Morgunblaðið - 12.02.2003, Page 46
ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni HSÍ
Undanúrslit karla, SS-bikarinn:
Digranes: HK – Fram...........................19.30
Hlíðarendi: Valur – Afturelding...........19.30
1. deild kvenna
Vestm.eyjar: ÍBV – FH .............................19
Í KVÖLD
HANDKNATTLEIKUR
Grótta/KR – Fylkir/ÍR 27:23
Seltjarnarnes, 1. deild kvenna, Esso-deild,
þriðjudaginn 11. febrúar 2003.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 6:1, 7:2, 7:4, 9:4,
11:4, 12:6, 12:8, 13:10, 15:10, 16:1, 16:13,
19:15, 19:17, 21:17, 21:19, 23:19, 24:21,
26:21, 27:23.
Mörk Gróttu/KR: Þórdís Brynjólfsdóttir
7/1, Eva Margrét Kristinsdóttir 4, Eva
Björk Hlöðversdóttir 4, Aiga Stefanie 4/2,
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Ragna
Karen Sigurðardóttir 2, Kristín Þórðar-
dóttir 2, Kristín Brynja Gústafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Gísladóttir 8 (þar af
fóru 2 til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Fylkir/ÍR: Tinna Jökulsdóttir 7,
Hekla Daðadóttir 6, Sigurbirna Guðjóns-
dóttir 4, Valgerður Árnadóttir 3, Andrea
Olsen 1, Lára Hannesdóttir 1, Hrönn Krist-
insdóttir 1.
Varin skot: Erna María Eiríksdóttir 10
(þar af 2 aftur til mótherja), Ásdís Bene-
diktsdóttir 2 (þar af 2 aftur til mótherja):
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur
F. Sverrisson.
Áhorfendur: Um 65.
Staðan:
ÍBV 20 17 2 1 563:403 36
Stjarnan 20 14 4 2 460:381 32
Haukar 20 15 1 4 544:454 31
Valur 20 12 1 7 433:419 25
Víkingur 20 10 3 7 439:390 23
Grótta/KR 21 10 1 10 452:458 21
FH 19 9 2 8 463:431 20
KA/Þór 21 3 0 18 423:519 6
Fylkir/ÍR 21 3 0 18 396:548 6
Fram 20 1 0 19 380:550 2
BLAK
Dregið var í bikarkeppni Blaksambands Ís-
lands í gær. Eftirfarandi lið drógust saman:
Konur:
1. umferð:
Reynir Hellissandi – Umf. Bifröst
Þróttur N.b. – Þróttur N.c.
Stjarnan – ÍK
Afturelding situr hjá sem og 1. deildar-
félögin.
2. umferð:
Stjarnan/ÍK – Reynir Hell./Umf.Bifröst
3. umferð:
Afturelding – Fylkir
Þróttur N. a. – Þróttur N. b./Þróttur N. c.
Stjarnan/ÍK eða Reynir Hellissandi/Umf.
Bifröst – Þróttur R. a.
HK – KA
Karlar:
1. umferð:
Þróttur R. b. – Afturelding
Hrunamenn sitja hjá, sem og 1. deild-
arfélögin.
2. umferð:
Stjarnan – ÍS
Hrunamenn – Þróttur R. a.
HK og Þróttur R. b./Afturelding sitja
hjá.
KNATTSPYRNA
England
2. deild:
Bristol City – Brentford .......................... 0:0
Luton – Blackpool .................................... 1:3
Port Vale – Chesterfield .......................... 5:2
Vináttulandsleikur
Kamerún – Fílabeinsströndin................. 0:3
ÚRSLIT
Jafnt var fyrstu mínúturnar en þátók Þórdís Brynjólfsdóttir sig til
og með fimm góðum mörkum í röð
náði Grótta/KR 6:1
forystu. Það sló ný-
liðana í Fylki/ÍR að-
eins út af laginu en
ekki lengi og með
góðri baráttu tókst þeim að saxa á
forskotið. Eftir hlé tóku gestirnir
enn betur á í vörninni og hægt og bít-
andi tókst þeim að minnka forskotið
niður í tvö mörk – hefðu gert enn
betur en vörnin lagði mikla áherslu á
skytturnar svo að Eva Björk Hlöð-
versdóttir skoraði þrjú mörk á stutt-
um tíma. Grótta/KR tók loks á sig
rögg, vandaði betur til sókna sinna
sem reyndist gestunum um megn.
