Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ hafa verið mikl- ar umræður hér og erlendis um reikningsskil og hvaða aðferðum sé best að beita til að sýna rétta nið- urstöðu í reikningum fyrirtækja. Ýmsir forystumenn úr hópi ís- lenskra endurskoðenda telja brýnt að laga íslenska löggjöf að nýjum alþjóðakröfum á þessu sviði og hef- ur fjármálaráðherra tekið undir það. Ný lög um reikningsskil sveitar- félaga eru að komast til fram- kvæmda og verða þau vonandi til að auðvelda öllum íbúum þeirra að skilja og átta sig á þeim stærðum í rekstri þeirra, sem nauðsynlegt er að hafa til hliðsjónar, ef til dæmis á að meta skuldastöðu sveitarfélag- anna. Eitt er að ræða reikningsskil og tæknileg úrræði til að glöggva sig sem best á einstökum fjárhagsleg- um þáttum, þegar staða sveitarfé- laga eða fyrirtækja er metin. Unnt er að sökkva sér ofan í einstaka bókhaldsþætti og ræða þá til hlítar eða velja þann kost að líta á stóru myndina og draga hana með skýr- um hætti. Stóra myndin Við sjálfstæðismenn í borgar- stjórn Reykjavíkur höfum lagt áherslu á stóru myndina, þegar við ræðum um skuldasöfnun borgar- innar. Við bendum á þá staðreynd, að skuldir Reykjavíkurborgar hafi vaxið um 1100%, án lífeyrisskuld- bindinga, þegar litið er á þróunina frá árslokum 1993 til ársloka 2003. Andstæðingar okkar, nú síðast Þórólfur Árnason borgarstjóri, í Morgunblaðsgrein 27. febrúar, vilja draga athygli frá stóru myndinni og deila við okkur um tæknileg atriði í því skyni að gera málstað sinn betri. Þórólfur segir, að miða eigi við árið 1994 og árslok 2002 og fær þá niðurstöðu, að skuldir Reykja- víkurborgar hafi aukist um 389%. Forsendur okkar byggjast á því að miða við síðasta heila árið, sem sjálfstæðismenn stjórnuðu Reykja- víkurborg fyrir valdatöku R-listans og þá fjárhagsáætlun, sem R-listinn hefur samþykkt fyrir árið 2003. Þetta er tæknilegt atriði og um réttmæti aðferða við val á ártölum má endalaust ræða. Þórólfur segir um 1100% skulda- aukninguna í grein sinni: „Eina leiðin til að reikna sig til þeirrar hækkunar er að leggja saman aukn- ingu skulda allrar samstæðunnar og bæta við öllum lífeyrisskuldbind- ingum Reykjavíkurborgar sem myndast hafa alla síðustu öld!“ Hér fer Þórólfur með rangt mál. Í fyrirspurn sjálfstæðismanna til hans sagði: „Á fyrsta borgarráðs- fundi nýs borgarstjóra vilja borg- arráðsfulltrúar sjálfstæðismanna vekja athygli á því, að hreinar skuldir Reykjavíkurborgar án líf- eyrisskuldbindinga hafa aukist um 1100% síðan árið 1993, á sama tíma hafa sambærilegar skuldir ríkis- sjóðs lækkað um 13%.“ Mikilvæg viðurkenning Ég ætla ekki að deila við Þórólf Árnason um reikningsskilaaðferðir eða bókhaldsreglur heldur fagna því, að hann hefur viðurkennt mörg hundruð prósenta skuldaaukningu Reykjavíkurborgar. Forveri hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mót- mælti því alltaf, að skuldirnar hefðu vaxið. Hún valdi jafnan þá fráleitu forsenduað líta aðeins á borgarsjóð eftir að hafafegrað hann með til- færslum og bókhaldsaðferðum. Síð- an sagðist hún vera að ræða pólitík en ekki bókhald. Eins og hún segist nú vera að ræða pólitík, þegar hún er að draga fyrirtæki í dilka með og á móti Davíð Oddssyni. Umræður um skuldir Reykjavík- urborgar byggjast á pólitík, stefn- unni, sem R-listinn kynnti, þegar hann bauð fyrst fram snemma árs 1994 og sagði: „Gerð verði áætlun til langs tíma um að greiða upp skuldir borgarinnar sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur safnað.