Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 13 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is TETRA VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Öll þjónusta fyrir TETRA símkerfið á einum stað Fjarskipti framtíðarinnar w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 27 4 03 /2 00 3 Nú tekur Icelandair Ferðaávísun MasterCard og orlofsávísun VR sem greiðslu upp í pakkaferðir. Greiða þarf ferðina með því korti sem ávísunin er stíluð á. Tveir golfvellir á Turnberry í sérflokki: Ailsa golfvöllurinn var valinn þriðji besti golfvöllur á Bretlandseyjum í októberhefti Golf World nú í haust. British Open hefur verið haldið þar þrisvar sinnum. Hinn nýi Kintyre golfvöllur var valinn fimmti besti nýi golf völlurinn á Bretlandseyjum í októberhefti Golf World. Hann hefur nú orðið fyrir valinu sem staður fyrir úrtökukeppni fyrir British Open karla í Troon árið 2004. Golfkennsla Í Turnberry gefst kylfingum kostur á að njóta tilsagnar golfleikara á heimsmælikvarða í The Colin Montgomerie Links Golf Academy. Hafið samband við hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 (svarað mánud.-föstud. kl. 9-17) eða í groups@icelandair.is Draumur kylfingsins Úr heilsulind hótelsins er frábært útsýni yfir Írlandshaf. Vitinn er eitt helsta kennileiti Ailsa golfvallarins. Loks gefst tækifæri til að njóta hins besta! Turnberry í suðvestur-Skotlandi á fáa sína líka. Gist er á Westin Turnberry Resort þar sem allur aðbúnaður er í sérflokki. Fyrsta flokks heilsulind með sundlaug, nuddpottum og gufuböðum þar sem einnig eru í boði mismunandi slökunarmeðferðir og snyrtiþjónusta. Í boði eru ferðir til aprílloka. Innifalið í þessu verðdæmi: Flug, flugvallarskattar, þjónustugjald, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í 4 nætur með morgunverði og þrír golfhringir á Ailsa og Kintyre golfvöllunum. 83.900kr.Verðdæmi á mann m.v. gistingu í tvíbýli frá fimmtudegi til mánudags. Upplýsingar um Turnberry á www.turnberry.co.uk alltaf á föstudögum Yfirlýsing frá Hreini Loftssyni Frásögn Davíðs er röng HREINN Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, sendi fjölmiðlum í gærmorgun eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Frásögn Davíðs Oddssonar í viðtali í morgunútvarpi Ríkis- útvarpsins af meintu mútuboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er röng. Ég sagði forsætisráðherra á fundi okkar 26. janúar 2002 frá því að ýmsar rangar sögusagnir gengju í þjóðfélaginu, einnig um hann. Óvarlegt væri að trúa öllu sem menn heyrðu. Í dæmaskyni gat ég þess að sögur væru um samband hans og Kára Stefáns- sonar. Jón Ásgeir hefði þess vegna sagt hvort ekki væri rétt að láta hann fá 300 milljónir króna inn á reikning í útlöndum eins og sagt væri að Kári Stefánsson for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefði gert. Ljóst var að engin al- vara var þar að baki enda leggur enginn trúnað á slíkar sögusagnir. Ég geri mér ekki grein fyrir hvers vegna í ósköpunum for- sætisráðherra spinnur söguna nú með þeim hætti sem hann hefur gert því ég ítrekaði við hann í samtali sem ég átti við hann í morgun, að þetta hefði verið í hálfkæringi og mætti alls ekki setja fram með þeim hætti sem hann gerði.“ Dæmalaus- ar ásakanir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group: „Vegna undarlegra yfirlýsinga forsætisráðherra Íslands í Rík- isútvarpinu í morgun um samtöl hans við Hrein Loftsson, stjórn- arformann Baugs Group, vill Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, taka eftirfarandi fram: Ummæli forsætisráðherra Íslands um mig persónulega, og það fyrirtæki sem ég veiti for- stöðu, eru þess eðlis að mér er óhjákvæmilegt annað en stefna ráðherranum fyrir meiðyrði. Þótt ummælin dæmi sig vissulega sjálf þá er nauðsynlegt að dómstólar fái að fjalla um rétt almennra borg- ara sem eru bornir slíkum dæma- lausum ásökunum af æðsta yf- irmanni íslenskrar stjórnsýslu. Það má ekki viðgangast að maður sem gegnir slíkri stöðu geti ákært og dæmt borgara þessa lands í beinni útsendingu.“ Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni ♦ ♦ ♦ REYKJAVÍKURLISTINN fagnar nýframkominni samgönguáætlun á Alþingi en gerir athugasemdir við fimm atriði í henni er varða sjálf- bærar samgöngur, öryggi, stuðning ríkisins við almenningssamgöngur í þéttbýli, Reykjavíkurflugvöll og hlut borgarinnar í uppbyggingu vega- kerfisins. Í bókun R-listans í samgöngu- nefnd borgarinnar segir að með sameiginlegri samgönguáætlun, í stað þriggja ára framkvæmdaáætl- ana áður, gefist tækifæri til að skipuleggja fjárfestingar og upp- byggingu í samgöngumálum með heildarhagsmuni að leiðarljósi. Í bókuninni er þó sjónum sérstaklega beint að fimm atriði í áætluninni sem gerðar eru athugasemdir við. Í fyrsta lagi sé áhersla lögð á mark- mið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur en þó vanti tillögur um breytingar á gjaldtöku eða hvernig eigi að auka hlut vistvænna sam- göngumáta. Þá sé stefnt að því að auka öryggi í samgöngum en auka þurfi fjár- magn til þess málaflokks eigi árang- ur að nást. Í þriðja lagi sé mörkuð stefna um að ríkið auki stuðning sinn við almenningssamgöngur í þéttbýli. Hins vegar sé einungis fjallað um ferjur, flóabáta, áætlunarflug og sérleyfi á landi í áætluninni. Í fjórða lagi er bent á að áætlunin geri ráð fyrir að Reykjavíkurflug- völlur verði miðstöð innanlandsflugs en í aðalskipulagi Reykjavíkur sé gert ráð fyrir rekstri hans til ársins 2016. Loks er á það bent í bókun Reykjavíkurlistans að hlutur Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðis- ins í uppbyggingu í vegakerfinu sé áfram lágur eða um þriðjungur, þrátt fyrir að á því svæði búi 2⁄3 hlut- ar landsmanna. Gagnrýnir fimm atriði Reykjavíkurlistinn um samgönguáætlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.