Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 93. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði í stefnuræðu á vorþingi flokksins í gær að eitt af forgangs- málum flokksins á næsta kjörtímabili væri að hækka skattleysismörk, lækka virðis- aukaskatt af matvælum og öðrum varningi sem ber nú 14% virðisaukaskatt niður í 7% og verja þremur milljörðum árlega í hækk- un barnabóta á næstu fjórum árum. Öll börn fái 45 þús. kr. barnabætur til 18 ára aldurs Meðal þess sem lagt er til í drögum að kosningastefnu Samfylkingarinnar, sem af- greiða á á þinginu í dag, er að skattleys- ismörkin verði hækkuð um rúmar 10 þús- und kr. á mánuði eða um 130 þúsund á ári. Ingibjörg sagði að með þessari aðgerð lækkaði skattbyrði á öllum um sömu krónu- tölu eða um 50 þúsund krónur á ári á ein- staklingum og um 100 þúsund krónur á hjónum. Einnig er lagt til að virðisaukaskattur á tónlist, ungbarnaföt og ungbarnavöru lækki úr 24,5% í 7% og að bækur verði undan- þegnar virðisaukaskatti. Lagt er til að öll börn fái barnabætur til 18 ára aldurs að fjárhæð 45 þús. kr. óháð tekjum foreldra og að frítekjumörk tekjutengdra bóta verði hækkuð verulega. Þá er lagt til að fjórð- ungur af endurgreiðslu námslána verði frá- dráttarbær frá skatti í sjö ár eftir að námi lýkur og að 2.400 leiguíbúðir verði byggðar og keyptar á kjörtímabilinu með hagstæð- um kjörum fyrir lágtekjufólk. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, setti tveggja daga vorþing flokksins og sagði m.a. að framundan væru pólitísk stórtíðindi og hvatti hann alla flokksmenn til að leggja sitt lóð á vogarskál- arnar til að gera Ingibjörgu Sólrúnu að for- sætisráðherra í vor. Morgunblaðið/Golli Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, setur vorþingið í gær. Skattleysis- mörk hækki og vsk. lækki Kosningastefna Samfylking- arinnar kynnt á vorþingi  Eitt fyrsta/10 Íraska herliðið hörfaði frá flug- vellinum undan sókn Banda- ríkjamanna en hélt uppi skot- hríð á hann í gær úr nokkurri fjarlægð. Var leitað hús úr húsi á flugvellinum og skotbyrgi hreinsuð en óttast var, að írask- ir hermenn kynnu að leynast í miklu gangakerfi undir vellin- um. Bandaríski herforinginn Vincent Brooks sagði, að bandamenn réðu nú öllum helstu vegum að Bagdad en lagði áherslu á, að það myndi taka sinn tíma að tryggja yf- irráðin fyrir lokasóknina. Um 2.500 íraskir hermenn gáfust í gær upp fyrir bandarísku her- liði, sem sótti til Bagdad úr norðri frá bænum Al-Kut. Undrast um Lýðveldisvörðinn Foringjar í liði bandamanna sögðu í gær, að varnir og her- stjórn Íraka virtist vera í mol- um og margir velta því fyrir sér hvar sveitir Lýðveldisvarðarins séu niðurkomnar. Hugsanlegt er, að þær ætli að verjast í Bagdad en ljóst er, að þúsundir íraskra hermanna eru fallnar og margir geta sér þess til, að ótiltekinn fjöldi hafi lagt niður vopn og flúið. Þúsundir óbreyttra borgara flýðu í gær frá Bagdad í hundr- uðum bíla af öllum stærðum og gerðum og einnig á hestvögn- um. Voru farartækin að auki hlaðin hvers konar húsmunum, jafnvel sjónvarpstækjum, fatn- aði, ábreiðum, mat og eldunar- áhöldum. Myndir, sem íraska sjón- varpið sýndi í gær af Saddam Hussein, og ávarp hans, sem flutt var í sjónvarpinu nokkru áður, virðast sýna, að hann sé á lífi en miklar vangaveltur hafa verið um það frá upphafi stríðs- átakanna. Skoraði