“ Þetta er pólitíska loforðið frá því á árinu 1994, viðmiðunarári Þórólfs Árnasonar. Efndirnar felast í mörg hundruð prósenta hækkun skulda, 389% hækkun samkvæmt reikn- ingsskilum Þórólfs Árnasonar, 1100% samkvæmt reikningsskilum okkar sjálfstæðismanna. Við sjálfstæðismenn þurfum ekki að ræða við Þórólf Árnason, hvorki einslega né á opinberum vettvangi, til að læra reikningsskil. Hann ætti hins vegar að læra af okkur, hvern- ig á að standa við kosningaloforð og taka að sér að miðla þeirri þekk- ingu til R-listans. Reikningsskil Reykjavíkurborgar – svikin skuldaloforð Eftir Björn Bjarnason „Felum ekki stóru mynd- ina í tækni- atriðum.“ Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. KOLBEINN Pálsson, fram- kvæmdastjóri job.is ritar grein í Morgunblaðið 1. mars sl. og klifar þar enn á þeim staðhæfingum að- standenda fyrirtækisins að fjármála- ráðuneytið (aðallega þó ráðuneytis- stjórinn persónulega að því er skilja má ) hafi með upplýsingamiðlun um laus störf hjá ríkinu á vefnum starf- atorg.is stofnað til ríkisrekstrar í samkeppni við starfandi fyrirtæki og þannig brotið gegn stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Ég svara ekki fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, en þekkti það síðast til stefnu þess flokks að umbætur og hagræðing í rekstri ríkisins og lækk- un ríkisútgjalda voru þar ofarlega á blaði. Ekki verður hins vegar hjá því komist að gera athugasemdir við nokkrar staðleysur í umræddri grein. Ég leyfi mér þó að vísa nánar til greinar minnar „Staðreyndir um Starfatorgið“ sem birtist í Morgun- blaðinu 20. febrúar sl. 1. Í grein framkvæmdastjórans segir að fyrirtækið telji fjármála- ráðuneytið brjóta á sér. Fyrirtækið kvartaði til samkeppnisyfirvalda vegna Starfatorgsins. Hefur sam- keppnisráð þegar komist að þeirri niðurstöðu að fjármálaráðuneytið hafi í engu brotið gegn samkeppn- islögum. 2. Framkvæmdastjórinn fullyrðir að fjármálaráðuneytið hafi með Starfatorginu stofnað til ríkisrekstr- ar í samkeppni við starfandi fyrir- tæki. Mætti ætla að fjármálaráðu- neytið væri komið með fjölda manns í vinnu við að útbúa auglýsingar um laus störf, taka á móti umsóknum og annast ráðningarferli. Ekki er um neitt slíkt að ræða. Einstakar stofn- anir ríkisins annast sín ráðningar- mál og hefur tilkoma Starfatorgsins engu breytt í þeim efnum. Ríkið tók hins vegar þá ákvörðun að hafa til- tækar á einum stað, á vef stjórnar- ráðsins, upplýsingar um þau störf hjá ríkinu sem laus eru hverju sinni. Fjölmörg fyrirtæki og sveitarfélög halda úti sams konar upplýsingum á sínum vefsíðum. Stofnanir ríkisins útbúa sínar starfsauglýsingar. Þær eru svo sendar rafrænt til fjármála- ráðuneytisins sem setur þær inn á Starfatorgið. Ekki hefur þurft að ráða neinn nýjan starfsmann vegna Starfatorgsins. Umfangsminni og einfaldari getur „ríkisrekstur“ nú tæpast orðið ! 3. Framkvæmdastjórinn telur sig sýna fram á að ódýrara sé að auglýsa á job.is heldur en á Starfatorginu. Leggur hann til grundvallar útreikn- ingum sínum þá fjárhæð sem veitt er til Starfatorgsins í fjárlögum, reikn- ar út auglýsingakostnað ríkisins á hvert starf miðað við gefnar forsend- ur um fjölda nýrra starfa og ber saman við verðlistaverð job.is fyrir hvert starf sem skráð er þar. Þarna verður framkvæmdastjóranum held- ur betur á í messunni. Fjárveiting á fjárlögum til Starfatorgsins er til þess ætluð að mæta kostnaði við blaðaauglýsingar um laus störf hjá ríkinu. Skylt er lögum samkvæmt að auglýsa laus störf hjá ríkinu í dag- blaði. Sú skylda fellur ekki niður þótt starfsauglýsing sé birt á Starfatorg- inu, en þá þarf það sem fram kemur í dagblaðsauglýsingu hins vegar ekki að vera jafn ítarlegt. Lagaskylda til þess að auglýsa laust starf hjá ríkinu í dagblaði héldist þótt starf yrði skráð á einkareknum auglýsingavef. Kostnaðarsamanburður sem einung- is gerir ráð fyrir kostnaði við blaða- auglýsingar í