Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝLEGA kynntum tillögum rík- isstjórnarinnar að flýtingu fram- kvæmda á landinu vekur athygli rýr hlutur höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að úthlutun fjármuna til vegaframkvæmda. Því hefur verið haldið fram að „ástand skipulags- mála“ eins og það er orðað hamli því að hægt sé að setja meiri fjármuni til höfuðborgarinnar. Þetta er rangt. Rétt er að ítreka það að staða ein- stakra fyrirhugaðra framkvæmda í Reykjavík er á ýmsu stigi skipulags- lega séð, líkt og á við um allar þær framkvæmdir sem rætt er um að ráðast í vítt og breitt um landið í tengslum við tillögur ríkisstjórnar- innar. Það hljóta að vakna spurningar um forgangsröðun þegar litið er til þess að aðeins einn milljarður fer hingað til höfuðborgarsvæðisins. Getur það verið að forsætisráðherra sé orðinn svo örvæntingarfullur og blindaður af pólitískri móðu að íbúar í Reykjavík séu látnir gjalda fyrir það að meirihlutinn í Reykjavík er forsætisráðherra ekki þóknanlegur? Afbökun staðreynda Í umræðum um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar er aðalatriði málsins það að borgaryfirvöld í Reykjavík eru að sjálfsögðu tilbúin í að vinda sér í það verk, sé vilji og áhugi fyrir því af hálfu ríkisins. Það hefur staðið yfir undirbúningur að útfærslu gatna- mótanna en sú lausn sem Reykjavík- urborg telur besta, þ.e. stokkur eða göng undir Kringlumýrarbraut, hef- ur mætt andstöðu hjá Vegagerðinni. Skýtur það því skökku við og er í hæsta máta ósanngjarnt að Vega- gerðin gagnrýni borgaryfirvöld fyrir seinagang þegar sannleikurinn er sá að Vegagerðin hefur gert fyrirvara um lagningu gatnamótanna. Það er alveg ljóst að hefðbundin mislæg slaufugatnamót eru ekki heppileg á þessum stað út frá skipulagslegum, umhverfislegum og hljóðvistarleg- um kröfum. Það er að sjálfsögðu hægt að hefjast handa strax við hönnun, undirbúning og fram- kvæmdir ef menn vilja. Allt tal um annað er útúrsnúningur. Aðrar framkvæmdir En jafnvel þótt satt væri að vinna við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar væri óeðlilega skammt á veg komin er aðalatriði málsins vitaskuld það að skipulags- mál í Reykjavík eru með þeim hætti að hægt væri að hefjast handa við fjölmörg önnur verkefni með skömmum fyrirvara. Hér skulu nokkur nefnd. Skipulag að flutningi Hringbraut- ar hefur nýlega verið samþykkt í borgarráði. Hægt væri að flýta þeirri framkvæmd og bjóða verkið út í haust og hefja framkvæmdir fyrir áramót. Hægt er að flýta útboðum vegna breikkunar Vesturlandsvegar og ef allt gengur eins og best getur orðið ætti að vera hægt að bjóða það verk út í haust. Hægt er að flýta breikkun Sæbrautar þannig að unnt sé að bjóða framkvæmdina út í haust, jafn- vel þó umhverfismat sé eftir. Þá væri mögulegt að byggja brú yfir Vest- urlandsveg annað hvort á Hallsvegi, sem fyrsta áfanga að mislægum gatnamótum, eða á tengibraut þar rétt hjá og koma með því á betri bráðabigðatengingu við Vestur- landsveg á þessum stað. Hingað til hefur verið rætt um hringtorg sem bráðabirgðalausn. Svipað má segja um tengingu Korpúlfsstaðabrautar við Vesturlandsveg, en þau gatnamót eru í Mosfellsbæ. Loks má nefna göngubrú frá Álfabakka yfir í Kópavog yfir Reykjanesbraut og göngubrú yfir Kringlumýrarbraut rétt norðan við Hamrahlíð. Gott ástand skipulagsmála Stjórn borgarinnar hefur tekið skipulagsmál föstum tökum í tíð Reykjavíkurlistans. