Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ þorsk á Íslandsmiðum og nær- liggjandi hafsvæðum sl. þrjá ára- tugi miðað við tímabilið 1920–1965 og þar af leiðandi lakari skilyrði fyrir uppvöxt þorsks við Grænland og göngur þorsks á Íslandsmið. „Við höfum bent á óþekkt umfang og hugsanleg áhrif brottkasts, dulda sóknar- aukningu vegna stöðugra tækni- framfara, hugs- anleg áhrif veiða á uppsjávarfiski á afrakstur botnfiskstofna og stækkun hvalastofna. Á síðustu misserum hafa umræður um erfða- breytileika í þorskstofni og mik- ilvægi nýtingarinnar með tilliti til stofnsamsetningar verið áberandi. Verulegt átak hefur verið í rann- sóknum á þessum þáttum á und- anförnum árum. Að mörgu að huga Það eru því mörg álitaefnin varðandi líffræði og nýtingu þorskstofnsins og mikilvægt að menn leiti markvisst leiða til að öðlast betri skilning á orsakasam- henginu. Hafrannsóknastofnunin hefur tekið þátt í tugum funda á sl. ári um þessi mál, hefur með skipulegum hætti fengið vana sjó- menn og útvegsmenn til samstarfs um rannsóknirnar og mun á næst- unni kynna nýjungar í miðlun gagna sem gera mun fleirum kleift að gera sjálfstæða skoðun á gögn- um og greiningu þeirra. Þannig er það von okkar að unnt verði að efla þekkingu og styrkja um- ræðuna um ábyrgar fiskveiðar.“ Jóhann segir að umræðan um ástand fiskistofnanna verði að taka tillit til allra þátta og hafa lang- tíma uppbyggingu að leiðarljósi. „ÞAÐ er eðlilegt og mikilvægt að sjómenn og aðrir sem þekkingu og áhuga hafa á sjósókn og fiskistofn- um haldi uppi lifandi umræðu um fiskifræði og skynsamlega nýtingu fiskistofnanna. Það er ekki síst til þess fallið að örva sérfræðinga og efla rannsóknirnar ef umræðan er fram sett af skynsemi og sann- girni,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. Nokkuð hefur borið á gagn- rýni á stofnunina vegna hægrar uppbyggingar þorskstofnsins og að stofnmælingar gefi ekki rétta mynd af stöðu stofnsins. Jóhann segir að enginn geti ver- ið glaður yfir því að afrakstur þorskstofnsins sé of lítill í dag miðað við það sem hann gæti verið ef allt væri með felldu. Þó aðferðir Hafrannsóknastofnunarinnar séu langt í frá óskeikular sé hins vegar fjarri lagi að meginskýringar ástandsins sé að leita í aðferða- fræði við rannsóknir, svo sem framkvæmd og túlkun togararalls- ins. „Sannleikurinn er sá að tog- ararall og aðrar staðlaðar aðferðir óháðar fiskveiðunum eru grund- vallaratriði þegar þróun veiða er metin því tækniframfarir í veið- unum gerir samanburð erfiðan til langs tíma litið. Nærtækasta skýr- ingin um ástand þorskstofnsins er auðvitað alltof mikil þorskveiði undanfarna fjóra áratugi þó síð- asta áratuginn hafi verið stór breyting á. Mikil sókn er megin orsökin, á því er enginn vafi. Til marks um ofveiðina er breyting á aldurssamsetningu í afla þar sem hlutfall kynþroska eldri fisks er orðið hverfandi í dag miðað við það sem áður var. Hafa verður í huga að þorskafli umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar sl. 20 ár nemur á aðra milljón tonn.“ Jóhann segir að stofnunin hafi einnig bent á aðra þætti, svo sem á almennt óhagstæðari skilyrði fyrir „Þorskurinn er langlíf skepna og þó upp komi nokkrar aflahrotur sem alls ekki þurfa að tengjast stærri stofnstærð, er af og frá að þörf sé að auka við aflaheimildir. Til þess þarf að liggja fyrir grein- ing á ýmsum öðrum þáttum. Full- yrt er að nokkur tími líði frá því að fiskifræðingar fá veiðiupplýsingar í hendur þar til niðurstaða þeirra liggi fyrir, jafnvel nokkrir mán- uðir, og er það að hluta til rétt. En eins og fyrr segir kemur það alls ekki að sök við ákvörðun afla- marks í langlífri fiskitegund og á ekki að kasta rýrð á núverandi fyrirkomulag mála.