tilviki Starfatorgsins en ekki job.is er því einfaldlega rang- ur. Ef lögum yrði breytt og skylda til að auglýsa starf í dagblaði felld brott myndi sú breyting að sjálfsögðu jafnframt ná til Starfatorgsins og yrði þá unnt að halda því úti án nokk- urra fjárveitinga á fjárlögum. Ein- stakar stofnanir ráða því hvort þær birta sérstaka blaðaauglýsingu um laust starf eða hvort þær auglýsa á Starfatorginu. Sé auglýst á Starf- atorginu er viðkomandi starfs getið í yfirlitsauglýsingu um laus störf sem fjármálaráðuneytið birtir vikulega í Morgunblaðinu til að uppfylla blaða- auglýsingarskylduna og vísað á Starfatorgið um frekari upplýsingar. Í slíkri yfirlitsauglýsingu er unnt að auglýsa 10 –15 störf á engu meira plássi en sérauglýsing í dagblaði um eitt einstakt starf tekur. Í því liggur hinn beini sparnaður ríkisins. 4. Framkvæmdastjórinn skorar á fjármálaráðherra að bjóða starfsemi Starfatorgsins út á frjálsum mark- aði. Til þess að útboð á tiltekinni starfsemi ríkisins komi til álita þarf umfang starfseminnar að ná máli eins og sagt er og úthýsing í senn að viðhalda markmiðum með starfsem- inni og vera til þess fallin að auka hagkvæmni hjá ríkinu. Markmið rík- isins með því að halda úti upplýs- ingavef um laus störf hjá ríkinu eru skýr en „starfsemi“ Starfatorgsins nánast engin. Stofnanir ríkisins út- búa sjálfar sínar starfsauglýsingar og vefur stjórnarráðsins er síðan nýttur til birtingar þeirra. Umsjón með Starfatorginu fellur vel að öðr- um verkefnum fjármálaráðuneytis- ins á sviði starfsmanna – og hagræð- ingarmála og útheimtir ekki viðbótarstarfskraft. Tilgangur út- boða getur aldrei verið að auka um- fang verkefnis, fjölga verkferlum eða stofna til útgjalda sem hægt er að komast hjá. Ef ástæða væri talin til að losa fjármálaráðuneytið undan þeirri óverulegu vinnu sem fylgir því að setja starfsauglýsingar frá ríkis- stofnunum inn á Starfatorgið væri nærtækast að koma upp hugbúnaði sem gerði stofnunum kleift að skrá starfsauglýsingar beint á Starf- atorgið. Unnt er að fá slíkan hug- búnað keyptan fyrir lítið verð, auk þess sem hin nýju mannauðskerfi sem ríkið er að taka í notkun inni- halda svipaða möguleika. Það mál er og verður áfram til skoðunar. Með Starfatorginu hefur ríkið náð fram þríþættu markmiði: Dregið rík- ið skýrar fram sem valkost á vinnu- markaði, auðveldað fólki að nálgast upplýsingar um laus störf hjá ríkinu og lækkað kostnað við starfsauglýs- ingar til mikilla muna, væntanlega um tugi milljóna á ári. Fjármála- ráðuneytið má því vel við una. Sama gildir um skattgreiðendur. Staðleysur um Starfatorgið Eftir Baldur Guðlaugsson „Með Starfa- torginu hefur ríkið náð fram þríþættu markmiði.“ Höfundur er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. UNDIRRITAÐUR hefur fylgst nokkuð með umræðu sem fram hefur farið að undanförnu varðandi frum- varp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um lögmenn. Með breyting- um sem þar eru ráðgerðar verður skólum á háskólastigi sem nú starfa og þeim sem síðar kunna að verða stofnaðir veitt heimild til að útskrifa lögfræðinga sem um leið teljast emb- ættisgengir, t.d. til að fá lögmanns- réttindi, án þess að þeir þurfi að upp- fylla nein fyrirfram ákveðin skilyrði varðandi námskrár eða prófkröfur. Með þessu er farið inn á nýjar brautir, enda er það nýtilkomið að aðrir skólar á háskólastigi en HÍ fáist við lögfræði- kennslu. Ég tel að öllum sé hollt að takast á við samkeppni í sinni grein. Háskóli Íslands er þar ekki undanskilinn. Ég hygg að tilkoma kennslu í lögfræði við HR hafi að ýmsu leyti hreyft við starfsliði lagadeildar HÍ, og þar á bæ hafa menn að undanförnu tekið ræki- lega við sér. Dæmi þar um er fjöldi alls