Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 14

Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ                               ! !   "   #!  "         $"!   %& &&  &  %!  ! ' "  (%&   "   $"!%%) %  # *!" %  %!  ! " %& ) +  $! $,!    &  -    $"!%#!) %!    $!   $"!  "   !.!  ! %! + ! / *! .!  *! 0!*    1 2    -  %!                                    ÍSLANDSBANKI er áhugaverðari fjárfestingarkostur á alþjóðavett- vangi en Landsbanki og Búnaðar- banki vegna þess að eignaraðild að bankanum er dreifð. Þetta segir Garth Leder, hlutabréfasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Fox-Pitt, Kelton sem gerði hlutabréfagrein- ingu á Íslandsbanka nýverið. Í skýrslu Leders segir að virði Íslands- banka sé vanmetið nú og að líkur séu á að gengi bréfa í bankanum muni hækka á næstunni. Leder sagðist í samtali við Morg- unblaðið alltaf vera á höttunum eftir fjármálafyrirtækjum sem hann telur vera áhugaverða fjárfestingu. „Ís- landsbanki er vel rekið fyrirtæki í vaxandi hagkerfi. Það er sjaldgæf samsetning nú til dags,“ segir Leder. Fox-Pitt, Kelton (FPK) er dóttur- félag svissneska tryggingafyrirtækis- ins Swiss Re sem er eitt það stærsta á sínu sviði í heimi. FPK er fjárfesting- arbanki sem sér- hæfir sig alfarið í rannsóknum og greiningu á fjármála- fyrirtækjum. Leder telur Íslands- banka vera mjög áhugaverða fjárfest- ingu. „Þetta er mjög jákvæð skýrsla. Íslandsbanki skilar hagnaði, kostnaði bankans er vel stýrt, fyrirtækið er vel rekið og stundar ekki mikil hluta- bréfaviðskipti. Eina raunverulega áhættan felst í því hversu lítið ís- lenska hagkerfið er og háð tiltölulega fáum atvinnugreinum. Bankar geta verið vel reknir en þeir eru alltaf háð- ir því hagkerfi sem þeir starfa í.“ Í samanburði við aðra banka í Evr- ópu stendur Íslandsbanki vel að vígi. „Gengi hlutbréfa í bankanum hefur verið að hækka á undanförnum árum. Í Evrópulöndum, þ.m.t. á öllum Norð- urlöndum, hafa flest fjármálafyrir- tæki hins vegar lækkað verulega í verði.“ Ókostur að hafa kjölfestufjárfesta Þessi greining á Íslandsbanka er sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er á íslensku fjármálafyrirtæki. Skýrslur sem þessar eru unnar til að benda á áhugaverða kosti fyrir alþjóðlega fjárfesta. Leder sagði við Morgun- blaðið að hann vonaðist til að skýrslan yrði til þess að vekja áhuga á Íslands- banka hjá stórum fjárfestum úti í heimi. Hann hefur einnig kynnt sér aðra íslenska banka en segir dreifða eignaraðild Íslandsbanka einkum gera hann að vænlegum fjárfesting- arkosti á alþjóðamarkaði umfram hina bankana. „Ég hef skoðað Lands- banka og Búnaðarbanka einnig. Helsti munurinn á þeim og Íslands- banka er sá að markaðsvirði þeirra er lægra og viðskipti með þeirra bréf eru minni. Þetta gerir það erfiðara fyrir alþjóðlega fjárfesta að kaupa bréfin. Íslandsbanki hefur enga kjölfestu- fjárfesta þannig að öll þeirra bréf geta gengið kaupum og sölum. Flestir aðrir bankar í Evrópu hafa einn eða tvo stóra hluthafa sem minnkar það hlutafé sem hægt er að eiga viðskipti með,“ segir Leder. Útlit fyrir hækkun á gengi bréfa í Íslandsbanka Í skýrslunni, sem ber heitið „Breaking the Ice“ stendur að sann- gjarnt hlutabréfaverð (e. fair value) í Íslandsbanka sé 7,10 krónur á hlut sem er tveimur krónum eða tæpum 40% yfir núverandi gengi. Lokagengi bréfa í Íslandsbanka var 5,10 krónur á hlut í Kauphöll Íslands í gær og