Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í ÖLLU fréttaflóðinu um hugs- anlegt stríð í Írak skýtur þessa dagana upp fregnum um að þarlendir ráðamenn sýni örlítið meiri samvinnuvilja. Haft er eftir Hans Blix, yfir- manni vopnaeftirlits SÞ, að hann hafi fengið afhent ný skjöl, líka að Írakar muni leyfa flug til upplýs- ingaöflunar fyrir eftirlitsmennina og hafi fallist á að einn sérfræðingur mundi tala við þá. Umheimurinn grípur hvert hálmstrá sem gæti stuðl- að að því að komast megi hjá styrjöld. Maður verður dálítið ráðvilltur. Enn situr eftir óttinn við tilvist kjarnorku- vopna og eitur- og lífefnavopna sem eiga sér engin landamæri sé þeim sleppt. Geta dreift sjúkdómum á borð við svartadauða, taugaveiki, kolbrand og fleira. Sjálfir hafa Írakar viður- kennt að hafa framleitt mikið magn af miltisbrandssýklum. Hvar eru þessar birgðir? SÞ-maður, sem árum saman hefur starfað erlendis við slík milli- ríkjamál, svaraði spurningu minni um horfur: Rifjaðu bara upp söguna! Við hverja ofarnefndra frétta kem- ur alltaf upp í hugann þegar ég í Damaskus hlustaði á umræður þeirra Piccos, sérlegs fulltrúa framkvæmda- stjóra SÞ sem frægastur er fyrir björgun vestrænu gíslanna úr hönd- um hryðjuverkamanna, og Steinars Bergs Björnssonar, framkvæmda- stjóra hjá friðargæsluliðum SÞ. Um- ræðuefnið var hvers vegna Flóa- stríðið 1991 skall raunverulega á. Báðir virtust sannfærðir um af reynslu sinni að Saddam hefði ekki ætlað að láta koma til stríðs við Bandaríkin, en að fara fram á ystu nöf. Þeir voru að leitast við að lesa í athafnir hans og hann sjálfan. Þetta samtal átti ekki að fara lengra. Picco, sérfræðingur í að forðast blaðamenn, vissi ekki að Elín Pálmadóttir væri blaðamaður, bara vinur og rithöfund- ur af Íslandi. Þarna var hann einmitt að forða sér frá blaðamanni NY Tim- es heim til Steinars. Þeir báru því óþvingað saman bækur sínar obbann af nóttinni. Enda þagði ég þá. Á þess- ari stundu held að þessi greining gæti verið fróðleg fyrir fleiri ráðvillta í daglegum fréttum. Síðustu dagana áður en alþjóðaher- inn gerði innrás í Írak 15. janúar 1991, er Saddam Hussein hafði her- numið Kúveit, voru þeir báðir í Bag- dad. Steinar var að forða starfsliði Sameinuðu þjóðanna úr landi og loka skrifstofu friðargæslusveitarinnar á landamærum Írans og Íraks. Og Giandomenico Picco var þar með Pér- esar de Cuéllar framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem var að gera síðustu tilraun til að ná sáttum. Það tókst ekki. Það varð ekki fyrr en eftir tveggja mánaða blóðugt stríð að Saddam féllst á og undirritaði frið- arskilmálana. En af hverju varð stríð? Þarna einum til tveimur dögum fyrir innrásina sagði utanríkisráð- herra Saddams, sem var í forsvari við SÞ: „Iss, við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Það verður ekkert af neinni innrás. Bandaríkjaforseta Lesið í Saddam Reuters Eftir friðarsamninga 1991 varð strax bið á að Hussein ætlaði að uppfylla nokkra af skilmálunum og hefur síðan oft skorist í odda með SÞ. Og hvað nú? Er Saddam enn við sama heygarðshornið, að fara ekki fram af styrjaldarbrúninni? Benda fréttir um ofurlitla undanlátssemi til sama munsturs, þótt skrefin séu stutt? Yfirvofandi árásir á Írak vekja ótta með mörgum og gripið er í hvert hálmstrá sem sýnir samvinnu- vilja Íraka. En hvað er Saddam Hussein að hugsa? Elín Pálmadóttir rifjar upp stöðu mála á tímum Persaflóastríðsins. ÞEGAR undirritaður bjó um fimmára skeið í Los Angeles um og fyr-ir 1990 og fylgdist með íslenskumþjóðmálum úr notalegri fjarlægðog nánast með gests augum var auðvelt að koma auga á ákveðna þróun. Sú þróun lýsti sér þannig að í hverri sum- arheimsókn til gamla landsins hafði íslenskt samfélag nálgast hið bandaríska í auknum mæli. Þar eð bandarískt þjóðfélag er mun minna vafið í jafnaðarklæði en hin sósíaldemókrat- ísku norðurlönd sem