Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 31 Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2% 35. LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 27. - 30. MARS 2003 Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins halda á næstu dögum opna fundi í Valhöll, þar sem drög að ályktunum 35. landsfundar flokksins, sem haldinn verður 27.-30. mars nk., verða kynnt og rædd. Fundirnir eru opnir öllum sjálfstæðismönnum og eru fundartímar sem hér segir: Mánudagur 17. febrúar Kl. 17.15 Iðnaðarnefnd Kl. 17.15 Réttarfars- og stjórnskipunarnefnd Þriðjudagur 18. febrúar Kl. 17.15 Fjölskyldunefnd Kl. 17.15 Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundanefnd Kl. 17.15 Sveitarstjórnar- og byggðanefnd Kl. 17.15 Vinnumarkaðsnefnd Kl. 17.15 Vísindanefnd Miðvikudagur 19. febrúar Kl. 17.15 Ferðamálanefnd Kl. 17.15 Menningarnefnd Kl. 17.15 Skóla- og fræðslunefnd Kl. 17.15 Trygginganefnd Fimmtudagur 20. febrúar Kl. 17.15 Efnahagsmálanefnd Kl. 17.15 Húsnæðisnefnd Kl. 17.15 Landbúnaðarnefnd Kl. 17.15 Nefnd um málefni eldri borgara Kl. 17.15 Skattanefnd Kl. 20.00 Umhverfisnefnd Kl. 20.00 Viðskipta- og neytendanefnd Föstudagur 21. febrúar Kl. 17.15 Heilbrigðisnefnd Kl. 17.15 Jafnréttisnefnd Kl. 17.15 Samgöngunefnd Kl. 17.15 Upplýsingatækninefnd Fimmtudagur 27. febrúar Kl. 17.15 Orkunefnd Kl. 17.15 Sjávarútvegsnefnd Kl. 17.15 Utanríkisnefnd SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sími 515 1700 www.xd.is HAFÐU ÁHRIF Á STEFNUNA MAÐUR heyrir stundum þær raddir að tónleikaformið sé gengið sér til húðar, því þau tónverk sem þar eru flutt fáist keypt á plötum í ennþá betri og áhrifameiri flutningi, og hlustunartímanum ráði maður auk þess sjálfur. Örugglega er g-moll-sin- fónía Mozarts og jafnvel píanókons- ert nr. 1 eftir Beethoven verk sem unnendur klassískrar tónlistar eiga greiðan aðgang að á plötum. En flutningur tónlistar á nákvæmlega sama tíma sem áheyrandinn upplifir hana verður ekki endurtekinn og því er eftirvæntingin eftir því einstaka sem maður veit ekki hvernig gengur sú æð sem flytur tónleikaforminu nýtt líf og hvert tónverk gengur þar í nýja lífdaga. Ef fólk vill ekki mæta því óvænta, vill vera 100% öruggt með flutning, þá fer það ekki á tón- leika, en fer þá um leið mikils á mis að mínu mati. Í stórfenglegum frönsk- um sjónvarpsþætti, Píanósnillingar, sem ríkissjónvarpið tók til sýningar nýverið, lýsti Arthur Rubinstein í við- tali merkingu tónleika og um leið því beina sambandi áheyrenda og flytj- enda sem þar myndast. Hann sagði m.a.: „Ég fer inn á tónleikasviðið með örlítið hraðari hjartslátt sem skapast af efanum um hvernig til takist. Þessi litli efi er eingöngu til góðs, hann tryggir að ég nálgast tónverkið á nýj- an hátt og áheyrandinn upplifir vissa dulúð um leið og verkið verður nýtt fyrir mér í hvert skipti.“ Ennfremur: „Ég er sannfærður um að á tónleik- um er það ekki eingöngu það sem heyrist sem skiptir máli, heldur straumurinn sem við (flytjendur) sendum áheyrendum. Þess vegna koma svo margir á tónleika í stað þess að hlusta á plötu á inniskónum heima, það gerir gæfumuninn að komast í þetta nána samband eins og að tengjast loftneti.