Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 mbl.is Alþjóðlegt dómsvald Þór Vilhjálmsson hefur látið af embætti við EFTA-dómstólinn 10 Óumdeildur og engum líkur Ólíkindatólið og leikarinn Jack Nicholson í samtali 12 Sjálfala allt árið Kjöt af norsku villifé er dýrt og ullin sérstök 18 SAMFYLKINGIN nýtur nú stuðn- ings 40,1% kjósenda og Sjálfstæðis- flokkurinn er með 35,8% fylgi, sam- kvæmt skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir Morgunblaðið 6.- 10. febrúar. Miðað við úrslit síðustu alþingiskosninga tapa allir flokkar fylgi, nema Samfylkingin sem eykur við sig 13,3 prósentustigum. Þetta er veruleg breyting frá síð- ustu könnun stofnunarinnar frá því í ágúst sl. þegar fylgi Sjálfstæðis- flokksins var 41,7% og 27,1% hjá Samfylkingunni. Nú mælist Fram- sóknarflokkurinn með 13,5% fylgi, miðað við þá sem afstöðu tóku, en var með 17,6% í síðustu könnun og 18,4% í kosningunum 1999. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fer niður í 7,4%, var 11,7% í síðustu könnun og 9,1% í kosningunum. Frjálslyndi flokkurinn fengi 2,9% at- kvæða, samanborið við 1,6% í síðustu könnun og 4,2% í kosningunum 1999. Stofnunin studdist við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18 til 80 ára. Viðtöl voru tekin í síma og alls svöruðu 813 manns, eða 67,8%, 20% neituðu að svara og 12% náðist ekki í. Nettósvarhlutfall var 71%. Spurt var: Ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Ef fólk sagðist ekki vita það var áfram spurt hvaða flokk eða lista líklegast væri að það kysi og ef svar fékkst ekki við því var spurt hvort líklegra væri að það kysi Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk. Félagsvísindastofnun greinir nið- urstöðurnar nánar fyrir Reykjavík- urkjördæmin, Suðvesturkjördæmi og þau þrjú kjördæmi saman sem eftir eru. Samkvæmt því er Samfylk- ingin stærst í Reykjavík, með 48,4% fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn 39%. Í Suðvesturkjördæmi er Sjálfstæð- isflokkurinn stærstur, með 43,5% fylgi, og Samfylkingin með 39,2%. Tveir flokkar með alla þingmenn Reykjavíkur? Félagsvísindastofnun segir að fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar sé það mikið í Reykjavíkur- kjördæmunum að flokkarnir gætu fengið flesta eða jafnvel alla þing- mennina í höfuðborginni. Sam- kvæmt því er óvíst að Framsóknar- flokkurinn og Vinstri grænir fái þingmenn kjörna í Reykjavík. Þá benda niðurstöðurnar til þess að Frjálslyndi flokkurinn nái ekki inn manni á þing. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Samfylkingin með 40,1% – Sjálfstæðisflokkur 35,8% Gætu fengið alla/4             BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son, einn eigandi Samsonar ehf. sem nýlega keypti tæplega helm- ingshlut ríkisins í Landsbanka Ís- lands, segist ekki finna fyrir því að stjórnmálamenn séu að skipta sér af viðskiptalífinu á Íslandi. „Mér finnst frekar að fyrirtækin séu að troða sér inn í pólitíkina og halda því fram að þau séu skotspónn eða fórnarlömb stjórnvalda. …Ég er ekki fyrir svona samsæriskenn- ingar.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- sætisráðherraefni Samfylking- arinnar, vitnaði í viðtal við Björgólf Thor þegar hún velti því upp hvort gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á Baugi, Norðurljósum og Kaup- þingi byggðist á flokkspólitískum forsendum. Hafði hún eftir honum að markaðsöflin væru ekki í háveg- um höfð hér á landi og hér réði póli- tíkin. „Ég var að tala um annað og eng- ar forsendur fyrir því að útleggja orð mín þannig að verið sé að ráð- ast á einhver þrjú fyrirtæki sem hún nafngreinir,“ segir Björgólfur Thor. „Þetta er eitthvað persónu- legt á milli hennar og Davíðs.