Morgunblaðið - 05.04.2003, Side 2

Morgunblaðið - 05.04.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUKNAR BARNABÆTUR Samfylkingin setur fram níu for- gangsmál sem koma eiga til fram- kvæmda á næstu fjórum árum að því er fram kom á vorþingi Samfylk- ingar í gær. Þannig er það stefna flokksins að hækka skattleysismörk, lækka virðisaukaskatt af matvælum og verja þremur milljörðum árlega í hækkun barnabóta. Íbúarnir flýja Bagdad Bandamenn hafa náð fullum yf- irráðum yfir alþjóðaflugvellinum fyrir sunnan Bagdad og hafa mætt lítilli mótspyrnu í hraðri sókn sinni til borgarinnar. Í gær voru þúsundir íbúa hennar á flótta til héraða fyrir norðan hana. Írakar hóta nú að beita „óhefðbundnum“ árásum á banda- menn en tóku fram, að ekki yrði um gereyðingarvopn að ræða. Breytt rekstrarform Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði á samráðfundi Landsvirkjunar í gær að nauðsynlegt væri að færa starfshætti og rekstrarform orku- fyrirtækja nær því sem tíðkaðist al- mennt í atvinnulífinu. Fyrsta skrefið að fyrirtækjavæðingu Landsvirkj- unar gæti verið að opna leiðir fyrir íslenska lífeyrissjóði að fjárfesta í fyrirtækinu. Sameiningarviðræður Stjórnarformaður Granda, og starfandi framkvæmdastjóri, og framkvæmdastjóri Þorbjörns- Fiskaness hafa átt fundi saman um mögulegan ávinning af samruna fé- laganna. Fyrirtækin ráða sameig- inlega í veiðiheimildum yfir rétt tæpum 42 þúsund þorskígildis- tonnum eða tæplega 10% af heild- arkvóta. L a u g a r d a g u r 5. a p r í l ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Miðborgin“ frá Þróunarfélagi miðborgar. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Listir 40/41 Viðskipti 16/20 Minningar 42/47 Erlent 22/27 Umræðan 48/50 Höfuðborgin 28 Kirkjustarf 51/55 Akureyri 29 Myndasögur 58 Suðurnes 30 Bréf 58/59 Árborg 30/31 Dagbók 60/61 Landið 31 Staksteinar 60 Heilsa 32 Leikhús 64 Neytendur 33 Fólk 64/69 Úr Vesturheimi 34 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * OFT hefur verið sagt að sund sé allra meina bót, en margir segja að sund sé líka skemmtileg íþrótt fyrir unga sem aldna. Sund er ein af skyldugreinunum í grunnskólum landsins og þessar stúlkur skemmtu sér vel í skólasundi í Hveragerði. Enda lék veðrið við þær og sólin brosti sínu breiðasta. Gaman í sundi Morgunblaðið/RAX ENNÞÁ er kvika að koma upp undir Mýrdalsjökli samkvæmt GPS-mæl- ingum, sem gerðar voru í byrjun mars. Síðustu 10 mánuði hefur land í miðju jökulsins risið um 10 cm. GPS-mælingarnar eru gerðar til að kanna breytingar á skorpunni og að sögn Eriks Sturkell, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er greinilegt að enn er að koma kvika upp undir jökl- inum þótt hún komi ekki eins hratt og í fyrra. Útreikningar sýni að land í miðju jökulsins hafi risið um 10 sentí- metra á síðustu 10 mánuðum. Þá megi nefna að nokkur þúsund jarð- skjálftar hafi orðið í jöklinum sl. ár. „Það er greinilega eitthvað í gangi en hins vegar er ekki mjög líklegt að það verði eldgos í jöklinum alveg á næstunni,“ segir Erik. „Það þarf meiri kvika að hlaðast upp undir jökl- inum til að svo verði. Hversu mikið þarf til viðbótar vitum við ekki.“ Hann segir að á síðustu 1.100 árum hafi gosið 20 sinnum í jöklinum, eða á u.þ.b. 60 ára fresti. Nú sé nokkru lengri tími liðinn frá síðasta gosi því síðast gaus í jöklinum svo óyggjandi sé árið 1918. Hins vegar hafi einhverj- ar hræringar átt sér stað árið 1955 sem ollu stóru jökulárhlaupi og hugs- anlega hafi þar verið um að ræða eld- gos sem ekki komst upp úr jöklinum. Að sögn Eriks verður áfram fylgst með virkni í jöklinum en nýlega var komið fyrir jarðskjálftamælum á Austmannsbungu og Entukollum. Segir hann stefnt að því að fara hið fyrsta á jökulinn til að sækja gögn úr þessum mælum og nýjar GPS-mæl- ingar líklega gerðar á jöklinum í sum- ar. Kvika ennþá að koma upp undir Mýrdalsjökli FLUGMÁLASTJÓRN