Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ PETER Bower, breskur réttarfræðingur sem í yfir tuttugu ár hefur unnið við að meta upp- runa og gerð pappírs af ólíkum toga, er eitt af vitnum ríkislögreglustjóra sem fengið var til að bera vitni í málverkafölsunarmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Bower lagði stund á nám í myndlist við tvo listaháskóla á Englandi í lok sjöunda áratug- arins byrjun þess áttunda en starfaði síðan við pappírsgerð. Hann segir að starf sitt í dag byggist að óverulegu leyti á menntun í mynd- list heldur búi að baki 25 ára reynsla við rann- sóknir á pappír af ýmsu tagi sem þróaðist út frá starfi hans sem pappírsgerðarmaður. Á þeim árum bjó hann til pappír fyrir listamenn en í því fólst m.a. að skoða gamlan pappír og þær aðferðir sem pappírsgerðarmenn áður fyrr notuðu til að búa til pappír. Á undanförnum áratugum hefur Bower komið að rannsóknum á fjölmörgum málum þar sem nauðsynlegt hefur verið að úrskurða um uppruna pappírs, s.s. í tengslum við meinta fölsun listaverka, skuldabréfa og ýmissa við- skiptaskjala. Á síðustu árum hefur hann m.a. komið að tveimur stórum fölsunarmálum á bandarískum skuldabréfum fyrir milljónir dala. Þá átti hann þátt í að rannsaka áður óþekkta teikningu eftir ítalska endurreisn- arlistamanninn Michael Angelo sem var seld á uppboði hjá Sothebys fyrir einu og hálfu ári á 5,9 milljónir punda. Myndin hafði þá verið í geymslu á bresku sveitasetri í yfir 200 ár án þess að eigendurnir vissu hver teiknarinn var. Í seinni tíð er Bower líklegast þekktastur fyrir þátt sinn í rannsókn á manninum á bak við goðsögnina um Kobba kviðristu. Rithöf- undurinn Patricia Cornwall setti fram þá kenningu í bók sinni, Portrait of a killer sem kom út í október á síðasta ári, að breski mál- arinn Sir Walter Sickert væri Kobbi kviðrista. Bresk yfirvöld hafa í vörslu sinni hundruð bréfa sem eiga að hafa verið skrifuð af Kobba kviðristu þótt ljóst þyki að mörg þeirra séu skrifuð af fólki sem þekkti ekkert til málsins. Bower var beðinn um að rannsaka bréfin og bera saman við bréf sem Sir Walter hafði skrifað og teikningar sem hann hafði gert, til að athuga hvort einhver tengsl væru þar á milli. Bower segir að hægt sé að tengja pappír við ákveðna pappírsverksmiðju og jafnvel við einn og sama pappírsbunkann sem síðan var seldur út úr búð í Lundúnum. Það ráðist meðal annars af blaðinu á pappírsskurðarvélinni og hvernig blöðin séu skorin. Í ljós hafi komið að pappírinn sem hinn meinti Kobbi kviðrista og Sir Walter notuðu kom úr sama pappírbunk- anum. Þess má geta að vélin sem framleiddi pappírinn var handstýrð og afkastaði 12–24 pappírsörkum í einu. Ljóst þykir því, að mati Bowers, að Sir Walter hafi skrifað talsvert af bréfum til lögreglunnar í Lundúnum þar sem hann kveðst vera Kobbi kviðrista. Mikilvægt að túlka niðurstöður Um rannsóknir sínar á pappír segir Bower að hægt sé að rekja uppruna pappírs með ýms- um hætti og að margt sem ekki sé hægt að greina með auganum megi auðveldlega sjá undir smásjá, m.a. hvaðan bréf kemur. Ef sú vitneskja sé fyrir hendi sé í sumum tilfellum hægt að bera bréfið saman við sýniseinstök sem geymd séu í pappírsverksmiðjum til að ákvarða aldur þeirra. Hann segir rannsóknir sínar miða að því að greina hvernig pappír var gerður, við hvaða aðstæður og úr hverju hann sé. Tæknin sem hann notist við velti á því hvað sé verið að leita að, stundum liggi það í augum uppi, stundum ekki. Hann segir það hins vegar mikilvægt að hægt sé að túlka niðurstöðurnar sem fáist úr slíkri rannsókn en til þess þurfi mikla þekkingu á aðferðum sem notaðar séu við pappírsframleiðslu, t.d. hver framleiddi hvers kyns pappír og hvenær. Bower vill ekki láta neitt uppi sem tengist þátttöku hans í rannsókinni á málverkaföls- unarmálinu sem rekið er fyrir Héraðsdómi en segir málið allt „afar athyglisvert“. Breski