Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ var lyginni líkast að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um daginn, þegar hún gerði lítið úr hugmyndum Davíðs Oddssonar um skattalækkanir. Ingibjörg lét eins og málflutningur Davíðs væri ekki trúverðugur því hann hefði haft 12 ár til að lækka skatta og þetta væri bara kosningabragð. Með þessum málflutningi sínum treystir Ingi- björg á að kjósendur muni fátt af því sem gerðist í gær og ekkert af því sem gerðist í fyrradag. Stað- reynd málsins er auðvitað sú að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur lækkað skatta bæði á einstaklinga og fyrirtæki, en á sama tíma hefur R-listi Ingibjargar Sólrúnar bæði hækkað skatta og lagt á nýja. Eftirminnilegt er til að mynda þegar R-listinn notaði tækifærið og hækkaði útsvarsprósentu Reykja- víkurborgar á sama tíma og ríkið lækkaði tekjuskattsprósentu sína um áramótin 1998/1999. Þetta framferði R-listans kallaði á hörð viðbrögð verkalýðshreyfingarinn- ar, sem benti á að skattahækkunin rýrði kaupmáttinn og kæmi verst við þá sem minnst hefðu. Það sem er ekki síst athyglisvert við þessa skattahækkun Ingibjarg- ar Sólrúnar og R-listans er að hún var ákveðin haustið 1998, skömmu eftir borgarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði R-listinn haft í frammi svipaðan málflutning og Samfylkingin nú og gefið til kynna að honum væri treystandi í skattamálum. Hann hafði meira að segja gengið svo langt að lofa skattalækkun. Helgi Hjörvar, sem þá var borgarfulltrúi fyrir R- listann og í framboði til borgar- stjórnar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu, sagði orðrétt í sjónvarpsviðtali að eitt af forgangsverkefnum R- listans yrði „lækkun gjalda á Reyk- víkinga“. Eftir kosningar var þetta loforð sem sagt efnt með hækkun útsvarsprósentunnar. Nú eru Ingibjörg og Helgi aftur í framboði á sama listanum, hann í fjórða sæti og hún í því fimmta í Reykjavíkurkjördæmi norður, og aftur láta þau í það skína að þau séu ekkert fyrir skattahækkanir og vilji jafnvel lækka skatta. Og aftur munu sjálfsagt einhverjir trúa því að mark sé takandi á því sem þau segja fyrir kosningar. HELGA ÁRNADÓTTIR, háskólanemi. Helgi og Ingibjörg hækka skatta Frá Helgu Árnadóttur: MIG rámar í ruglingslegar blaða- greinar eftir Glúm nokkurn Jón Baldvinsson að nafni, er sagður var sonur núverandi sendiherra Ís- lands í Finnlandi. Maður að nafni Glúmur Baldvinsson, ryðst fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu sl. föstudag (21. febr.) þar sem hann ræðst á Halldór Blöndal, forseta Alþingis, sem leyfði sér að gera at- hugasemdir við fræga ræðu for- sætisráðherraefnis Samfylkingar- innar. Lesendur Morgunblaðsins skilja það eflaust að mér er þvert um geð að hafa orðrétt eftir Glúmi eina ein- ustu setningu úr skítkasti hans svo ég læt nægja að segja það um fyrstu málsgreinina að hún er skot- held sönnun þess að maðurinn veit ekkert hvað hann er að tala um. Í þeirri veiku von að einhverju tauti verði komið við manninn ætla ég að telja upp nokkur stórvirki sem Halldór Blöndal stóð fyrir sem samgönguráðherra og geta ekki talist annað en risastór skref í átt til framtíðarhagsældar þjóðarinn- ar: Geirsgata, Sæbraut, breikkun Ártúnsbrekku, Bústaðavegar og Gullinbrúar, (margar fleiri sam- göngubætur á höfuðborgarsvæðinu mætti telja upp og snertu ekki síst okkur atvinnubílstjórana), Hval- fjarðargöng, Breiðbandið, Flug- stjórnarmiðstöðin, frjáls símafyrir- tæki o.s.frv. o.s.frv. Í stuttu máli: Halldór Blöndal telst fremsti sam- gönguráðherra þjóðarinnar og er persónulega ábyrgur fyrir 5-10% árlegum hagvexti og framförum sem jafnvel Samfylkingin gæti ekki eyðilagt, þótt hún (hamingjan hjálpi okkur) kæmist til valda. Glúmur fer svo langt út um þúfur í næstu málsgrein greinar sinnar, þar sem jafnvel Osama bin Laden er dreginn inn í umræðuna, að það er borin von að nokkru viti verði fyrir hann komið. Ég nenni þessu því ekki lengur. Það má benda hon- um á það að Samfylkingin og gamli Alþýðu-flokkurinn geta vart talist sama fyrirbærið. Alþýðubandalags- liðið varð ofaná í þessu samkrulli, einu gildir hvað þetta fólk kallar sig eða flokkinn, eðli forystusauð- anna er ávallt hið sama: Blekkja óupplýsta fólkið til að kjósa sig að kjötkötlunum, svo veislan á kostn- að skattgreiðenda geti haldið áfram. Nytsömu sakleysingjarnir falla alltaf fyrir sama orðagjálfrinu. Mig langar að síðustu að vara þessa atvinnukjaftaska við: Sam- kvæmt ævafornum ritum er það grafalvarleg synd að afvegaleiða fólk með lygum. Refsingin við því er fall í helvíti linnulausra þján- inga. Ég vona að þið farið að sjá að ykkur. Ef fólk er bólusett af ein- hverjum sökum gegn stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn ætti það að mínu mati frekar að styðja Fram- sóknarflokkinn en Samfylkinguna. PÁLL P. DANÍELSSON, Vogatungu 25, Kópavogi. Ósvífin árás á mikilmenni Frá Páli P. Daníelssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.