kyns fræðasamkoma umfram það sem áður hefur tíðkast. Þessi jákvæðu áhrif af tilkomu lögfræðideildar HR mega þó ekki leiða til þess að menn missi sjónar á mikilvægi þess að tryggt sé að hæfilegar kröfur séu gerðar til námsefnis við skólastofnan- ir sem fá heimild til að útskrifa emb- ættisgenga lögfræðinga. Miðvikudaginn 26. febrúar sl. birt- ist í Mbl. grein eftir Pál Hreinsson, prófessor við lagadeild HÍ, þar sem tiltekin atriði lagakennslu við nokkra háskóla eru borin saman. Þótt slíkur tölulegur samanburður sé ekki ein- hlítur mælikvarði á umfang kennsl- unnar sem hver nemandi fær og segi auðvitað ekki mikið um gæði kennsl- unnar í hverri námsgrein, verður því ekki á móti mælt að samanburðurinn er sláandi. Ég tel að það standi upp á stjórnendur HR að gera grein fyrir því í opinberri umræðu hvernig þeir sjái fyrir sér að menntun sem laga- nemum við HR stendur til boða þar sé jafnfjölbreytt og í HÍ (eða öðrum sam- bærilegum menntastofnunum erlend- is) og að þar séu eða verði gerðar sam- bærilegar kröfur til kandidata. Ég verð að segja eins og er að mig rak í rogastans við lestur greinar eftir Einar Pál Tamimi, lektor við lagadeild HR, sem birtist í Mbl. fimmtudaginn 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni Lygar – bölvaðar lygar – og tölfræði. Í greininni leitast lektorinn við að svara áðurnefndri grein Páls Hreinssonar frá deginum áður. Fyrirsögnin er höfð eftir Mark Twain. Mér þykir það sem ég hef lesið eftir Mark Twain betra en efni þessarar greinar. Einar Páll lýk- ur grein sinni með þessum orðum: „Lagadeild er fyrst og fremst það fólk sem við hana starfar, þeir sem þar stunda nám og það skipulag sem hún býr við. Í þessum efnum stendur lagadeild HR lagadeild HÍ fullkom- lega á sporði og vel það.“ Þetta er að mínu áliti afar brothætt nálgun. Ég tel að lagadeild sé miklu meira en felst í þessum orðum. Ég tel líka vafasamt að kennarar við laga- deildir, hvort sem er í HÍ eða HR, gefi sér eða sínum starfsvettvangi ein- kunnir með þessum hætti. Lögræðikennsla hefur farið fram við HÍ í rúmlega 90 ár. Í opinberri um- ræðu hefur því ekki verið haldið fram, a.m.k. ekki af lögfræðingum, að sú kennsla stæði ekki undir nafni. HÍ hefur haft heimild til að útskrifa emb- ættisgenga lögfræðinga, en í lögum hefur þó verið viðurkennt að kandi- datar frá öðrum menntastofnunum hafi líka embættisgengi ef prófin væru sambærileg. Hefur þá verið gengið út frá því að fram færi sam- anburður á prófgráðum ef á þetta reyndi. Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé hægt að framkvæma fyrir- fram einhvers konar samanburð þeg- ar nýir skólar eru settir á laggirnar sem vilja útskrifa embættisgenga lög- fræðinga. Þótt lögfræðingar sem vilja afla sér málflutningsréttinda þurfi að sækja sérstök námskeið samkvæmt núgildandi reglum, er slíkum nám- skeiðum ekki ætlað að vera prófsteinn á lögfræðikunnáttu þeirra nema að takmörkuðu leyti. Ég tel að mikið sé í húfi að ekki verði með tilkomu nýrra skóla slakað á menntunarkröfum til þeirra sem útskrifaðir verða sem lög- fræðingar í framtíðinni. Ég tel þess vegna æskilegt að menn flýti sér ekki mjög mikið við það að afgreiða frum- varp dómsmálaráðherra sem að þessu lýtur fyrir þinglok í vor en að þess í stað verði sett vinna í að samræma náms- og/eða prófkröfur þeirra menntastofnana sem hyggjast út- skrifa embættisgenga lögfræðinga í framtíðinni. Eiga háskólar að hafa sjálfdæmi um embættisgengi lögfræðinga? Eftir Ragnar Halldór Hall Höfundur er hæstaréttarlögmaður. „Ekki verði með tilkomu nýrra skóla slakað á mennt- unarkröfum til þeirra sem útskrifaðir verða sem lögfræðingar í framtíðinni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.