Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 51
VATNSBERI STJÖRNUSPÁ Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þið eruð lífsglöð, jákvæð og hvatvís og hafið gaman af til- breytingu. Á þessu ári munu verða skemmtilegar breyt- ingar á lífi ykkar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það á vel við hrútinn að fullt tungl skuli vera í ljónsmerk- inu. Þið neyðist þó til að gera upp á milli fólks þar sem vinir ykkar hafa ákveðnar vænt- ingar til ykkar en börn ykkar og makar kalla eftir öðru. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið myndar spennu á milli ljónsmerkisins og vatnsber- ans. Þetta hefur einnig áhrif á merki þitt og veldur spennu í þér. Reyndu að slaka á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu sérlega varlega í um- ferðinni í dag. Óvæntar uppá- komur geta komið upp í um- ferðinni, á ferðalögum og í samskiptum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er spenna í loftinu varð- andi peninga og sameig- inlegar eignir. Reyndu að gefa eftir og bíða með mikilvægar ákvarðanir fram á þriðjudag. Þá munu flest þessara vanda- mála leysast af sjálfu sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er fullt tungl í ljónsmerk- inu. Þar sem þetta er eina fulla tunglið í merki ykkar á þessu ári eruð þið óvenju kraftmikil og eirðarlaus. Gerið ekkert í fljótfærni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið gætuð þurft að takast á við vandamál sem tengjast sjúkrahúsum, fangelsum eða stórum stofnunum. Þið verðið að sætta ykkur við að láta í minni pokann. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú leggur þig yfirleitt fram um að halda friðinn en í dag er ómögulegt að gera öllum til hæfis. Tunglið er fullt og það veldur aukinni spennu. Sýndu þolinmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið gætuð lent í átökum við foreldra ykkar eða yfirboðara. Reynið að sýna þolinmæði næstu daga. Á þriðjudag mun allt líta betur út. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reynið að varast að vera með yfirgang. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að allt sé eft- ir ykkar höfði. Varist að sama skapi fólk sem sýnir ykkur virðingarleysi. Farið varlega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sýnið varkárni og varist skuggasund. Það er óvenju- mikil árásargirni og nei- kvæðni í loftinu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við átökum á milli þín og vinar þíns. Reynið að sýna skilning og virðingu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðist að lenda í átökum við foreldra ykkar og yfirboðara. Varist jafnframt að sýna öðr- um yfirlæti. Haldið ró ykkar og látið lítið fyrir ykkur fara. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 51 DAGBÓK Norðmaðurinn Geir Helgemo er meðal fjöl- margra erlendra stórmeist- ara sem nú spila á bridshátíð á Hótel Loftleiðum. Helgemo fæddist í Þránd- heimi 1970 og er því ungur maður, aðeins 33 ára gamall. En þó eru mörg ár síðan hann lagðist í víking til Vín- lands, þar sem hann heggur mann og annan við brids- borðið bara af því þeir liggja vel við höggi. Helgemo varð snemma afburða spilari og skáld hafa ort um afrek hans frá því hann var barn að aldri. Honum svipar því um margt til Egils Skallagríms- sonar. Við skulum líta á spil frá keppni í Bandaríkjunum 1997 þar sem hann krækir augað úr austri með fádæma djúpri spilarýni. Vestur gefur; allir í hættu. Norður ♠ 974 ♥ 9752 ♦ K1086 ♣92 Vestur Austur ♠ 82 ♠ DG105 ♥ KDG83 ♥ Á1064 ♦ 5̈ ♦ 3 ♣K10654 ♣DG73 Suður ♠ ÁK63 ♥ -- ♦ ÁDG9742 ♣Á8 Þetta spil er að finna í öll- um bridsbókum sem hafa verið ritaðar frá 1997. Vestur vakti á veikum tveimur í hjarta og austur stökk í fjög- ur hjörtu. Helgemo varð síð- an sagnhafi í sex tíglum í suður. Útspil vesturs var hjarta- kóngur. Ef spaðinn er 3-3 má henda laufi niður í þrettánda spaðann og trompa lauf í borði. Og satt að segja virðist það vera eina vinningsvonin. En Helgemo þekkti mótherj- ana vel og vissi að þeir voru engir galgopar í sögnum. Hann taldi víst að austur ætti fjórlit í hjarta, sem þýddi að vestur hafði opnað á fimmlit. Og það hefði hann varla gert nema eiga góða skiptingu, sennilega 5–5 í hjarta og laufi. Líkur á 3–3 legu í spaða voru því ekki miklar. Helgemo trompaði út- spilið, tók tígulás, og spilaði síðan smáum spaða að blind- um og “svínaði sjöunni. Áætlunin var sú að fara síðar af stað með níuna og láta hana svífa yfir. Austur drap sjöuna með gosa (tían er betra spil) og spilaði spaða um hæl. En Helgemo hélt sínu striki og hleypti á átt- una! Aðeins sannir víkingar komast upp með slíka spila- mennsku. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson SKÚLASKEIÐ Þeir eltu hann á átta hófa hreinum, og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli gamli sat á Sörla einum, svo að heldur þótt gott til veiðar. Meðan allar voru götur greiðar, gekk ei sundur með þeim og ei saman, en er tóku holtin við og heiðar, heldur fór að kárna reiðargaman. Henti Sörli sig á harða stökki, hvergi sinnti hann gjótum, hvergi grjóti, óð svo fram í þykkum moldarmekki, mylsnu hrauns og dökku sandaróti. Þynnast bráðum gerði fjanda flokkur, fimm á Tröllahálsi klárar sprungu, og í Víðikerum var ei nokkur vel fær nema Jarpur Sveins í Tungu. - - - Grímur Thomsen LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Rc6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6. O-O Rge7 7. c3 e5 8. a3 O-O 9. b4 d6 10. Bb2 a6 11. Rbd2 h6 12. Rc4 Be6 13. Re3 Hb8 14. bxc5 dxc5 15. a4 f5 16. c4 f4 17. Rd5 g5 18. Rd2 a5 19. Bf3 Dd7 20. Rb6 Dd6 21. Rd5 Rb4 22. Ha3 Bh3 23. Bg2 Bd7 24. Bf3 Rg6 25. Bg4 Be8 26. Rb1 b6 27. Rbc3 Hb7 28. Rb5 Dd8 29. Ha1 Re7 30. Bc3 Rec6 31. Kg2 Bg6 32. Be6+ Kh8 33. g4 f3+ 34. Kh1 h5 35. Hg1 He8 36. gxh5 Hxe6 37. hxg6 Df8 38. Hg3 Hxg6 39. Hxf3 Dc8 40. Hf5 Hh6 41. Df3 g4 42. Dxg4 Re7 Staðan kom upp í A-flokki alþjóðlega mótsins í Bermúda sem lauk fyrir skömmu. Giovanni Vescovi (2.592) hafði hvítt gegn Al- exander Motylev (2.640). 43. Rd6! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir t.d. 43... Hxd6 44. Rxe7 De8 45. Hh5+ Hh6 46. Bxe5. Lokastaða A- flokksins varð þessi: 1. Giovanni Vescovi (2.592) 8 vinninga af 11 mögulegum. 2. Peter Svidler (2.693) 7½ v. 3. Tomasz Markowski (2.574) 7 v. 4. Alexander Motylev (2.640) 6 v. 5. Ka- mil Miton (2.544) 5½ v. 6.–8. Bartlomiej Macieja (2.629), Sergei Movsesjan (2.663) og Andrei Volokitin (2.565) 5 v. 9.–10. Alik Gershon (2.571) og Alex- ander Shabalov (2.613) 4½ v. 11.–12. Larry Christian- sen (2.562) og Mohamad Al-Modiahki (2.571). SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Ídag, sunnu- daginn 16. febrúar, verður áttræð Kristín Þórlindsdóttir, Skólavegi 67, Fá- skrúðsfirði. 6. janúar sl. varð eiginmaður hennar, Skafti Þór- oddsson, áttræður. Þau eru stödd á Kan- aríeyjum. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 16. febrúar, verður sjötugur Númi Ólafsson Fjeldsted, Ljósheimum 10, Reykjavík. Eiginkona hans er Ásta Þórðardóttir Fjeldsted. Þau verða að heiman í dag. MEÐ MORGUNKAFFINU alltaf á föstudögum Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 28. febrúar og laugardaginn 1. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi CRANIO-NÁM • 2003-2004 A stig 22.-27. febrúar Námsefni á íslensku, íslenskir leiðbeinendur. Upplýsingar og skráning hjá Gunnari í síma 564 1803 og 699 8064. C.C.S.T College of Cranio-Sacral Therapy. www.cranio.cc NÁMSAÐSTOÐ grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli íslenska - stærðfræði - enska - danska - spænska - þýska - franska - eðlisfræði - efnafræði - bókfærsla o.fl. www.namsadstod.is Innritun í síma 557 9233 kl. 17-19 virka daga 50% afsláttur af útsaumsmynstrum og eldri tímaritum Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl.11-14. BÚTASAUMARAR Vikuna 17.—22. febrúar verður 25% afsláttur af bókum og sniðum fyrir bútasaum. Ný sending af töskum Laugavegi 58 — Smáralind, sími 551 3311 — 528 8800 Laugavegur Gott verð Nýtt kortatímabil Smáralind Daniel Ray Örfá pláss laus sumarið 2003 í sumarbúðum erlendis fyrir 11 ára drengi, 14 ára drengi og stúlkur. Nánari upplýsingar veita Arna Gunnarsdóttir í síma 554 6815 og 898 6815 og Hildisif Björgvinsdóttir í síma 554 0712. Við bendum einnig á heimasíðu félagsins www.cisv.is þar sem nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna. ALÞJÓÐLEGAR SUMARBÚÐIR BARNA Á ÍSLANDI Pósthólf 8002 - 128 Reykjavík ALÞJÓÐLEGAR SUMARBÚÐIR BARNA ÖLDUVINNA (wave work) Öldutæknin er ótrúlega áhrifarík og einföld aðferð til að fást við umbreytingu tilfinninga. Á því lærum við stöðugt að sjá ótæmandi möguleika okkar, öðlumst stöðugt dýpri sjálfsþekkingu og skilning sem gerir okkur færari að takast á við okkar daglega líf. Helgarnámskeið 21.-23. febrúar. Kvöldnámskeið og einkatímar. Nánari upplýsingar og skráning í síma 562 0037 og 869 9293. Hómópatar og heilsulausnir - Ármúla 17 - s. 588 8188. Guðfinna S. Svavarsdóttir, ölduv. og kripalu- jóga- kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.