Morgunblaðið - 04.03.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 11
F
rá
b
æ
r
ti
lb
o
ð
:
Skeifunni 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9.00-18.00 • Laugardag frá kl. 10.00-16.00
Sendum í póstkröfu
Síðasta vika Dótadaga • til laugardagsins 8.mars
15-50%
afsláttur
tilboðsverð 19,900
Clarion geislaspilari
Verð áður 30,515,
50% afsláttur
Rockford hátalarar
30 % afsláttur
Fjarstýrðar samlæsingar
og þjófavarnakerfi
HREINN Loftsson, stjórnarformað-
ur Baugs og hæstaréttarlögmaður,
sem staddur er í London, segist ekki
skilja hvað Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra gangi til með þeim ummæl-
um í viðtali í Ríkisútvarpinu að Jón
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs,
hefði sagt að bjóða þyrfti Davíð 300
milljónir króna gegn því að hann léti
af andstöðu sinni við Baug. Segist
Hreinn hafa ítrekað það við Davíð,
síðast í símtali skömmu fyrir útvarps-
þáttinn í gærmorgun, að orð Jóns Ás-
geirs hefðu verið sögð í hálfkæringi
og m.a. í tengslum við sögusagnir um
að Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hefði borið
fé á Davíð.
Hreinn segir Davíð vera farinn að
upplifa sinn sannleika á einhvern
annan hátt en hann. Hann segir að
þegar þeir Davíð hittust í London
laugardaginn 26. janúar á síðasta ári
hafi átt sér stað mikil umræða á Al-
þingi um matvörumarkaðinn nokkr-
um dögum áður. Þar hafi Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, farið mikinn og m.a. not-
að nafn sitt „til að espa Davíð upp“ og
að það hafi verið hæg heimatökin fyr-
ir ríkisstjórnina að grípa fram fyrir
hendurnar „á þessum mönnum“ og
kveða niður þessa einokun, þar sem
helsti trúnaðarmaður ríkisstjórnar-
innar hafi verið Hreinn Loftsson í
Baugi. Í svarræðu á Alþingi hafi Dav-
íð komið með yfirlýsingar sem hann
hafi tekið mjög alvarlega.
„Ég sá að undir þeim kringum-
stæðum gæti ég ekki setið sem trún-
aðarmaður hans og haft formennsku í
framkvæmdanefnd um einkavæðingu
og yrði því að segja mig úr nefndinni.
Ég reyndi að hafa samband við Davíð
en hann var þá að fara til London. Ég
hafði frumkvæði að því að hitta hann
og hann veitti mér áheyrn,“ segir
Hreinn sem hitti Davíð að máli á
Mayfayre House-hótelinu í London
laugardaginn 26. janúar 2002.
„Þessi Jón Gerhard“
Hreinn segist hafa átt tveggja til
þriggja tíma fund með Davíð þar sem
þeir hafi setið einir og ræðst við.
„Ég greindi honum frá því að ég
gæti ekki setið sem formaður í nefnd-
inni og myndi segja mig úr henni. Ég
rakti fyrir honum ástæður þess. Við
ræddum þá ýmis mál og meðal ann-
ars bar á góma að ýmsar sögusagnir
væru í gangi. Hann dró ekki á fundi
okkar úr gagnrýni sinni á Baug og
helstu eigendur fyrirtækisins, frekar
en hann hafði gert á þinginu, og við-
hafði þar mjög hörð ummæli. Meðal
annars kom fram hjá honum að sögu-
sagnir væru um að þeir feðgar [Jón
Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes
Jónsson – innsk. blm.] ættu eitthvert
félag í sameiningu með Jóni Gerhard.
Ég hafði þetta nafn eftir eins og það
væri þýskt. Þetta var í fyrsta skipti
sem ég heyrði það nafn nefnt og hafði
ekki heyrt um að það ætti sér stað
einhvers konar hækkun í hafi, að það
væri verið að halda eftir einhverri
„kommisjón“ á bankareikningum í
gegnum það félag úti í Bandaríkjun-
um. Fleira kom fram á þessum fundi
sem ástæðulaust er að rekja,“ segir
Hreinn, sem segist hafa
verið hugsi og áhyggju-
fullur eftir þennan fund
og einnig umræðuna á
Alþingi.
Hreinn segist aldrei
hafa heyrt minnst á
„þennan Jón Gerhard“
fyrr en á fundinum með
Davíð. Við heimkomuna
frá London hafi hann
spurst fyrir um það hjá
Baugi hvort menn könn-
uðust við manninn. „Þá
kom í ljós að hann hét
Jón Gerald og var Sull-
enberger,“ segir Hreinn
og ræddi málið við ýmsa
menn innan fyrirtækisins og varaði
þá við.
