Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 37 ✝ Einar Jens Haf-berg fæddist í Reykjavík 10. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Engilbert Ólafur Einarsson Hafberg, f. 9.9. 1890, d. 1.11. 1949, og Olga Magn- úsdóttir Hafberg, f. 17.12. 1896, d. 18.9. 1930. Alsystkini Ein- ars eru: Magnús Finnur, f. 22.6. 1923, Gunnar, f. 25.9. 1925, d. 25.7. 1943, Hulda Guð- rún, f. 14.11. 1928, d. 10.4. 1988, Olga, f. 8.6. 1930. Hálfsystkini, samfeðra, eru: Þórarinn, f. 7.1. 1915, d. 9.3. 1988, Einar Eggert, f. 18.11. 1918, d. 29.12. 1986, Helga, f. 3.6. 1939, Eysteinn, f. 15.8. 1940, Ingibjörg, f. 30.10. 1947. Börn Einars eru: 1) Olga Haf- berg, f. 28.4. 1947, móðir: Ka- milla Guðbrandsdóttir, börn Olgu eru Einar Skúli Haf- berg, kvæntur Tur- id Hansen, þau eiga tvö börn, Júlíönnu Ósk og Svavar Skúla; og Hrannar Már Hafberg. 2) Ingibjörg Hafberg, f. 29.7. 1961, móðir: Rósa Lúðvíksdóttir, börn Ingibjargar eru: Rúnar Logi, Thelma Sylvía og Gísli Logi. 3) Sigríð- ur Hafberg, f. 23.6. 1966, gift Birgi Hlíðari Guðmunds- syni, þau eiga þrjú börn: Sigur- björgu, Axel og Nönnu. 4) Hrafn- hildur Hafberg, f. 1.11. 1967, hún á eitt barn, Ísak. 5) Einar Þór Hafberg, f. 3.3. 1978, móðir þeirra er Nanna Þórsdóttir. Einar ólst upp í Reykjavík og Viðey, hann bjó á Akureyri á ár- unum 1966 til 1995 þegar hann flutti aftur til Reykjavíkur. Útför Einars var gerð frá Dómkirkjunni 3. febrúar. Vorið 1937 urðu nokkur þáttaskil í sögu Viðeyjar. Eggert Briem, sem keypt hafði eyna um aldamótin 1900 og sett þar á stofn eitt stærsta og fullkomnasta kúabú á Íslandi og var einn af frumkvöðlum í framfarasókn íslenskrar bændastéttar á þeirri tíð, lét af búskaf og seldi eyna Engilbert Hafberg, kaupmanni og auglýsinga- stjóra Morgunblaðsins. Engilbert hafði misst eiginkonu sína fyrir nokkrum árum frá fimm börnum og hugðist með kaupum á eynni og flutningi þangað skapa þeim ákjós- anlega aðstöðu utan borgarmúr- anna, en þó svo nærri að hann gæti samhliða búskapnum sinnt störfum sínum í Reykjavík en falið daglega umsjón heimilisins í hendur traustr- ar ráðskonu og elstu barnanna. Ég var ekki hár í lofti þegar Hafbergs- fjölskyldan fluttist út í eyna þetta veðurblíða vor og flest er gleymt af því sem þá var að gerast en samt man ég það, eins og gert hefði í gær, þegar fundum okkar Einars bar fyrst saman. Einar bar með sér hreinan og drengilegan svip og það kom brátt í ljós að hans innri maður var í fullu samræmi. Hann var á ell- efta ári, þremur og hálfu ári eldri en ég og sá aldursmunur vegur þungt á því aldursskeiði sem hér um ræðir, en það breytti engu í því að við urð- um góðir leikfélagar og með okkur tókst einlæg vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Fjölbreytt náttúra eyjarinnar skóp okkur óteljandi æv- intýri og við lifðum okkur jafnframt inn í söguna og sérkenni henni tengd. Klausturhólarnir og Virkis- höfðinn vitnuðu um svipmikinn kafla í sögu landsins og ömurleg endalok með aftöku Jóns Arasonar og sona hans í Skálholti. Viðeyjarstofa og -kirkja minntu okkur á Skúla Magn- ússon landfógeta, að ógleymdum Skúlahól með minnisvarða um þenn- an þrautseiga, kappsfulla baráttu- mann fyrir bættum þjóðarhag. Það er óhætt að fullyrða að Einar drakk í sig sögu eyjarinnar og ekki dró það úr áhuganum að Eggert Briem heimsótti oft Engilbert Hafberg, gekk með honum um eyna og fræddi hann um örnefni og sögur þeim tengdar. Einar fékk að fara með í þessar fræðsluferðir og bjó að því alla tíð. Þegar aldur færðist yfir og um hægðist frá veraldarvafstrinu varð Einari ljóst, að honum bæri að koma staðfræðiþekkingu sinni um Viðey í aðgengilegt form fyrir alla sem þangað vildu leita. Hann tók því til að skrá allt það sem hann best vissi um örnefni eyjarinnar og leita uppi og safna slíku efni hvar sem því varð við komið. Að þessu starfaði hann árum saman í frístundum sín- um. Mér er þetta gjörla kunnugt því mörg símtölin áttum við um þetta sameiginlega áhugamál okkar. Ein- ar var þeirrar gerðar að hann lokaði sig ekki af með þessa þekkingu sína, né taldi sig einan vita allt, þess í stað var hann fús til að bera saman bæk- urnar við aðra og sóttist raunar eftir því. Það stóð svo á endum að Einar var búinn að gera ítarlega örnefna- skrá yfir Viðey og setja örnefnin á kort, þegar Viðey varð þeirrar gæfu njótandi að Davíð Oddsson tók hana undir sinn verndarvæng. Í