Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 14
ÍSLENSKT tónlistarlíf hefði verið fátæk-legra undanfarin ár, ef Kristins Sæ-mundssonar hefði ekki notið við. Hannhefur verið naskur á alls konar hljóm-sveitir, innlendar sem erlendar, og kom- ið þeim á framfæri. Propellerheads voru óþekktir þegar þeir spiluðu á hans vegum í Fellahelli, en tveimur árum síðar var annað uppi á teningnum. Hann var í hópi þeirra sem skipulögðu UXA-hátíðina sumarið 1995. Fáir þekktu til Sigur Rósar sumarið 1999, þegar Kiddi skipulagði tónleikaferð um landið og út- rás hljómsveitarinnar, hann náði Utangarðs- mönnum saman á ný, hélt risatónleika í Laug- ardalshöll með Emir Kosturica og Sigur Rós árið 2000 og flutti að auki inn Saint Etienne, Prodigy, Shellac, Will Oldham, Trans Am og fjöldan allan af öðrum hljómsveitum sem of langt mál væri að telja upp. Hann hefur verið umboðsmaður margra hljómsveita, meðal ann- ars pönksveitarinnar Sogbletta, starfað sem plötusnúður og unnið á útvarpsstöðvum. Kristinn Sæmundsson er 37 ára Reykvík- ingur og ólst upp í Breiðholti. Hann getur nán- ast dagsett hvenær áhugi hans á tónlist kvikn- aði. „Ég var 11 ára gamall og vann mér inn vasapeninga með því að selja blöð. Einn daginn fór ég í Austurbæjarbíó, þar sem sýnd var mynd um Led Zeppelin, The song remains the same. Ég vissi ekki að þetta væri mynd um hljómsveit og rokk og ról, ég hélt að þetta væri stríðsmynd, en sat alveg stjarfur í tvo tíma. Daginn eftir var ég enn með hellu fyrir eyr- unum, en fór beint í næstu plötubúð. Ég hef verið í plötubúðum síðan og reynt að breiða út fagnaðarerindið.“ Hann vann m.a. við að selja plötur í Gramm- inu, en þegar það lagði upp laupana fór hann að selja plötur sjálfur, fyrst um sinn í Kolaportinu um helgar og líka eftir póstlista. „Ári síðar, 1990, stofnaði ég formlega verslunina Hljóma- lind, sem var fyrst við Austurstræti og svo Laugaveg. Ég fékk Rúnar Júl. til að vera guð- faðir Hljómalindar, enda er nafnið valið til heiðurs Hljómum. Eftir að Grammið hætti var þörf fyrir verslun sem seldi öðruvísi tónlist. Þá starfaði verslunin Þruman, sem seldi þunga- rokk og Plötubúðin, en hún einbeitti sér að eldra efni. Í Kolaportinu seldi ég þegar best gekk þúsund, jafnvel fimmtán hundruð plötur yfir helgi, svo viðskiptin gengu ágætlega.“ Tveggja miða hagnaður Kristinn ætlaði aldrei að einbeita sér að búð- inni, því hann vildi líka halda tónleika, eins og hann hafði áður gert. Fyrstu tónleikana skipu- lagði hann þegar hann var fjórtán ára. Þá spil- aði Þursaflokkurinn í Fellaskóla og Kiddi sá um að búa til plaköt, dreifa þeim og selja mið- ana. Af tónleikagestunum voru tveir sem ekki voru í skólanum, svo plakatið hafði tilætluð áhrif. „Hagnaðurinn af tónleikunum var ein- mitt andvirði tveggja miða,“ segir hann. Þegar hann reyndi að flytja hljómsveitir inn á árunum 1991–1993 komst hann fljótt að því að það var nánast óvinnandi vegur. „Ég setti mig í samband við öll helstu sjálfstæðu útgáfu- fyrirtækin á þessum tíma og bauð fram starfs- krafta mína hér á landi. Þau höfðu hins vegar mörg tapað á gjaldþrotum íslenskra fyrirtækja og vafasömum skipuleggjendum tónleika og vildu ekkert með mig hafa. Mér tókst hins veg- ar að plata fyrsta bandið hingað 1993, Freaky Realistic, sem spilaði á útgáfutónleikum Bubbleflies. Í kjölfarið kynntist ég breskum strák, Simon, sem var í umboðsstörfum í kring- um Andy Weatherall, Underworld, Verve, Chemical Brothers og fleiri bönd. Þetta var svalasti pakkinn á þessum árum, en hafði ekki enn vakið þá athygli sem síðar varð. Eftir þetta opnuðust allar gáttir.“ Kiddi fór á bólakaf í danstónlist frá 1993– 1995. „Ég flutti nánast ekkert annað inn á þessum árum en danshljómsveitir og plötu- snúða.