Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Arct- ic Swan fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöðin og matur í há- degi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Nýtt leirlist- arnámskeið „skúlptúr“ byrjar á mánudag kl. 12.30. Nýtt glerbræðslu- námskeið byrjar í næstu viku. Hand- snyrtinámskeið 17. febrúar og 21. febrúar kl. 9.30. Kynningar- dagur – Heilsa og feg- urð. Aloe vera-vörur á fimmtudag kl. 15. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billj- ardstofan opin alla virka daga frá kl 13.30– 16. Skráning í billj- ardklúbbinn í Hraun- seli, sími 555 0142. Vesturgata 7. Ingi Hrafn Stefánsson nem- andi í Listasmiðju Lóu, Vesturgötu 7, verður með sýningu frá 17. febrúar til 17. mars á opnunartíma þjónustu- miðstöðvarinnar alla virka daga frá kl. 9– 16.30. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum mánudagskvöldið 17. febrúar kl. 20. Bibl- íulestur. Allir karl- menn velkomnir. Kvenfélagið Keðjan heldur aðalfund í Húnabúð, Skeifunni 11, mánudaginn 17. febrúar kl. 20. Kvenfélag Kópavogs heldur góugleði kl. 20 fimmtudaginn 20. febr- úar í Hamraborg 10. Ágústa S Ágústsdóttir syngur. Konur beðnar að mæta með hatta. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vestmanna- braut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúð- vangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund, s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á Sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Oddabraut 20, s. 483- 3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkur- braut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur, Pennanum, Sólvalla- götu 2, s. 421-1102 og hjá Íslandspósti, Hafn- argötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslands- pósti b/t Ásu Árnadótt- ur, Tjarnargötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565-1630 og hjá Penn- anum – Eymundsson, Strandgötu 31, s. 555- 0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS, Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561-4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dal- brún ehf., Brákar- hrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frí- mannsd., Höfðagrund 18, s.431-4081. Í Grundarfirði: í Hrann- arbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafs- vík hjá Ingibjörgu Pét- ursd., Hjarðartúni 1, s. 436-1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísa- firði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456- 3380, hjá Jónínu Hög- nad., Esso-versluninni, s. 456-3990 og hjá Jó- hanni Káras., Engja- vegi 8, s. 456-3538. Í Bolungarvík: hjá Kristínu Karvelsd., Miðstræti 14, s. 456- 7358. Í dag er sunnudagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Enn er það, að vér bjuggum við aga jarðneskra feðra og bár- um virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa? (Hebr. 12, 9.) Fólk getur endalaustlátið afnotagjöld RÚV fara í taugarnar á sér. Enginn má eiga sjón- varps- og útvarpstæki án þess að greiða mán- aðarlega 2.408 krónur. Þetta er oft rætt á kaffi- stofum vinnustaða í hneykslunartón. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að Ríkisútvarpið eigi að vera á fjárlögum og allur kostnaður greiddur úr ríkissjóði.     En kostnaðurinn hverf-ur ekkert við það og ríkið þarf að fjármagna útgjöldin með því að taka peningana af sama fólk- inu í formi skatt- greiðslna. Reyndar væri miklu heppilegra að snúa þessu við og senda gíró- seðla inn á hvert heimili landsins fyrir einstökum útgjöldum ríkisins. Þann- ig myndu landsmenn verða áþreifanlega varir við hvað einstök verkefni kosta fjölskylduna.     Ef þessi hugmynd er út-færð þarf fyrst að finna út fjölda heimila á Íslandi. Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir að tæp- lega þrír einstaklingar búi á hverju heimili. Það gerir samtals um 103 þúsund heimili. Ef kostn- aði við allar vegafram- kvæmdir á þessu ári er deilt niður á heimilin, greiðslunum skipt á milli mánaða, myndi hver fjöl- skylda fá sendan mán- aðarlega gíróseðil upp á 9.849 krónur. Og þetta er bara fyrir vegafram- kvæmdir í ár.     