Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.02.2003, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 25 RÆÐU Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, forsætisráðherraefnis, formannsstaðgengils og almenn- ingstengslafulltrúa Samfylkingar- innar, sl. sunnudag hefur verið gef- ið nokkurt rúm í fjölmiðlum undanfarið, gagnrýnislaust að vanda. Ræða þessi var einhver sú undarlegasta sem ég hef heyrt um afskipti stjórnmálamanna af rekstri og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Tilgangurinn með ræðunni var að koma höggi á stjórnmálamenn sem hafa unnið að því að koma hér upp heilbrigðu viðskiptaumhverfi þar sem saman fer frelsi til athafna en jafnframt krafa um afdráttarlaust siðferði og ábyrgð í viðskiptum. Á sl. ellefu árum hefur verið gengið lengra í frjálsræðisátt og meira gert til að draga úr afskiptum rík- isvaldsins af fyrirtækjum og stofn- unum en nokkru sinni áður. Jafn- framt hefur verið viðhaldið stöðugleika og hagvexti sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu og þótt víðar væri leitað. Þetta tvennt hefur leitt til þess að einstaklingar og fyrirtæki hafa getað gert áætl- anir vegna framkvæmda eða ann- arra skuldsetninga. Ég er algjörlega sammála því að inngrip og afskipti stjórnmála- manna, á hvaða stigi sem þeir eru, eru meinsemd í umhverfi frjálsra viðskipta. Ég held hinsvegar að Ingibjörg Sólrún sé ekki sjálfri sér samkvæm með þessum um- mælum, þar sem hún vill greini- lega hafa áhrif á þetta viðskipta- umhverfi, rétt eins og vinstrimenn hafa ávallt gert. Hún hefur a.m.k. sýnt það í stjórnarfari sínu og hún sagði frá því í hluta ræðu sinnar. Þar sagði hún m.a.: „Við getum lækkað vexti, bæði stýrivexti Seðlabankans og útlánsvexti við- skiptabankanna...“ Hvernig ætlar Ingibjörg Sólrún sem stjórnmálamaður að lækka út- lánsvexti bankanna? Væri hún þá ekki einmitt að skipta sér af fyr- irtækjum sem henni koma alls ekki við? Til hvers var verið að auka sjálfstæði Seðlabankans ef hún ætlar síðan að stjórna breytingu stýrivaxta? Væri hún þá ekki að framkvæma það sem hún fordæm- ir? Bíddu, er þetta ekki nýr leið- togi flokks sem vill koma í veg fyr- ir að íslenskur seðlabanki hafi einhver áhrif á gengisstig og vaxta- stig hér á landi með því að koma landinu í ESB? Dæmi hver um sig, en mér virt- ist þessi ræða vera skrifuð af van- kunnáttu, hún var uppfull af klisj- um og sett fram til að viðhalda einhverskonar mítu sem á ekki við rök að styðjast. Það kom mér hins- vegar ekkert á óvart. Ingibjörg og afskiptin Eftir Sigmund Sigurgeirsson Höf. er viðskiptafræðingur og áhugamaður um stjórnmál. „Hún vill greinilega hafa áhrif á viðskipta- umhverfið, rétt eins og vinstrimenn hafa ávallt gert.“ ÁSKORUN til stjórnmálamanna, verkalýðshreyfinga og atvinnulífs- ins. Afnemum vinnuþrælkun smá- barna og foreldra. Gerum þjóðarsátt um bætt kjör og sveigjanlegan vinnutíma mæðra og feðra. Frétt (5.2. sl.) um að gæslu barna (2–5 ára) í leikskólum skuli ljúka kl. 17:15 en tvö „sel“ verði þó opin til kl. 18:15 fyllti mælinn. Í hugann komu myndir af börnum hímandi nætur og daga yfir fé til forna og dauðupp- gefnum nútímabörnum í gæslu. Veit fólk hver vinnudagur barna er? Flest börn fara í vistun fárra mánaða göm- ul (fæðingarorlof er enn of stutt), 2–5 ára börn eru daglangt í leikskóla, 6–8 ára börn eru í grunnskóla frá morgni til kvölds. Gæsla, skóli, gæsla og tómstundastarf! Smá-börnum er gert að vera fjarri heimili í um og yf- ir 50 st. á viku og foreldrar vinna myrkra á milli með dúndrandi sam- viskubit. Er þetta boðlegt? Ég segi nei. Slík vinnuþrælkun og frelsis- skerðing er óviðunandi. Börn þurfa ást, ástvini og frið til að þroskast. Börn þurfa hvíld frá gæslu og skóla með daglangri stjórn vandalausra. Fjölskyldur þurfa að vera saman. Barnafólk þarf hærri dagvinnulaun og vernd gegn þrýst- ingi um æ lengri vinnutíma. Stoppum hér og sameinumst um fjölskyldustefnu sem gefur börnum og foreldrum færi á lengri samveru til að bindast varanlegum tilfinn- ingaböndum. Það skilar sér marg- falt. Ef ekki tel ég að setja verði vökulög – lög um hvíldartíma barna líkt og togarasjómanna fyrr á öld- um? Ekki stærri vökustaura fyrir smábörn, takk! Vinnu- þrælkun, vökulög, vöku- staurar! „Börn þurfa hvíld frá gæslu og skóla.“ Höfundur er kennari. Eftir Elínu G. Ólafsdóttur Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna Fyrsta blaðið á hálfvirði 100 síðna bók ókeypis - ef þú svarar innan 10 daga Þú greiÐir aÐeins 345 kr Láttu töfrast af heimi galdrastelpnanna! Í hverjum mánuði fylgist þú með spennandi sögu um stelpurnar fimm frá Heatherfield. Þú getur líka lesið um leyndarmálin á bak við stjörnumerkið þitt og í hverju blaði er galdrapróf sem hjálpar þér að finna máttinn sem b r innra með þér! EINSTAKT TILBOÐ 1 2 3 4 Fyrsta blaðið á hálfvirði - þú borgar aðeins 345 kr. fyrir utan sendingarkostnað. Ef þú svarar innan 10 daga færðu 100 síðna bók um stelpurnar að gjöf. Mánaðarlega færðu n tt blað, með hverju blaði fylgir einhver skemmtileg gjöf og borgar aðeins 690 kr. fyrir utan sendingarkostnað. Blöðin eru eingöngu fáanleg í áskrift og eru ekki í boði á almennum markaði. S k r á ð u þ i g á h t t p : / / d i s n e y . k l u b b a r . i s EINSTAKT TILBOÐ Finndu EIGIN MÁTT! Hringdu núna í síma 522 2020 G A L DR AST ELPUR N A R sagan um © Disney

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.