Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝRRI danskri bók um ævi Rasmusar Kristians Rasks kemur fram, að Íslendingar í Höfn hafi árið 1842 verið meðal þeirra sem lögðu fé í legstein á gröf þessa mikilvirka mál- vísindamanns. Íslendingar völdu sem kveðju sína setningu úr Konungs- skuggsjá, sem var skrifuð með rúna- letri á steininn: „Ef þú vilt fullkominn vera í fróðleik þá nem þú allar tung- ur, en týn þó eigi að heldur þinni tungu.“ Setningin endurspeglar við- horf upplýstra Íslendinga um aldir, að það sé dýrmætt hverjum vel menntuðum manni að kunna mörg erlend tungumál og að hafa gott vald á eigin tungu. Á tímum alþjóðavæð- ingar þar sem gjörvallur heimurinn er allt í senn vettvangur verslunar, atvinnu, vísinda og mennta er dýr- mætt fyrir þjóð, sem á allt undir ár- angursríkum samskiptum við erlend- ir þjóðir, að eiga viðhorf sem þetta. Viðhorf sem endurspeglar hvort tveggja í senn jákvæðan og opinn huga gagnvart menningu annarra og virðingu fyrir eigin tungu og menn- ingu. Þetta viðhorf hefur stuðlað að framförum og menningarlegum fjöl- breytileika í íslensku þjóðfélagi og hefur auk þess reynst fjölmörgum Ís- lendingum lykill að menntun, auði og völdum jafnt heima sem heiman. Fram til þessa hefur það verið við- tekin skoðun á Íslandi, og um hana hefur ríkt almenn sátt, að leggja beri áherslu á að kenna íslenskum ung- mennum, sem stefna á stúdentspróf, þrjú erlend tungumál hið minnsta. Nemendur á málabrautum og sumum viðskiptabrautum framhaldsskólanna hafa jafnframt lagt stund á fjórða er- lenda tungumálið. Nægilega miklum tíma hefur verið varið til kennslu er- lendra mála svo íslensk ungmenni hafi orðið fær um að takast á við nám og störf á erlendum vettvangi. Dæm- in sanna, að þegar ungt fólk hefur snúið heim að lokinni dvöl erlendis, reynslunni ríkara og með nýjustu þekkingu í farteskinu, hefur það gætt menningu okkar nýju lífi og stuðlað að nýbreytni í atvinnuháttum. En þetta jákvæða viðhorf til erlendra mála er ekki sjálfgefið frekar en önn- ur gæði lífsins. Því þarf að standa vörð um það eigi Íslendingar að geta skipað sér í fremstu röð á al- þjóðavettvangi í síharðnandi sam- keppni einstaklinga, fyrirtækja og þjóða. Gott má gera betra Eins og áður er getið getum við Ís- lendingar verið stoltir af því, hversu mörg tungumál eru kennd í skólum hérlendis. Með ensku sem fyrsta er- lenda tungumálið, dönsku (norsku, sænsku) sem annað og frönsku, spænsku eða þýsku sem þriðja er- lenda tungumál stöndum við framar ýmsum öðrum þjóðum sem við kjós- um að bera okkur saman við. Íslend- ingar geta því, hvað þetta varðar, ver- ið gott fordæmi annarra þjóða. Flestir skólar ráða yfir góðum kennslu- og tækjabúnaði og margir tungumálakennarar eru mjög vel menntaðir. En betur má ef duga skal. Á Íslandi hefst tungumálakennsla seinna en víða erlendis, sem hefur í för með sér að nemendur njóta ekki ávinningsins af því, hve móttækileg ung börn eru fyrir tungumálanámi. Þá kjósa sumir skólar að kenna leng- ur í senn og sjaldnar, sem fræðimenn telja að gagnist síður en að kenna oft- ar og styttra. Endurtekning er móðir alls náms og hún skiptir sköpum í allri tungumálakennslu. Við skipu- lagningu málanáms verður að taka mið af því, sem vænlegast má teljast til árangurs. Margir grunnskólar bjóða upp á val í þriðja tungumáli í efstu bekkj- unum og er það vel. Ekki er þó alltaf samfella í náminu frá