Íslands bár- ust í gær gögn frá dönskum sam- gönguyfirvöldum varðandi fyrirhug- að áætlunarflug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafn- ar. Gera má ráð fyrir að í kjölfarið fari hjólin að snúast, en fyrsta áætl- unarflugið milli þessara áfangastaða er fyrirhugað 28. apríl næstkomandi. Forsvarsmenn Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar vænta þess að ís- lensk flugmálayfirvöld afgreiði málið hratt nú þegar öll gögn séu til staðar. Jesper Egede, markaðsstjóri Grænlandsflugs, hefur verið á Akur- eyri síðustu daga m.a. að vinna að innlendri markaðsáætlun Fjöl- breyttir möguleikar eru til markaðs- setningar að sögn forráðamanna fé- lagsins og segja þeir íbúa á Norður- og Austurlandi verða vara við þessar kynningar á næstu vikum. Vonast til að bókan- ir hefjist fyrir páska BRÁÐABIRGÐATÖLUR um inn- heimtu virðisaukaskatts í mars benda til verulegrar aukningar al- menns vöruinnflutnings í mán- uðinum hvort sem miðað er við febrúarmánuð eða marsmánuð árið 2002. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skv. þessum tölum gæti innflutn- ingur án skipa og flugvéla hafa numið rúmlega 15½ milljarði króna, samanborið við 13,8 millj- arða í febrúar sl. og 14,2 milljarða í marsmánuði í fyrra. Aukningin frá síðasta ári mælist 21% að raungildi en fjármálaráðuneytið bendir þó á, að hafa verði í huga að í fyrra voru páskarnir í mars þannig að inn- flutningur hefur verið eitthvað minni þess vegna. Innflutningur rafbúnaðar og tækja á fyrstu þremur mánuðum þessa árs dróst saman um 1,1 millj- arð króna og innflutningur á hús- gögnum og húsbúnaði dróst saman um 600 milljónir króna eða um 30%. Aftur á móti jókst innflutningur ökutækja og fylgihluta þeirra um 25% frá sama tímabili í fyrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir bílar á hafnarbakka. Innflutn- ingur jókst verulega í mars Bráðabirgðatölur um innheimtu vsk. EIGNIR lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum námu um 73 milljörðum króna um síðustu áramót og hækk- uðu um 29% frá árinu áður. Hækk- unina má rekja annars vegar til hækkunar á hlutabréfaverði á síð- asta ári, en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 16,7% á árinu, og til aukinna fjárfestinga í innlend- um hlutabréfum. Hlutfall innlendrar hlutabréfa- eignar af heildareignum lífeyrissjóð- anna var 10,8% á árinu 2002 og hækkaði úr 9,3% árið áður. Sam- bærilegt hlutfall árið 2000 var 9,8%. Þegar eignir sjóðanna í innlendum hlutabréfum eru skoðaðar í hlutfalli við markaðsvirði hlutabréfa í Kaup- höllinni í heild kemur í ljós að það hefur verið um 14% síðustu þrjú ár. Eignir lífeyrissjóðanna 73 milljarðar í inn- lendum hlutabréfum DÓMSMÁLARÁÐHERRA skip- aði í gær Jón Birgi Jónsson, verk- fræðing og ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, formann almannavarnaráðs til eins árs. Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að flytja verkefni al- mannavarnaráðs og starfsemi Al- mannavarna ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra og tók breyt- ingin gildi í gær. Starfar með ríkislögreglustjóra Í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir að samkvæmt breytingunni skuli sérstakt ráð, almannavarnaráð, vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um almannavarnir. Ráðið skuli jafnframt starfa með ríkislög- reglustjóra þegar almannavarna- ástand skapist. Aðrir sem sæti eiga í almanna- varnaráði eru: Hafsteinn Haf- steinsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, Sigurður Guðmunds- son landlæknir, Haraldur Johannessen ríkislögreglstjóri, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Magnús Jónsson veðurstofustjóri, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Jón Gunnarsson, formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýtt almanna- varnaráð skipað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.