“ Þessi lífsskoðun Rub- insteins svarar að hluta til spurningunni um hvert gildi og hvaða tilgangi það þjóni að verja miklum tíma og fyrirhöfn í að æfa og leika verk af vinsældalista unnenda sígildrar tónlistar. Fyrirhöfnin er ómaks- ins virði því tónleikarn- ir eru einstakir, reynsla sem hljóm- sveitin og áheyrendur eiga saman út af fyrir sig og aldrei verður endurtekin eins. Síðan verður það einstaklingsbundið hvernig þessi einstæða reynsla snertir hug og til- finningar og að því leyti er mín reynsla einstæð og engir tveir öðlast nákvæmlega sömu reynslu, og þann- ig er því varið með alla aðra gagnrýn- endur einnig. Mín reynsla var mjög góð. Schubert var að stæra sig við Rossini tæplega tvítugur að ekki væri mikið mál að semja óperuforleiki eins og Rossini var orðinn frægur fyrir. Enda tókst honum það býsna vel eins og Forleikurinn í D-dúr sannar, ann- ar tveggja sem samdir voru af þessu tilefni. Schubert byrjar með sínum ljúfsára brag og dregur moll-litinn fram í tónavefnum. Í miðhluta verks- ins er galsinn tekinn við og Rossini- stælingin hvað mest áberandi. Þar hefðu hraðleiknar tónhendingar mátt vera skýrar mótaðar af flytjendum. Návist hins leikræna birtist í kröftug- um veiðihornum. Dramatíkin nær svo hámarki í lokin með þróttmiklu tutti og pákudyn. Verkið var í heild hressi- legt og glettið. Beethoven var tvítug- ur þegar hann samdi sinn fyrsta pí- anókonsert, sem var í þeirri vinsælu tóntegund C-dúr. Hann naut þess að hafa bæði samið verkið og geta einnig frumflutt það. Það var ljóst að hinn rúmversk-ungverski Aladár Rácz naut þess einnig að leika einleik á pí- anóið með hljómsveitinni og tókst að hrífa áheyrendur með sér í þeirri gleði. Aladár lýsti í útvarpsviðtali ný- verið að það væri sér mikil tilhlökkun að leika þennan konsert, því þetta hefði verið fyrsti píanókonsertinn sem hann lék opinber- lega. Aladár er mjög góður píanóleikari með smitandi leikgleði. Kad- ensa Beethovens, sem mun hafa verið nr. 3, var hrífandi vel flutt. G-dúr- sónata eftir Scarlatti í tindrandi flutningi voru þakkir hans fyrir kröft- ugt klapp hrifinna áheyrenda. Ekki er amalegt fyrir okkur öll að þvílíkur píanóleikari skuli starfa á Húsavík. Mitt í lífsins hremmingum og fjórum árum fyrir andlát sitt, 1787, samdi Mozart þá sinfóníu í g-moll sem sætt hefur ærið misjafnri meðferð á tutt- ugustu öldinni. Stef hennar og hlutar tengdir ýmsu því sem þessari dá- semdartónlist er vart samboðið. Töfra sína á sinfónían örugglega að einhverju leyti að þakka því hve stutt taugin er á milli tregans og gleðinnar, þar sem stundum jafnvel bein or- sakatengsl skapast. Svo eru þessi ótrúlegu smáatriði sem vega svo þungt, eins og langi tónninn í óbóinu þegar aðalstefið er endurtekið, og töfrahljómurinn í upphafi andante- þáttar sem rís frá einum tóni og strengjaraddir læðast inn hver af annarri og mynda að lokum ólýsan- legt dulúðugt litaraf, í einfaldleika samt. Guðmundur Óli náði að stilla liðið sitt saman þannig að dregin var hver lína með fallegum litum og sam- fellunni, heildarmyndinni, haldið í áhrifamiklum flutningi. Klarinettan var í uppáhaldi Mozarts og Björn Leifsson lék gullfallega mörg stef sem eru mikilvægir þræðir í þessu magnaða verki. Ég held satt best að segja að efinn sem ég vitnaði í hjá Rubinstein sé oft lykillinn að töfrum eins og þeim sem þarna var beitt. Lif- andi tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands; enn einn vitnisburður um listrænan árangur, þrátt fyrir að hljómsveitin eigi sér ekki enn fastan samastað. Hraðari hjartsláttur TÓNLIST Glerárkirkja Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og Aladár Rácz, einleikari á píanó. Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmunds- son. Fluttur var Forleikur í ítölskum stíl í D-dúr eftir Schubert, Píanókonsert nr. 1 í C-dúr eftir Beethoven og Sinfónía nr. 40 í g-moll eftir Mozart. Sunnudaginn 9. febr- úar. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson Aladár Rácz NÁMSKEIÐ í PowerPoint hefst 5. mars. Unnin verða verkefni með texta, myndum, hljóði og hreyfimyndum. Far- ið í frágang og prófaðir mis- munandi möguleikar, m.a. búnar til skjávarpasýningar, vefsíður og lifandi hreyfi- myndir. Kennari Sigurbjörg Jó- hannesdóttir, myndlistarmað- ur og kennari við LHÍ. Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt og kennari í arkitekt- úr og miðlun, heldur fyrir- lestranámskeið 18. mars, sem nefnist Reykjavík: hugsuð, byggð. Á námskeiðinu verður dregin upp mynd af höfuð- borg Íslendinga í ljósi hug- myndafræði og byggingarlist- ar. Borgarmynd Reykjavíkur verður rannsökuð og hún spegluð við þróun annarra borga erlendis. Námskeið hjá LHÍ Í KJÖLFAR fimm ára starfstíma- bils Carnegie Art Award hefur verið ráðist í umfangsmiklar breytingar á framkvæmd þessa myndlistarvið- burðar. Frá og með haustinu 2003 verður Carnegie Art Award-sýning- in opnuð annað hvert ár, en ekki á hverju ári eins og tíðkast hefur til þessa. Þá verða sýningar uppi um tveggja mánaða skeið á hverjum sýningarstað og við það fá verk þátt- takenda í sýningunni aukna athygli. Þá er ráðgert er að skipuleggja mál- þing og leiðsagnir í tengslum við hverja sýningu, auk þess em hægt verður að setja sýninguna upp á fleiri stöðum en hingað til. Carnegie-verðlaunin verða tvö- földuð þannig að í heild sinni verður verðlaunaupphæðin alls 2,1 milljón sænskra króna. Fyrstu verðlaun verða 1 milljón skr., önnur verðlaun 600 þús. sk. og þriðju verðlaun 4.000 þús. skr. Að auki verður styrkur að upphæð 100 þús. skr. veittur ungum myndlistarmanni á sýningunni. Þá verður leiðandi aðila á vettvangi myndlistar boðið að taka þátt í síðari fundi dómnefndar, þegar ákveðið er hverjir skuli hljóta myndlistarverð- laun og styrk. Farið verður að vinna eftir þess- um nýju breytingum í kjölfar opn- unarinnar á sýningunni í október nk. á Listaakademíunni í Stokkhólmi. Um breytingarnar segir Lars Nittve, formaður dómnefndar: „Við þær verður enn augljósara hve mikla þýðingu Carnegie Art Award hefur fyrir norræna listmálara, og raunar fyrir allt myndlistarlíf á Norðurlönd- um. Skipulagið var gott fyrir, en verður enn betra.“ Carnegie Art Award-sýningin 2002 stendur nú yfir í Victoria Miro Warehouse í Lundúnum og verður þar til 9. mars. Á þessu sýningar- tímabili hefur sýningin verið sett upp í Reykavík, Osló og Kaup- mannahöfn, á eftir að fara til Hels- inki en henni lýkur í Gautaborg í maí. Breytingar á Carnegie Art-verðlaununum Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.