„Það þarf að mæta í svona leik
með fulla einbeitingu til að hafa sig-
ur því Fylkir/ÍR-liðið hefur verið að
bæta sig og er að nálgast hin liðin,“
sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari
Gróttu/KR, eftir leikinn. Þórdís átti
góðan leik og Eva Björk, Anna Úrs-
úla Guðmundsdóttir og Aiga Stefan-
ie góða spretti.
„Við höfum verið að stríða stóru
liðunum og það er nóg af baráttu-
anda en vantaði samt neistann,“
sagði Erna María Eiríksdóttir,
markvörður og fyrirliði Fylkis/ÍR,
eftir leikinn. „Stundum er óðagotið
of mikið í lokin og við töpum bolt-
anum of mikið. Það vantar reynslu
og trú á sigur en það er að koma.“
Tinna Jökulsdóttir, Hekla Daðadótt-
ir og Sigurbirna Guðjónsdóttir áttu
góðan leik fyrir Fylki/ÍR.
„Vantar reynslu
og trú á sigur“
Stefán
Stefánsson
skrifar
Arnór sagði í samtali við Morg-unblaðið að hugmyndin væri í
raun bæði frumsamin og eins væru
margir hlutir fengnir að láni víða að.
„Ég byrjaði að tala um þetta þegar
Eiður Smári var lítill og síðan hefur
þetta legið í láginni þar til núna og
tilkoma knattspyrnuhúsanna gerir
þetta auðvitað mögulegt. Það er al-
veg ljóst í mínum huga að svona
skóla þarf til að knattspyrnan hér
verði betri. Hugmyndin er ekki að
taka eitthvað frá félögunum, heldur
á þetta að vera viðbót,“ sagði Arnór.
Hann ætlaði í upphafi að fá fjóra
til fimm bestu leikmenn hvers ald-
ursflokks hjá félögunum en eftir því
sem hugmyndinni fleygði fram var
ákveðið að hafa skólann í vetur fyrir
13 ára og eldri.
„Það verður að byrja einhvers
staðar og hugmyndin er að hafa
þetta þrisvar til fjórum sinnum í viku
áður en krakkarnir fara í skólann.
Ég veit að það krefst nokkurs af
þeim, en það er auðvitað hluti af ag-
anum sem menn verða að hafa til að
geta náð langt,“ segir Arnór.
Í skólanum verður farið yfir
grunnþætti knattspyrnunnar. „Ég
vil leggja áherslu á tækni, skilning
manna á leiknum og hvernig menn
koma best einstaklingsframtakinu
inn í leik liðsins. Hreyfing með og án
bolta, mataræði, íþróttasálarfræði
og þannig mætti lengi telja. Einnig
finnst mér vanta mikið tilfinningu
manna fyrir eigin líkama og hana vil
ég auka.
Markmiðið er auðvitað fyrst og
fremst það að gera efnilega krakka
fyrr tilbúna til að láta að sér kveða í
meistaraflokki,“ segir Arnór.
Hann segist eiga sér draum um að
koma þessu inn í menntakerfið svip-
að og gerist víða erlendis. „Fyrst um
sinn verðum við með skólann á þess-
um tíma og þetta eina námskeið sem
verður, frá 24. febrúar og út mars,
verður reynslunámskeið og svo hefj-
umst við handa af fullum krafti 1.
september næsta haust. Við rennum
auðvitað dálítið blint í sjóinn hvað
þátttöku varðar en hugmyndin er að
reyna að fá tíma strax eftir skóla
þannig að krakkarnir gætu komið
beint eftir skóla. Ég er alveg viss um
að svona skóla hefur vantað hér og
þar sem áhersluatriðin eru nokkuð
önnur en verið hefur hjá félögunum
þá verður þetta hrein viðbót við það
starf sem þar er unnið,“ segir Arnór.
Hann og Benedikt Guðmundsson,
gamalkunnur leikmaður með
Breiðabliki, munu vera með yfirum-
sjón með skólanum en yfirþjálfarar
verða Þorlákur Árnason, þjálfari
meistaraflokks Vals, og Zeljko
Sankovic. „Síðar meir vonast ég til
að við verðum fleiri þannig að það
verði þrír til fjórir þjálfarar með
hverjum hópi,“ segir Arnór.