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í deiliskipulag mið- borgarinnar, ráðist hefur verið í skipulagningu nýrra borgarhverfa á borð við Úlfarsárdal, Norðlingaholt og Grafarholt. Í takt við breytta tíma og heildarsýn á borgarsamfélagið hefur verið lögð áhersla á þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa auk þess sem áhugi almennings og sérfræðinga á skipu- lagsmálum hefur verið virkjaður með auknu samráði og samvinnu eins og nýleg dæmi sanna. Það er fyrirsláttur að halda því fram að ástand skipulagsmála í Reykjavík standi fjárveitingum til vegamála fyrir þrifum. Stjórn borg- arinnar skortir ekki vilja, áhuga og atorku varðandi vegaframkvæmdir í Reykjavík. Skipulagsmál í Reykjavík Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur „Borgaryf- irvöld eru að sjálfsögðu tilbúin í að vinda sér í það verk.“ Höfundur er formaður skipulags- og bygginganefndar. ÞEGAR hæst stóð í stönginni með afgreiðslu íslenzku ráðstjórn- arinnar á 20.000.000.000.00 – tutt- uguþúsundmilljónkróna – ábyrgð til handa ameríska fyrirtækinu de- CODE, átti DV viðtal við aðalrit- arann, D.O., 11. apríl 2002. Eftir að hafa minnzt á aðdrag- anda málsins er eftirfarandi skráð orðrétt eftir ritaranum: ,,Eftir að við höfðum einnig séð það mat sérfræðinga, að þetta myndi falla innan EES-samningsins og standast hann – sem við héldum kannski í byrjun að væri ekki – þá fannst okkur að það væri varasamt af okkur að missa þetta tækifæri, sem gæti orðið stórkostlegt. Og jafnvel þó það færi ekki svo vel að verða stórkostlegt gæti það orðið ágætt, og jafnvel þó það færi verr en það væri það innan viðráðanlegra marka vegna þess ávinnings sem við hefðum af þessari starfsemi á að minnsta kosti næstu átta til tíu ár- um.“ Það hefir löngu verið vitað að að- alritara er flest betur gefið en fjár- málavit. Samt sem áður keyptu nær allir þingmenn stjórnarliðsins þessa röksemdafærslu fyrir ábyrgðinni, og tveir þriðju hlutar Samfylkingar undir forystu formannsins Össurar. Og afglöpin urðu að lögum frá hinu háa alþingi. Þótt margt kunni að verða sagn- fræðingum framtíðar undrunarefni frá valdatíma ráðstjórnar mun þennan gerning vafalaust bera einna hæst. Er þó af ærnu að taka svo ekki sé minnzt á fiskveiðiólögin. Af augljósum ástæðum hefir ráð- stjórnin enn sem komið er veigrað sér við að framkvæma lögin. En 11. maí nk. mun hún ekki bíða boðanna, ef hún heldur velli í kosningunum þann 10. – enda fyrrgreind rök- semdafærsla aðalritara í málinu auðvitað í sama gildi nú sem fyrr. M.a.s. yrði málinu borgið þótt Samfylkingin skriði uppí til hans. Vatnsmýringar geta því farið að hlakka til, nema allt fari á versta veg og bylting verði í íslenzkum stjórn- arháttum. A.m.k. mun Frjálslyndi flokkurinn leggja sig í líma við að þvo þá saurklessu af þjóðþinginu sem klínt var á það með lögunum um 20.000.000.000.00 kr. ábyrgðina. Að gera úttekt á fyrirtækinu de- CODE og aðförum þess í íslenzku fjármálalífi bíður betri tíma. Und- irritaður hefir flutt tillögu í alþingi um úttekt á því máli. Núverandi ráð- stjórn mun að sjálfsögðu hafa að engu slíka tillögugerð. En koma tímar og koma ráð. Þau munu seint afmást sporin sem ís- lenzkar fjármálastofnanir mörkuðu í því máli á vettvangi viðskipta. Þegar þau kurl verða komin til grafar munu við blasa vinnubrögð sem mafíósar Sikileyjar gætu verið full- sæmdir af. Þeirra vegna hefir marg- ur snýtt rauðu. Svo verður einnig um flesta kaupendur sem táldregnir voru af sannfærandi fulltrúum fjár- málafyrirtækja, þegar þeir sviku inn á þá hlutabréf í deCODE á marg- földu yfirverði. Þá fjármálajöfra þyrfti að draga til ábyrgðar. Tillaga um það liggur frammi í alþingi og mun ná fram að ganga fyrr eða síðar. Rökvísi ritarans Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. „A.m.k. mun Frjáls- lyndi flokk- urinn leggja sig í líma við að þvo þá saur- klessu af þjóðþinginu sem klínt var á það með lögunum um 20.000.000.000.00 kr. ábyrgðina.