við erum tengdust og skyldust einkennist það mjög af efnahagslegum öfgum. Bilið milli þeirra sem eiga og hinna sem eru eignalausir er gríðarlegt. Eitt skínandi garðshlið get- ur skilið að algera eymd allslausrar og sjúkrar manneskju og heimili sem veltir jafnmiklum fjármunum og íslenska ríkið. Það var auðvitað fáránlegt hvað það þótti plebbalegt að berast á hér á landi fyrir þetta þrjátíu árum eða svo. Það var kallað að ber- ast á ef menn voguðu sér að eyða pening- unum sínum í eitthvað sem bar fyrir sjónir almennings. Bandaríkin voru fyrirlitlegur staður kaupahéðna og vopnasala sem voru í stríði við fátæka en heiðvirða alþýðu um gjörvalla veröldina. En viðhorfið til Bandaríkjanna tók mikl- um breytingum á fyrrgreindu tímabili. Allt í einu þótti gömlum íslenskum róttæklingum til dæmis hvergi eins spennandi að vera og í hinu kapítalíska heimsveldi. Ameríski stíll- inn í fjölmiðlun og brúðkaupum varð að al- mennu viðmiði. Til varð umtalsverður hópur íslenskra rík- isbubba sem fóru mikinn í glanstímaritum og áttu í alvörunni heilan helling af pen- ingum. Í Reykjavík rigndi niður verslunum og vörumerkjum sem maður kannaðist við af dýrustu verslunargötu heims, Rodeo Drive í Beverly Hills. Um þetta leyti fór líka að bera á verð- bréfadrengjunum glaðbeittu sem litu út eins og forkláraðir trúboðar og örkuðu um sali svo gustaði af ilmsmyrslunum, en hafa dreg- ið sig heldur í hlé eftir að guðinn klikkaði. Sem dæmi um alvarlegri hliðar málsins kvarnaðist sífellt úr velferðarundirlaginu og fólk þurfti æ oftar að seilast eftir veskinu í samskiptum sínum við heilbrigðiskerfið. Þessi bandaríska þróun hefur haldið áfram síðan eins og allir geta staðfest með því að fletta Séð og heyrt eða horfa á Skjá einn. Í Bandaríkjunum hefur aldrei þótt plebbalegt að eiga peninga. Það er einfald- lega litið á slíkt sem staðfestingu á dugnaði fólks og verðleikum. Vitaskuld eru mörg dæmi þaðan um alls kyns spillingu og vesen sem einkum fylgir auðfengnu ríkidæmi. Sem dæmi má nefna þær hremmingar sem vinningshafar í happ- drættum hafa iðulega ratað í, að ekki sé tal- að um alla þá gæfulausu auðkýfinga sem erft hafa óskiljanlegar fúlgur og þurfa því ekki að hafa dug eða hæfileika til neins og eiga því erfitt með að setja sér markmið, hvað þá að æsa sig upp í að reyna að ná þeim. Fólk sem á verulegt fé í Bandaríkjunum er sér hins vegar alla jafna mjög meðvitandi um þá stöðu sína og tekur hana alvarlega. Þar er til ákveðinn ríkidæmiskúltúr, sem m.a. felst í verulegum stuðningi við góðgerð- arstarfsemi, menningu og listir. Hér fer ekki mikið fyrir þessari hlið á bandarískri menningu. Vellríkir Íslendingar virðast svo miklir nýgræðingar í ríkidæm- isgeiranum að þeir eru enn að einblína á allt dýra dótið sem þeir geta loks keypt sér án þess að skammast sín. Þar fyrir utan hafa þeir svo öll spjót úti við að koma pening- unum sínum út úr landinu og framhjá sam- neyslunni sem í því samhengi heitir skatt- kerfið. Auðvitað hefur mikið af íslensku ríkidæmi orðið til með fullkomlega heiðarlegum og eðlilegum hætti, en á hitt ber einnig að líta að fjölmargt fólk hefur hreinlega þegið auð- legð sína að gjöf frá ríkisstjórn landsins í gegnum kvótakerfið sem aftur á móti hefur lamað gamalgróna útvegsbæi og er hrein ógnun við lífsviðurværi fjölda fólks sem hvorki skortir dugnað né hæfileika. Við hljótum að vona að hinir nýríku Ís- lendingar öðlist þroska til að axla þá sið- ferðilegu ábyrgð sem fylgir því að eiga mun meira en það sem maður þarfnast. Jafn- framt verður að vænta þess að þegar í stað verði gripið til ráða sem duga til að hindra að hér verði til samfélag þar sem skínandi garðshlið loka eymdina úti, í stað þess að leita úrbóta. Eitt skínandi garðshlið HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Svein- björn I. Bald- vinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.