markaðsvirði bankans er nú um 46 milljarðar króna. Samkvæmt skýrsl- unni ættu fjárfestar að geta gert sér vonir um hækkun á gengi bréfa í bankanum á næstunni. Í því sam- hengi er verðið 6,5 krónur á hlut nefnt sem það gengi sem skýrsluhöfundar nota sem svokallað markgengi (e.target price) sem fjárfestar ættu að nota sem viðmið. Þess er þó ekki getið hvenær hugsanlegt sé að verð á hlut í bankanum fari svo hátt. Skýrslan gerir ráð fyrir auknum tekjum og hagnaði hjá Íslandsbanka á næstu árum og að sú aukning verði í takt við vöxt í íslenska hagkerfinu. FPK mælir þannig með kaupum í Ís- landsbanka og gerir ráð fyrir að hagnaður á hlut í bankanum geti auk- ist um 10% á næstu árum. Hlutabréfagreining Fox-Pitt, Kelton á Íslandsbanka Vel rekið fyrirtæki í vaxandi hagkerfi LOÐNUKVÓTI vertíðarinnar hefur verið aukinn um 50 þúsund tonn og er því nú orðinn um 765 þúsund tonn. Endanleg niðurstaða loðnurannsókna síðustu vikna mun liggja fyrir á allra næstu dögum og verður þá tekin ákvörðun um hvort að kvótinn verður aukinn enn frekar. Mokveiði hefur verið á loðnumið- unum síðustu daga og langt gengið á loðnukvóta flestra skipa og nokkur eru reyndar búin með kvóta sína. Um 55 þúsund tonnum var bætt við loðnu- kvóta vertíðarinnar í síðustu viku en þar var um að ræða eftirstöðvar þess aflamagns sem skip frá ríkjum Evr- ópusambandsins, Noregi og Græn- landi áttu óveitt í landhelginni 15. febrúar sl. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu var 50 þúsund tonnum bætt við kvótann nú í upphafi vikunnar til að koma í veg fyrir að veiðar stöðvuðust þangað til endanleg niðurstaða loðnurannsókna liggur fyrir. Heildarkvótinn er því orðinn um 765 þúsund tonn. Fyrir- fram var gert ráð fyrir að kvóti ver- tíðarinnar yrði 1.040 þúsund tonn, að meðtöldu því sem erlendum skipum er heimilt að veiða, en aðeins er út- hlutað tveimur þriðju kvótans uns niðurstöður loðnurannsóknaleiðang- urs í upphafi ársins liggja fyrir. Samkvæmt samantekt Samtaka fiskvinnslustöðva er nú búið að veiða um 636 þúsund tonn af loðnu á vertíð- inni og því um 130 þúsund tonn eftir af úthlutuðum kvóta. Á heimasíðu Haraldar Böðvarsson- ar hf. á Akranesi kemur fram að skip félagsins eiga nú eftir um 7.000 tonna loðnukvóta en ákveðið hefur verið að þau haldi ekki til veiða á ný fyrr en út- lit er fyrir að loðnuhrognavinnsla geti hafist, nema þá aðeins ef um kvóta- aukningu verður að ræða. Hrogna- fylling loðnunnar virðist nú vera í kringum 20% og því verður ekki mjög langt að bíða þar til hrognavinnsla getur hafist. 50 þúsund tonn- um bætt við loðnukvótann Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Endanleg úthlutun liggur fyrir á allra næstu dögum BYGGÐASTOFNUN hefur auglýst hlutabréf í ýmsum félögum að nafn- virði um 1.188 milljóna króna til sölu. Rúmur helmingur þeirrar upphæð- ar, alls 650 milljónir króna að nafn- virði, er bundinn í fjárfestinga- eða eignarhaldsfélögum. Að sögn Aðalsteins Þorsteinsson- ar, forstjóra Byggðastofnunar, er um að ræða fasta liði í starfsemi stofnunarinnar. „Það er áskilið í lög- um um Byggðastofnun að árlega skuli auglýsa öll hlutabréf hennar til sölu,“ segir Aðalsteinn. Spurður um mögulegt markaðs- virði þess hlutafjár sem nú er aug- lýst til sölu segist Aðalsteinn ekkert geta sagt. Auglýst sé eftir tilboðum og það ráðist því af þeim hversu hátt verð fáist fyrir bréfin. Enginn frest- ur til að leggja