Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þér verðið að fara aftast í röðina, herra. Þeir hafa forgang sem ráða yfir fiskimiðum. Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur Mega moka upp fiski í þrjá daga Sjóstangaveiði er ekkieinungis frístunda-gaman einstaklinga og hópa. Í landinu eru starfrækt átta sjóstanga- veiðifélög sem standa sam- an að kappsfullu Íslands- móti þar sem ekkert er gefið eftir. Það nýjasta er síðan, að Sjóstanga- veiðifélag Akureyrar eftir- lét Hafró nýverið aflatölur sínar með þeim skilaboðum að þær gæfu vísbendingar um ástand fiskistofna ekki síður en togararöll. Lárus Einarsson er formaður Sjó- stangaveiðifélags Reykja- víkur og hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Ætlið þið að fara að dæmi norðanmanna og af- henda Hafró veiðitölur? „Við gætum vel gert það. Þetta eru veiðitölur fjölda báta sem fara mjög víða á afmörkuðum svæðum á grunnslóðinni. Þetta eru tölur sem gefa mjög góðar upplýs- ingar um stöðu mála myndi ég halda. Síðustu þrjú árin höfum við t.d. séð miklu meira af fiski á okkar slóðum.“ – Hvernig fara þessar veiðar fram? „Það eru átta starfandi sjó- stangaveiðifélög í landinu og sam- an höldum við Íslandsmót. Þetta eru því alls átta mót, hvert félag stendur fyrir einu móti sem stend- ur í tvo daga, og algengast að fé- lagar í einstökum félögum fari á kannski þrjú mót á hverri mótaröð, enda er það heildarveiði þriggja bestu veiðitúranna sem telur á Ís- landsmótinu. Sumir eru þó gler- harðir og mæta á mörg mót þó svo að þessu fylgi talsverður kostnað- ur. Auk þessa halda félögin eitt innanfélagsmót, bara fyrir sig, auk þess að halda úti öflugu félagslífi.“ – Hvernig er skipulagið? „Það eru alls konar strangar reglur, t.d. að það má ekki nota fleiri en þrjá króka á stönginni, en hvað uppstillingar varðar, þá er skipt upp í fjögurra manna lið. Hins vegar fara engir tveir úr sama liðinu saman á bát, þeir dreif- ast á fjóra báta með liðsmönnum annarra liða og það eykur á spennuna. Það getur gengið mikið á. Skipstjórarnir eru ekki undan- skildir, þeir keppa innbyrðis og sumir eru svo harðir að þeir læðast út á fjörð eða flóa kvöldið eða nótt- ina áður og líta á veiðislóðirnar. Síðan þegar ræst er út snemma að morgni, þá þykjast menn sigla hingað og þangað, en snúa af leið þegar þeir halda að enginn sjái til og stundum hef ég grun um að far- ið sé yfir leyfilegu hraðamörkin! Þetta er þó í dálitlu gríni sagt, því sannast sagna eru öryggiskröfur afar mikilvægar og eru að verða sí- fellt mikilvægari og rúmfrekari í allri okkar umræðu.“ – Eru bæði konur og karlar í þessu sporti? „Já, bæði kynin. Við erum kannski fleiri karl- arnir, en það er talsvert af konum og nauðsynlegt að þær séu með.“ – Hver vinnur svo? „Þeir sem veiða mest og það rík- ir mikil spenna þegar aflinn er veg- inn, það get ég sagt þér. Loft er lævi blandið. Það liggur við að fisk- ar séu röntgenmyndaðir og ég efa að hvergi liggi önnur eins gögn um einstaka þorska og ýsur.“ – Það hafa nú heyrst allhressi- legar veiðitölur af þessum móts- dögum hjá ykkur, eru þetta lögleg- ar veiðar? „Já mikil ósköp, við erum inni í þessu úthlutunarkerfi. Hvert sjó- stangaveiðifélag fær úthlutað þremur dögum. Tveir fara í Ís- landsmótið og sá þriðji í innan- félagsmótið. Þessa þrjá daga meg- um við moka fiski upp úr sjónum eins og við mögulega getum.“ – Ég geri ráð fyrir að það sé hressilega tekið á því? „Já, og þar kemur ævinlega fram séríslenskt fyrirbæri. Menn fara á sjó tvo daga í röð, eru í hörkuvinnu frá klukkan sex að morgni til klukkan tvö að degi, skemmta sér síðan saman, en skilja svo ekkert í því hvað þeir eru þreyttir þegar heim er komið!“ – Hvað eruð þið að veiða, bara þorsk og ýsu? „Nei, nei, það er miklu fjöl- breyttara og það er fjölbreytnin í aflnaum sem er iðulega rós í hnappagat manna í dagslok. Þess eru jafnvel dæmi að menn setji út um leið og losað hefur verið frá bryggju til að geta bætt sandkola og marhnút við tegundafjöldann sinn. Sumir eru jafnvel með silung- astangir og örsmáa króka til að bæta sandsíli við aflann. Við fáum auk ýsu og þorsks, ufsa, keilu, löngu, lúðu, rauðsprettu, síld, síli, steinbít og karfa. Í fyrra veiddist meira að segja sjóbleikja.