Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 11
Ljósmynd/LUXPRESS/Jean-Claude Ernst Þór Vilhjálmsson lét af embætti dómara við EFTA-dómstólinn 15. janúar sl. Á myndinni eru dómarar réttarins og dómritari, f.v. Carl Baudenbacher dómari frá Liechtenstein og nýr forseti réttarins, Þór Vilhjálmsson, fráfarandi dómari og forseti réttarins frá ársbyrjun 2000, Per Tresselt, dómari frá Noregi og Lucien Dedichen, dómritari. Við sama tækifæri tók Þorgeir Örlygsson sæti Þórs í réttinum sem fulltrúi Íslands. vísað á ný til Eftirlitsstofnunar EFTA. Í nýrri ákvörðun taldi Eft- irlitsstofnunin að ekki væri hægt að gera athugasemd við húsnæðiskerfið í Noregi á grundvelli Evrópuréttar. Þar við situr.“ Þór nefnir annað dæmi, sem varð- aði fjármögnun almannatrygginga- kerfisins í Noregi. „Kerfið er fjár- magnað með almennum launaskatti og hlutfall skattsins af launum var mismunandi eftir landshlutum. Við þetta gerði EFTA-dómstóllinn at- hugasemdir og Norðmenn breyttu reglum sínum til samræmis við álit dómsins.“ Þriðja dæmið varðaði kjarasamn- inga starfsmanna sveitarfélaga í Noregi. „Í hinum almenna kjara- samningi þeirra var kveðið á um að eftirlaunasjóðir ættu að vera í vörslu tiltekinnar fjármálastofnunar. Aðrar fjármálastofnanir töldu þetta brot á samkeppnisreglum. EFTA-dóm- stóllinn taldi að þetta væri í öllum að- alatriðum löglegt eftir Evrópurétti, en hugsanlega gætu slík ákvæði stefnt að öðru en tryggja rétt sjóðs- félaga og væri þá brotið gegn Evr- ópurétti. EFTA-dómstóllinn vísaði því ákveðnum atriðum til heimadóm- stólsins, félagsdóms í Noregi. Dómur í því máli er nýgenginn eftir mjög löng réttarhöld og varð niðurstaðan sú að í kjarasamningunum fælist ekki brot á Evrópurétti.“ Einkasala á áfengi í smásölu samrýmist Evrópurétti Nokkur mál sem snerta sölukerfi áfengis hafa komið til kasta EFTA- dómstólsins. „Dómstóllinn fjallaði um mál frá Noregi og Íslandi. Nið- urstöður þeirra má draga saman í stuttu máli. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að einkasala ríkis- ins í smásölu á áfengi bryti ekki gegn Evrópurétti ef jafnréttis væri gætt við innkaup, en heildsala á áfengi í höndum ríkisins væri ekki samrým- anleg Evrópurétti. Þessi niðurstaða kom fyrst fram í norskum málum og var síðar fyrirmynd að lagabreyting- um í Noregi og hér á landi. Íslenska málið fjallaði um þrengra svið, þ.e. hvenær gera hefði átt breytingar á löggjöfinni.“ Þór bendir á að viðhorf til áfeng- isverslunar séu allt önnur í Finn- landi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu, þar á meðal Danmörku. „Evrópudómstóllinn hef- ur látið slík mál til sín taka, til dæmis nýlega þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að bann við áfengisaug- lýsingum í Svíþjóð samrýmdist ekki reglum ESB. Hér á landi er stefnan í áfengismálum ekki mörkuð af við- skiptahagsmunum, nema að því leyti sem litið er til hagnaðar af ÁTVR sem rennur í ríkissjóð, heldur hefur verið litið til félagslegra sjónarmiða og heilbrigðissjónarmiða. Það er erf- itt að vinna að samræmingu á þessu sviði og margt óvænt hefur komið upp hjá EFTA-dómstólnum, til dæmis þegar dómstóllinn þurfti að taka afstöðu til þess hvað áfengi væri og hvort vissar áfengisnefndir væru í raun dómstólar. Allt hefur þetta þó verið leyst með reglum lögfræðinn- ar.“ Bótaréttur samkvæmt meginreglum EES Af þeim átta íslensku málum sem vísað var til EFTA-dómstólsins á fyrstu níu starfsárum hans voru tvö mjög áhugaverð frá lögfræðilegu sjónarmiði, að sögn Þórs. Fyrra mál- ið var mál Erlu Maríu Sveinbjörns- dóttur, en dómstóllinn skilaði ráðgef- andi áliti sínu í desember 1998. Erla María starfaði á vélaverkstæði og var sagt upp störfum með sex mán- aða uppsagnarfresti. Áður en sá frestur var liðinn var vélaverkstæðið tekið til gjaldþrotaskipta. Hún fór fram á greiðslu á eftirstöðvum launa frá Ábyrgðarsjóði launa, en kröfu hennar var hafnað á þeirri forsendu að hún væri systir eiganda 40% hlutafjár í fyrirtækinu. Niðurstaða EFTA-dómstólsins var sú, að íslensk stjórnvöld hefðu gert mistök við lögfestingu