Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 24

Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÝSISTRATA eftir Aristófanes hefur sennilega verið sett upp oftast forngrískra leikrita hér á landi. Er baráttu fyrir jafnrétti kynjanna óx ásmegin á áttunda áratugnum þótti þessi bráðfyndna ádeila á gegndar- laus hjaðningavíg í Grikklandi á tím- um höfundar tilvalið innlegg í þjóð- félagsumræðu samtímans. Í um helmingi þessara sviðsetn- inga hefur Brynja Benediktsdóttir setið við stjórnvölinn. Kristján Árna- son þýddi verkið fyrir frumuppfærsl- una en Brynja stýrði Herranótt Menntaskólans í Reykjavík í Há- skólabíói 1970. Ragnheiður Stein- dórsdóttir lék titilhlutverkið en hún er einmitt í leikhópnum sem flutti verkið í gærkvöldi ásamt Margréti Guðmundsdóttur sem lék Lýsiströtu í margrómaðri leikstjórn Brynju á fjöl- um Þjóðleikhússins 1972. Sú svið- setning rataði á vegum Ríkissjón- varpsins inn í stofur landsmanna. Í millitíðinni sviðsetti Brynja verkið fyrir Leikfélag Akureyrar en seinna í Þýskalandi. Sem dæmi um hve vel verkið átti við tíðarandann á þeim tíma má skjóta hér inn í að Brynja nefnir í bókinni Brynja og Erlingur fyrir opn- um tjöldum, sem út kom 1994, að Rauðsokkur hafi fengið lánað og bor- ið líkneski Sáttarinnar, leikmun úr sýningu Herranætur, í broddi fylk- ingar á kröfugöngu 1. maí. Aðra lýs- ingu á sama atburði og hugleiðingar út frá því má lesa í grein Hlínar Agn- arsdóttur „Er þetta nýbylgja?“ á kistan.is. Lýsistrata hefur síðan verið leikin nokkrum sinnum, aðallega af fram- haldsskólanemum. Meðal annarra má nefna uppsetningu í Menntaskólan- um á Egilsstöðum 1988, hjá Fúríu, Leikfélagi Kvennaskólans í Reykja- vík, 1992, í Nemendaleikhúsinu sem hluti af Konum og stríði 1994, og sem hluti af leikdagskránni Leik einum hjá Leikfélagi Kópavogs. Að sjálfsögðu gegnsýrði barátta fyrir friði í heiminum og þá sérstak- lega gegn stríðinu í Víetnam upphaf áttunda áratugarins. Þess vegna átti boðskapur Aristófanesar í Lýsiströtu enn betur við á þeim árum. Tilefni leiklestrar leikritsins nú er nátengt þessum hræringum í þjóðfélagsum- ræðu þessara og liðinna ára, boðaðri innrás Breta og Bandaríkjamanna á hendur Írak. Andúðin sem þessi um- ræða hefur vakið víða um heim minn- ir um margt á mótmælahreyfingarn- ar forðum og það er því vel til fundið að þetta klassíska leikrit sé valið sem tákn um andstöðu við stríðsrekstur- inn, þótt vart sé þess að vænta að Brynhildur Guðjónsdóttir, sem kem- ur í stað líkneskis Sáttarinnar á leik- lestrinum, verði borin í fylkingar- brjósti niður Laugaveginn. Þjóðleikhúsið vandaði að venju til verka: Leikarar af karlkyni klæddust svörtu – leikkonur hvítu, baktjaldið var litað ljósum eftir því sem við átti, dagblöðum var stráð yfir gólfið (fót- umtroðnir fjölmiðlar?) og áhorfendur nutu bráðfyndins texta þýðingar Kristjáns Árnasonar í bland við létt- an hljóðfæraslátt á skemmtara, gítar og trumbu. Að sjálfsögðu sópaði að Halldóru Björnsdóttur í titilhlutverkinu enda þarf ekki að fara langt aftur til að rifja upp hvílíkum tökum hún náði á Antig- ónu, harmrænni stöllu Lýsiströtu, í Þjóðleikhúsinu þegar samnefnt verk Sófóklesar var sett upp á jólum 2000. Leikararnir voru að sjálfsögðu missköruglegir þótt ætla megi að þeir hafi hlotið svipaðan undirbúning. Megináhersla var lögð á hina 2400 ára gömlu kímni sem skilaði sér mætavel til áhorfenda, sem virtust flestir vera á menntaskólaaldri og kunnu að meta neðanþindarmál Aristófanesar. Þar kváðu karlarnir kvenmennina svolítið í kútinn enda fengu þeir að skarta rauðum blöðru- göndlum sem þeir veifuðu til árétt- ingar orðum sínum. Þröstur Leó Gunnarsson átti þar góðar stundir í stórfínum samleik við Þórunni Lár- usdóttur, þríeykið