“ Eruð þið sem sagt bara í þessu fyrir keppnina? „Nei, þetta er líka frábær fé- lagsskapur. Ég skal nefna dæmi um góðan félagsskap og það er hann Ríkarður Ingi- bergsson. Síðastliðið sumar keppti hann á Akureyri og kom norð- ur með Ella lúðubana. Karlinn veiddi samtals 600 kg dag- anna tvo, fékk sér hóflega „í tána“, fór á dansleik á Akureyri að kvöldi seinni dagsins, skrapp svo með mér út í Svarfaðardal í morguns- árið eftir fimm klukkustunda svefn, en sagði svo við mig uppúr hádegi að hann þyrfti að drífa sig í bæinn af því að hann ætlaði að skreppa á gömlu dansana fyrir sunnan þá um kvöldið. Ríkarður varð níræður í ágúst síðastliðnum. Það er ekki lítils virði að þekkja og fá að umgangast slíka menn.“ Lárus Einarsson  Lárus Einarsson er fæddur í Reykjavík í september 1949. Hann er húsasmíðameistari og sjálfstætt starfandi verktaki sem kemur mikið að hafnargerð. Hann er á öðru ári sem formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavík- ur. Eiginkona hans er Lára Kristinsdóttir og eiga þau þrjú börn, Einar (’75), Stefán (’68) og Lárus (’82) … liggur við að fiskar séu röntgen- myndaðir SENDINEFND Samfylkingarinnar ræddi við fulltrúa þingflokks norska Verkamannaflokksins um hugsan- legar sameiginlegar kröfur sem Ís- land og Noregur gætu átt gagnvart Evrópusambandinu ef til aðildarum- sóknar kæmi. Á sameiginlegri ráð- stefnu sem fram fór í Osló á föstudag skiptust fulltrúar flokkanna á upp- lýsingum og skoðunum um samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið og stöðu hans og framtíð Íslands og Noregs innan Evrópu. „Markmiðið með þessari ráð- stefnu var fyrst og fremst að ræða framtíð EES-samningsins og stöðu þessara tveggja landa innan Evrópu sem er að mörgu leyti lík,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir þingflokks- maður Samfylkingarinnar. „Það má segja að EES-samningurinn standi og falli með þessum tveimur löndum og þá sérstaklega Noregi sem er ansi stór hluti af EES-svæðinu.“ Bryndís sagði sjávarútvegsmál aðallega hafa verið rædd ásamt neytendamálum. Hún sagði Ísland og Noreg skoða hvort það væru hugsanlega einhverjir sameiginlegir fletir sem löndin gætu átt gagnvart Evrópusambandinu sem snúa að sjávarútvegsmálum og þá ekki síst til að styrkja samningsstöðu sína gagnvart Evrópusambandinu. „Þetta var mjög innihaldsríkur og góður og fundur. Við erum einu Norðurlöndin utan Evrópusam- bandsins og það er mjög mikilvægt að reyna að átta sig á stöðu þessara landa í því samhengi,“ sagði Bryndís. Hún sagði Halldór Ásgrímsson hafa fyrir nokkru viðrað hugmynd um það hvernig Norður-Atlantshafs- svæðið gæti orðið sérstakt stjórn- sýslusvæði þar sem þau ríki sem að- ild ættu fengju sjálfstjórn. „Þá hugmynd eru utanríkismálastofnun Noregs og Alþjóðastofnun Háskóla Íslands að skoða núna ásamt út- færslu á samstarfi.“ Sendinefnd Samfylkingarinnar ræddi við fulltrúa norska Verkamannaflokksins Sameiginlegar kröfur Íslands og Noregs ræddar STJÓRN Sambands íslenskra spari- sjóða hefur ákveðið að beina því til sparisjóða innan sambandsins að breyta útreikningi vaxta á verð- tryggðum reikningum þannig að þeir séu reiknaðir frá og með deg- inum eftir innlögn, en til þessa hafa vextir verið reiknaðir frá næstu mánaðamótum eftir innlögn. Breytingin tekur gildi um næstu mánaðamót 1. mars. Jafnframt er gert ráð fyrir því að sérstakar verð- bætur innan mánaðar verði reiknað- ir þannig að miðað sé við hækkun á vísitölu neysluverðs síðastliðna tólf mánuði. Fram hefur komið í fréttum í Morgunblaðinu að innlagnir á verð- tryggða reikninga í sparisjóðunum og Íslandsbanka hafa ekki borið vexti innan mánaðar heldur frá næstu mánaðamótum eftir innlögn á undanförnum árum. Aftur á móti eru reiknaðir vextir á innlagnir á verð- tryggða reikninga í Búnaðarbanka og Landsbanka frá deginum eftir innlögn og hefur það verið þannig um árabil. Íslandsbanki mun einnig breyta vaxtaútreikningi Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann muni breyta vaxtaútreikn- ingi á verðtryggðum reikningum sín- um frá og með næstu mánaðamót- um. Þá kveða reglur Seðlabankans á um að reikna skuli sérstakar verð- bætur innan mánaðar á verðtryggða reikninga. Þær hafa verið óbreyttar eða nánast óbreyttar hjá öllum ofan- greindum bankastofnunum nema Búnaðarbankanum síðastliðin fimm ár þrátt fyrir að verðbólga hafi sveiflast mikið á ofangreindu tíma- bili eða frá því að vera rúmt 1% á ári í það að vera tæp 10%. Eins og fram hefur komið í frétt- um ætlar Fjármálaeftirlitið að skoða þessi mál í framhaldi af fréttaflutn- ingi Morgunblaðsins. Er þess að vænta að niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir innan nokkurra vikna. Sparisjóð- irnir breyta vaxtaút- reikningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.