tilskipun- ar frá Evrópusambandinu. Erla María hefði átt að fá laun á uppsagn- artímanum eftir réttum skilningi á tilskipuninni og ætti því rétt á skaða- bótum. „Það sem gerði þetta mál sér- staklega áhugavert var, að í EES- samningnum segir ekkert um slíkan rétt til bóta. Dómstóllinn þurfti því að taka afstöðu til þess hvort bóta- réttur hefði skapast, þó að engin skrifuð ákvæði lægju þar til grund- vallar. Evrópudómstóllinn hafði dæmt í ýmsum málum, en EFTA- dómstóllinn átti erfitt með að byggja á þeim, því að rökstuðningur þeirra gekk út á að tilskipanir hefðu bein réttaráhrif. Það er ekki á Íslandi og í Noregi. EFTA-dómstóllinn taldi hægt að leiða skaðabótaskyldu ís- lenska ríkisins af almennum megin- reglum EES-samningsins, tilgangi hans og uppbyggingu. Tilgangurinn er að stuðla að eflingu viðskipta og efnahagstengsla og að vernda rétt einstaklinganna.“ Í ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls- ins segir m.a.: „Með vísan til þess sem að framan greinir telur dóm- stóllinn að EES-samningurinn sé þjóðréttarsamningur sem er sér- staks eðlis (sui generis) og sem felur í sér sérstakt og sjálfstætt réttar- kerfi. EES-samningurinn kemur ekki á fót tollabandalagi heldur þróuðu fríverslunarsvæði […] Sam- runi sá sem EES-samningurinn mælir fyrir um gengur ekki eins langt og er ekki eins víðfeðmur og samruni sá sem Rómarsamningur- inn stefnir að. Hins vegar ganga markmið EES-samningsins lengra og gildissvið hans er víðtækara en venjulegt er um þjóðréttarsamninga. Dómstóllinn telur að markmiðið um einsleitni og það markmið að koma á og tryggja rétt einstaklinga og aðila í atvinnurekstri til jafnræðis og jafnra tækifæra komi svo skýrt fram í samningnum, að EFTA-ríkj- unum, sem aðild eiga að samningn- um, hljóti að bera skylda til að sjá til þess að það tjón fáist bætt sem hlýst af því að landsréttur er ekki réttilega lagaður að tilskipunum.“ Hitt íslenska málið, sem Þór nefn- ir sérstaklega, er mál Harðar Ein- arssonar gegn ríkissjóði sem varðaði virðisaukaskatt af bókum. „Hörður taldi að ekki mætti leggja hærri virð- isaukaskatt á innfluttar bækur en ís- lenskar. Dómstóllinn féllst á þetta meginsjónarmið hans og í kjölfarið var lögum á Íslandi breytt.“ Önnur íslensk mál, sem komið hafa til kasta EFTA-dómstólsins, hafa m.a. varðað samkeppnisað- stöðu, vinnuréttindi launþega, áfeng- ismál og útboð. Breyttur Evrópuréttur en ákvæði EES óbreytt Þór Vilhjálmsson segir að EFTA- dómstóllinn fái að sjálfsögðu ýmis mál til umfjöllunar þar sem hann beiti venjulegum lögskýringum og lesi réttarheimildir á grundvelli venjulegra lögskýringarleiða, en þar greini menn oft á. „Í Noregi hafa til dæmis komið upp ýmis álitamál um verndun verkamanna þegar breyt- ingar verða á eignarhaldi fyrirtækja. Þá hefur dómstóllinn fjallað um mik- ilvægt atriði, sem er hvernig fer um samninginn um EES þegar þróun verður í almennum Evrópurétti, þ.e. rétti Evrópusambandsins, samanber breytingar gerðar í Maastricht 1992, í Amsterdam 1997 og nú síðast með Nice-sáttmálanum, sem gekk í gildi um síðustu mánaðamót. Efnisreglur samningsins um Evrópska efnahags- svæðið hafa hins vegar staðið óbreyttar. Í Amsterdam-sáttmálan- um er lögð sérstök áhersla á jafnrétt- ismál, en nýlega skilaði EFTA-dóm- stóllinn álitsgerð þar sem talið var að gengið hefði verið of langt í Noregi þegar nokkrar stöður við háskólann í Osló voru sérstaklega ætlaðar kon- um.“ Mál þetta, sem vakti verulega at- hygli, var eina málið sem kom til kasta EFTA-dómstólsins á starfs- tíma Þórs sem hann dæmdi ekki, en varamaður hans, Dóra Guðmunds- dóttir lögfræðingur í London, tók sæti hans. Þór nefnir annað og nærtækt dæmi um breytingar á Evrópurétti frá því að EES-samningurinn var gerður. „Í máli Harðar Einarssonar bar íslenska ríkið við þeim vörnum, að tilgangurinn með hærri virðis- aukaskatti á erlendar bækur en inn- lendar væri að vernda íslenska tungu. Núna hefur ákvæðum um vernd menningararfleifðar verið bætt inn í Evrópuréttinn, en slíkt ákvæði er ekki að finna í EES-samn- ingnum. Og enn má benda á, að mikil áhersla er lögð á náttúruvernd í end- urskoðuðum Evrópurétti. Í EES- samningnum er vikið að náttúru- vernd, en engar breytingar hafa ver- ið gerðar á þeim ákvæðum samningsins frá upphafi, fremur en öðrum ákvæðum.