“ Hann samþykkir að hann hafi haft puttann á púlsinum og verið iðinn að draga fram hljóm- sveitir sem áttu eftir að slá í gegn. „Þetta hefur alltaf verið minn Akkilesarhæll, að vera einu eða tveimur árum á undan. Ég opnaði búð með hip-hop fatnað 1995 og var með öll helstu merkin. Tveimur árum síðar sló sá fatnaður í gegn, en þá var ég löngu búinn að gefast upp á rekstrinum.“ Aldrei út úr bílskúrnum Allur þessi tónlistaráhugi þýddi auðvitað að Kiddi reyndi sjálfur fyrir sér í hljómsveit. „Já, ég hef reynt og var í einhverjum böndum sem komust aldrei út úr bílskúrnum. Ég prófaði að spila á bassa og fór í gítartíma hjá Óla Gauk. Niðurstaðan varð sú, að heimurinn yrði að njóta mín á annan hátt. Ég er afar óviss á hljómum og mjög falskur söngvari. En ég gríp lög um leið og er fljótur að átta mig á hvað gengur.“ Kiddi flutti inn hljómsveitir frá Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Ég reyndi mikið að fá Flugleiðir til að hjálpa mér að grípa hljómsveitir, sem millilentu hér á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu. Mér fannst upplagt að fá öðruvísi túrista til landsins. Það samstarf gekk ágætlega í nokkur ár, þar til Airwaves-hátíðin varð til.“ Hann segir lítinn skilning á starfi þeirra sem flytji erlendar sveitir til landsins. „Núna er Reykjavík svöl og R-listinn heldur að hann hafi gert eitthvað til að gera borgina svona svala. Borgaryfirvöld hafa hins vegar ekkert gert nema hanga aftan í þeim sem gera hlutina. Þetta er skrifræði frá helvíti.“ Hann segist aldrei hafa fengið neina styrki til tónleikahalds, utan árið 1994 þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var við völd í borginni. „Hins vegar heldur borgin manni alltaf volgum, talar um styrki og aðstoð en svo verður ekkert úr neinu.“ Og svo getur maður, sem hefur viðurnefnið „kanína“ af því að hann er svo snöggur, ekki beðið á meðan mál velkjast fram og til baka í ráðum og nefndum. „Ég dríf bara í hlutunum. Ég hef áreiðanlega boðið um 250 erlendum fjölmiðlamönnum hingað, áður en Ísland varð svalt. Það gerði ég án allra styrkja,“ segir hann. Kanínu-viðurnefnið helgast einnig af því að hann aðhyllist lífsviðhorf Kalla Kanínu, eða Bugs Bunny. „Kalli lætur ekkert vaða yfir sig. Hann tekur öllu með ró og er alltaf til í að reyna sættir, en ef Elmer bóndi gengur of langt grípur hann til sinna ráða. Þá fer hann í vel skipulagt stríð. En kæruleysi hans og æðruleysi í mótstreymi er auðvitað til fyrir- myndar.“ Kiddi kanína sýndi þessa eiginleika þegar fyrirhugaðir tónleikar Atari Teenage Riot í Vörðuskóla voru bannaðir með skömmum fyr- irvara. „Þeir sem gerðu plakötin höfðu asnast til að hafa þar merki eins stuðningsaðilans, sem var áfengisframleiðandi. Lögreglustjóri bannaði tónleikana klukkan sex síðdegis, þeg- ar við höfðum selt 600 miða. Ég leigði rútur og flutti tónleikana, hljómsveit, allar græjur og 600 áhorfendur til Njarðvíkur. Þar byrjuðu tónleikarnir klukkan 11 um kvöldið, klukku- tíma á eftir auglýstum byrjunartíma. Ég held að þetta hljóti að vera heimsmet. En það er alltaf lausn í rokki og róli og þegar ég er í stuði stoppar mig ekkert. Ég hef oftast mjög skýra mynd af því sem ég vil gera. Hún er oft rugl- ingsleg fyrir aðra en mig og það er líklega ástæðan fyrir því hve erfiður ég er í samstarfi.“ Allt betra í gamla daga! Kiddi hefur gert þætti á útvarpsstöðinni Sól- inni, X-inu og Rás 2. Hann gaf út X-trablaðið í samvinnu við X-ið og í framhaldinu fæddist UXI, sem bæði skipulagði tónleika og hélt útihátíð. „Þetta var mjög skemmtilegur tími, X-ið spilaði alvöru tónlist. Byltingin í kringum danstónlistina var svo andlitslaus, það var eng- in stjörnudýrkun.“ En hver er þá staðan í tónlistarlífinu núna? „Danstónlistin er dauð, rokkið er að deyja og bransinn allur með,“ segir hann. „Þetta var allt öðruvísi í gamla daga!