Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 45

Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 45 Aðalfundur Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn í Fylkishöll þriðjudaginn 11. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis  ARSENAL er sagt vera á hött- unum eftir Giorgi Lomaia, mark- verði Lokomotiv Tbilisi frá Georgíu. Hann er 22 ára gamall og er sagður vera besti markvörð- ur Georgíumanna en Lomaia á að baki fjóra landsleiki fyrir þjóð sína. Arsene Wenger, stjóri Ars- enal, hefur verið að þreifa fyrir sér á markaðnum en líklegt þykir að David Seaman leggi mark- mannshönskunum í sumar.  ALAN Perdew hjá Reading var í gær valinn knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku 1. deild- inni í knattspyrnu. Reading vann alla fimm leiki sína í mánuðinum og skaust upp í þriðja sæti deild- arinnar.  PETER Kenyon stjórnarformað- ur Manchester United sagði í út- varpsviðtali við BBC í gær að Manchester United hefði ekki boð- ið Sven Göran Eriksson knatt- spyrnustjórastöðuna hjá félaginu eins og Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, hélt fram á dögunum um leið og hann sendi Sven Göran tóninn. Kenyon segir að öðrum manni hafi verið boðið en nafn hans sé leyndarmál.  FERGUSON hugðist hætta störfum hjá United en snerist hug- ur og gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra. Sjálfur hefur Ferguson ýjað að því að hann sé reiðubúinn að gera lengri samning og eru stjórnarmenn United að skoða þau mál í dag.  NIKOLAJ Jacobsen, leikmaður Kiel, er á nýjan leik kominn í landslið Dana í handknattleik. Jac- obsen gaf ekki kost á sér í lands- liðið á HM í Portúgal enda nýstig- inn þá úr meiðslum en nú hefur hann gefið grænt ljós á að leika með Dönum tvo vináttuleiki á móti Pólverjum síðar í mánuðinum. Markvörðurinn Michael Bruun er einnig í liðinu en hann var eins og Jacobsen ekki með á HM.  MARCELO Lippi þjálfari Ítal- íumeistara Juventus hefur sam- þykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og er reiknað með að gengið verði frá samn- ingnum í þessari viku. FÓLK ARNAR Grétarsson var valinn í lið vikunnar fyrir leik sinn með Lokeren gegn KV Mechelen í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina í Het Nieuws- blad öðru stærsta dagblaði Belgíu sem birti niðurstöðu sína í gær- morgun. Arnar Grétarsson fékk 4 í einkunn af 5 mögulegum sem er einstaklega gott en hann skoraði tvö mörk í leiknum og átti þátt í einu. Rúnar Kristinsson fékk 3, Arnar Þór Viðarsson 3 og Marel Baldvinsson fékk 2. Þess má geta að markvörður KV Mechelen, Dimitri Habran, fær einnig 4 í einkunn þrátt fyrir að hafa feng- ið á sig fimm mörk. Rúnar Kristinsson lék af „stakri snilld“ má lesa í Het Laatste Nieuws; „Rúnar er hug- myndasmiðurinn á vellinum lagði upp tvö mörk og skoraði eitt“. Hann var valinn besti mað- ur Lokeren af blaðinu. Þar er viðtal við fyrrum fyrirliða Lokeren, Chris Janssens, og nú- verandi leikman Willem II í Hol- landi. Hann segir m.a.: „Lokeren er með góða liðsheild og mér finnst Rúnar Kristinsson vera potturinn og pannan í leik Lokeren.“ Talið er að ef Arnar Þór Við- arsson skrifar ekki undir nýjan samning við Lokeren komi Chris Janssens aftur til síns gamla fé- lags frá Hollandi. Arnar og Rúnar fá góða dóma Arnar Þór Viðarsson hefur náð munnlegu samkomulagi við forseta Lokeren um að hann framlengi samning sinn við félagið um þrjú ár en samningur Arnars við belg- íska liðið átti að renna út í sumar. Þar með er ljóst að Ís- lendingarnir fjórir leika sam- an með Lokeren á næstu ár- um. Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson skrifuðu báðir undir nýja samninga á dögunum og Marel Baldvins- son gerði þriggja og hálfs árs samning við félagið í janúar. „Ég er mjög ánægður að þessi mál skuli vera komin á hreint,“ sagði Arnar Þór, sem reiknar með að skrifa undir samninginn í vikunni. Arnar Þór, sem er fyrirliði Lokeren, gekk til liðs við liðið árið 1997. Arnar Þór áfram hjá Lokeren Meiðsli í hné hafa verið að angraRíkharð í langan tíma, sem varð meðal annars til þess að ekkert varð úr kaupum þýska liðsins Hamb- urger á honum fyrir þremur árum. Við skoðun hjá læknum þýska liðsins kom í ljós að ekki var allt með felldu í hnénu og hættu forráðamenn Ham- burger við að kaupa Ríkharð frá norska liðinu Viking. Þetta var mikið áfall fyrir Ríkharð, enda miklir fjár- munir í húfi. Ríkharður hefur ekkert getað tekið þátt í undirbúningstímabilinu með Lilleström en sex vikur eru þar til flautað verður til leiks í norsku deild- arkeppninni. „Ég er áhyggjufullur af því að það getur brugðið til beggja vona og and- lega er ég búinn undir það að ferl- inum gæti verið lokið,“ segir Ríkharð- ur við norska blaðið Romerikes blad. Sjúkraþjálfari Lilleström segir að allt verði gert til að koma Ríkharði í stand. „Ég er nokkuð viss um að Ríkharð- ur geti leikið í sumar en ég veit ekki hverning hnéð mun bregðast við,“ segir Terje Braathen, sjúkraþjálfari. Ríkharður gekk til liðs við Lille- ström frá Stoke í júlí í fyrra. Hann lék sjö leiki með liðinu en varð þá að draga sig í hlé vegna hnémeiðslanna. Ríkharður, sem er 31 árs, hóf knattspyrnuferil sinn hjá Fram 1989, en þaðan fór hann til KR og síðan Noregs 1998, þar sem hann gekk í raðir Viking í Stafangri. Ríkharður náði sér vel á strik með Viking og skoraði mikið af mörkum. Eins og fyrr segir fór að halla undan fæti hjá honum vegna þrátátra meiðsla í hné. Ríkharður hefur leikið 42 landsleiki og skorað fjórtán mörk í þeim. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ríkharður Daðason í leik með landsliðinu. Verður Ríkharður að hætta? SVO getur farið að Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.