Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUKNAR BARNABÆTUR Samfylkingin setur fram níu for- gangsmál sem koma eiga til fram- kvæmda á næstu fjórum árum að því er fram kom á vorþingi Samfylk- ingar í gær. Þannig er það stefna flokksins að hækka skattleysismörk, lækka virðisaukaskatt af matvælum og verja þremur milljörðum árlega í hækkun barnabóta. Íbúarnir flýja Bagdad Bandamenn hafa náð fullum yf- irráðum yfir alþjóðaflugvellinum fyrir sunnan Bagdad og hafa mætt lítilli mótspyrnu í hraðri sókn sinni til borgarinnar. Í gær voru þúsundir íbúa hennar á flótta til héraða fyrir norðan hana. Írakar hóta nú að beita „óhefðbundnum“ árásum á banda- menn en tóku fram, að ekki yrði um gereyðingarvopn að ræða. Breytt rekstrarform Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði á samráðfundi Landsvirkjunar í gær að nauðsynlegt væri að færa starfshætti og rekstrarform orku- fyrirtækja nær því sem tíðkaðist al- mennt í atvinnulífinu. Fyrsta skrefið að fyrirtækjavæðingu Landsvirkj- unar gæti verið að opna leiðir fyrir íslenska lífeyrissjóði að fjárfesta í fyrirtækinu. Sameiningarviðræður Stjórnarformaður Granda, og starfandi framkvæmdastjóri, og framkvæmdastjóri Þorbjörns- Fiskaness hafa átt fundi saman um mögulegan ávinning af samruna fé- laganna. Fyrirtækin ráða sameig- inlega í veiðiheimildum yfir rétt tæpum 42 þúsund þorskígildis- tonnum eða tæplega 10% af heild- arkvóta. L a u g a r d a g u r 5. a p r í l ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Miðborgin“ frá Þróunarfélagi miðborgar. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Listir 40/41 Viðskipti 16/20 Minningar 42/47 Erlent 22/27 Umræðan 48/50 Höfuðborgin 28 Kirkjustarf 51/55 Akureyri 29 Myndasögur 58 Suðurnes 30 Bréf 58/59 Árborg 30/31 Dagbók 60/61 Landið 31 Staksteinar 60 Heilsa 32 Leikhús 64 Neytendur 33 Fólk 64/69 Úr Vesturheimi 34 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * OFT hefur verið sagt að sund sé allra meina bót, en margir segja að sund sé líka skemmtileg íþrótt fyrir unga sem aldna. Sund er ein af skyldugreinunum í grunnskólum landsins og þessar stúlkur skemmtu sér vel í skólasundi í Hveragerði. Enda lék veðrið við þær og sólin brosti sínu breiðasta. Gaman í sundi Morgunblaðið/RAX ENNÞÁ er kvika að koma upp undir Mýrdalsjökli samkvæmt GPS-mæl- ingum, sem gerðar voru í byrjun mars. Síðustu 10 mánuði hefur land í miðju jökulsins risið um 10 cm. GPS-mælingarnar eru gerðar til að kanna breytingar á skorpunni og að sögn Eriks Sturkell, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er greinilegt að enn er að koma kvika upp undir jökl- inum þótt hún komi ekki eins hratt og í fyrra. Útreikningar sýni að land í miðju jökulsins hafi risið um 10 sentí- metra á síðustu 10 mánuðum. Þá megi nefna að nokkur þúsund jarð- skjálftar hafi orðið í jöklinum sl. ár. „Það er greinilega eitthvað í gangi en hins vegar er ekki mjög líklegt að það verði eldgos í jöklinum alveg á næstunni,“ segir Erik. „Það þarf meiri kvika að hlaðast upp undir jökl- inum til að svo verði. Hversu mikið þarf til viðbótar vitum við ekki.“ Hann segir að á síðustu 1.100 árum hafi gosið 20 sinnum í jöklinum, eða á u.þ.b. 60 ára fresti. Nú sé nokkru lengri tími liðinn frá síðasta gosi því síðast gaus í jöklinum svo óyggjandi sé árið 1918. Hins vegar hafi einhverj- ar hræringar átt sér stað árið 1955 sem ollu stóru jökulárhlaupi og hugs- anlega hafi þar verið um að ræða eld- gos sem ekki komst upp úr jöklinum. Að sögn Eriks verður áfram fylgst með virkni í jöklinum en nýlega var komið fyrir jarðskjálftamælum á Austmannsbungu og Entukollum. Segir hann stefnt að því að fara hið fyrsta á jökulinn til að sækja gögn úr þessum mælum og nýjar GPS-mæl- ingar líklega gerðar á jöklinum í sum- ar. Kvika ennþá að koma upp undir Mýrdalsjökli FLUGMÁLASTJÓRN Íslands bár- ust í gær