Morgunblaðið - 12.02.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 45
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálf-
ari Íslands í knattspyrnu, verður á
meðal áhorfenda á Hampden Park í
Glasgow í kvöld er Skotar taka á
móti Írum í vináttulandsleik. Ísland
mætir Skotlandi á sama velli í Evr-
ópukeppninni 29. mars.
MICHAEL Ballack, miðjumaður
Bayern München, mun ekki leika
með Þjóðverjum gegn Spánverjum í
dag á Kanaríeyjum – hann er með
flensu. Þá mun Marko Rehmer,
varnarmaður og félagi Eyjólfs
Sverrissonar hjá Herthu Berlín,
heldur ekki leika með vegna meiðsla.
HOLLENDINGURINN Arie
Haan mun stýra landsliði Kína í
fyrsta sinn gegn heimsmeistaraliði
Brasilíu þar sem 12 leikmenn úr HM
liði þeirra eru mættir til leiks undir
stjórn nýs þjálfara, Carlos Alberto
Parreira. Gríðarlegur áhugi er á
leiknum í Kína og verða um 80 þús-
und áhorfendur á leiknum.
HOLLENDINGAR taka á móti
Argentínu í Amsterdam og hefur
Dick Advocaat, landsliðsþjálfari
Hollands, kallað saman mjög sterkt
lið og er ekki með neina tilrauna-
starfsemi.
„ÞETTA er ekki neinn vináttu-
landsleikur í okkar huga. Við erum
hingað komnir til að vinna,“ sagði
Marcelo Bielsa þjálfari Argentínu-
manna sem fengu slæma útreið á
HM í fyrra.
HOLLENSKI landsliðsmaðurinn
Jimmy Floyd Hasselbaink sagði í
gær í viðtali við London Evening
Standard að hann vildi ljúka knatt-
spyrnuferli sínum hjá Chelsea.
Hasselbaink hefur lengi verið orð-
aður við Barcelona. „Ég vil vera
áfram hjá Chelsea, ef það er mögu-
legt. Það er erfitt að finna betra lið
til að vera hjá,“ sagði Hasselbaink.
FRAKKAR leika gegn Tékkum í
París þar sem David Trezeguet
(Juventus), Bixente Lizarazu
(Bayern) og Robert Pires (Arsenal)
verða með Frökkum eftir langt hlé
vegna meiðsla.
TOMAS Rosicky leikmaður þýska
meistaraliðsins Dortmund hefur
verið útnefndur knattspyrnumaður
ársins í Tékklandi annað árið í röð.
Rosicky, sem er 22 ára gamall, átti
stóran þátt í að Dortmund vann tit-
ilinn og komst í úrslit UEFA-keppn-
innar þar sem liðið beið lægri hlut
fyrir Feyenoord. Félagi Rosicky hjá
Dortmund, risinn Jan Köller, varð
annar í kjörinu og Pavel Nedved,
Juventus, varð þriðji.
ÍRSKI landsliðsmaðurinn Jason
McAteer, 31 árs, sem hefur verið frá
keppni síðan í september, er tilbúinn
í slaginn með Sunderland á laugar-
daginn – þegar liðið tekur á móti
Heiðari Helgusyni og samherjum
hans hjá Watford í bikarleik á Stad-
ium of Light í Sunderland.
FÓLK
ÞJÓÐVERJINN Berti Vogts sem
stýrir landsliði Skota í knattspyrnu
er ekki hrifinn af þeirri taktík sem
Sven Göran Eriksson mun beita
gegn Ástralíu. Þar mun Eriksson
skipta nánast út öllu byrjunarliðinu
sínu í hálfleik og leyfa yngri leik-
mönnum að spreyta sig. „Ég hef
aldrei og mun aldrei gera slíkt og
tel að stuðningsmenn liðsins eigi
ekki annað skilið en að sjá þá bestu
frá upphafi til enda. Það er ekki
sanngjarnt fyrir áhorfendur að fá
aðeins að sjá þá bestu í fyrri hálf-
leik. Þeir ættu í raun aðeins að
greiða hálft verð fyrir aðgöngumið-
ann í slíkum tilvikum,“ segir Vogts.
„Vanvirð-
ing,“ segir
Vogts VIKTOR Bjarki Arnarsson, knatt-spyrnumaður hjá hollenska úrvals-
deildarfélaginu Utrecht, hefur ver-
ið leigður til 1. deildarliðsins TOP
Oss þar í landi. Hann leikur með því
til vorsins og spilaði sinn fyrsta
deildaleik um helgina, kom inn á
sem varamaður og lék í hálftíma
þegar liðið gerði markalaust jafn-
tefli við Jóhannes Harðarson og fé-
laga í Veendam.
Viktor Bjarki er nýorðinn tvítug-
ur og hefur verið í röðum Utrecht í
þrjú ár en hann lék með Víkingi í
yngri flokkunum. Hann spilaði með
unglingaliði Utrecht þar til í vetur
að hann færðist upp í varaliðið en
hefur ekki fengið tækifæri með að-
alliðinu til þessa.