Saddam á íbúana að verjast innrásarlið- inu og það gerði einnig Mohammad Saif al-Sahhaf upplýsingaráðherra, sem sagði, að bandamenn mættu búst við „óhefðbundnum“ árásum. Sagði hann, að um yrði að ræða píslarvættisárásir af nýrri teg- und. Viðurkenndi hann, að bandamenn réðu flugvellinum en sagði, að þeir væru „ein- angraðir“ þar og ættu „sér ekki undankomu auðið“. Óvíst er hve margir íbúa Bagdadborgar sáu sjónvarps- myndirnar af Saddam því að borgin var þá rafmagnslaus en það kom aftur á að hluta nokkru síðar. Þjálfunarbúðir fyrir efna- og kjarnorkuhernað Hermenn bandamanna hafa fundið þúsundir kassa með glösum undir vökva og hvítt duft, sem verið er að rannsaka og einnig hafa fundist þjálfun- arbúðir í Vestur-Írak fyrir kjarnorku-, lífefna- og efna- hernað. Tekið var þó fram, að ekki virtist sem gereyðingar- vopn hefðu verið framleidd í búðunum. Stanley McChrystal hers- höfðingi sagði á fréttamanna- fundi í Washington í gær, að Bandaríkjaher hefði skotið 750 stýriflaugum og 14.000 gervi- hnattamiðuðum flugskeytum í Íraksstríðinu til þessa. Mikill flótti óbreyttra borgara frá Bagdad BANDARÍSKIR hermenn náðu í gær á sitt vald öllum al- þjóðaflugvellinum fyrir sunnan Bagdad en hann mun gegna miklu hlutverki í lokasókn gegn borginni. Ekki hafa verið mikil átök síðustu tvo sólarhringa og hafa banda- menn mætt lítilli mótspyrnu í sókn sinni til Bagdad. Þús- undir óbreyttra borgara voru í gær á flótta frá borginni. Herstjórn Íraka sögð í molum  Írakar hóta „óhefðbundnum“ árásum Bagdad, Washington. AP, AFP. BANDAMENN munu láta Íraka sjálfa taka við stjórn í Írak eins fljótt og unnt er að stríðinu loknu. Kom þetta fram hjá Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið. „Ég vil leggja á það áherslu og gera það lýðum ljóst, að þegar stríðinu lýk- ur munu hvorki Bandaríkjamenn, Bretar né nokkrir aðrir en Írakar fara með stjórn í Írak. Þegar búið hef- ur verið í haginn fyrir nýja stjórn munu þeir taka við og sú stjórn verður skipuð fulltrúum allra landsmanna en ekki lítillar klíku í kringum einhvern á borð við Sadd- am,“ sagði Blair í viðtali við þá deild innan BBC, sem útvarpar á arabísku. Blair vildi ekki svara því hve langan tíma það tæki að koma stjórn Íraka á laggirnar en ítrekaði, að stjórn ein- hverra annarra kæmi ekki til greina. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lét svipuð ummæli falla á fréttamannafundi í gær og sagði, að ný stjórn í Írak ætti að vera skipuð fulltrúum hinna ólíku hópa í landinu og einnig þeirra, sem orðið hefðu að flýja land. Sagt er hins veg- ar, að um þetta sé mikill ágreiningur innan Bandaríkjastjórnar. Írakar fari með stjórnina London. AP, AFP. Tony Blair ÍRÖSK fjölskylda á leið frá Bagdad. Var straumurinn mestur til norðurs og norðausturs út úr borginni, að því er virtist í átt til héraðsins Diala. Var ein bílalestin um 10 km löng og nokkuð var um, að fólk forðaði sér burt á hest- vögnum. Flugskeyti var skotið á miðborg Bagdad í gær og miklar sprengingar kváðu við í borginni í gærkvöld. Var umferð nokkur fram eftir degi en undir kvöld var orðið þar undarlega hljótt en miklar biðraðir við allar bensínsölur. Reuters Forða sér á bílum og hestvögnum Stríð í Írak: Hafa ekki í huga að sitja um Bagdad  Saddam hefur gert æðri stjórnendur meðseka22/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.