“ Hann segir að nú hafi Netið og geisladiska- brennarar breytt því verulega hvernig fólk njóti tónlistar. „Breytingarnar eru svo hraðar og tryggð fólks við hljómsveitir er engin. Prod- igy getur verið flottasta hljómsveitin fyrir há- degi og alveg vonlaus eftir hádegi. Á upphafs- árum Hljómalindar keypti meðalviðskipta- vinur kannski þrjár plötur á mánuði. Þá fyrstu keypti hann af því að hann langaði í hana og vissi hvað hann var að kaupa, aðra plötuna keypti hann af því að hann hélt að hún gæti verið góð og þá þriðju af því að ég mælti sér- staklega með henni. Núna kaupir þessi kúnni bara eina plötu, annan hvern mánuð. Þá er hann búinn að hlusta á hana á Netinu og ákveða að hann vilji eiga hana. Öll tilrauna- kaup í plötubúðum eru úr sögunni.“ Kristinn segir að þegar hljómsveitir geti ekki lengur eignast peninga með plötusölu sé hætt við að ungt fólk reyni ekki að láta hljóm- sveitardrauminn rætast. „Strákarnir beina metnaði sínum og dugnaði í fótboltann, en ekki tónlist. Þar eru peningarnir núna. Og þegar út- gáfufyrirtækin græða minna, þá eru þau ekki lengur tilbúin að niðurgreiða ferðir hljóm- sveita alla leið til Íslands. Íslendingar hefðu aldrei getað fengið allar þessar hljómsveitir hingað, nema fyrir velvilja útgáfufyrirtækj- anna og hljómsveitanna sjálfra.“ Hann er mjög þakklátur og ánægður með kveðjutónleika, sem vinir hans efndu til undir heitinu „Burt með Kidda“ á fimmtudagskvöld. „Ég er ekkert sérlega stoltur af að loka Hljómalind og ætlaði ekki að hafa hátt um það, en verð að sætta mig við að afgreiða þetta í fjöl- miðlum. Hljómalind var komin í þrot og ég get ekki verið á einhverju kennitöluflippi. Ég verð að finna mér nýjan byrjunarreit. En búðin verður opin í næstu viku frá hádegi fram til klukkan sjö á kvöldin. Við lokum laugardaginn 22. febrúar. Heimasíðan hljomalind.is starfar hins vegar áfram sem frétta- og upplýsingavef- ur um íslenska jaðartónlist.“ Alltaf með margar hugmyndir Hann veit ekkert hvað hann tekur sér næst fyrir hendur en ætlar að reyna að gera ekki neitt í Brighton. Þar býr ung kona, sem er ástæða þess að hann flytur af landi brott. Hann á líka 9 ára son í London, svo búseta í Bretlandi hentar honum ágætlega. Hann er inntur eftir hvað hann sé ánægð- astur með hingað til. „Hvað þetta hefur verið gaman. Ég hef fengið að starfa við það sem mér finnst skemmtilegast. Raunar hefur mér aldrei liðið eins og ég sé að vakna til vinnu. Og ég er sérstaklega ánægður með að hafa leitt saman ungt íslenskt tónlistarfólk og alla út- lendu gestina. Íslenskar hljómsveitir hafa get- að borið sig saman við það besta í útlöndum.“ Kiddi kanína hljómar reyndar eins og hann sé efins um að sér takist að sitja með hendur í skauti. „Kannski verð ég með annan fótinn hérna heima og reyni að gera eitthvað. Ég er alltaf með svo margar hugmyndir og hugsan- lega get ég fundið mér starfsvettvang erlendis. Þar get ég kannski nýst íslenskum tónlistar- mönnum betur en hér heima.“ Óviss á hljómum og falskur söngvari Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Kristinn Verslunin Hljómalind er að hætta og Kristinn Sæmunds- son eigandi, sem oftast gengur undir nafninu Kiddi kanína, er að flytja til Brighton í Englandi. Ragn- hildur Sverrisdóttir spjallaði af því tilefni við Kidda, sem hefur verið öðrum mönnum fljótari að átta sig á nýjum straumum og stefnum í tón- list og staðið fyrir fjölda tónleika um árabil. rsv@mbl.is Kveðjutónleikarnir Burt með Kidda voru haldnir á fimmtudag. Heiðursgesturinn er hér á tali við Jónba, trymbil Brain Police, björtustu von- arinnar í íslenskri jaðartónlist, að sögn Kidda. Kristinn Sæmundsson, Kiddi kanína, lokar versluninni Hljómalind næsta laugardag. 14 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.