Sigurður Sigur- jónsson, Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson sömuleiðis þó að best væru hin ámátlegu gamalmenni Hjalti Rögnvaldsson, Erlingur Gísla- son og Sigurður Skúlason. Þrátt fyrir mikil tilþrif vöktu alvarlegri þenking- ar Arnars Jónssonar minni viðbrögð og Stefán Jónsson og Baldur Trausti Hreinsson náðu sér vart á strik. Brynhildur Guðjónsdóttir geislaði í öllu sem hún tók sér fyrir hendur á sviðinu, Ólafía Hrönn náði ekki hin- um rétta tóni í textaflutningi en hafði hann hins vegar á hreinu á gítarnum en Guðrún Gísladóttir var ekki alveg með á nótunum. Það sópaði að Ragn- heiði Steindórsdóttur og Tinnu Gunn- laugsdóttur í litlum hlutverkum, Vig- dís Gunnarsdóttir kynnti atriðin mjög skilmerkilega milli þess sem hún barði bumbu og Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir og Þóra Friðriksdóttir mynduðu ágætis mót- vægi við kór gömlu karlanna en höfðu minna í höndunum að vinna með. Það var skemmtilegt að fylgjast með þessum hópi Þjóðleikhúss- manna; leiklesturinn vel unninn enda tónninn skýr hjá umsjónarmanni, Vigdísi Jakobsdóttur, og samvinnan góð. Það væri ekki verra ef sátt næð- ist milli deiluaðilanna nú á síðustu stundu – þótt vart birtist hún í kven- mannslíki. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Aristófanes. Þýðandi: Kristján Árnason. Umsjón með leiklestrinum: Vig- dís Jakobsdóttir. Útlitshönnun: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Hljóðfæra- sláttur: Jóhann G. Jóhannsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vigdís Gunnars- dóttir. Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Brynhildur Guðjóns- dóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Gísla- dóttir, Halldóra Björnsdóttir, Hjalti Rögn- valdsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Randver Þorláksson, Sigurður Sig- urjónsson, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Þór- unn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunn- arsson. Mánudagur 3. mars. LÝSISTRATA Sáttin í kvenmannslíki Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Þjóðleikhúsinu: „Leiklesturinn vel unninn enda tónninn skýr hjá umsjónarmanni og samvinnan góð.“ LÝSISTRATA er án efa þekkt- asti gamanleikur Aristófanesar (var uppi á fimmtu öld fyrir Krist) en varðveittir eru ellefu skopleikir eftir þennan elsta þekkta gamanleikja- höfund. Eins og í öllum góðum skop- leikjum er hér um að ræða verk með sterkri ádeilu og alvarlegum und- irtón. Efnið er skemmtilega einfalt í snilld sinni: Aþenskar konur eru búnar að fá nóg af stríðsástandi á Penelópuskaga og undir forustu Lýsiströtu safnast þær saman á Akrópólishæð og neita að sofa hjá mönnum sínum (og reyndar nær verkfall þeirra til búsýslu einnig) fyrr en þeir semja frið við Spart- verja. Þær fá spartanskar konur í lið mér sér þannig að allir karlmenn – beggja vegna víglínanna – eru í kyn- svelti og gengur skop verksins nær allt út á þá staðreynd. Lýsistrata (nafnið þýðir: sú sem leysir stríðið) á í nokkrum erfiðleik- um með að fá konurnar til að fallast á ráðagerð sína í upphafi, þær eru ekki áfjáðar í að neita sjálfum sér um kynferðislegan unað og gaman að sjá að kynhvöt kvennanna er jafnrétthá og óbæld og karlanna á tíma verksins (ef marka má Aristó- fanes). En henni tekst að fá þær til að fallast á ráðagerð sína og flykkj- ast upp á Akrapólishæð (þótt sumar reyni að laumast burt í skjóli næt- ur). Mikið er undir því komið að kyn- ferðislegir undirtónar og tvíræðni texta Aristófanesar komist til skila og er þýðing Kristjáns Árnasonar, sem notuð var í leiklestrinum í Borgarleikhúsinu, snilldarleg hvað þetta snertir. Næstum hver einasta setning verksins felur í sér tilvísun til kynlífs og/eða kynlífssveltisins