“ VIÐBRÖGÐ ritstjóra Séð og heyrt við gagnrýni minni á siðferði blaðsins hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Í grein minni á press.is, Sögu- legur botn, fjallaði ég um siðferðilegt getuleysi blaðsins, út frá tveimur dæmum og siðareglum Blaðamanna- félags Íslands. Mér þykir rétt að ljúka þessu máli í Morgunblaðinu, þar sem Séð og heyrt tileinkaði mér heilan leiðara í nýjasta tölublaðinu, undir fyrirsögninni: Siða- reglur Þorsteins J. Þar er gagnrýni minni eftir sem áður svarað eins ómálefnalega og kostur er. Það er ein- mitt í tilsvörum ritstjóranna, skætingi og útúrsnúningum, sem þeir taka af mér ómakið við að segja það sem öllu sæmilega hugsandi fólki er ljóst. Ég hef ítrekað þá augljósu stað- reynd að Séð og heyrt, líkt og aðrir fjölmiðlar, hafi fullan rétt til að skrifa um það sem þeim sýnist. Ég geri eng- ar athugasemdir við umfjöllun um mig sem opinbera persónu. Þegar kemur að einkalífi mínu, þá gegnir einfaldlega öðru máli. Málið snýst um ábyrgð blaðsins og það er á engan hátt undanskilið siðareglum Blaða- mannafélags Íslands. Ég gerði að umfjöllunarefni í grein minni viðtal Séð og heyrt við mann, sem um árabil hefur sýnt af sér sjúk- lega og afbrigðilega hegðun gagnvart konu minni. Ritstjórunum þótti sjálf- sagt að birta viðtalið og lýsa furðu sinni á viðkvæmni minni gagnvart því að maður, sem er augljóslega ekki heill á geði, ofsæki fjölskyldu mína. Í annan stað gerði ég athugasemd við að nafn mitt kom fram í viðtali við dreng sem brenndist í andliti. Sonur minn lenti í alvarlegu slysi og var á sömu deild og viðmælandi blaðsins. Það er mér óskiljanlegt hvaða erindi nafn mitt átti í greinina og ótrúlegt sjónarmið annars ritstjórans, að það hafi haft ákveðið forvarnargildi. Ég hef heldur ekki fundið upp þær siða- reglur sem gilda á spítölum. Sjúkling- um er einfaldlega bent á þá sjálfsögðu tillitssemi, að tala ekki um aðra sjúk- linga eða gesti þeirra utan spítalans. Þetta er kannski vísir að nýjum greinaflokki í blaðinu um sjúkrastofn- anir á Íslandi, hverjir voru hvar. Þriðja tilvikið, sem ritstjórarnir tína til í tilsvörum sínum, snertir kæru konu minnar Maríu Ellingsen til Siðanefndar Blaðamannafélagsins á síðasta ári. Sú kæra snerist ekki um rétt Mannlífs til að skrifa það sem rit- stjóranum sýndist um konu mína eða mig, heldur um hvort það væri sið- ferðilega rétt að brjóta munnlegan samning blaðamanns og viðmælanda um efni greinarinnar. Því miður tók Siðanefndin ekki afstöðu til þess, heldur úrskurðaði að blaðið hefði ekki birt neitt meiðandi um fjölskyldu mína, sem allir málsaðilar voru sam- mála um. Fagnaðarerindið í þessu öllu sam- an er að Séð og heyrt hefur fölskva- laust opinberað ritstjórnarstefnu blaðsins. Í viðtali í Silfri Egils sagði Kristján Þorvaldsson, að haft væri í huga að gefa fólki tilfinningalegt svig- rúm áður en greinum um það og sam- settum myndum af því væri slegið upp á forsíðu. Það er allt og sumt. Þetta mál snýst ekki um mínar eig- in siðareglur. Það snýst heldur ekki um hvað ég sé viðkvæmur eða hör- undsár eins og ritstjórarnir halda ein- dregið fram. Ég hef séð og heyrt margt ískyggilegra um sjálfan mig á löngum ferli. Siðferði er einfaldlega ekki álitamál hverju sinni. Það byggir á samkomu- lagi og reglum sem samfélagið hefur komið sér upp og í sjálfu sér rauna- legt að Bjarni og Kristján skuli bregðast við sjálfsögðum athuga- semdum með hortugheitum. Ég missi hins vegar ekki svefn yfir því. Þeir eiga í rauninni þakkir skildar. Ég rétti blaðinu eins konar spegil með grein minni á press.is. Ritstjórar Séð og heyrt hafa notað hann af mestu samviskusemi til að sýna þjóðinni hið rétta eðli blaðsins. Takk, Séð og heyrt Eftir Þorstein J. Vilhjálmsson „Fagnaðar- erindið í þessu öllu saman er að Séð og heyrt hefur fölskvalaust op- inberað ritstjórnar- stefnu blaðsins.