“ Hann segist ekki halda að um pólitísk afskipti af fyrirtækjum hafi verið að ræða. „Mér finnst þau hafa lent í sínum málum og sagt síðan að það hafi verið pólitík. Og núna er það gripið á lofti fyrir kosningar.“ Björgólfur Thor og meðeigendur hans í eignarhaldsfélaginu Samson, þeir Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson, munu í fram- tíðinni skipta með sér verkum í auknum mæli eftir kaupin í Lands- banka Íslands. Björgólfur Guð- mundsson snýr sér aðallega að bankamálum, Björgólfur Thor er mest í lyfjageiranum og Magnús sér um rekstur í Rússlandi. Rætt er við Magnús og feðgana Björgólf og Björgólf Thor í Morg- unblaðinu í dag. Björgólfur Guðmundsson, sem á aðalfundi Landsbankans á föstudag var kjörinn formaður bankaráðs bankans, segir í viðtalinu að hann sjái fyrir sér að bankinn fylgist bet- ur með stöðu fyrirtækja í við- skiptum við hann þannig að unnt sé að veita ráðgjöf í tæka tíð og sjá erf- iðleika einstakra fyrirtækja fyrir. Þá sé hægt að koma með lausn sem tryggi að þau geti haldið áfram en þurfi ekki að lenda í vandræðum og gjaldþroti sem skaði alla. Björgólfur segir að nýir eigendur muni leggja bankanum til sýn við- skiptamannsins. „Við fyrstu sýn er okkar hugsun að styrkja viðskipta- bankastarfsemina, þar með talið úti- búanetið, og einfalda þjónustuna.“ Fyrirtæki troða sér inn í pólitík Björgólfur/Sunnudagur 1–9 LÆKNIR í Indónesíu sleppir hvítri friðardúfu við sendi- ráð Ástralíu í Jakarta í gær en þar var haldinn mót- mælafundur vegna hugsanlegs stríðs gegn Írak. Skipu- lagðir voru fjölmennir mótmælafundir gegn stríði í helstu borgum heims í gær, þ. á m. í New York, London, París, Moskvu og Tókýó. Búist var við að hálf til ein milljón manna tæki þátt í aðgerðunum í Bretlandi. Tony Blair forsætisráðherra ávarpaði flokksmenn sína í Glasgow í gær og sagði þá að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna myndu fá lengri tíma til að sinna starfi sínu í Írak og ganga úr skugga um það hvort Saddam Hussein Íraksforseti hlítti ályktunum SÞ. Reuters Boða frið en ekki stríð ALLS hafa 210 þúsund kvíaeldislax- ar sloppið úr norskum sjókvíum í tveimur óhöppum það sem af er árinu og kemur það í kjölfar „versta ársins í sögu norska fiskeldisins“ er 630 þúsund laxar sluppu. Laxafjöld- inn í óhöppunum tveimur á þessu ári samsvarar sjöfaldri ársveiði í ís- lenskum laxveiðiám. Frétt þessi var send út af póst- þjónustu Stangaveiðifélags Reykja- víkur og er þar vitnað í vefsíðu Int- raFish og viðtal þar við Asle Guneriussen, ráðgjafa hjá Akvaplan Niva. Er haft eftir Asle að í öðru til- vikinu hafi 120 þúsund stórir laxar sloppið og í hinu tilvikinu 90 þúsund smálaxar. Í öðru tilvikinu hafi botn- lína í eldiskví gefið sig er viðgerð fór fram, en í hinu tilvikinu hafi rifnað stórt gat á nótina neðan sjávarlínu. Er ennfremur haft eftir Gunerius- sen að hann óttist að vegna „þeirrar kreppu sem er í norsku laxeldi nú um stundir reyni eldisfyrirtækin að spara með því að nota gamlar kvíar og gamlar nætur í stað þess að end- urnýja búnaðinn reglulega.“ Tvö óhöpp í norsku fiskeldi 210 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókvíum Eldislaxar/53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.