En hve hár er mán-aðarlegur greiðslu- seðill frá ríkinu vegna búvöruframleiðslu? Í fyrra námu þessar greiðslur rúmlega 7 milljörðum króna. Til að gera fjölskyldum kleift að kaupa lambakjöt og mjólk úti í búð þyrfti að senda þeim mánaðarlega reikning upp á 5.864 krónur. Það er nú ekkert hrikalegt en fólk getur bætt því við bókhald heimilisins sem kostnaði við matarinnkaup.     Og menningin er ekkiókeypis. Ó, nei! Til þess að standa undir henni þarf að tæma all- hressilega úr buddunni. Í ár er áætlað að eyða um 5,7 milljörðum króna í lið sem ber heitið söfn, lista- stofnanir o.fl. Á einu ári nema þessar greiðslur um 55 þúsund krónum fyrir hvert heimili eða um 4.500 krónum á mán- uði. Þetta þarf að greiða burtséð frá hvort fólk fer í leikhús, hlustar á sin- fóníuna, sækir lista- verkasýningar eða fræðist á byggðasöfnum.     Hæstu greiðslurnar eruauðvitað fyrir heil- brigðisþjónustuna eða rúmlega 78 þúsund krón- ur fyrir hvert heimili mánaðarlega. Þar sem ríkið framleiðir ekki peninga koma þeir frá fólkinu sjálfu þótt greitt sé úr ríkissjóði. STAKSTEINAR Gíróseðlar fyrir ríkisútgjöldum Víkverji skrifar... VÍKVERJI festi nýlega kaup áfasteign í Hlíðunum í Reykjavík og er að vonum hæstánægður með fjárfestinguna. Á söluyfirliti yfir eignina kom fram að kvöð væri á eigninni og þar sem Víkverji vill hafa vaðið fyrir neðan sig bað hann um að fá afrit af henni frá fasteignasal- anum, áður en hann gerði tilboð í eignina. Víkverji rak upp stór augu þegar kvöðin barst honum síðar um daginn á símbréfi. Þar sagði að samkvæmt ályktun bæjarráðs Reykjavíkur hinn 16. apríl 1946 væri „með brjefi þessu“ lóðin leigð „hjer i bænum“ til að byggja á henni íbúðarhús með nánari skilmálum. „Sú kvöð er lögð á lóðina samkvæmt samþykkt bæj- arráðs 28. október 1944 að hús sem á henni verður reist má ekki selja mönnum sem flutt hafa til bæjarins eftir 9. september 1941, án sérstaks samþykkis bæjarráðs.“ Þar höfum við það. Ekkert utanbæjarpakk á þessa lóð! x x x ÞÓTT Víkverji sé Reykvíkingur íhúð og hár og geti rakið ættir sínar víða um borgarlandið, m.a. í Keldnaholt, Breiðholt og á Klepp, var hann tæknilega séð ekki fluttur til bæjarins fyrr en löngu síðar, ein- faldlega þar sem hann var ekki fæddur árið 1941. Erfðavísar hans voru að vísu á flækingi víða um höf- uðstaðinn, en hann veit ekki hvort það yrði talið honum til tekna í þessu sambandi. Fasteignasalinn fullvissaði Vík- verja um að það skipti engu máli þótt hann hefði ekki stigið niður fæti í bænum fyrr en áratugum síðar og sagði að kvöðin ætti ekki eftir að valda Víkverja vandræðum vildi hann selja utanbæjarfólki eignina síðar meir. Víkverji veit að á fimmta áratugnum var mikill húsnæð- isskortur í Reykjavík og fólk kúldr- aðist í slæmu húsnæði um allan bæ, t.d. í hriplekum bröggum. Honum finnst gaman að flytja í hús með sögu, en finnst engu að síður skrýtið að umræddri kvöð hafi ekki verið létt af eigninni fyrir löngu. Fast- eignasalinn upplýsti að þetta væri ekki einsdæmi þar sem svipaðar kvaðir hvíldu á eignum frá sama tíma. x x x RÍKI og sveitarfélög ættu kannskiað dusta rykið af þessari gömlu aðferð, nú þegar sífellt fleiri streyma á suðvesturhornið þannig að landið er við það að sporðreisast. Hvað er betra til að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni en að banna fólki einfaldlega að kaupa sér fasteignir í borginni og halda því þannig heima hjá sér og lífi í hverju plássi? Reyndar veit Víkverji að þessi að- ferð er notuð í Færeyjum enn þann daginn í dag. Þegar hann var þar á ferðalagi síðasta haust sagði emb- ættismaður sem hann ræddi við að lítið sem ekkert væri byggt af íbúð- arhúsnæði í Þórshöfn. Ástæðan? Jú, einhver verður að búa úti í eyjunum! Morgunblaðið/Þorkell Ekkert utanbæjarpakk á þessa lóð! Vetni Í MORGUNBLAÐINU 8. febrúar síðastliðinn var stór fyrirsögn, sem hljóðaði þannig, „Vetnistækni gerir Bandaríkin óháð olíuinn- flutningi“. Af þessu tilefni verð ég að koma með nokkrar