og gefið er ærið tilefni til þess að bregða á leik með líkamstilburðum og látæði sem undirstrikar ástandið. Leikarar Leikfélags Reykjavíkur nýttu sér þessa möguleika nokkuð þegar líða tók á verkið og vakti ýkt- ur limaburður þeirra Gísla Arnar Garðarssonar og Björns Hlyns Har- aldssonar nokkra gleði hjá áhorf- endum (sem voru að miklum meiri- hluta konur). Þeir skemmtu sér ekki síður sjálfir og átti Björn Hlynur í nokkrum erfiðleikum með textann á köflum vegna hláturs … Í heild virt- ist leiklesturinn illa æfður og sakn- aði maður meiri tilþrifa í lestri og túlkun. Þó voru fínir sprettir inni á milli, t.d. var öldungakórinn með þeim Benedikt Erlingssyni, Guð- mundi Ólafssyni, Theodóri Júl- íussyni og Gísla Erni Garðarssyni oft skemmtilegur. Einnig voru þær Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir ábúðarmiklar og þrælfyndnar kerlingar í kvenna- kórnum. Yngri konurnar, Marta Nordal (í titilhlutverki), Arnbjörg Valsdóttir, Nína Dögg Filippusdótt- ir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir áttu vissulega sín „móment“ en í heild fannst mér vanta í þær þann baráttuanda og snerpu sem textinn og verkið krefst. En vissulega var gaman að rifja upp kynni við þetta stórsnjalla verk og vonandi verður ekki langt þangað til það verður sett upp að nýju, fullæft og í fullri lengd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Borgarleikhúsinu: „Í heild virtist leiklesturinn illa æfður og saknaði maður meiri tilþrifa í lestri og túlkun.“ LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Aristófanes. Íslensk þýðing: Kristján Árnason. Leikstjóri: Guðjón Ped- ersen. Leikarar: Arnbjörg Valsdóttir, Benedikt Erlingsson, Björn Hlynur Har- aldsson, Gísli Örn Garðarsson, Guð- mundur Ólafsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Marta Nordal, Nína Dögg Filippusdóttir, Theo- dór Júlíusson og Valur Freyr Einarsson. Mánudagur 3. mars. LÝSISTRATA Tilþrifalítill lestur Soffía Auður Birgisdóttir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að tillögu Leiklistarráðs út- hlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2003. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, tilkynnti styrk- veitingarnar í gær á blaðamanna- fundi í Iðnó. Ráðstöfunarfé til leik- listarstarfsemi er 35 milljónir króna. Þeir atvinnuleikhópar sem hljóta styrki að þessu sinni eru: Vesturport 3.800.000 krónur, fyrir eitt af þeim verkefnum sem leik- húsið sótti um; Mink-leikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir 3.860.000 krónur, til uppsetningar á verkinu Vinur minn heimsendir; Leikhóp- urinn Eilífur 3.500.000 krónur, til uppsetningar á verkinu Eldað með Elvis; Skemmtihúsið 2.500.000 krónur, til uppsetningar á verkinu Ég er amma mín; Dansleikhús með ekka 1.938.000 krónur, til rann- sóknavinnu á skáldsögunni Hættu- leg kynni; Svöluleikhúsið 1.935.000 krónur til uppsetningar á dans- verkinu Regnbogabörnunum; Rauðu skórnir 1.767.000 krónur, til uppsetningar á samnefndu dans- verki; Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör 11.000.000 krón- ur, vegna samnings leikhússins við Hafnarfjarðarbæ og mennta- málaráðuneytið um stuðning við starfsemi leikhússins; og loks Möguleikhúsið 4.000.000 krónur, vegna samnings um stuðning menntamálaráðuneytisins við leik- húsið. Í leiklistarráði sitja Magnús Ragnarsson, formaður, Kristbjörg Kjeld og Ragnheiður Tryggvadótt- ir. Þórdís Arnljótsdóttir tók sæti Kristbjargar Kjeld við þessa út- hlutun. Alls bárust umsóknir frá 47 aðilum til 70 verkefna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tilkynnir um styrki ráðuneytisins til atvinnuleikhópa í Iðnó í gær. 35 milljónir til leikhópa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.