Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 11 synleg vegna breytinga á framboði þjónustu og nýrra upplýsinga og t.d. breytinga á jöklum og árfarvegum. Hann segir bæði landshlutakortin og ferðakortið njóta mikilla vinsælda. Hafi fyrsta landshlutakortið nýja þegar selst í yfir tvö þúsund eintök- um. Ferðakortið segir hann hafa selst í liðlega 200 þúsund eintökum frá því það kom fyrst út árið 1982. Því fylgir nú skrá með yfir þrjú þúsund nöfnum og tafla yfir nokkrar vegalengdir þjóðvega. Magnús nefndi einnig geisladiskana sem Landmælingar hafa gefið út, þ.e. bæði svonefndan flugdisk þar sem fara má yfir landið og skoða það eins og úr flugvél væri LANDMÆLINGAR Ís- lands hafa gefið út annað kortið í flokki þriggja ferða- korta landsins í mælikvarð- anum 1:250.000 en fyrsta kortið kom út á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að þriðja kortið komi út síðar á þessu ári en nýja útgáfan nær yfir landið allt með þremur kort- um í stað níu korta áður. Þá hafa Landmælingar gefið út nýtt heildarkort, ferðakort af landinu öllu, í mælikvarð- anum 1:500.000. Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráð- herra tók á miðvikudag við fyrstu eintökum kortanna. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Ís- lands, segir að innan við tvö ár séu frá því ákveðið var að gefa út kortin á þremur blöðum í stað níu áður. Sé það bæði hagkvæmara og kortin einnig þægilegri í meðferð. Fyrsta kortið nær yfir Vestfirði og Norður- land og það sem nú kemur út yfir Vesturland og Suðurland. Hann sagði nýjungar kortanna meðal ann- ars þær að inná þau væru færðar í auknum mæli upplýsingar um ýmsa þjónustu og afþreyingu, svo sem bensínstöðvar og tilgreint hvort það eru sumarstöðvar eða heilsársstöðv- ar, golfvelli, söfn, sundlaugar, tjald- stæði og fleira. Örari útgáfa orðin auðveldari Magnús segir að með því að vinna kortin á stafrænu formi sé endurút- gáfa auðveldari en hún sé líka nauð- og kort í venjulegu plani. Sagði hann þá báða hafa selst vel, flugdiskinn í nærri 5 þúsund eintökum. Forstjór- inn þakkaði að lokum starfsmönnum Landmælinga fyrir eljusamt starf við undirbúning útgáfunnar. Meðal sam- starfsaðila eru Vegagerðin, Örnefna- nefnd, Þjóðminjasafnið, ferðamála- samtök og fleiri. Siv Friðleifsdóttir óskaði Land- mælingum til hamingju með útgáf- una og sagði fyrirtækið standa sig framúrskarandi vel á sviði kortagerð- ar og sagði geisladiskana skemmti- lega nýjung. Almennt verð landshlutakortanna er 1.290 kr. og ferðakortið af öllu landinu kostar 980 kr. Landmælingar Íslands hafa gefið út tvö ný ferðakort Morgunblaðið/Sverrir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, afhenti Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra fyrstu kortin við athöfn þegar útgáfan var kynnt í vikunni. Annað ferðakortið af þremur komið út HÆSTIRÉTTUR taldi orðalag í lög- um um náttúruvernd of almennt og ekki nægilega ótvírætt eða glöggt til að uppfylla kröfur um skýrleika rétt- arheimilda í sýknudómi yfir manni sem játaði að hafa reist staura í Mið- húsaeyjum til að koma í veg fyrir arn- arvarp sumarið 2000 og 2001. Hæstarétti þótti ekki ljóst hvort sá staður sem örn kynni að verpa á gæti fallið undir „lífsvæði dýra“ í ákvæðinu sem maðurinn sætti ákæru fyrir og kvað á um að ávallt skyldi „gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagn- vart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun“. Þá væri ekki séð að friðlýsing eyjunnar tæki til friðunar fugla og sérstaks líf- ríkis þeirra eða búsvæða. Maðurinn var sakfelldur af Hér- aðsdómi Vestfjarða og dæmdur til að borga 80.000 króna sekt í ríkissjóð og greiða allan sakarkostnað. Hæstirétt- ur felldi hins vegar allan sakarkostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti á rík- issjóð, þar með talin 200.000 króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda mannsins, Magnúsar Thoroddsen hrl. Bragi Steinarsson, vararíkissaksókn- ari, sótti málið. Markús Sigurbjörns- son, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir dæmdu. Sýknaður af því að raska arnarhreiðri Ákvæði í lögunum of almenn og óskýr Á FUNDI MS-sjúklinga, sjúklinga í dagvist MS-félags Íslands í Reykja- vík og aðstandenda í fyrri viku voru samþykktar vítur á stjórn MS-félags- ins og stjórn dagvistar félagsins vegna ásakana á hendur staðgengli framkvæmdastjóra í veikindaleyfi og vegna ráðningar nýs framkvæmda- stjóra og þess krafist að hann léti af störfum eins og það var orðað í yf- irlýsingu fundarins. Svana Kjartansdóttir, sem er MS- sjúklingur, segir að órói hafi orðið fyrr á árinu, þegar staðgengill fram- kvæmdastjóra hafi verið sakaður um fjárdrátt og allt bókhald sent til rík- isendurskoðanda, en komið hafi í ljós að ekkert óhreint hafi verið í poka- horninu. Áður hafi verið reynt að gera starfslokasamning við framkvæmda- stjóra í veikindaleyfi og þetta hafi augljóslega verið gert til að formaður MS-félagsins fengi framkvæmda- stjórastöðuna, sem hún nú gegni í óþökk sjúklinganna og aðstandenda þeirra. Því hafi verið boðað til fundar og vítur samþykktar á stjórn félags- ins og stjórn dagvistar félagsins. Staðgengill framkvæmdastjóra sagði upp störfum í kjölfar ásakan- anna. Fundurinn harmaði uppsögn hennar og krafðist þess að hún yrði beðin afsökunar auk þess sem allra leiða yrði leitað til að fá hana til starfa á ný sem og aðra starfsmenn sem sögðu upp störfum vegna þessara at- burða. Svana segir að samþykkt fund- arins hafi verið send til allra ráðu- neyta í von um úrbætur. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, for- maður stjórnar dagvistar MS-félags- ins, vill ekki tjá sig um deiluna meðan bókhaldið er til skoðunar hjá ríkis- endurskoðun. MS-sjúklingar samþykkja vítur á stjórn MS-félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.