Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 49 Fyrirtæki óskast: Okkur sárvantar litlar heildverslanir á öllum sviðum. Höfum einnig góða kaupendur að framleiðslu- og þjónustu- fyrirtækjum. Fyrirtæki til sölu: Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Þekkt lítil fiskbúð í vesturbænum. Hagstætt verð og greiðslukjör. Tilvalið fyrir einstakling eða hjón að koma sér í eigin atvinnurekstur með góðum tekjum.  Íþróttavöruverslun/heildverslun með mjög gott umboð. Ársvelta 25—30 m. kr. sem hægt er að margfalda. Auðveld kaup.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Söluturn á góðum stað í vesturbænum. Þarfnast mikilla endurbóta.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtamöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Verslun með mjúkar vörur fyrir svefnherbergi og bað.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Lítill fótboltabar í úthverfi.  Sólbaðstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi á stór-Reykjavíkursvæðinu. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.  Lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi/framkvæmdastjóri óskast að húsgagnaverslun sem vanur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2—3 m. kr.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki. Frábær staðsetning.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsiefna sem þykja mjög góð. Miklir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Rekstrarleiga með kauprétti. Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu, sem greidd hefur verið, upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is .  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Aðalfundur og grísaveisla Verða haldin í AKOGES salnum Sóltún 3, laugard. 22 febrúar. Aðalfundur hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Grísaveisla: Húsið opnað kl. 19.00 Vinsamlega pantið miða sem fyrst og ekki seinna en föstudaginn 21. febrúar í síma 557 4682 Ari, 896 2303 Halldór, 893 4191 Hinrik, 898 2784 Guðmundur, 896 8733 Margrét, 660 1515 Erla og 581 3009 Hrefna. Athugið: Gestir sem dvalið hafa í húsum félagsmanna á Spáni, eru hjartanlega velkomnir. Mætum öll og tökum með okkur gesti og eigum góða stund saman. Félag hús eigenda á Spáni                                        !"" #  $ %  %     &        '                %      %)  *     %  %    &%  &   +#          !    "#  $%&   '(")&*)+&,+-, #   & ./ 0 %   1   *# )   )    2      #  #   (   -"       #   .% & (      % *3  '           Ármúli – Verslunarhúsnæði Til leigu á frábærum stað í Múlanum verslunarhúsnæði um 215 fm. Húsnæðið skiptist í 2 góðar skrifstofur, 1 fundarherbergi sem væri jafnvel hægt að nýta sem skrifstofu, eld- hús, wc og geymslustiga. Kerfisloft með innfelldri flúor- og halogen-lýsingu. Húsnæðið er laust nú þegar og lyklar á skrifstofu Hóls. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin í síma 698 2567. Til leigu mjög vel staðsett skrifstofuhæð og verslunarhúsnæði. Skrifstofuhæðin er rúmlega 220 fm. Linoleum-dúkar á gólf- um, bjartar og rúmgóður skrifstofur og fundarherbergi. Kerfisloft. Fullkomnir lagnastokkar og allt klárt til að flytja inn. Verslunarhúsnæðið er um 210 fm með góðri lýsingu. 2-3 skrifstofur, eldhús, wc og geymsluherbergi. Möguleiki er að lag- errými að neðanverðu losni fljótlega og auðvelt að opna milli hæðanna. Húsnæð- ið er laust til afhendingar nú þegar! Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin í síma 698 2567. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is Síðumúli - Skrifstofu- og verslunarhúsnæði Opið hús í dag á Kársnesbraut 85 Neðri sérhæð. Um er að ræða 96 fm 4-5 herb. íbúð auk 30 fm bílskúrs. Parket og flísar á gólfum. Glæsilegar innréttingar. Þetta er eign sem búið er að taka alla í gegn. Húsráðendur taka á móti þér og þínum milli kl. 14:00 og 16:00 með bros á vör. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is ÞAÐ ER alltaf að koma betur og betur í ljós hverjir það eru sem standa á bak við Fréttablaðið. Fólk hefur verið að velta þessu töluvert fyrir sér, enda ætti það að vera sjálfsögð réttindi þeirra sem vilja ekki kannast við að þeir búi í ban- analýðveldi að þeir fái að vita hverjir eiga einn stærsta fjölmiðil landsins. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem bakhjarlar blaðs- ins, þar á meðal Húsasmiðjan og verslanatröllið Baugur, enda hafa þessir valdamiklu toppmenn í Baugi efalaust marga húskarla og skósveina á sínum snærum sem „agenta“ í hinum ýmsu geirum. En þann sem virðist vera fremstur í flokki skósveina þeirra Baugs- manna skal nefna hér til sögunnar, en nafn hans er Smári, Gunnar Smári, toppagent með „License to write“, leynipenni í þjónustu hans hátignar Jóns Ásgeirs II krónprins af Baugi. Hinn 22. jan. sl. var rituð forsíðu- fregn í Fréttablaðið með stríðsletri um að Baugur hefði tapað 30 millj- örðum á heimsókn ríkislöggustjóra á skrifstofur þeirra og lögreglu- rannsókn þeirri sem á eftir fylgdi og stendur enn yfir í þessum skrif- uðu orðum, og kom þar fram að for- stjóranum Jóni Ásgeiri hefði orðið svo mikið um þetta tap af millj- örðum í safnið af öllum sínum millj- örðum sem hann á fyrir að hann hefði bara farið að gráta dreng- urinn. Þessi forsíðufrétt ásamt öðr- um skrifum/greinum Fréttablaðsins um málefni Baugs eru að verða ansi gegnsæ, það má greinilega sjá á þessum nótum sem greinarnar eru skrifaðar á, alltaf svona ansi nett hliðhollar málefnum Baugs, og af hverju að birta slíka forsíðufrétt um tap Baugs á meðan lögreglu- rannsóknin er ennþá í gangi? Ég stórefast um að t.d. DV eða Morg- unblaðið myndi birta slíka aðalfrétt á forsíðu sinni á meðan rannsóknin er ennþá í fullum gangi. Hvort menn Baugs eru sekir eða saklausir í þessu máli veit ég ekkert um, það getur vel verið að þeir séu blásak- lausir, en á meðan þessi lögreglu- rannsókn stendur enn yfir er ekki komið í ljós hvort þetta tap þeirra sé ranglátt eða réttlátt. Komi í ljós að Baugsmenn séu sekir, er þetta tap samkvæmt eðli málsins réttlátt, en komi í ljós að þeir séu saklausir er þetta tap þá að sjálfsögðu mjög ranglátt. Þess vegna hafa þeir fjöl- miðlar sem eru óháðir þessu máli ekki verið að blása þetta neitt upp að fyrra bragði á meðan rannsóknin stendur enn yfir og niðurstaðan ekki enn gerð opinber. Ég held að það sé nokkuð öruggt að ef einhver Jón Jónsson úti í bæ hefði tapað 30 eða 300 milljónum á lögreglurann- sókn sem enn stæði yfir hefði Fréttablaðið ekki slegið upp slíkri meðaumkunarfrétt um það mál, enda ekki sama hver Jóninn er. Nú ættu Fréttablaðið og ritstjór- inn Gunnar Smári að fara að sjá sóma sinn í því að fara að koma út úr skápnum, stíga fram í dagsljósið og opinbera trúlofunina við þá sem raunverulega standa á bak við blað- ið. Á meðan það gerist ekki eru all- ir pistlar og leiðarar ritstjórans eins og hverjir aðrir innstæðulausir tékkar þar sem fullur trúnaður les- enda við blaðið getur ekki verið til staðar á meðan þetta bananalýð- veldisástand ríkir enn á þessu ann- ars ágæta blaði. BRAGI ÞÓR BRAGASON, Kleppsvegi 60, 104 Reykjavík. Ekki það sama, Jón eða séra Jón Ásgeir Frá Braga Þór Bragasyni sölufulltrúa:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.