réttarfræðingurinn Peter Bower bar vitni í gær í málverkafölsunarmálinu Rannsakaði bréf sem Kobbi kviðrista á að hafa skrifað Morgunblaðið/RAX Breski réttarfræðingurinn Peter Bower. SMÁSJÁRMYNDUM af pappírs- trefjum var varpað á vegg við áfram- haldandi málflutning í stóra mál- verkafölsunarmálinu í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þeg- ar Peter Bower, sérfræðingur ákæruvaldsins, útskýrði hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að pappír í sumum af meintum fölsun- um væri um 20 árum yngri en segir á merkingu myndanna. Þannig hefði teikning eftir Svavar Guðnason, merkt með ártalinu 1942, verið á pappír sem hefði ekki verið fram- leiddur fyrr en eftir 1960. Þetta væri öruggt merki um fölsun. Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., verjandi Jónasar Freydal Þorsteins- sonar, hafði áður mótmælt því að Bower fengi að bera vitni og sagði enga staðfestingu vera á því að mað- urinn væri sá sérfræðingur sem hann segðist vera. Þessu hafnaði Pétur Guðgeirsson dómsformaður. Deilt um hvítunarefni Aðspurður kvaðst Bower vera pappírssagnfræðingur og sérfræð- ingur í pappírsgreiningu og ætti að baki tveggja ára nám í listaskólum auk þess sem hann hefði háskóla- gráðu (BA) í bókmenntum og listum. Uppistaðan í kunnáttu hans væri þó fengin á 25 ára starfsferli en á þess- um tíma hefði hann unnið fyrir lög- reglu, listaverkasala og listasöfn. Hann hefði m.a. rannsakað pappír í listaverkum í málum þar sem vafi lék á uppruna verkanna og hann kvaðst vera á lista í Bretlandi yfir sérfræði- vitni í dómsmálum. Hann lýsti fyrir dómnum hvernig pappír bæri merki um uppruna sinn og aldur, t.d. gæfi tilvist ákveðinna trefja og svonefndra hvítunarefna vísbendingar um fram- leiðsluár. Myndirnar sem hann rann- sakaði eru m.a. eignaðar Jóhannesi S. Kjarval, Nínu Tryggadóttur og Asger Jorn en flestar Svavari Guðna- syni. Myndunum skipti hann í þrjá flokka. Bower sagði að í fyrsta flokknum væru trefjar sem framleið- andinn byrjaði ekki að nota fyrr en eftir 1960 en á þremur myndanna voru merkingar um að þær hefðu verið málaðar á fimmta áratugnum. Hér væri um að ræða öruggt merki um fölsun. Eftir að hafa rannsakað liti og stíl annarra mynda í þessum flokki taldi hann sterkar líkur á að þær væru líka falsaðar. Helstu vís- bendingar um fölsun mynda í öðrum flokki voru hvítunarefni sem Bower sagði að væri greypt í pappírstrefj- arnar. Þetta efni hefði framleiðand- inn fyrst notað á sjötta áratug síð- ustu aldar. Samkvæmt merkingu á myndunum hefðu þær á hinn bóginn verið gerðar 20 árum fyrr. Aðspurð- ur af Sigríði Rut Júlíusdóttur hdl., verjanda Péturs Þórs Gunnarssonar, sagði hann útilokað að efnisagnir úr hvítunarefninu hefðu smitast í papp- írinn t.d. frá undirlagi. Ef um smitun væri að ræða hefði efnið legið ofan á pappírnum en ekki verið greypt í hann eins um hér væri um að ræða. Kvaðst hann ósammála dönsku sér- fræðiáliti þar sem komist er að gagn- stæðri niðurstöðu. Bleikiefni kom einnig við sögu í þriðja flokknum. Bo- wer sagði að efnið hefði ekki verið notað í pappírinn fyrr en eftir 1960, sex verkanna væru hins vegar ár- merkt 20 árum áður og með saman- burði á hinum verkunum komst hann að þeirri niðurstöðu að þau væru einnig fölsuð. Bower byggði niður- stöður sínar einnig á því að pappírinn væri ekki dæmigerður fyrir lista- manninn og það væri athyglisvert að ástand pappírsins væri sambærilegt þrátt fyrir að myndirnar væru eftir ólíka listamenn og líklegt að meðferð myndanna hefði verið misjöfn í gegn- um tíðina. Límbandið yngra en myndirnar Rannver Hannesson, forvörður og varðveislustjóri Landsbókasafnsins, komst að svipuðum niðurstöðum og Bower, þ.e. að í mörgum tilvikum væri pappírinn 20 árum yngri en ár- merking á myndunum gæfi tilefni til. Hvítunarefni kom þar talsvert við sögu auk þess sem á sumum vatns- litamyndunum