fram tilboð er gefinn og að sögn Aðalsteins eru bréfin í raun alltaf til sölu, að því gefnu að viðunandi verðtilboð fáist. Hann seg- ir stofnunina hafa orðið vara við áhuga á bréfunum í gær, en þau voru auglýst til sölu í Morgunblaðinu á sunnudag. Engin tilboð hafa þó enn borist í hlutafé félaganna 56. Flest félögin, eða 36, sem Byggða- stofnun á hlut í og vill nú selja starfa í ferðaþjónustu eða iðnaði. Nafnvirði hlutabréfa í félögum í ferðaþjónustu eru um 130 milljónir króna og um 200 milljónir eru bundnar í hlutafé í iðnaðarfyrirtækjum og litlu minna, um 190 milljónir króna, í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Nafnvirði þess hlutafjár Byggðastofnunar sem bundið er í sjö fjárfestinga- og eign- arhaldsfélögum um landið er rúmar 650 milljónir króna. Byggðastofnun selur hlutafé fyrir 1,2 milljarða PHARMACO hefur á síðustu mán- uðum unnið að því að leggja niður óarðbæra framleiðslu á stungulyfj- um á Möltu og byggja í staðinn upp aðstöðu til að fullpakka lyfjum fyrir ESB-markað. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra Möltu heimsóttu verksmiðju Pharmaco á Möltu síð- astliðinn föstudag ásamt föruneyti og kynntu sér fyrirætlanir fyrirtæk- isins. Að sögn Róberts Wessmans, for- stjóra Pharmaco, mun pökkunarað- staðan á Möltu styðja enn frekar við fyrirhugaðan vöxt samstæðunnar. Samkvæmt áætlunum Pharmaco er gert ráð fyrir að 7 lyf fari í sölu á árinu 2003 inn á markaði félagsins og eru breytingarnar á Möltu liður í að ljúka þeim undirbúningi. Unnið hef- ur verið að því að uppfæra aðstöðuna á Möltu þannig að hún standist ítr- ustu kröfur arðbærustu markaða Pharmaco. Eitt stærsta fyrirtækið á Möltu Að sögn Steinþórs Pálssonar, framkvæmdastjóra Pharmamed á Möltu, var Eddie Fenech Adami, for- sætisráðherra Möltu, mjög ánægður með heimsóknina og lýsti því yfir að henni lokinni að hann og ríkisstjórn Möltu byndu miklar vonir við starf- semi Pharmaco þar í landi. Með hon- um í för voru auk embættismanna og blaðamanna Josef Bonnici viðskipta- ráðherra. „Pharmamed er eitt stærsta fyr- irtækið á Möltu og sú uppbygging sem hefur átt sér stað bæði hjá Pharmamed og Delta R&D er eitt- hvað sem skiptir atvinnulíf og efna- hag Maltverja miklu máli til lengri tíma litið,“ segir Steinþór. „Pharma- co er mjög sýnilegt á Möltu og hefur sala á vörum Pharmaco undir merkj- um Delta gengið vel.“ Enn betri staða ef Malta gengur í ESB Þjóðaratkvæðagreiðsla um inn- göngu Möltu í Evrópusambandið mun fara fram 8. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Pharmaco segir að líkur séu taldar á að inngangan verði samþykkt. Gangi það eftir muni Pharmaco fá enn betri stöðu til að þjóna lyfjamörkuðum Evrópu og raunar um heim allan. Með inngöngu Möltu í ESB sé ekki lengur þörf á að framkvæma lokaprófanir á Íslandi á lyfjum sem framleidd séu Möltu. Áætlanir Pharmaco gera ráð fyrir að efla mjög þróun nýrra samheita- lyfja og stefnt er að því að félagið þrói að meðaltali 11-13 ný lyf á ári. Þróunarfyrirtækinu Delta R&D á Möltu er ætlað stórt hlutverk á því sviði en þar starfa nú um 30 sérfræð- ingar við þróun samheitalyfja. Ráðherrar á Möltu heimsækja verksmiðju Pharmaco Áform um aðstöðu til pökkunar lyfja á Möltu Eddie Fench Adami, forsætisráðherra Möltu, á tali við Steinþór Pálsson, framkvæmdastjóra Pharmamed, í verksmiðju Pharmaco á Möltu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.