Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÆTLI þetta séu ekkieinhver verksum-merki frá dögumokkar Kára.“ Eitt-hvað á þessa leið voru orð sem Kjartan Gunnarsson lét falla þegar Sigurður Einarsson frá Hvalnesi í Lóni vann að við- haldi og endurnýjun á stigagangi í átta íbúða fjölbýlishúsi Ásvalla- götu 17. Kári sá, sem Kjartan nefndi, er Kári Stefánsson, en for- eldrar hans Stefán Jónsson frétta- maður og alþingismaður og Sól- veig Halldórsdóttir bjuggu um skeið á annarri hæð hússins. Stef- án var sá sem hvað mesta kátínu vakti er hann útvarpaði hlátri þeim, sem mun lifa í minningu út- varpshlustenda. Það er sá hlátur sem er innilegastur, hjartanlegast- ur og rís ofar öðrum sem heyrst hafa. Svo dátt hefir hefir aldrei verið hlegið í Ríkisútvarpinu. Ein- ar í Hvalnesi hló að hagfræðing- um, sem stjórnuðu efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, svo hátt segja sumir, að heyrðist án útvarpstækja til Djúpavogs. Sigurður húsvörður var að skafa handrið í stigagangi þegar Kjartan benti á skoru í handriðinu sem minnti hann á æskubrek. Hyggjum nánar að húsi því sem geymir minningar margar, Ásvallagötu 17. Það mun hafa verið í byrjun fjórða áratugar aldarinnar sem leið, tuttugustu aldar, að íbúðar- húsum fjölgaði til muna á Sólvöll- um í Reykjavík. Sólvallafélagið var stofnað á þriðja áratugnum. Þar var í forystu Ágúst J. Johnson bankagjaldkeri. Hann stefndi að því að fá fjársterka menn til þess að reisa einbýlishús og mynda einskonar fyrirmyndarhverfi. Hann reið á vaðið og reisti sér hús við Sólvallagötu. Á teikningu er hann birti í auglýsingaskyni lét hann þess getið að ýmsir góðborg- arar ætluðu að reisa sér hús í þessu hverfi. Nefndi Hjalta Jóns- son konsúl o.fl. Hús það sem hér verður fjallað um var byggt á árinu 1935 og tald- ist vera númer 17 við Ásvallagötu. Um þær mundir gerðu Reykvík- ingar sér leik að því að nefna göt- urnar sem nú fjölgaði óðum í þessu hverfi ýmsum kátlegum heitum. Erfitt þótti ókunnugum að rata og voru því göturnar nefndar Séstvallagata, Finnstvallagata og Ervallagata. Heimiliskennari héraðslæknisins Þeir sem stóðu að því að reisa stórhýsi á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu voru Þórður Þor- grímsson, sonur Þorgríms læknis Þórðarsonar í Keflavík, og mág- kona hans, Margrét Þorkelsdóttir. Hún var ekkja Lúðvigs A. Þor- grímssonar, en hann drukknaði í Jökulsá á Dal er kláfferja sem hann hafði sjálfur séð um að reist væri féll í jökulfljótið. Ludvig hafði stundað barna- kennslu á Jökuldal í 17 ár en átti nú að taka við starfi sparisjóðs- stjóra í Keflavík. Við fráfall hans breyttust hagir Margrétar, ungrar ekkju hans, er ættuð var úr Jökuldal, bóndadóttir frá Arnórsstöðum. Þórður og Margrét fengu til liðs við sig sem sameignarmann og fé- laga, fornvin fjölskyldunnar, Pál Eggert Ólason háskólaprófessor og fræðimann. Páll Eggert hafði á yngri árum verið heimiliskennari hjá héraðs- lækninum í Borgum í Hornafirði Þorgrími Þórðarsyni og konu hans Jóhönnu Andreu Ludvgisdóttur. Ludvig Arne Knudsen faðir Jó- hönnu Andreu var bróðir hinna nafnkunnu Landakotssystra í Reykjavík. Páll Eggert var fóstursonur séra Eggerts Pálssonar prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Magnús Eggert, sonur Páls, kveður hann hafa orðið fyrir ógleymanlegri og örlagaríkri reynslu er hann var á fermingaraldri sendur til Þorvalds á Eyri einhverra erinda á vegum prófastsins. Þorvaldur, sem var fyrirmynd Björns á Leirum í bók Halldórs Laxness, Paradísarheimt, hélt sveininum unga hjá sér í viku og sátu þeir að sumbli. Taldi Magnús að þessi vikudvöl hefði haft djúp og varanleg áhrif á líf Páls Eggerts. Þrátt fyrir djúpstæða hneigð til nautna og hóg- lífis tókst Páli Eggert að temja svo skapgerð sína að hann hafði stjórn á vínhneigð sinni. Tók hann það ráð að „blása út“, eins og sagt er og leið- rétta kompásskekkju með nokkrum svalldögum í hópi góðra drykkju- bræðra. Páll Eggert var fjöl- hæfur og skarpgáfaður. Hann mun á unglingsár- um hafa smitast af berkl- um og varð að gera hlé á námi sínu. Réðst hann þá sem heimiliskennari að Borgum. Kenndi börnum læknishjónanna. Þau voru Björn, Þórður, Anna og Einar. Páll Egg- ert var söngvís og næmur á hljóm- list. Lék sjálfur á orgel í Breiða- bólstaðarkirkju við fermingu sína. Hljóðfæri, orgelharmóníum, var á heimili læknishjónanna. Þorgrímur læknir lék sjálfur á það. Páll