þykir urðunarstaður við Gása vera betri kostur. Guðmundur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar sagðist eiga von á að lögð verði áhersla á að kanna þann stað til hlítar fyrst. Guðmundur sagði að næsta skref hjá stjórn sorpeyðingar væri að taka afstöðu í málinu, óska eftir öðrum hvorum staðnum undir sorp- urðun og leggja erindi um slíkt fyr- ir viðkomandi hreppsnefnd. Hann sagði að því stefnt að afstaða stjórnarinnar lægi fyrir síðar í þessum mánuði. Björn Jóhann Björnsson hjá Stuðli kynnti skýrslu sína um samanburð á urðunarstöð- unum tveimur á fundunum með áð- urnefndum hreppsnefndum. Guð- mundur sagði að fram hefðu komið óskir um frekari upplýsingar, m.a. um aðferðafræðina við förgunina. „Við höfum einnig verið að taka saman upplýsingar um hvers er að vænta varðandi úrvinnslugjald, sem hefur mjög mikil áhrif á það magn sem fer til urðunar. Ef sett verður úrvinnslugjald á umbúða- og bylgjupappa um næstu áramót fer hann í annan farveg og til endur- vinnslu. Það er ýmislegt að gerast sem getur dregið mjög úr því magni sem fer til urðunar. Og við erum að reyna að setja upp áætlun um það hvernig hlutirnir komi til með að ganga.“ Guðmundur sagði að líkt og ann- ars staðar gengju þessir hlutir hægt, enda nauðsynlegt að ná sátt um málið. „Hér er um mjög stórt mál að ræða sem varðar m.a. til- finningalíf æði margra. En það er nauðsynlegt að stjórnin komi þessu frá sér í þessum mánuði, þannig að hægt verði að hefja frekari rann- sóknir með vorinu. Það kemur fram í skýrslu Björns Jóhanns að Gásir eru mun álitlegri kostur, þannig að ég á von á að lögð verði áhersla á kanna þann stað til hlítar fyrst. Það þarf að ráðast í frekari og dýrari rannsóknir og maður vill því eðli- lega binda þá vinnu við einn stað og sjá hvort það leiðir ekki til ásætt- anlegrar niðurstöðu. En vissulega hafa komið fram athugasemdir varðandi þessa staði.“ Starfsleyfi fyrir sorpurðun á Glerárdal rennur út á þessu ári og hefur bæjarstjórn Akureyrar ákveðið að sorpurðun þar verði þá hætt. Þeir aðilar sem að málinu koma telja mjög brýnt að fá nið- urstöðu um nýjan urðunarstað sem allra fyrst. Málið var til umræðu á vetrarfundi héraðsnefndar í lok síð- asta árs og þar sagði Hólmgeir Karlsson oddviti nefndarinnar það sína skoðun, að sveitarfélögin í Eyjafirði hefðu verið búin að gang- ast undir að hlíta ákvörðun Sorp- eyðingar Eyjafjarðar varðandi val á nýjum urðunarstað. Afstöðu stjórnar Sorpeyðingar Eyja- fjarðar til nýs urðunarstaðar að vænta Gásir í Hörgár- byggð taldar líklegri kostur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.