Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 59 Í ÁGÆTU bréfi til blaðsins laugar- daginn 29. mars, undir yfirskriftinni Réttur tungunnar, veltir Matthías Johannessen því fyrir sér hvernig standi á því að danskan skuli ekki hafa sigrað á Íslandi með sama hætti og á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir: Íslendingar hafa alltaf verið stoltir af tungu sinni og arfleifð. Ef þeir halda við það er okkur borgið. Við prédikuðum aldrei á dönsku og gátum aldrei lært danska tungu eins og Færeyingar og Grænlendingar. Af hverju? Mér er nær að halda það hafi verið af sálrænum toga; eða eigum við að segja þjóðræknilegum? Þjóðarsálfræði er fyrst og fremst vinsæl samræðulist sem felst í að sál- greina hinar og þessar þjóðir í alvöru- bragðbættu í gríni. Allir vita að Bandaríkjamenn eru opnir, einlægir og dáldið barnalegir. Danir eru lige- glad, Þjóðverjar stífir og formlegir og svo framvegis. Sjálfar sjá þjóðirnar sig kannski með allt öðrum augum. Hafa þjóðir sálarlíf? Í Konungs- skuggsjá er fjallað um þetta mál og þar blandast höfundi ekki hugur um að svo sé. Segir meðal annars að þjóð- ir geti orðið sjúkar, og að þá sé skylda nágrannaþjóða að hjálpa þeim út úr sjúkdómi sínum. Ef til vill hafa þjóðir sálarlíf og persónuleika með sama hætti og einstaklingar. Og þjóðir hafa þá einnig mismikið sjálfstraust. Sjálfsmynd þjóða byggir á ýmsu, til dæmis efnhagslegum krafti eða hern- aðarstyrk, mannfjölda, ríkidæmi en einnig á menningarlegu afli. Og þó Ís- land hafi aldrei haft ríkidæmi til að gera sig gildandi né her eða mann- fjölda, þá höfum við menningarlegan styrk sem er fljótt á litið óskiljanlega mikill. Íslendingar hafa ávallt byggt sjálfsmynd sína á íslenskri fornmenn- ingu. Og sú tilfinning hefur lifað með þjóðinni og gert hana að sterkri þjóð með mikið sjálfstraust. Við vorum ekki rík þjóð þegar við vorum að berj- ast til sjálfstæðis. En við áttum menn- ingu sem stórþjóðir öfunduðu okkur af. Okkar menningarstarf til forna er einnig undirstaða norrænnar menn- ingar og þetta höfum við alltaf vitað og þetta hafa frændur okkar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð líka alltaf vitað. Það var og er borin virðing fyrir okkur vegna þessa menningarfram- lags okkar og nú kemur niðurstaðan: Við værum ekki sjálfstæð þjóð í dag nema vegna íslenskra fornbók- mennta. Og þetta er púra sálfræðilegt atriði. Enda svarar Matthías spurn- ingu sinni sjálfur áður en hann varpar henni fram: Íslendingar hafa alltaf verið stoltir af tungu sinni og arfleifð. Ef þeir halda við það er okkur borgið Borgið? Hvernig borgið? Borgið sem þjóð væntanlega. BJÖRN JÓNASSON, Lindehøjen 8, 2720 Vanløse. Þjóðarsálfræði Frá Birni Jónassyni: SAMSETNING móðurmjólkur breytist eftir þörfum barnsins og legið dregst saman þegar barnið sýgur. Það þekk- ir líka móður sína af munn- vatninu á geir- vörtu hennar. Í grein Magnúsar Jóhannssonar, Brjóstamjólk, í Mbl. 19.1. 1997, segir m.a.: „Lengi hefur verið vitað að börn sem eru á brjósti fá færri sýkingar en börn sem fá uppleyst mjólkurduft eða þynnta kúamjólk í pela. Þetta gild- ir m.a. um kvef, inflúensu, eyrna- bólgu, heilahimnubólgu og melting- arfærasýkingar. Barnahjálp SÞ og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mæla með brjóstagjöf upp að tveggja ára aldri eða lengur. Samtök banda- rískra lækna mæla með brjóstagjöf í 6–12 mánuði.“ Um að njóta barnsins síns Ungbörn vakna á næturnar til að drekka. Þá er afar notalegt fyrir móður og barn að það sé tekið upp í rúm og njóti bæði hlýju og nær- ingar hjá móður sinni.Vansvefta móðir þarf líka að geta lagt sig á daginn þegar barnið sefur og tekið það upp í rúm til að gefa því að drekka þegar með þarf. Hvílík sæla og heilsubót fyrir báða aðila. Ég sé ekki neitt sem mælir gegn því að faðirinn njóti barnsins ef það er ekki á kostnað móður og barns. Í norsku vikublaði las ég að foreldrar tíðkuðu það gjarnan að láta ungt barn sitt sofa á milli sín á næturna. Var hræðslan við að það gæti kafnað talin óþörf. (Varla get- ur það þó átt við þegar drukkið fólk á í hlut.) Þetta hlýtur að styrkja mjög samband foreldra og barns. Ný tillaga mín Síðasti dagur landsfundar Sjálf- stæðisflokksins var sunnudagurinn 30. mars sl. og síðustu forvöð til að bera fram tillögu sem borin yrði undir atkvæði fundarmanna.Tillaga mín er á þessa leið: Heimavinnandi móðir fái sem svarar launum skrif- stofumanns meðan börnin eru ung. Við höfðum farið í Borgarnes á laugardeginum til að samfagna elskulegri mágkonu minni, Krist- ínu Thorlacius, á sjötugsafmæli hennar. Þegar halda skyldi í bæinn var dekk sprungið og varadekk vindlaust, auk þess sem við lentum í aftaka veðri undir Hafnarfjalli. Kristínu tileinka ég þessa grein mína. Hún er allt það sem ein kona gæti óskað sér að vera, glöð, góð og gáfuð og hefur auk þess gefið þjóð sinni sjö börn, sem er meira en flestir eignast. Heimavinnandi kona eignast að jafnaði fleiri börn en sú útivinn- andi. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, 108 R. Allra hagur Frá Rannveigu Tryggvadóttur: Rannveig Tryggvadóttir þýðandi VEGNA greinar hr. Ólafs Björnsson- ar í Mbl. 1. apríl sl. um fyrsta íslenska frambyggða bátinn, langar mig að taka fram eftirfarandi. Árið 1945 var byggður frambyggður bátur í Tac- oma á vesturströnd Bandaríkjanna. Bátur þessi fékk nafnið Fanney RE 4 og var eign Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálanefndar Reykjavíkur frá 1. nóv. 1945. Þetta mun hafa verið fyrsta skipið sem sigldi undir íslensk- um fána um Panamaskurð á leið sinni til Íslands. Fanney sökk 2. maí 1968 út af Horni, en mannbjörg varð. Teikning af skipinu mun hafa verið bandarísk, en samt sem áður var hún óumdeilanlega íslensk og var alla tíð undir íslenskum fána. INGÓLFUR INGVARSSON, Réttarheiði 27, 810 Hveragerði. Fanney RE var hin fyrsta Frá Ingólfi Ingvarssyni: ÉG var staddur í Reykjavík og ákvað að koma við í búð á Laugaveginum og lagði bílnum við stöðumæli en var ekki með 100 krónur á mér til að setja í mælinn. Ég ákvað að taka sjensinn og vera fljótur enda var ég ekki nema 4 mínútur, en þegar ég kom til baka þá var kominn sektarmiði upp á 1.500 kr. og ég bölvaði mér fyrir asnaskap- inn. Síðan fór ég að hugsa um ferð- irnar á Laugaveginn og nágrenni í gegnum tíðina og það komu góðar minningar þegar ég labbaði upp og niður Laugaveginn. Ég ákvað að koma aldrei þangað aftur á meðan þetta væri svona. Mig furðar ekki að fólki hafi fækkað á þessum slóðum þegar það er hægt að fá ókeypis bíla- stæði td. í Kringlunni og Smáratorgi svo að maður taki dæmi. En það er hægt að breyta þessu, ég kem að því síðar. Þegar ég kem á Laugaveginn og borga í mælinn þá get ég ekki farið langt því ég þarf að fara aftur og borga í mælinn. Þá fer tími til spillis þar sem ég annars gæti slappað af í verslunarleiðangrinum. Einhver myndi segja að það væri hægt að skilja bílinn eftir í bílastæð- ishúsi, en ég segi til hvers þegar hægt er að fá ókeypis bílastæði annars staðar? Nei ég er með hugmynd sem gæti komið öðrum hugmyndum af stað þó ekki væri annað. Hún er sú að fólk gæti komið á vissum tímum þeg- ar minnst hefur verið að gera hjá kaupmönnum á þessu svæði, og það legði bílunum á viss svæði og verslaði fyrir ákveðna upphæð og þar yfir. Síðan færi það að bílnum, tæki sekt- armiðana, færi með þá á ákveðinn stað og sýndi bæði kvittanir og sekt- armiðana og gengi frá sínum málum og færi svo sína leið. Síðan yrði reikn- að út í prósentum og hver kaupmaður borgaði visst hlutfall af því sem var verslað fyrir hjá honum. Þannig myndu kaupmenn borga sektarmið- ana og sleppa í staðinn þeim afslætti sem beir gefa hvort sem er, eða það sem betra er að hafa mann á kaupi sem setur í mælana fyrir þá sem ætla að versla á þessu svæði. En eins og allir vita þá er hægt að misnota allt, en hægt er að ræða hvað er til ráða og taka á því þegar að því kemur. Ef kaupmenn hefðu mann á þessu svæði þá yrði borgin af þeim tekjum sem hún fær fyrir sektarmið- ana og þá yrði hún að koma til móts við við kaupmenn. Þeir hafa verið að bíða eftir að borgin gerði eitthvað í þeirra málum en borgin hefur ekkert gert eins og allir vita. En það er hægt að gera þetta með góðu móti svo allir yrðu ánægðir, borgin, kaupmenn og það sem betra er kúnninn. Eins og ég sagði áður þá verður eitthvað að gera, annars hættir fólk að koma þarna í framtíðinni. Auðvitað er alltaf hægt að finna smugu til að svindla en þá þarf að taka á því þegar að því kemur. Það kemur hvort eð er upp vandamál sem verður að leysa hvað sem við gerum í málunum. Þetta þarf ekki endilega að vera eins og hugmynd mín en ein hugmynd skapar aðra hugmynd og svo fram- vegis. Allir geta verið sammála um það að þetta svæði er mjög mikilvægt fyrir samskipti fólks og bara gott líf í höfuðborg Íslands. Það er ekki flókn- ara en það. RÚNAR ÞORGEIRSSON, Túngötu 22, Grindavík. Laugavegur og nágrenni Frá Rúnari Þorgeirssyni: Morgunblaðið/Kristinn Það getur kostað skildinginn að gleyma að setja í stöðumælinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.