Viktor til
TOP Oss
BERTI Vogts, landsliðsþjálf-
ari Skotlands, segir að Skot-
ar eigi ekki eins sterkt
landslið og þeir áttu fyrir
nokkrum árum. „Það er ekki
hægt að loka augunum fyrir
því. Ég get ekki valið úr hópi
leikmanna sem leika með
sterkum liðum í Englandi,
heldur verð ég að velja vara-
menn í enskum úrvalsdeild-
arliðum og leikmenn í neðri
deildunum. Við erum ekki
lengur í hópi þeirra stóru –
en við ætlum okkur í þann
hóp. Hér áður fyrr horfðu
skoskir landsliðsþjálfarar á
leiki Arsenal og Manchester
United til að fylgjast með
sínum mönnum. Ég horfi á
leik Bristol City gegn Wigan.
Stóru liðin í Skotlandi, Rang-
ers og Celtic, eru með aðeins
einn eða tvo skoska lands-
liðsmenn í byrjunarliðum
sínum,“ sagði Vogts, sem
stýrir liði sínu í dag gegn Ír-
um á Hampden Park.
Skotar
ekki lengur
í hópi
þeirra stóru
Enska landsliðið mætir því ástr-alska á Upton Park, heimavelli
West Ham, í London. Þar mun ung-
lingurinn Wayne Rooney framherji
Everton brjóta blað í knattspyrnu-
sagnfræðum og verður yngsti lands-
liðsmaður Englands frá upphafi, 17
ára og 111 daga gamall.
Frank Farina þjálfari Ástralíu
segir að leikurinn marki upphaf að
undirbúningi liðsins sem ætli sér að
taka þátt í heimsmeistarakeppninni
í Þýskaland árið 2006 en Ástralía
hefur aðeins einu sinni tekið þátt í
lokakeppni HM, árið 1974 í V-
Þýskalandi.
Harry Kewell framherji Leeds á
við meiðsli að stríða en aðrir þekktir
leikmenn í liði Ástrala eru: Mark
Viduka (Leeds), markvörðurinn
Mark Schwarzer (Middlesbrough)
og Brett Emerton (Feyenoord).
Sven Göran Eriksson landsliðs-
þjálfari Englendinga mun nota
bestu leikmenn liðsins frá upphafi
en býst við því að leyfa yngri leik-
mönnum að spreyta sig í síðari hálf-
leik.
Vogts valdi Hutchison
Það verður athyglisverður
grannaslagur í dag þegar Skotar og
Írar eigast við á Hampden Park í
Glasgow. Bertie Vogts landsliðs-
þjálfari Skota valdi Jamie Smith
(Celtic) og Bob Malcolm (Rangers) í
fyrsta sinn í landsliðið auk þess sem
framherjinn frá West Ham, Don
Hutchison, fær tækifæri eftir um 10
mánaða fjarveru vegna slitins kross-
bands í hné.
Brian Kerr mun stýra írska lands-
liðinu í fyrsta sinn gegn Skotum en
hann getur ekki stillt upp sínu sterk-
asta liði. Mark Kennedy (Wolves),
Gary Kelly (Leeds), Robbie Keane
(Tottenham) og Damien Duff
(Blackburn) hafa helst úr lestinni á
undanförnum dögum vegna meiðsla.
Saez leitar að markaskorara
Knattspyrnustórveldin Spánn og
Þýskaland eigast við í kvöld á Kan-
aríeyjum á Spáni. „Það eru margir
lykilmenn frá vegna meiðsla og því
verður þessi leikur góður vettvang-
ur til þess að skoða aðra leikmenn
gegn sterku liði,“ segir Rudi Völler,
landsliðsþjálfari Þjóðverja.
Spánverjar hafa átt í vandræðum
með að finna leið að marki andstæð-
inga sinna og hafa aðeins skorað eitt
mark í síðustu tveimur vináttulands-
leikjum.
Inaki Saez þjálfari Spánverja seg-
ir að hinn sanni markaskorari sé enn
ófundinn á Spáni. „Við höfum leik-
menn sem geta skorað mörk en við
höfum ekki enn fundið leikmann
sem gerir ekkert annað en að
skora,“ segir Saez.
Scolari sneri öllu á hvolf
Ítalir taka á móti Portúgal þar
sem Giovanni Trapattoni getur ekki
teflt fram Christian Vieri, Aless-
andro Del Piero og Francesco Totti
sem eru meiddir. Trapattoni valdi
marga unga leikmenn í lið sitt og
það gerði einnig Luiz Felipe Scolari
sem stýrir Portúgal í fyrsta sinn en
hann stýrði Brasilíu á HM sl. sumar.
Aðeins níu leikmenn úr HM hópi
Portúgals eru með að þessu sinni og
hristi Scolari heldur betur upp í
hlutunum þar á bæ.
Reuters
Wayne Rooney verður yngsti leikmaður Englands þegar hann kemur inná í leik gegn Ástralíu.
Fjölmargir vináttulandsleikir í knattspyrnu um alla Evrópu
Rooney verður í kast-
ljósinu á Upton Park
FJÖLMARGIR vináttulandsleikir í knattspyrnu fara fram í Evrópu í
dag og kvöld en alls eru 26 leikir á dagskrá og að auki eigast við
Júgóslavía og Aserbaídsjan í undankeppni Evrópukeppninnar, en
liðin eru í 9. riðli. Þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarar fá
tækifæri með liðum sínum frá því í nóvember sl. en næstu leikir í
undankeppni EM eru 29. mars nk.