„Ég óttaðist að það andrúmsloft og
sú harka sem var að skapast í kring-
um fyrirtækið myndi leiða til ein-
hverra aðgerða. Engar hótanir um
slíkt voru komnar fram með beinum
hætti, þetta var bara mitt mat, að
harkan væri orðin þannig að búast
mætti við því að einhver angi ríkis-
valdsins kæmi inn í fyrirtækið, hvort
sem það væru skattyfirvöld, lögregl-
an eða Samkeppnisstofnun,“ segir
Hreinn.
Snæddu þrír saman á
kínverskum veitingastað
Eftir fundinn á hótelinu í London
segir Hreinn að ákveðið hafi verið að
hittast um kvöldið sama dag og fara
út að borða. Þar hafi Illugi Gunnars-
son, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, bæst í hópinn og snætt með
þeim Davíð á kínverskum veitinga-
stað.
„Bæði undir borðum og á eftir voru
menn að ræða ýmis mál. Við fórum
vítt og breitt yfir sviðið og ég greindi
meðal annars Davíð frá því að ýmsar
miður fallegar sögusagnir væru á
sveimi í þjóðfélaginu, ekki bara um
þessa menn, heldur einnig hann og
erfitt væri að bera slíkar sögur af sér.
Í hans tilviki væru meðal annars
sögusagnir um samband hans við
Kára Stefánsson. Þá gat ég þess að
Jón Ásgeir hefði sagt í hálfkæringi að
það væri kannski rétt að borga hon-
um [Davíð – innsk. blm.] 300 milljónir
inn á reikning í útlöndum, líkt og sagt
var að Kári hefði gert. Þetta ítrekaði
ég við hann í morgun [gærmorgun]
þegar Davíð hringdi í mig áður en
hann fór í útvarpið. Þá ítrekaði ég að
þetta hefði verið sagt
undir þessum kringum-
stæðum í hálfkæringi
og engin alvara hefði
verið á bak við það.
Þess vegna er að mínu
mati öldungis fráleitt
að setja þetta fram á
þann hátt sem hann
gerði í útvarpinu. Ég
bara skil ekki hvað hon-
um gengur til,“ segir
Hreinn.
– Er hægt að tala um
mútugreiðslur til for-
sætisráðherra í hálf-
kæringi?
„Ég sagði honum að
ýmsar kjaftasögur væru í gangi og að
þetta hefði verið tekið sem dæmi,
nánast sem grín, því að það væri svo
fráleitt að nokkrum dytti slíkt í hug.
Það er ótrúlegt að bera þetta síðan á
borð rúmu ári síðar, með þeim hætti
sem hann hefur gert.“
– Hvaða hörðu ummæli um Baug
viðhafði hann á fundi ykkar í Lond-
on?
„Hann lá ekkert á skoðun sinni á
Baugi og helstu eigendum fyrirtæk-
isins, ekkert frekar en hann hafði
gert á þinginu. Hann dró ekkert úr
því í okkar samtali. Einstök ummæli
man ég ekki nákvæmlega en það hef-
ur legið fyrir lengi að Davíð hefur
verið mjög óvæginn í gagnrýni sinni á
fyrirtækið, bæði opinberlega og í
samtölum. Ekkert þýðir að mótmæla
því.“
– Þið Davíð hittist á tveggja til
þriggja tíma fundi á hótelinu og síðan
aftur um kvöldið, þið hafið átt margt
órætt?
„Við erum gamlir kunningjar og
fórum vítt yfir sviðið. Við Davíð höf-
um oft borðað saman og það hefur
ekki verið neitt tiltökumál að hitta
hann þegar ég hef komið hingað út.
Þegar við lukum okkar fundi fórum
við út að borða. Eftir matinn komu
sögusagnir upp í óformlegu spjalli,
sem enginn leggur í raun trúnað á.“
– Hvernig skýrirðu þá þróun sem
orðið hefur á máli ykkar?
„Ég get í rauninni ekki skýrt hana,
ég skil hana ekki. Ég hreinlega skil
ekki hvað mönnum gengur til.“
– Hafið þið Davíð einhver sam-
skipti haft eftir þennan fund í Lond-
on?
„Ég hafði ekki talað við hann í
rúmt ár þegar hann hringdi í morgun
[gærmorgun] áður en hann fór í út-
varpið. Ég ítrekaði þar að ég segðist
ekki skilja að hann minntist þess ekki
að hafa nefnt nafn Jóns Geralds á
nafn.“
„Valdamenn eiga ekki
einkarétt á sannleikanum“
Hreinn segir fjölmarga vera til frá-
sagnar um að hann hafi leitað upplýs-
inga innan Baugs um Jón Gerald í lok
janúar í fyrra og hugsanleg tengsl við
fyrirtæki hans, Nordica, skömmu eft-
ir fundinn í London með Davíð. Síðan
hafi Davíð „misst það út úr sér“ í við-
tali á Stöð 2 að hann hafi ekki heyrt
nafn Jóns Geralds fyrr en það kom
fram í fjölmiðlum við innrás lögregl-
unnar í Baug.