“ Höfundur er frétta- og dagskrárgerðarmaður. FULLTRÚAR stjórnarflokkanna hafa ekki heykst á að mæra afrek sín á sviði efnahagsmála og nú síð- ast í Morgunblaðinu 12. febrúar þegar Halldór Blöndal, oddviti sjálf- stæðismanna í Norðausturkjör- dæmi, fór yfir þann hluta afreka- skrárinnar sem hann vill flíka. En ber það vott um ábyrga og snjalla efnahagsstjórn að grípa til mestu efnahagsaðgerða Íslandssögunnar mælt í peningum korteri fyrir kosn- ingar? Haft er eftir Davíð Oddssyni í Morgunblaðinu 13. febrúar að engin goðgá sé að huga að skattalækk- unum. Þá iðju hefur núverandi rík- isstjórn stundað óslitið í þágu efna- meiri hluta þjóðarinnar. Óþarfi er að rekja þá sögu en tímabært að spyrja hvers vegna röðin sé nú komin svona allt í einu að hinum almenna launamanni? Hingað til hefur sú for- gangsröðun þótt hið mesta guðlast í augum núverandi ríkisstjórnar. Um þetta vitna verk undanfarinna ára. Fáum dylst að efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar eru löngu tímabærar, því atvinnu- kreppan var fyrirsjáanleg snemma á síðasta ári. Spyrja má þó hvers vegna andvirði eigna almennings í vörslu ríkisins sé látið standa undir kostnaði við þær. Þessara eigna var ekki aflað í tíð núverandi ríkis- stjórnar og tilurð þeirra því ekki henni að þakka. Hefur sparnaður, eignamyndun og útsjónarsemi fyrri stjórnvalda ef til vill verið nýttur hömlulaust til reksturs frjáls- hyggjuævintýrisins? Athygli vekur hversu seint loforð berast um áðurnefndar kosninga- gjafir. Segir mér svo hugur um að þær berist ekki fyrr en að loknum kosningum, ef þær dagar þá ekki uppi sem hver önnur davíðsk menn- ingarhúsanátttröll á landsbyggðinni. Það er mikið áhyggjuefni að all- margir mánuðir munu líða þar til þeim kjósendum fara að berast gjaf- irnar sem virkilega þurfa á þeim að halda. Aðrir þurfandi fá í engu notið gjafanna. Nær helmingur þeirra sem þyrftu á góðum gjöfum að halda strax eru konur. Tæplega helmingur allra atvinnulausra í landinu í dag eru konur eða um 3.000. Af ráðstöf- unum má ráða að ríkisstjórnarflokk- arnir hafa hugsað sér að senda þær allar í vegavinnu út um land. Í ljósi eðlis gjafanna mætti einnig spyrja hvort boðberar frjálshyggj- unnar hafi gefið fjármálastýringu peningamarkaðarins upp á bátinn og snúið sér að hefðbundnum keyn- ískum sveiflujöfnurum? Sú var tíðin að þessir postular fengu óbragð í munninn við tilhugsunina eina að grípa til aðgerða af því tagi sem kosningagjafir ríkisstjórnarinnar eru nú. Getur frjálshyggjudraumur- inn orðið að verri martröð? Tækifærismennskan og vanmat á kjósendum er með eindæmum. Ekki er einungis kastað ryki í augu kjós- enda korteri fyrir kosningar, heldur virðast stjórnarflokkarnir halda að íslenskir kjósendur séu svo vitlausir að þeir sjái ekki í gegnum kosn- ingaútspil þeirra? Fyrirlitningin gagnvart kjósendum, skynsemi þeirra og pólitísku minni er dæma- laus. Sálmur Davíðs – lokastef? Eftir Hermann Óskarsson Höfundur er formaður kjördæm- isráðs Samfylkingarinnar í Norð- austurkjördæmi. „Fyrirlitn- ingin gagn- vart kjós- endum, skynsemi þeirra og pólitísku minni er dæmalaus.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.