grunnskóla í framhaldsskóla. Í stað þess að halda ótrauð áfram náminu, þar sem frá var horfið í grunnskólanum, endurtaka sumir nemendur námið í þriðja máli á fyrstu önnum í framhaldsskólum. Brýnt er, að þeir nemendur sem hefja nám í þriðja máli í grunnskóla njóti árangurs erfiðisins og nái lengra í tungu- málinu við lok framhaldsskóla en þeir sem ekki völdu þessa leið. Til þess var leik- urinn gerður. Margir tungumálakennarar hafa áhyggjur af samdrætti í kennslu þriðja erlenda tungumáls í fram- haldsskólum og óttast að sá und- irbúningur, sem nemendur fá í mál- inu, sé ekki nægilegur til að hefja nám við erlendar menntastofnanir. Vegna aukins samstarfs Evrópuþjóða hefur tækifærum Íslendinga til há- skólanáms erlendis fjölgað mjög. Miklu skiptir að ekki verði dregið úr kennslu þriðja máls svo íslenskir námsmenn verði ekki eftirbátar ann- arra evrópskra ungmenna. Tækifæri til framhaldsnáms og til námsstyrkja eru komin undir góðum námsárangri og í því sambandi skiptir traust und- irstaða í tungumálum sköpum. Fram til þessa hefur námsframboð í tungumálum í flestum framhalds- skólum takmarkast við dönsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku og að takmörkuðu leyti latínu. Til að auka víðsýni og menningarlegan fjöl- breytileika í íslensku samfélagi og í ljósi markaðshagsmuna og vaxandi alþjóðlegrar samvinnu á öllum svið- um er nauðsynlegt að einstakir fram- haldsskólar sérhæfi sig í kennslu tungumála á borð við japönsku, kín- versku, rússnesku og jafnvel hindí. Einnig þarf að tryggja, að í nokkrum framhaldsskólum sé boðið upp á kennslu í fornmálunum latínu og grísku. Nýir miðlar – breyttir kennsluhættir Því miður hafa rannsóknir á tungu- málakennslu hérlendis verið af skorn- um skammti og því ekki nægileg vitn- eskja fyrirliggjandi um árangur tungumálakennslunnar. Þó gefa rannsóknir tilefni til að ætla, að menntun sumra tungumálakennara, einkum í grunnskólum, sé ábótavant og að sums staðar séu kennsluhættir ekki í samræmi við það sem árang- ursríkast er talið í dag. Í því sam- bandi verður mikilvægi menntunar tungumálakennara aldrei nægilega undirstrikað. Það er t.d. mikið fagn- aðarefni að Kennaraháskóli Íslands hefur aukið mjög fagmenntun grunn- skólakennara. Brýnt er að menntun tungumálakennara á framhalds- skólastigi verði að sama skapi hvergi rýrð, heldur frekar aukin ef eitthvað er. Upplýsingatækni og nýir miðlar bjóða upp á áður óþekkta möguleika til tungumálanáms. Á örskotsstund er hægt að komast í beina snertingu við tungu og menningu erlendra þjóða og með gagnvirkum æfingum og tölvutækni geta nemendur notað hið erlenda mál til tjáskipta með áður óþekktum hætti. Tungumál lærast fyrst og síðast með því að þau séu notuð. Tölvurnar geta, ef rétt er á málum haldið, gefið nemendum ríku- leg tækifæri til þess að tjá sig á er- lendum málum. Alltof oft heyrast tungumálakennarar kvarta undan takmörkuðum skilningi skólastjórn- enda á því mikilvæga hlutverki sem upplýsingatæknin getur gegnt í málanámi. Nauðsynlegt er að opna augu skólayfirvalda og skólastjórn- enda fyrir þeim stórkostlegu tæki- færum til málanáms, sem eru fólgin í skynsamlegri notkun tölva og annars hátæknibúnaðar. En tækin duga ekki ein og sér. Eigi þau að gagnast sem skyldi þurfa kennarar, foreldrar og nemendur að taka höndum saman um að fara áður ótroðnar leiðir í tungu- málanáminu. Taka verður mið af þörfum og getu hvers