þeirri miklu umbrotahrinu sem fylgdi yf- irtöku Davíðs á eynni varð Einari ljóst að borgin og starfsmenn hennar þyrftu á örnefnakorti sínu að halda og bauð það fram. Kortið var þegið og hefur síðan verið undirstaða allr- ar sérkorta- og bæklingaútgáfu fyrir eyna, þótt þeir sem við það hafa stuðst hafi oft á tíðum farið svo frjálslega með staðsetningar að Ein- ari ofbauð og sárnaði stórlega. Ein- ari sárnaði líka þær fyrirætlanir ým- issa ráðamanna að gera Viðey landfasta og skapa perlunni á Sund- unum einhvers konar Örfiriseyjarör- lög. Um það ræddum við einnig oft og vorum að vonum innilega sam- mála. Ég hefi dvalist við bernskuár okk- ar Einars og svo fullorðinsárin eftir að hann tók að vinna að örnefnasöfn- uninni. Ástæða þess er sú að á at- hafnaárum okkar áttum við ekki samleið. Við vorum hvor á sínu landshorninu og höfðum öðrum hnöppum að hneppa. En „römm er sú taug“ og auðvitað hlaut svo að fara að við tækjum aftur upp þráðinn vegna okkar sameiginlega áhuga- máls. Einar hafði frumkvæðið að okkar síðara sambandi og fyrir það er ég honum þakklátur. Þeir sem fara um Viðey og fræðast um örnefni og sög- ur þeim tengdar eru, án þess að þeir e.t.v. viti það, að njóta leiðsagnar drengs sem fluttist þangað á ellefta ári á öldinni sem leið, varð strax heillaður af sögu hennar og sérkenn- um og átti þá ósk stærsta að Viðey fengi áfram að vera eyja, útivistarp- aradís, en hljóta ekki óafturkræf ör- lög Örfiriseyjar. Örlygur Hálfdanarson. Nú er komið að leiðarlokum, kæri frændi, eitthvað svo skrítið að þú skulir ekki vera meðal okkar lengur. Fyrstu minningarnar eru frá því þegar við komum í heimsókn í bæ- inn, þá var það þitt fyrsta að kaupa ís handa okkur krökkunum og spjalla við okkur. Upp frá þessum stundum varst þú alltaf besti frændinn, það entist út ævina. Þú dvaldir heima hjá okkur á Skógum um tíma og ekki sast þú auðum höndum, þú varst með okkur systkinunum, teiknaðir fyrir okkur allavegana teiknimynda- fígúrur, sagðir okkur sögur, fóst í göngutúra, allt þetta gerðir þú af einlægni, þú varst svo sannur. Alltaf heyrðum við hvor í öðrum, þótt þú hafir flutt norður á Akureyri, og ávörpuðum hvor annan alltaf „frændi“. Svo styttist á milli okkar er ég flutti norður á Hvammstanga. Ég gisti oft hjá ykkur Nönnu er ég kom til Akureyrar. Áttum við þá góðar stundir saman fram á nætur. Á sextugsafmælinu þínu komuð þið Nanna og Einar Þór og dvölduð hjá okkur á Hvammstanga. Ég man hvað þú slóst okkur við í göngunni upp að Torfustaðarvatni, þú blést ekki úr nös, þrátt fyrir reykingarn- ar. Þá varð mér það ljóst hvað þér hefur verið gefinn sterkur líkami. Frændi, þú varst alltaf svo teinrétt- ur og myndarlegur, ég var alltaf jafn stoltur af því að eiga svona flottan frænda, svo ekki sé minnst á góða skapið þitt. Þú gekkst ekki heill til skógar, því heyrnarleysið ágerðist og einangraði þig, þú gast ekki tekið þátt í samræð- um, það átti illa við þig sem skilj- anlegt er. Þú reyndir margt í lífinu, prófaðir margt, skiptir um starfs- vettvang. Þú varst þriggja ára er þú misstir móður þína og 22 ára þegar pabbi þinn dó. Þú tókst þá við Tób- akshúsinu í Austurstræti og rakst það í einhvern tíma. Þú vannst verkamannavinnu á Eyrinni, versl- unarmaður á Hvolsvelli og Kirkju- bæjarklaustri, símamaður í Eyja- firði, kennari í Hrísey, hótelstjóri á Hótel Akureyri, kennari á Akureyri, starfsmaður á Bókasafni Akureyrar, þar til þú fóst á eftirlaun. Þú endaðir svo hér í Reykjavík, á staðnum sem togaði alltaf svo sterkt í þig. Ég held frændi, að þú hafir verið sáttur við lífshlaup þitt og ávöxt þess, sem eru börnin þín, öll mann- vænleg og dugleg. Kæri frændi, ég þakka fyrir þau áhrif sem þú hafðir á mig. Ég minnist þín þegar ég horfi til Viðeyjar en þar ólst þú upp og varðst svo heillaður af. Megi góður guð geyma minninguna um góðan dreng. Engilbert Ó. Hafberg Snorrason. EINAR JENS HAFBERG Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og langamma, MARGRÉT ÁKADÓTTIR, Hofteigi 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánu- daginn 17. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent heimahlynningu Karitasar og Krabbameinsfélag Íslands. Jóhann Lárus Jónasson, Áki Jóhannsson, Guðlaug Sturludóttir, Jóhann Lárus Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Dís Sigurgeirsdóttir, Ólöf Áslaug Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.