gögn frá dönskum sam- gönguyfirvöldum varðandi fyrirhug- að áætlunarflug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafn- ar. Gera má ráð fyrir að í kjölfarið fari hjólin að snúast, en fyrsta áætl- unarflugið milli þessara áfangastaða er fyrirhugað 28. apríl næstkomandi. Forsvarsmenn Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar vænta þess að ís- lensk flugmálayfirvöld afgreiði málið hratt nú þegar öll gögn séu til staðar. Jesper Egede, markaðsstjóri Grænlandsflugs, hefur verið á Akur- eyri síðustu daga m.a. að vinna að innlendri markaðsáætlun Fjöl- breyttir möguleikar eru til markaðs- setningar að sögn forráðamanna fé- lagsins og segja þeir íbúa á Norður- og Austurlandi verða vara við þessar kynningar á næstu vikum. Vonast til að bókan- ir hefjist fyrir páska BRÁÐABIRGÐATÖLUR um inn- heimtu virðisaukaskatts í mars benda til verulegrar aukningar al- menns vöruinnflutnings í mán- uðinum hvort sem miðað er við febrúarmánuð eða marsmánuð árið 2002. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skv. þessum tölum gæti innflutn- ingur án skipa og flugvéla hafa numið rúmlega 15½ milljarði króna, samanborið við 13,8 millj- arða í febrúar sl. og 14,2 milljarða í marsmánuði í fyrra. Aukningin frá síðasta ári mælist 21% að raungildi en fjármálaráðuneytið bendir þó á, að hafa verði í huga að í fyrra voru páskarnir í mars þannig að inn- flutningur hefur verið eitthvað minni þess vegna. Innflutningur rafbúnaðar og tækja á fyrstu þremur mánuðum þessa árs dróst saman um 1,1 millj- arð króna og innflutningur á hús- gögnum og húsbúnaði dróst saman um 600 milljónir króna eða um 30%. Aftur á móti jókst innflutningur ökutækja og fylgihluta þeirra um 25% frá sama tímabili í fyrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir bílar á hafnarbakka. Innflutn- ingur jókst verulega í mars Bráðabirgðatölur um innheimtu vsk. EIGNIR lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum námu um 73 milljörðum króna um síðustu áramót og hækk- uðu um 29% frá árinu áður. Hækk- unina má rekja annars vegar til hækkunar á hlutabréfaverði á síð- asta ári, en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 16,7% á árinu, og til aukinna fjárfestinga í innlend- um hlutabréfum. Hlutfall innlendrar hlutabréfa- eignar af heildareignum lífeyrissjóð- anna var 10,8% á árinu 2002 og hækkaði úr 9,3% árið áður. Sam- bærilegt hlutfall árið 2000 var 9,8%. Þegar eignir sjóðanna í innlendum hlutabréfum eru skoðaðar í hlutfalli við markaðsvirði hlutabréfa í Kaup- höllinni í heild kemur í ljós að það hefur verið um 14% síðustu þrjú ár. Eignir lífeyrissjóðanna 73 milljarðar í inn- lendum hlutabréfum DÓMSMÁLARÁÐHERRA skip- aði í gær Jón Birgi Jónsson, verk- fræðing og ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, formann almannavarnaráðs til eins árs. Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að flytja verkefni al- mannavarnaráðs og starfsemi Al- mannavarna ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra og tók breyt- ingin gildi í gær. Starfar með ríkislögreglustjóra Í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir að samkvæmt breytingunni skuli sérstakt ráð, almannavarnaráð, vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um almannavarnir. Ráðið skuli jafnframt starfa með ríkislög- reglustjóra þegar almannavarna- ástand skapist. Aðrir sem sæti eiga í almanna- varnaráði eru: Hafsteinn Haf- steinsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, Sigurður Guðmunds- son landlæknir, Haraldur Johannessen ríkislögreglstjóri, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Magnús Jónsson veðurstofustjóri, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Jón Gunnarsson, formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýtt almanna- varnaráð skipað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.