Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ rún minnist þess enn í dag er Dalakofinn, söngurinn um Dísu og dalakofann sem Hreinn Pálsson söng svo ógleymanlega, ómaði í eyrum. Það var einmitt árið sem Fálkinn gaf út söng Hreins á Col- umbia-hljómplötu. Guðrún minnist þess einnig er hún heimsótti föður sinn í bæki- stöð skjalasafns Reykjavíkur sem þá var til húsa á efstu hæð í húsi Reykjavíkurapóteks. Þar safnaði Lárus skjölum og lagði grunninn að borgarskjalasafni. Guðrún man enn rykið sem setti svip sinn á um- hverfið í vistarverum þar sem fað- ir hennar var önnum kafinn að koma röð og reglu á skjala- bunkana. Hundrað ár eru liðin frá fæð- ingu Lárusar Sigurbjörnssonar í maímánuði á þessu ári. Helsti hvatamaður húsbyggingar Þórður Ragnar Ámundi Þor- grímsson var fæddur á Borgum í Nesjum 27. júlí 1887. Hann mun því hafa verið á fermingaraldri er hann naut tilsagnar Páls Eggerts sem tók að sér starf heimiliskenn- ara um þær mundir sem tuttug- asta öldin gekk í garð. Þórður þótti bráðnæmur og fjöl- greindur. Sjúkdómar og veikindi heftu þó snemma þroska hans á námsferli, en hann tókst á við mót- læti af fádæma þreki og staðfestu. Lauk stúdentsprófi með 1. einkunn árið 1909. Telja má víst að tilsögn Páls Eggerts hafi sagt til sín og hvatt Þórð til dáða þótt stundum hlypi snurða á þráðinn. Þórður ætlaði að leggja stund á lækn- isfræði. Hvarf frá því áformi. Nam tannlækningar um hríð og stund- aði tannsmíði. Sneri sér síðan að huglækningum. Nam þau fræði í Bretlandi á vegum Christian Science. Þórður dvaldist um skeið á Vífilsstöðum. Hann var langtím- um saman þjáður af veikindum sínum, en reyndi jafnan af fremsta mætti að leggja sjúkum lið og beita hugarorku sinni öðrum til blessunar og bata. Má nefna ýmis dæmi þess að sjúklingar töldu sig eiga Þórði skuld að gjalda vegna óvefengjanlegs bata. Þórður lét stundum hörð orð falla um framferði skaparans og þjáningar mannkynsins. Jafnframt vitnaði hann í orð frelsarans er hann taldi fegurst allra sem töluð hefðu verið. Og sjá, ég mun gefa yður minn frið, sem er öllum öðrum friði æðri … Þeir sem þekktu Þórð minnast enn reglubundinnar göngu hans milli húsa til kunningja og vina, er hann bar fyrir brjósti. Muna er hann vegmóður af göngunni leitaði hvíldar á legubekk og beitti hugar- afli sínu öðrum til líknar. Beethov- en var hans maður. Hann dáði tón- smíðar hans, sónötur, sinfóníur og einleiksverk. Í hásal gyðju hans leitaði hann hugsvölunar. Knip- lingar Mozarts og blúnduskraut voru honum síður að skapi. Margrét Þorkelsdóttir þóttist verða þess vör að Páll Eggert vildi vingast við Önnu systur Þórðar meðeiganda þeirra Páls. Hún kvað: Anna mín með eld í sál og augnakílóvöttin er að forðast Eggert Pál eins og músin köttinn. Hverfum þá að seinni árum þótt síðar megi nefna íbúa sem áttu sér skjól á ýmsum tímum. Kosið um inspector Þeir Kjartan Gunnarsson og Kári Stefánsson voru nefndir og getið æskubreka þeirra. Kári og Kjartan voru nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík á sínum tíma. Þeir komu báðir mjög við sögu. Þess er getið að Kári þótti róttækur mjög. Var jafnvel talinn til blóðrauðra bolsa. Í bók sem skrifuð var um Kára, rituð af Guðna Th. Jóhannssyni, segir frá þátttöku Kára og Kjartans í fé- lagsmálum á námsárum þeirra. Mergjuðust er frásögnin þegar kemur að framboði til trúnaðar- stöðu er nemendur kusu inspector. Liðsmenn þjóðstjórnar, ríkis- stjórnar þeirrar er þá sat að völd- um, fylktu sér um Þorvald Gylfa- son, en hann er sonur Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra og bróðir Þor- steins og Vilmundar, sem báðir höfðu gegnt þessari virðingar- stöðu. Kára og öðrum vinstri- mönnum hugnaðist ekki að velja nemanda úr forréttindastétt betri borgara og svipuðust um eftir byltingarsinnaðri fulltrúa. Davíð Oddsson hafði skömmu áður geng- ist fyrir mótmælum og setuverk- falli vegna deilu við yfirvöld skól- ans. Töldu bolsar að hér væri kjörinn fulltrúi hæfilega rauðleitur til framboðs. Svo fór að Davíð sigraði, þó Þorvaldur nyti stuðn- ings Geirs Haarde og Kjartans Gunnarssonar. Skömmu eftir valdatöku Davíðs varð hann frá- hverfur vinstrimönnum. Þeir sner- ust öndverðir og sóttu að Davíð með svigurmælum. Í blaði nemenda voru birtar stórorðar yfirlýsingar og hótanir. Ein hin svæsnasta var skammstöf- unin DDT, sem leiddi hugann að skordýraeitri sem notað var. Þýð- ingin í skólablaðinu var hins veg- ar: „Drepum Davíð tafarlaust“. Varð mikið fjaðrafok meðal nem- enda við svofelld tíðindi. Lárus Sigurbjörnsson með dóttur sína Guðrúnu Helgu, f. 29.8. 1933. Lárus Sigurbjörnsson og kona hans Ólafía Sveinsdóttir. Vinnuhjú á Borgum á dögum Páls Eggerts. Ólafía Sveinsdóttir með dóttur sína Guðrúnu Helgu, mynd tekin í garð- inum í Ási, Sólvallagötu 23. Einar Þorgrímsson Þórður ÞorgrímssonAnna Þorgrímsdóttir Ludvig Þorgrímsson Höfundur er þulur. Auglýsendur! Tímaritið Lifun fylgir Morgunblað- inu miðvikudaginn 5. mars. Meðal efnis í næsta tölublaði: innlit lítil rými glös kjúklingar Pantið tímanlega! Skilafrestur á pöntun auglýsinga er miðvikudagurinn 26. febrúar Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða gegnum netfangið augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.