og eins og nem- endur verða að fá tækifæri til að kljást við málið á eigin forsendum. Leggja verður allt kapp á, að hver einstaklingur nái eins langt í tungu- málanáminu og frekast er unnt. Vits er þörf þeim er víða ratar Íslendingar eiga velferð sína undir hagstæðum viðskiptum við útlönd. Allir vita, að það er mun auðveldara að kaupa vöru en selja, enda þarf ótvírætt á meiri tungumálakunnáttu að halda þegar kemur að sölu en kaupum. Með tilkomu hátæknifyr- irtækja hefur átt sér stað aukin sér- hæfing í útflutningi og því þurfa margir sérfræðingar, t.d. lögfræð- ingar, verkfræðingar og líffræðingar, á góðri tungumálakunnáttu að halda. Í samskiptum við útlendinga, og þó einkum og sér í lagi þegar selja á vöru eða hugvit, er ekki nóg að hafa orð á takteinum, kunna skil á málfræði- reglum og kunna að bera fram orð á réttan hátt. Ekki skiptir síður máli að hafa innsýn í siði og venjur viðkom- andi þjóðar og geta áttað sig á hvers konar hegðun og tjáskipti eru viðeig- andi við ólíkar aðstæður. Ef árangur á að nást í samskiptum við útlendinga er ekki nóg að skilja aðra og geta gert sig skiljanlegan. Helst þarf að vekja athygli fyrir að hafa gott vald á hinu erlenda máli og fyrir að kunna að hegða sér rétt. Allt getur oltið á, að þeir sem gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi hafi gott vald á er- lendum tungumálum. How do you like Iceland? Ferðaþjónustan er einn helsti vaxt- arbroddurinn í íslensku atvinnulífi og flestir munu á eitt sáttir um, að í þessari atvinnugrein eru gæði þjón- ustunnar ekki síst fólgin í góðri tungumálakunnáttu. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við þá sem hafa bein samskipti við ferðamennina, t.d. leið- sögumenn og starfsmenn á ferða- skrifstofum, hótelum og veit- ingastöðum, en þetta á einnig við um aðra sem koma að þjónustu við ferða- menn með óbeinni hætti, t.d. þá sem annast gerð upplýsingaefnis á erlend- um tungumálum svo sem á mynd- böndum, heimasíðum, í auglýsingum og ferðabæklingum. Nauðsynlegt er að þjónusta við ferðamenn fari fram á móðurmáli þeirra, a.m.k. ætti það ótvírætt að eiga við þegar stærstu hópar ferðamannanna eiga í hlut, t.d. enskumælandi fólk, Þjóðverjar, Norðurlandabúar og Frakkar. Setja verður markið hátt, því þjónusta á ensku nægir hvergi ein og sér. Í röð- um íslenskra ungmenna eigum við á að skipa hæfileikaríku fólki, sem hef- ur lagt á sig langt nám í tungumálum til að geta sinnt verkefnum sem þess- um. Loks má nefna menningartengda ferðaþjónustu, sem gefur vonir um ný sóknarfæri. Þar er um að ræða áhugavert svið þar sem ný sýn á sögu og samtíð fléttast saman. Lykilatriði í menningartengdri ferðaþjónustu er að hafa innsýn í menningu þeirra gesta sem sækja Ísland heim. Nægir í því sambandi að benda á áhuga jap- anskra ferðamanna á botngróðri Mý- vatns, sem rekja má til alþýðutrúar Japana sem tengist þessum sérstæða gróðri sem óvíða er að finna í heim- inum. Í tungumálakennslu á öllum stigum skipar menningarlæsi æ hærri sess. Menningarlegur margbreytileiki Tungumálakunnátta er lykill að dýrmætum og óendanlegum fjár- sjóðum. Tunga og bókmenntir varð- veita minningu kynslóðanna og sá sem býr yfir kunnáttu í erlendum tungumálum hefur því aðgang að óþrjótandi lind fróðleiks og ánægju. Á undanförnum áratugum hafa er- lendir þegnar í vaxandi mæli sest að á Íslandi. Þessir nýju þegnar flytja með sér viðhorf, þekkingu og