Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er ekki logið á þá Vestfirð- ingana. Hvarvetna þar sem þeir leggja hönd á plóg munar um þeirra framlag. Kraft, áræði og dugnað hafa þeir til að bera í stórum stíl í genum sínum, hugsanlega meiri en í öðrum landsmönnum. Er kannski eitthvað til sem kalla mætti vest- firska genið? Hvað sem um það má segja, er handknattleiks- og ættfræðiáhugi þjóðarinnar í mikilli uppsveiflu þessa dagana. Það má því vel segja frá því á þessum vettvangi, að ættarsér- fræðingar okkar hér vestra benda nú þráfaldlega á það, sem satt er, að þrír af lykilmönnum landsliðsins í handknattleik eru ættaðir héðan að vestan. Fyrst skal frægan telja Ólaf Stefánsson. Hann er m.a. ættaður úr Keldudal, Meðaldal og Hólum í Dýrafirði. Svo skal nefna horna- manninn snjalla, Einar Örn Jónsson. Hann á ættir að rekja í Haukadal í sama firði. Og sá skotharði Patrekur Jóhannesson er ættaður af Barða- strönd og úr Arnarfirði. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú segja sér- fræðingarnir, að sjálfur landsliðs- þjálfarinn, Guðmundur Þ.Guð- mundsson, er Ísfirðingur í föðurætt og í ætt hans bregður meira að segja fyrir Þórdísi Jónsdóttur, móður Jóns forseta, lesa menn í DV. Síst af öllu ættum við Íslendingar að ala á miklum metingi milli lands- hluta. En heilbrigður metnaður er bara af hinu góða. Og ekki veitir Vestfirðingum af að tjalda öllu sínu í samanburðarfræðunum. Það hefur til dæmis verið sagt að hafi menn heyrt getið um sjómenn sem borið hafa af, þá eru þeir oftar en ekki Vestfirðingar eða þá af vestfirskum ættum. Á það jafnt við um farmenn sem fiskimenn. Er ekki tímabært að taka saman Vestfirðingaskrá um þá Vestfirðinga sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Ekki er logið á þá Vestfirðingana Frá Hallgrími Sveinssyni: HVER er Le Monde-flóttamaður- inn? spyr Páll Magnússon, sá starfsmaður Íslenskrar erfðagrein- ingar sem flettir ofan af gagnrýni eins og einkaspæjarar fletta ofan af morðmálum. Hvar er Le Monde- flóttamaðurinn? spyr Páll Magnús- son. Var hann einn að verki? Hverj- ir standa á bak við hann? Steindór J. Erlingsson vísinda- sagnfræðingur liggur undir grun. Páll Magnússon hefur þegar upp- lýst að Steindór hefur „vafasöm tengsl“ við Háskóla Íslands, líf- fræðideildina, einmitt þá deild sem sér um krufningar. Var það Steindór sem flúði land og birtist á forsíðu Frakklands frægasta … og sagðist vera á flótta undan „grundvallarmannréttinda- brotum ríkisstjórnar Íslands“? Er hann maðurinn sem stakk af með eigin sjúkraskrár í brúnum bréfpoka undir hendinni? spyr Páll Magnússon undir rós. „Við þurfum að ná þessum manni og sjúkraskrám hans,“ sagði ónefndur fulltrúi Íslenskrar erfða- greiningar sem vildi ekki láta nafns síns getið en framburður hans var skringilegur. „Le Monde-flóttamað- urinn er hættulegur samfélaginu. Við megum ekki láta það spyrjast út að einhver hafi sloppið úr landi með persónulegar upplýsingar.“ Ríkisstjórnin, bankarnir og fyrr- um stærsta fyrirtæki landsins, Ís- lensk erfðagreining, eru á harð- kúluhöttunum á eftir Le Monde-flóttamanninum. Ég neita því ekki að maður svitn- ar við tilhugsunina. Ég verð nefni- lega að gera játningu: ÉG ER LE MONDE-FLÓTTAMAÐURINN. Ég er landflótta sakamaðurinn sem Le Monde skrifaði um á forsíðu að væri á flótta frá Íslandi vegna þess að „þar er hæðst að grundvallar- réttindum svo einkafyrirtæki græði“. Það var ég sem þoldi ekki við á Íslandi vegna þess að persónu- frelsi mitt var vanvirt. Ég gat ekki búið hérna lengur vegna þess að sjúkrasaga mín var höfð að féþúfu manna með undarlegan framburð. Það var ég sem flúði hlutlausu fjöl- miðlana sem dáðust að þjófnaðinum og þáðu síðan starf sem verðir fengsins. Það var ég sem gat ekki hugsað mér enn eitt árið á Íslandi með gerspilltum forsætisráðherra sem virðir rétt sjúklinga einskis og afhendir vinum sínum milljarða af því að „upplýst samþykki (þjóðar- innar) skiptir engu máli“. Já, það var ég. Ég er Le Monde- flóttamaðurinn. Og samt bý ég hérna ennþá og fór aldrei neitt. Ég bjó allan tímann á Íslandi og nú – þegar spilaborgin er hrunin; gagna- grunnurinn ekki enn orðinn til, Ís- landsmet í peningasóun liggur fyr- ir, Alþjóðasamtök lækna krefjast upplýsts samþykkis, Íslendingar eru langt frá því að vera eins- leitasta þjóð í heimi og fjöldi manns hefur tapað stórfé á hlutabréfa- markaðnum – þá magnast raddirn- ar út um allt þjóðfélagið, ekki bara sú rödd sem kallar sig Mannvernd, nei raddirnar um allt þjóðfélagið sem hrópa hærra og hærra: Ich bin auch, Ich bin auch … liggja undir grun. ÞORVALDUR LOGASON, Skjólbraut 7, Kópavogi. Le Monde- flóttamaðurinn Frá Þorvaldi Logasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.