“ Verndun smáfisks og hrygningarstofns nauðsynleg Jóhann segir að starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar hafi heyrt raddir sjómanna þess efnis að fiskgengd hafi aukist á grunn- slóð út af Vestfjörðum og norðan lands. Það sé í samræmi við vænt- ingar fiskifræðinga vegna uppvax- andi árganga á uppeldisslóð, en gagnstætt því sem sumir fullyrða, að nú sé lag að auka veiði, er mik- ilvægt að allir sameinist um að vernda þessa vænlegu árganga svo stofninn eigi einhverja von að komast úr núverandi lægð. „Á sama hátt er það nú afar brýnt verkefni að friða stærsta hrygn- ingarfiskinn, einkum hér suðvest- anlands, sem sérfræðingar telja nú hafa náð hættumörkum. Þess vegna lagði Hafrannsóknastofnun- in nýlega fram tillögur um minnk- un leyfilegs möskva á þorsknetum sem erfitt er að finna rök sem mæla gegn. Á sama hátt og þetta mun koma verr niður á tilteknum veiðisvæðum og hluta veiðiflotans, eins og verndun smáfisks vestan og norðan lands, eru þetta alnauð- synlegar aðgerðir til að snúa við óheillavænlegri þróun,“ segir Jó- hann. Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir of mikla sókn í þorskstofninn undanfarna tvo áratugi Umframaflinn á aðra milljón tonna Jóhann Sigurjónsson Svein Berg nefndi sem dæmi áróður umhverfissamtaka gegn þorski í Svíþjóð sem fullyrða að þorskur sé í útrýmingarhættu. Það hafi haft mikil áhrif á þorskneyslu Svía og þorskútflutning Norða- manna til Svíþjóðar. Svein Berg sagði að eflaust mætti til sanns veg- ar færa fullyrðingar umhverf- issamtaka um þorsk í Eystrasalti en alls ekki um þorsk í Barentshafi, þar sem Norðmenn veiða mest af þorskafla sínum. Norska fisk- útflutningsráðið hefði vegna þessa blásið til umfangsmikillar ráðstefnu í Svíþjóð um þorsk sem vakið hefði mikla athygli, m.a. í fjölmiðlum. Sagði Svein að þannig hefði tekist ÍSLENSKUR sjávarútvegur verður að bregðast rétt við þeirri ógn sem að greininni og ímynd hennar steðj- ar úti á mörkuðunum, annars gætu afleiðingarnar orðið uggvænlegar. Þetta sagði Svein Berg, forstjóri norska fiskútflutningsráðsins, á Fiskiþingi í gær. Svein Berg rakti á Fiskiþingi hvaða aðferðum norska fiskútflutn- ingsráðið hefði beitt við markaðs- setningu víðsvegar um heiminn. Ráðið annast markaðssetningu sjáv- arafurða, öflun hvers konar mark- aðsupplýsinga og skilgreinir mark- aðsaðgengi og sér ennfremur um almannatengsl fyrir norska sjávar- útveginn í heild. Hann sagði að norskur sjávarútvegur hefði fjár- fest gríðarlega í markaðssetningu og kynningu norskra sjávarafurða á mörkuðum um allan heim en fullyrti að markaðssetningin skilaði sér margfalt í krónum og aurum. Ráðið fær árlega um 3 milljarða íslenskra króna til ráðstöfunar í formi skatts sem tekinn er af útflutningi norskra sjávarafurða. Til samanburðar má nefna að Útflutningsráð Íslands fær árlega um 300 milljónir króna til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Berg sagði að þannig væri mikið lagt upp úr því að gæta orðspors norsks sjávarfangs á markaðnum, enda væri til mikils að vinna en út- flutningsverðmæti þess var um 313 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári eða 5–6% af heildarútflutningi Norðmanna en um 15% þegar olía og gas væri frátalið. Öfgakenndar og órök- studdar fullyrðingar Svein Berg sagði sjávarútveginn stöðugt þurfa að vera á varðbergi fyrir þeirri ógn sem að greininni og ímynd hennar steðjaði. Umræðan um sjávarafurðir væri oft öfga- kennd og órökstudd og það væri ekki verjandi að sitja aðgerðarlaus undir slíku og bíða þess að ástandið lagaðist. Mikilvægi þess að bregðast