Egg- ert mun oft hafa létt lund heim- ilisfólks og hjúa með því að taka lagið. „Natten er stille, tonerne milde“ var í sér- stöku uppáhaldi, og að leika ætt- jarðarlög, nor- ræna söngva og danslög. Einnig var það lengi geymt í minnum hjúanna er hann stýrði dansi, hvort heldur var í stofu og vistarverum á Borgum eða á spegilsléttum og ísilögðum vötnum og tjörnum. „Væri ég sem fuglinn frjáls þá flygi ég suðrí Lón“ var söngtexti sem lengi hljómaði í frásögnum vinnustúlkn- anna. Páll Eggert var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Lára Páls- dóttir bókavörður. Þau skildu. Önnur kona Páls var Annika Sand- holt. Hún var af kyni eskimóa. Henni átti Páll Eggert að þakka að hann lauk lögfræðiprófi. Hún sagði að það væri nauðsynlegt að hann aflaði sér réttinda með emb- ættisprófi. Prófleysi yrði honum fjötur um fót. Tekjulaus mætti hann ekki vera. Þriðja kona Páls Eggerts var Margrét Magnúsdóttir frá Baugs- stöðum í Flóa. Magnús Eggert nefnir stundum frændsemi sína og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þau munu vera þremenningar af Bergsætt. Börn Páls Eggerts áttu mörg hver heima á Ásvallagötu 17. Gunnar, ritari Sveins Björnssonar ríkisstjóra, Áslaug, starfsmaður Ráðningarstofu Reykjavíkur; Gerður, bankaritari í Útvegsbank- anum. Sveinn Jónasson framfærslu- fulltrúi Reykjavíkur var um skeið kvæntur Gerði. Sveinn vann tangódanskeppni á Hótel Borg. Seinni maður Gerðar var Hjörtur Magnússon úr Borg- arnesi, starfsmaður Tollstjóra, skipaskráningar. Hann kvæntist aftur. Er faðir Jóhanns skákmeist- ara. Páll var fésýslumaður mikill. Að vera „fédrengur góður“ hljómaði í hans eyrum eins og englasöngur. Páll Eggert var rektor Háskóla Íslands 1923–24. Magnús Pálsson, sonur Páls Eggerts, segir að pró- fessorum Háskólans hafi staðið stuggur af staðföstum ásetningi kvenna að stunda háskólanám. Minnir að Páll Eggert hafi látið þau orð falla að líklegast væri best að veita Katrínu Thoroddsen lækni prófskírteini háskólaborgara. Útlit hennar benti ekki til þess að hún ætti sér marga biðla. Mátti greina þar drambsemi því eigi var Páll smáfríður sjálfur, en bæði voru þau sterkar persónur og nutu virð- ingar. Síðan þetta gerðist eru liðin rúm 80 ár. Á þeim tíma hefir kon- um fjölgað svo að þær munu meiri- hluti háskólanemenda. Stórvirkir starfsmenn Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri Útvarpsráðs var talinn fremstur meðal jafningja og bar um skeið „höfuð og herðar“ yfir samstarfs- menn sína, ef svo má segja um jafnlágvaxinn mann. Þegar Stefán Jónsson fréttamaður kom til starfa í fréttastofu Ríkisútvarpsins, beint úr veraldarvolki sem starfsmaður Bandaríkjahers ásamt Högna Torfasyni, sem var félagi hans á launaskrá Bandaríkjahers, má segja að Ríkisútvarpinu hafi bæst stórvirkir starfsmenn. Stefán og Högni stóðu að gerð fjölda út- varpsþátta sem geyma merkar upplýsingar um þjóðlíf og atvinnu- hætti. Stefán situr hér í fyrirrúmi vegna veru sinnar á Ásvallagötu. Helgi Hjörvar og Jónas Þor- bergsson höfðu lengi deilt um mál- efni Ríkisútvarpsins, dagskrá og Sögur frá Ásvallagötu Sólveig Halldórsdóttir, Helga Stefánsdóttir, flugfreyja, f. 1945, Stefán Jónsson, fréttamaður og alþingismaður, Halldór, f. 1950, Hjörleifur, arkitekt, f. 1947, Kári, læknir, forstjóri Ísl. erfðagreiningar, f. 1949, Jón, útvarpsvirki, f. 1946. Morgunblaðið/Jim Smart Ásvallagata 17 rís á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu, í því eru 8 íbúðir. Fyrstu íbúar fluttu í húsið árið 1935. Guðjón Sæmundsson stóð fyrir smíði hússins. Íbúðarhúsum fjölgaði til muna á Sólvöllum í Reykja- vík á fjórða áratugnum, en um þær mundir gerðu Reykvíkingar sér leik að því að nefna göturnar sem nú fjölgaði óðum í þessu hverfi ýmsum kátlegum heitum. Pétur Pétursson rifjar hér upp minningar tengdar Ásvallagötu 17. Kjartan Gunnarsson, fulltrúi skólastjórnar MR, ásamt ráðherrunum Halldóri E. Sigurðssyni og Magnúsi Torfa Ólafssyni. Páll Eggert Ólason prófessor. Margrét Þorkelsdóttir frá Arnórsstöðum, ekkja Lúðvigs Þorgrímssonar. Morgunblaðið/Jim Smart Björn Bjarnason cand.mag. frá Steinnesi bjó á efstu hæð. Hann lét setja tvo kvisti á húsið. Hingað kom Vigdís Finnbogadóttir í fararbroddi nemenda Björns og færði honum blóm. Björn kom á bláum slopp og veitti blóminu viðtöku. Oft var glatt á hjalla hjá Birni að loknum vorprófum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.