“ Stjórnarskrá ESB breytir ekki dómstólunum Svokölluð Ráðstefna um framtíð Evrópu, sem nú starfar, leggur fram uppkast að endurskoðuðum og ein- földuðum stofnsáttmála Evrópusam- bandsins næsta sumar. Stefnt er að því að sá texti verði ígildi stjórnar- skrár sem dugað geti ESB sem grundvallarplagg um skipulag þess og starfshætti næstu áratugina. Þór er inntur eftir því hvort hann telji að hlutverk yfirþjóðlegu dóm- stólanna í Evrópu muni breytast með tilkomu slíkrar stjórnarskrár. „Ég held að svo verði ekki. Þarna er að- allega verið að semja um skipun ým- issa ráða, sem hafa yfirstjórn alls Efnahagssambandsins, en ég hef ekki séð nein merki þess að dóm- stólahliðin muni taka neinum stór- breytingum. Þó er ljóst að dómstólar Evrópusambandsins munu á næst- unni fá vissar heimildir á sviðum sem tengjast Íslandi ekki, en það leiðir ekki sérstaklega af starfi Ráðstefnu um framtíð Evrópu.“ Ólík vinnubrögð dómstóla Þór hefur mikla reynslu sem borg- ardómari, hæstaréttardómari, dóm- ari við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn. Hann segir að allir þessir dómstólar fjalli um lög- fræðileg álitaefni en þó séu vinnu- brögðin nokkuð breytileg. „Hér á landi er málflutningur í raun oftast skriflegur, en munnlegur í mikilvæg- ari málum. Dómstólarnir vinna þannig, að dómararnir ræða málin sín á milli og vinna að dómum á grundvelli þeirrar umræðu. Til skamms tíma fengu dómarar ekki mikla aðstoð, þeir undirbjuggu mál, gerðu athuganir og skrifuðu dóm- ana. Við Mannréttindadómstólinn eru vinnubrögðin önnur. Þar er margt starfsmanna, sem aðstoða dómar- ana. Dómarar eru þó ekki með sér- staka aðstoðarmenn, heldur skipta dómritarar eða skrifstofustjórar verkefnum á aðstoðarmennina. Að- stoðarmennirnir undirbúa málflutn- inginn með því að gera skriflega út- drætti fyrir dómarana úr málum, þar sem málsatvik og lagasjónarmið koma fram. Eftir málflutninginn er lagður spurningalisti fyrir dómar- ana, á ábyrgð dómsforseta. Dómar- arar ræða málið á grundvelli spurn- ingalistans, þótt hann sé ekki bindandi. Að því loknu skrifar nefnd nokkurra dómara, ásamt starfs- mönnum, dóminn. Bæði hér á landi og í Mannréttindadómstólnum geta dómarar skilað sératkvæði, ef þeir eru ekki sáttir við niðurstöðu eða rökstuðning meirihluta dómsins. Í EFTA-dómstólnum er unnið með nokkuð öðrum hætti. Málin eru lögð fyrir og skrifuð um þau skýrsla í nafni eins dómaranna, sem er fram- sögumaður í málinu. Skýrslan liggur fyrir við málflutning og lögmenn geta gert athugasemdir ef þeir telja að hún sé ekki að öllu leyti rétt. Eftir munnlegan flutning ræða dómarar málin. Ef þeir eru á einu máli, eða meirihlutinn er sammála framsögu- manni, þá skrifar hann dómsupp- kastið, en ekki er heimilt að skrá sér- atkvæði, hvorki í bækur dómstólsins né til opinberrar birtingar. Það er því engin leið að sjá hvort dómendur eru sammála. Fyrir þessu eru ýmis rök, bæði með og á móti.“ Hver dómari við EFTA-dómstól- inn hefur eigin skrifstofu, ritara og lögfræðilegan aðstoðarmann. „Þetta kerfi hefur mikla kosti og gerir dóm- urum kleift að vinna mál eftir sínu höfði og miklu dýpra en ella. Aftur á móti er þetta dýrt kerfi og hefur ekki verið tekið upp við Mannréttinda- dómstólinn.“ Mikill áhugi á Evrópurétti Þór hefur ekki áhyggjur af því hvernig íslenskum lögfræðingum reiðir af í Evrópurétti. „Íslenskir lögmenn hafa flutt mál fyrir EFTA- dómstólnum og hafa síst verið lakari en aðrir málflytjendur þar. Meðal ungra íslenskra lögfræðinga er mik- ill áhugi á Evrópurétti og margir þeirra eru sprenglærðir. Evrópu- réttur er nú kennslugrein við ís- lenska háskóla, svo að ég sé ekkert sem bendir til annars en að íslenskir lögmenn standi og muni standa jafn- fætis erlendum starfsbræðrum sín- um á þessu sviði.“ dómsvaldsþætti EES rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.