fann Rannver merki um límband sem hann sagði að ekki hefði verið framleitt þegar myndirn- ar áttu að hafa verið gerðar. Um- merki eftir límbandið væru á hinn bóginn með þeim hætti að þau gætu ekki hafa komið nema þegar mynd- irnar voru málaðar og pappírinn því blautur. Rannver varði einnig tals- verðum tíma í að greina frá niður- stöðum sínum af rannsókn á pappír sem fannst á heimili Péturs Þórs Gunnarssonar. Sagði hann að svo liti út að mynd sem eignuð er Asger Jorn væri gerð á samskonar pappír og fannst á heimilinu. Mynd eftir Pétur Þór var reyndar máluð á sams- konar pappír. Fyrsta vitni sem verjandi hefur kallað fyrir kom fyrir dóm í gær. Bárður Halldórsson greindi frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann keypt níu verk eftir Ásgrím Jónsson í Danmörku. Seljandinn var tengda- dóttirmyndhöggvara sem gerði mynd af Ásgrími en verkin höfðu leg- ið óhreyfð á háalofti í áratugi. Menn felli dóma með varúð Aðspurður sagði Bárður að ekkert þessara verka hefði áður komið til Ís- lands en þau hefði Ásgrímur gert á námsárum sínum. Meðal myndanna hefðu verið frumskissur að myndun- um Sturluhlaupi og Djáknanum frá Myrká sem eru þekkt verk eftir lista- manninn. Þá lýsti hann því þegar hann fór með mynd eftir Louisu Matthíasdóttur í Morkinskinnu til viðgerðar fyrir nokkrum árum. Á verkstæðinu hefði hart verið gengið að honum að sanna að myndin eftir Louisu Matthíasdóttur væri ófölsuð. Sagðist Bárður hafa sagt við Ólaf Inga Jónsson forvörð, sem fyrstur kærði meintar falsanir Péturs Þórs, að menn yrðu að fara varlega í að fella dóma. Myndin var sannarlega ófölsuð, að sögn Bárðar, hún hefði hangið á heimili bróður listakonunn- ar þar sem hún dvaldi oft á sumrin. Enn deilt um vitni í málverkafölsunarmálinu í málflutningi í héraðsdómi Pappírinn hugsanlega 20 árum yngri en myndirnar Morgunblaðið/Árni Torfason Fjöldinn allur af málverkum er nú til taks við réttarsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur og í salnum eru enn fleiri málverk og teikningar, alls 103 myndir. Allar eru þær merktar mörgum af helstu listamönnum þjóðarinnar. FORSVARSMENN Sparisjóðs Hafnarfjarðar og trúnaðarlæknir bankans áttu í gærmorgun fund með öllum starfsmönnum sparisjóðsins til þess að fara yfir atburði þriðju- dagsins þegar rán var framið í útibúi sparisjóðsins í norðurbæ í Hafnar- firði. Áður hafði verið haldinn fundur með starfsmönnum útibúsins ein- göngu. Að sögn Ingimars Haralds- sonar, aðstoðarsparisjóðsstjóra, var tilgangur fundarins að fá starfsmenn saman til þess að fara yfir málið. Hann segir fundinn meðal annars hafa verið vettvang fyrir starfsfólk til að koma með athugasemdir og ábendingar. „Við töldum þörf á því að fara yfir atburðinn frá ýmsum sjónarhornum, bæði gagnvart fólk- inu og meðal annars gagnvart örygg- isbúnaði og innréttingum.“ Ingimar segir að starfsmönnum bankans hafi brugðið mjög við at- burðinn. „Starfsmönnum útibúsins var sérstaklega brugðið en þeir hafa staðið sig alveg frábærlega vel eftir á og allir voru mættir til vinnu daginn eftir,“ sagði Ingimar. Lögreglan fær vísbendingar Að sögn Lögreglunnar í Hafnar- firði er bankaræninginn enn ófund- inn. Lögreglan hefur rætt við all- marga en enginn hefur verið handtekinn eða yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs manns vegna bankaránsins á þriðjudagsmorgun. Vísbendingar um ræningjann berast enn til lögreglu. Lýst er eftir ræn- ingjanum sem var klæddur í ljósa hettupeysu og brúnar buxur. Hann er talinn milli tvítugs og þrítugs, um 170 cm á hæð og við ránið í Spari- sjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkur- veg bar hann brúnan bakpoka. Ekki hefur enn fengist upplýst af hversu miklu var stolið. Morgunblaðið/RAX Ingimar Haraldsson er aðstoð- arsparisjóðsstjóri. Fóru yfir ránið með starfs- mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.