Morgunblaðið - 04.03.2003, Page 51
TÍSKUVIKAN í Mílanó stendur yfir
en þar sýna hönnuðir fatatískuna
fyrir næsta haust og vetur. Óþekktir
hönnuðir hófu leikinn í síðustu viku.
Kólumbíski hönnuðurinn Silcia
Tcherassi hélt sína fyrstu sýningu í
Mílanó fyrir fullu húsi við góðar
undirtektir. Sýningin var í heildina
kvenleg og klassísk. Efnisval hennar
er fjölbreytt og kemur oft á óvart.
Helstu hönnuðir er starfa á Ítalíu
sýna á tískuvikunni í Mílanó, sem
kemur á eftir svipuðum uppákomum
í New York á London. Síðust í röð-
inni er svo tískuvikan í París.
Metfjöldi virðist ætla að sækja
sýningarnar í Mílanó í ár, þrátt fyrir
drunga í efnahagsmálum og stríðs-
ótta.
Sýning D&G, sem er ódýrari fata-
lína Dolce & Gabbana ætluð yngra
fólki, fór fram á fimmtudag. Sýn-
ingin var litrík að venju og ungæð-
isleg. Húmorinn er aldrei langt und-
an hjá þessu ítalska pari. Fötin eru
sannarlega fyrir ungar og ríkar
ítalskar dömur, sem vilja klæðast í
anda götutískunnar.
Skilaboðin gegn stríði voru skýr í
sýningunni. Allar sýningarstúlk-
urnar komu fram í bolum sem á stóð
„pace“ eða friður. Tískan getur líka
tekið afstöðu.
Um helgina tóku síðan þekktustu
hönnuðirnir og tískuhúsin við:
Prada, Gucci, Dolce & Gabbana,
Fendi og Giorgio Armani. Tískuvik-
unni lýkur í kvöld með sýningu Ver-
sace og verða sýningunum gerð góð
skil í Morgunblaðinu í vikunni.
Ung
og rík
Tískuvikan í Mílanó: Haust/vetur 2003–4
SILVIA TCHERASSI
D&G
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 51
Zwan – Mary Star of the Sea
SMASHING
Pumpkins-fylgj-
endur hafa beð-
ið óþreyjufullir
eftir því hvað
Billy Corgan
myndi gera eft-
ir að hann
leysti upp sveitina. Ég er ekki frá
því að það komi mörgum þeirra á
óvart – flestum þægilega – hversu
lítið hann hvikar frá stefnu Sma-
shing í þessu nýja verkefni sínu
sem gengur undir nafninu Zwan,
því sveitin flytur rokk og það held-
ur hreinræktað sem slíkt. Sjálfur
bjóst ég við ögn meiri róttækni í
ljósi tilraunaglaðrar fortíðar sam-
starfsmannanna (úr Slint, Papa M,
Tortoise, A Perfect Circle og Chav-
ez t.d.) og vissulega veldur það
ákveðnum vonbrigðum. Hitt vegur
upp á móti að það er ánægjulegt að
sjá hve brúnin hefur lyfst á Corgan.
Ferskleikinn og spilagleðin leynir
sér ekki og hann virðist á ný búinn
að uppgötva melódíugenin í sér sem
voru með öllu horfin á sorglegum
svanasöng Smashing, MACHINA/
Machines of God. Ennfremur er
gleðiefni að heyra í snillingnum
Jimmy Chamberline í essinu sínu á
ný við húðirnar, þótt vissulega megi
færa fyrir því góð rök að maðurinn
fari offari, rétt eins og ákafur Mús-
íktilraunatrommari, nýsloppinn út
úr bílskúrnum. Kannski er það
samt um leið skýrasta merkið um
spilagleðina og ferskleikann. Eitt-
hvað segir mér þó að Zwan verði
ekki langlíf sveit, og fyrr en síðar
muni Corgan koma fram í endan-
legri mynd, undir eigin nafni, einn
og óstuddur.
Turin Brakes – Ether Song
Önnur platan
frá þessum
breska gítardú-
ett. Framþró-
unin eru satt
best að segja
fremur lítil.
Munurinn frá
frumburðinum ágæta The Optimist
LP liggur kannski hvað helst í að
útsetningar eru orðnar margbreyti-
legri og úthugsaðri (Grammy-verð-
launahafinn „okkar“ hann Husky
Höskulds tók upp plötuna). Röddun
þeirra félaga er og skemmtileg en
sem fyrr angrar flúraður söngstíll
forsöngvarans Ollie Knight mig
fullmikið og lagasmíðarnar sjálf
mættu vera skör sterkari. Mér er
til efs að hróður Turin Brakes eigi
eftir að aukast mjög með þessari
plötu en það breytir því ekki að
þeir sem þegar eru fallnir fyrir
sveitinni ættu að fá heilmikið fyrir
sinn snúð.
Erlendar plötur
Skarphéðinn Guðmundsson
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
SV. MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com13
Tilnefningar
til Óskars-
verðlauna
þ. á. m.
besta mynd
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.com
SG DV
kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
þ. á. m. Salma Hyaek sem besta
leikkona í aðalhlutverki6
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.
Stútfull
af topp
tónlist og
brjálæðri
spennu.
Missið
ekki af
þessari
mögnuðu
mynd.
Sýnd kl. 4. ísl. tal. 400 kr.
RADIO X
SV MBL
KVIKMYNDIR.COM
SG DV
ÓHT RÁS 2
Frábær svört
kómedía með
stór leikurunum
Jack Nicholson
og Kathy Bates
sem bæði fengu
tilnefningar til
Óskarsverðlaun-
anna í ár fyrir
leik sinn í mynd-
inni.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 ára.
Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese
Tilnefningar til Óskarsverðlauna,
þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16.
Stútfull
af topp
tónlist og
brjálæðri
spennu.
Missið
ekki af
þessari
mögnuðu
mynd.
HJ MBL