Arnór Guðjohnsen býður upp á morgunmat í nýjum knattspyrnuskóla
Æfingar áður en
farið er í skólann
„Ég vil leggja áherslu á tækni, skilning manna á leiknum og
hvernig menn koma best einstaklingsframtakinu inn í leik liðs-
ins. Hreyfing með og án bolta,“ segir Arnór Guðjohnsen.
ARNÓR Guðjohnsen, fyrrver-
andi atvinnumaður í knatt-
spyrnu og landsliðsmaður Ís-
lands, hefur stofnað
Knattspyrnuskóla Arnórs. Skól-
inn verður fyrir alla krakka 13
ára og eldri og verða æfingar á
nokkuð sérstökum tíma, nefni-
lega klukkan 6.30 árdegis, áður
en krakkarnir fara í skólann og
fá þátttakendur morgunmat áð-
ur en þeir fara.
Skólahaldið fer fram í Fíf-
unni í Kópavogi og í Egilshöll í
Grafarvogi.
Hægt verður að taka 120
nemendur á 5 vikna nám-
skeiðið sem hefst 24. febrúar
og er það fyrir stráka og stelp-
ur 13 ára og eldri.
Þátttökugjald á námskeiðið
er kr. 15.000. Æfingatíminn er
frá klukkan 6.30 til 7.30 á
morgnana og verður boðið
upp á morgunmat.
Skráning og frekari upplýs-
ingar eru á slóðinni
www.knattspyrnuskoli.com.
Henry jafnaði
met Platini
FRANSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu,
Thierry Henry, hefur jafnað met landa síns
Michel Platini – og mun bæta það við hvert
mark sem hann skorar utan Frakk-
lands. Henry skoraði sitt 104. mark
fyrir Arsenal gegn Newcastle, en
Platini skoraði 104 mörk fyrir
Juventus á Ítalíu þegar hann lék
með liðinu á árum áður. Það var
markamet hjá frönskum leik-
manni með liði utan Frakk-
lands.
„Að ná meti frá svo snjöllum
leikmanni eins og Platini var, er
stórkostlegt. Hann er einn fræg-
asti knattspyrnumaður Frakk-
lands,“ sagði Henry í viðtali við
franska blaðið l’Equipe.
HERMANN Hreiðarsson,
landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, er á leið í fjög-
urra leikja bann í Eng-
landi. Hermann, sem var
á dögunum úrskurðaður í
þriggja leikja bann vegna
brottrekstrar, fékk sitt
fimmta gula spjald á
tímabilinu á laugardag-
inn og þar með bætist
einn leikur við. Hann
missir af tveimur leikjum
Ipswich gegn Wolves og
leikjum við Grimsby og
Norwich.
Hermann
í lengra
bannHAUKUR Ingi Guðnason, landsliðsmaður í
knattspyrnu úr Keflavík, gengur að öllu
óbreyttu til liðs við bikarmeistara Fylkis í dag.
Félögin hafa náð samkomulagi um félagaskipti
Hauks Inga og Fylkir kaupir hann af Keflavík,
en þó með ákveðnum fyrirvara um að staða
hans verði endurskoðuð að þessu tímabili loknu
ef Keflvíkingar vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.
„Ég tel að það hafi náðst ágætis málamiðlun
í þessu samkomulagi félaganna og ég reikna
með því að gengið verði frá öllum lausum end-
um á morgun (í dag). Það er erfitt að yfirgefa
Keflvíkinga en ef ég ætla mér að berjast áfram
um sæti í landsliðinu verð ég að spila í efstu
deild. Mér líst vel á mig hjá Fylkismönnum,“
sagði Haukur Ingi við Morgunblaðið í gær-
kvöld en þá var hann nýkominn af sinni fyrstu
æfingu með Fylkismönnum, í Egilshöll.
Haukur Ingi
fer í Fylki
LENGI vel tókst Fylki/ÍR að standa í Gróttu/KR þegar liðin mættust
á Seltjarnarnesi í gærkvöldi en gáfu eftir í lokin og Grótta/KR hafði
27:23 sigur. Fylkir/ÍR er eftir sem áður í 10. sæti deildarinnar en
Grótta/KR komst upp í 6. sæti.