„Þarna er ósamræmi á milli og ég
get ekki skýrt af hverju það er. Síðan
kemur þetta útspil Davíðs og ég
ítrekaði við hann að þetta hefði ekki
verið með þeim hætti sem hann legg-
ur út af núna. Ég hef ekki upplifað
þetta svona.“
– Nú standa orð gegn orði hjá ykk-
ur og almenningur spyr sig hvor sé að
segja satt, þú eða forsætisráðherra.
„Ég átta mig ekki á því hvað al-
menningur segir en valdamenn eiga
ekki einkarétt á sannleikanum. Erum
við ekki lúterstrúar við Íslendingar
og hvað sagði ekki Marteinn Lúter?
Að við ættum að segja sannleikann
við valdsmennina og standa á sann-
leikanum jafnvel þótt miklir valda-
menn ættu í hlut. Það er hið eina sem
ég get sagt. Ef enginn trúir mér og
menn vilja frekar trúa Davíð af því að
hann er í þeirri stöðu sem hann er, þá
það. Ég segi að sannleikann beri
manni að segja hver svo sem í hlut á.“
– Hafa ekki orðið vinslit á milli
ykkar Davíðs?
„Ég ber ekki illan hug til Davíðs
Oddssonar en mér þykir þetta mál
með miklum ólíkindum. Það hefur
ekkert samband verið okkar á milli í
rúmt ár.“
– Er þetta mál orðið pólitískt?
„Ég er ekki þátttakandi í því. Ég er
og hef verið sjálfstæðismaður og
þetta er ekki pólitík í mínum huga.
Það kann að vera að einhverjir aðrir
dragi þetta inn í pólitík. Í mínum
huga snýst þetta bara um hvernig ég
hef upplifað hlutina. Þegar málið
kemur upp, og ég er spurður, segi ég
það sem ég tel að sé rétt. Síðan verða
aðrir að vega það og meta hvor segir
satt.“
„Mér leið eins og á
milli steins og sleggju“
– Af hverju hættirðu sem stjórn-
arformaður í Baugi í fyrra?
„Það voru ýmsar samverkandi
ástæður sem leiddu til þess. Allan
veturinn 2001 til 2002 hafði staða mín
sem stjórnarformaður Baugs verið
óbærileg vegna þeirra aðstæðna og
deilna sem voru um fyrirtækið og
stöðu minnar sem formaður einka-
væðingarnefndar.
Ég hafði tekið þá ákvörðun að
hætta í nefndinni og mér var farið að
líða heldur illa, í raun eins og á milli
steins og sleggju, ekki síst eftir þá at-
burði sem ég dróst inn í í kringum
Tryggingamiðstöðina, sem Agnes
Bragadóttir hefur lýst í greinaflokki
sínum í Morgunblaðinu. Þar stóðu
áhrifamiklir aðilar í ákveðnum að-
gerðum. Málefni Tryggingamið-
stöðvarinnar blönduðust inn í valda-
baráttuna um Íslandsbanka en ég var
einnig stjórnarformaður Trygginga-
miðstöðvarinnar og sjálfur stór hlut-
hafi. Ég varð þar fyrir miklu tjóni og
upplifði þetta þannig að það væri orð-
ið of erfitt fyrir mig að starfa í stjórn
Baugs. Ég tók því ákvörðun um að
hætta þar en halda áfram sem lög-
maður fyrirtækisins. Síðan var hús-
rannsóknin gerð og ég kom að málinu
aftur sem lögmaður Baugs.“
– Hvers vegna tókstu við stjórnar-
formennsku í Baugi á nýjan leik í nóv-
ember síðastliðnum?
„Atvikin höguðu því þannig að
Tryggvi Jónsson ákvað að hætta sem
forstjóri Baugs og keypti Heklu
ásamt fleirum. Jón Ásgeir tók þá aft-
ur við forstjórastarfinu og ég var beð-
inn að taka sæti í stjórn sem stjórn-
arformaður, að minnsta kosti til að
brúa bilið fram að næsta aðalfundi,
sem fer fram í lok maí. Síðan kemur í
ljós á þeim fundi hvert framhaldið
verður.“
– Var ekkert erfitt fyrir þig að ger-
ast stjórnarformaður aftur?
„Auðvitað fannst mér það erfitt en
mér rann blóðið til skyldunnar, að
standa við bakið á fyrirtækinu, enda
var full þörf á því að haga málum með
þessum hætti.“
„Skil ekki hvað
Davíð gengur til“
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir m.a. í samtali við
Björn Jóhann Björnsson að ummæli forstjóra Baugs um mútu-
greiðslur til forsætisráðherra hafi verið sögð í hálfkæringi.
bjb@mbl.is
Hreinn Loftsson