at- hugasemdir, vegna þess að þetta lýsir gífurlegri van- þekkingu á því, hvað vetni er. Vetni er frumefni, sem finnst í mjög litlu magni, án þess að vera tengt öðrum efnum, t.d. súrefni, sem mynda þá vatn. Vetni verð- ur því að skilja frá súrefn- inu eða öðrum efnum, sem það er tengt, svo að hægt verði að nýta það, og kostar það mikla orku. Vetni er því ekki orkugjafi, heldur öllu fremur orkumiðill, þar sem aðra orku þarf til að geta nýtt það. Ég hef áður bent á, hve nýting orkunnar, sem not- uð er við þessa svokölluðu vetnistækni er léleg, í það minnsta á þessu stigi, þannig að mikil orkusóun er fólgin í þessari tækni, og þá einkum með notkun raf- orku, en mestöll vinnsla vetnis fer fram með jarð- efnum. Þar af leiðir, að lítill sparnaður verður á jarð- efnum, jafnvel verður auk- in þörf á jarðefnum, svo sem olíu og jarðgasi, enda hafa samtök í Bandaríkjun- um bent á þetta. Ég sé ekki, að vetni unnið á Ís- landi verði útflutningsvara í náinni framtíð. Strætisvagnar, sem ganga fyrir raforku frá raf- geymum, ættu að vera framtíðin hér á landi. Gísli Júlíusson, raf- magnsverkfræðingur. Dýrakirkjugarður KONA skrifar í Velvak- anda nýlega og var hún að spyrjast fyrir um dýra- kirkjugarð. Ég vil benda henni á að gæludýragrafreitur verður opnaður upp í Kjós í júní næsta sumar með viðhöfn þannig að það fer ekki fram hjá nokkrum lifandi manni. Hann verður opinn öllum gæludýraeigendum sem vilja nýta sér þessa þjón- ustu. Frekari upplýsingar fást í símum 566 7052 eða 899 7052 Guðný G. Ívarsdóttir. Þakkir fyrir skilvísi VIÐ urðum fyrir því óláni í síðustu viku að kötturinn okkar týndi ólinni sinni. Hún var alveg ný, með nýju merkispjaldi og fjöldan all- an af bjöllum þannig að mikill missir var að henni. Rúmri viku eftir að hún týndist, kom drengur með hana heim til okkar, hafði fundið hana aðeins fjær heimili okkar en við höfðum leitað. Hann lagði það á sig að setja krók á sína leið til að skila okkur ólinni og vil ég þakka honum innilega fyrir. Ég vona að fleiri einstak- lingar, ungir sem aldnir, séu eins og hann. Eigendur Tinna. Dýrahald Mjásu vantar heimili MJÁSA, sem er ársgömul læða, ljúf og vel vanin, ósk- ar eftir nýju heimili vegna ofnæmis. Uppl. gefur Gígja í síma 588 8046 og 515 5348. Kettlingar fást gefins 10 vikna gamlir kettling- ar óska eftir heimili. Þeir eru hraustir, hressir og kassavanir. Fress og tvær læður. Uppl. í síma 659 6644, Ragnhildur. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÉG má til með að senda línu varðandi kaup á sófa sem ég keypti í IKEA. Það er auglýst að IKEA hækki ekki verðin á einu ári. Þessu geta viðskiptamenn treyst og er það hið besta mál. En það er ekkert sem bannar þeim að lækka verðið en það var gert fá- einum dögum eftir að ég keypti sófann hjá IKEA. Átti ég aftur leið í versl- unina og rak augun í að sófinn hafði lækkað um ein 14% frá því ég keypti minn sófa. Spurðist ég fyr- ir um ástæðuna fyrir lækkuninni á sófanum og var mér tjáð að þetta væri gert til að vera samkeppn- ishæfir við aðrar hús- gagnaverslanir. Var mér endurgreiddur mismunurinn og gekk ég alsæl út úr verslun IKEA. Það er alveg á hreinu að þarna er viðskiptavin- urinn í fyrirrúmi nr. 1, 2 og 3. Svona rétt í lokin þar sem ég er einlægur aðdá- andi Víkverja, þá vil ég láta Víkverja vita hvað hann er frábær. E.J. Frábær þjónusta LÁRÉTT 1 afhenda, 4 þrátta, 7 hit- ann, 8 smá, 9 reið, 11 geta gert, 13 skjótur, 14 drabbi, 15 gildvaxin, 17 ryk, 20 mann, 22 ógöngur, 23 Danir, 24 úldna, 25 steinn. LÓÐRÉTT 1 prófa, 2 loftsýn, 3 hóf- dýr, 4 keip, 5 fyrir aftan, 6 kjánar, 10 ginna, 12 nóa, 13 tónn, 15 hnikar til, 16 makað, 18 glaðan, 19 kremja, 20 karlfugls, 21 ófögur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 liðveisla, 8 rænir, 9 ufsar, 10 man, 11 skúti, 13 Agnar, 15 forms, 18 gráta, 21 Týr, 22 kafla, 23 urinn, 24 þarfanaut. Lóðrétt: 2 innbú, 3 vermi, 4 iðuna, 5 lasin, 6 hrós, 7 þrár, 12 tóm, 14 ger, 15 fíkn, 16 rifta, 17 starf, 18 grunn, 19 átinu, 20 anna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.