menningu sem geta orðið til að auðga íslenska menningu enn frekar, ef rétt er á málum haldið. Mikilvægt er að fólk af ólíkum menningarheimum geti talað saman jafnt heima sem heiman, því orð eru til alls fyrst. Því betur sem einstaklingar, þjóðir og álfur ná að ræða saman, því líklegra er að skiln- ingur og friður ríki manna á milli. Samskipti við fólk af öðrum mál- svæðum og af ólíkum menningar- heimum getur einnig orðið til þess að skerpa sýn okkar og skilning á eigin tungu og menningu. Johann Wolf- gang von Goethe benti á þessi sann- indi fyrir um 200 árum þegar hann skrifaði: „Wer fremde Sprachen nicht kennt, weiss nichts von seiner eige- nen“: Sá sem ekki þekkir erlend tungumál veit ekkert um sitt eigið. Auður Hauksdóttir Oddný G. Sverrisdóttir Nem allar tungur en týn ekki þinni eigin Eftir Auði Hauksdóttur og Oddnýju G. Sverrisdóttur Dr. Auður Hauksdóttir er lektor í dönsku og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Dr. Oddný G. Sverrisdóttir er dósent í þýsku og varaforstöðumaður Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur. Aernout Mik, Guðni Franzson & Wieden & Kennedy. Viktor & Rolf, Toek Numan, Saatchi & Saatchi. John M. Armleder, Hans van Ma- nen & Fastland.Jung von Matt, Haukur Tómasson & Yayoi Kus- ama. Pipilotti Rist, Caroline Ber- kenbosch & S.C.P.F. og Gillian Wearing & Yello – New®. Þessum hluta lýkur 24. febrúar. Annar hlutinn hefst 28. febrúar og nefnist Ákveðin ókyrrð / Certain Turbulence en það eru gjörningar sem nemendur í Listaháskóla Ís- lands vinna í samstarfi við erlendra kennara. Gjörningarnir verða flutt- ir sem hluti af dagskrá Vetrarhá- tíðar dagana 28. febrúar til 2. mars. Þrír kennarar taka þátt í gjörn- ingunum: Brian Catling, Julian Ma- ynard Smith og Willem de Ridder. Öðrum hluta lýkur 2. mars. 4. mars hefst þriðji og síðasti MYNDBANDA- og gjörningadag- skrá hefst í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20. Dagskráin stendur til 9. mars og er skipt niður í þrjú tímabil. Fyrsti hlutinn nefnist Loud & Clear / Hátt og skýrt og verður myndbandsverkið frumflutt í kvöld en verður svo sýnt á opnunartíma safnsins, frá kl. 10–17 alla daga. Verkið samanstendur af níu DVD- verkum en þrír aðilar standa að hverju verki um sig; myndlistar- maður, tónlistarmaður og auglýs- ingahönnuður. Eftirfarandi lista- menn taka þátt í verkefninu, en þeim er skipað í þessa röð í upp- talningunni hér að neðan: Pierre Huyghe, Steamboat Switzerland & Tyler Whisnand. Pierre Bismuth, Theo Loevendie & Strawberry Frog. Marlene Dumas, Ryuichi Sakamoto & KesselsKramer. hlutinn sem nefnist Flash. Það er DVD-verk frá Bifron-stofnuninni í Amsterdam unnið í samstarfi tón- listarmanna og myndlistarmanna. Eftirfarandi listamenn vinna saman að Flash: Maarten van Norden & Annette Messager. Vod- ershow & Liza May Post. Roderik de Man & Maura Biava. Paul Ter- mos & Ansuya Blom. Maarten Al- tena & Ger van Elk. Eric Calmes & Henrik Peeters. Martijn Padd- ing & J.C. Ruggirello. Chiel Meij- ering & Jaap Kroneman og Louis Andriessen & Marijke van War- merdam. Loud & Clear og Flash verkefnin eru bæði á vegum Bifron-stofnun- arinnar í Amsterdam en fram- kvæmdastjóri hennar er Þóra Johansen. Dagskránni lýkur eins og fyrr segir 9. mars. Þriggja þátta myndbanda- og gjörningadagskrá Verk eftir Lizu May Post á sýningunni Flash.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.