rétt við væri seint áréttað nógu oft. Í því sambandi væri mikilvægt að fulltrúar allra aðila í greininni; stofnana, samtaka og fyrirtækja, kæmu sér saman um viðbrögð og aðgerðir. Þetta hefði norska fisk- útflutningsráðið gert með góðum árangri enda væri litið svo á í Nor- egi að norski sjávarútvegurinn hefði ekki efni á skakkaföllum vegna mismunandi skilaboða innan greinarinnar. að koma réttum skilaboðum á fram- færi til sænskra neytenda. Hann sagðist þess fullviss að um- ræða af þessu tagi héldi áfram, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Þess vegna þyrfti að bregðast við henni á réttan hátt, annars gætu afleiðingarnar orðið uggvænlegar. Í því sambandi mætti alls ekki úti- loka samstarf við umhverfissamtök, heldur vinna með þeim. Ekki væri hægt að þverskallast við þeirri stað- reynd að slík samtök væru komin til að vera. Norska fiskútflutnings- ráðið útilokaði því ekki samstarf við neinn á meðan það þjónaði hags- munum Norðmanna og norsks sjáv- arútvegs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Markaðssetn- ing skilar sér margfalt Formaður norska fiskútflutningsráðs- ins segir ímynd sjávarútvegsins stöð- ugt ógnað af umhverfissamtökum „BOÐSKAPURINN fyrir fyrningar- leiðinni er í raun mun verri og hættu- legri en boðskapurinn um að taka upp fjölþrepa skattakerfi, eins slæm hugmynd og það nú er. Við verðum að leyfa verkunum að tala í sjávar- útveginum og hætta að bjóða fyrir- tækjunum og starfsfólki þeirra upp á þá óvissu, sem það hefur mátt búa við á undanförnum árum. Fyrirtækin munu nú fara að greiða sérstakt gjald fyrir aðgang sinn að auðlindinni og er sú gjaldtaka umfram það sem allar aðrar atvinnugreinar búa við. Gefum sjávarútveginum frið til at- hafna og áræðis svo hann geti staðið undir fyrirhugaðri gjaldtöku sem eigandinn, það er þjóðin leggur á greinina,“ sagði Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í ávarpi sínu á Fiskiþingi í gær. Árni fjallaði um hugmyndir um fyrningarleið í sjávarútvegi, að veiði- heimildirnar yrðu teknar af núver- andi handhöfum í áföngum og seldar á uppboði. Hann sagði alla stjórn- málaflokka stjórnarandstöðunnar hafa boðað fyrningu veiðiheimilda. Í henni fælist innköllun aflaheimilda í áföngum sem síðan yrðu settar á uppboð. „En hvað svo?“ spurði ráð- herrann. „Iðulega hefur verið reynt að gylla þessa leið aukinnar ríkisfor- sjár með því að lýsa því yfir að hægt yrði farið og svo framvegis. Málið er alls ekki svona einfalt því tíminn er í sjálfu sér enginn örlagavaldur í þess- um efnum heldur er það aðferðin sem slík. Sama dag og ákveðið væri að fara þessa leið má öllum ljóst vera að það myndi hafa þær alvarlegu afleið- ingar að fyrirtækin myndu ekki njóta trausts lánveitenda og þau veikari leggja strax upp laupana og alger óvissa um stöðu þeirra sterkari.“ Grunnhyggni Árni sagði það grunnhyggni að einstaka stjórnmálaflokkur skyldi reyna að telja fólki trú um að hægt væri að halda uppi sömu framleiðni og hagsæld með því að taka aflaheim- ildir frá einum og færa til annarra. „Þetta held ég að flestir sem bera hag íslensks sjávarútvegs og at- vinnulífs fyrir brjósti, geti verið sam- mála um. Sjávarútvegsfyrirtækin eru undir- staða íslensks atvinnulífs og hryggj- arstykkið í íslenska hlutabréfamark- aðnum. Því myndi innköllun veiðiheimilda bitna á hlutabréfa- markaðnum og efnahagslífinu öllu í heild sinni og atvinna margra, ekki bara þeirra sem starfa í sjávarútvegi, vera í uppnámi,“ sagði Árni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarpar 62. Fiskiþing. Fyrningarleiðin hættulegri en fjöl- þrepa skattkerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.