Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 65
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 65 stefnuna. Ég dreg því ekki dul á það að í myndinni er tekin afstaða gegn þessari nýlendustefnu. Hin ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa mynd er sú að í hinum myndunum hefur hugleysið ætíð ver- ið klár skýring á því að söguhetjan Feversham neitaði að taka þátt í stríðsátökunum. Ég á hinn bóginn lít ákvörðun hans öðrum augum. Að neita að taka þátt í stríði og standa fastur á sinni sannfæringu þrátt fyrir þrýsting frá samfélaginu, það krefst mikils hugrekkis. Fyrir mér er hann hugrakkastur þeirra allra. Ekki ein- asta fyrir að standa fastur á sínu held- ur ekki hvað síst fyrir að viðurkenna að vera hræddur við að deyja á þess- um tímum, þar sem slíkt þótti ekki par karlmannlegt, allra síst hjá her- mönnum. En sá er fífl sem ekkert ótt- ast, sem fer óhræddur til stríðs. Það kallaði á ómælt hugrekki fyrir karl- mann í þessu samfélagi að standa upp og tilkynna að hann væri hræddur.“ Óttinn við óttann Kapur segir að vissulega sé þessi áhugi hans á viðfangsefninu, nýlendu- hernaði breska heimsveldisins, tengdur hans eigin uppruna sem Ind- verja og byggist á fyrirfram ákveð- inni afstöðu hans gegn henni. „En ég er líka alltaf á höttunum eftir epísk- um sögum og mér þótti mjög hentugt að fjalla um þessi mál á epískan máta, og segja um leið þroskasögu, frá van- þroska til vísdóms. Stríð er van- þroski, friður er vísdómur. Á þeim nótum get ég allt eins verið að segja sögu einstaklings en ekki sögulegra stríðsátaka og fyrir mér er þetta per- sónusaga en ekki stjórnmálasaga. Saga af manni sem tekst á við óttann, óttann við að mistakast, óttann við að bregðast ástvinum sínum, óttann við að bregðast þeim og óttann við að deyja. Að horf- ast í augu við þennan ótta og ná að vinna á honum bug er mesta hugrekki sem nokkur maður getur sýnt, að standa eign óttatilfinn- ingum á sporði.“ Þeir sem séð hafa Elísabetu og Stigadrottn- inguna ættu að geta ímyndað sér af hvílíkri stærðargráðu Fjaðrirnar fjórar er. Kapur er maður epískra stórmynda, þrífst á því að fjalla um hetjur, sem koma úr öllum stéttum, og miklar og stórbrotnar breytingar sem eiga sér stað í lífi þeirra, breytingar sem gjarnan hafa áhrif á allt umhverfi þeirra, þjóð eða jafnvel heila mannkynið. Hann segir að vissulega megi greina á þessum epíska stíl sínum sterk áhrif frá ind- verskri kvikmyndahefð, þar sem mjög þyki til fyrirmyndar að segja „miklar“ sögur. „Sá hugsanaháttur er enn við lýði í heimalandi mínu að þetta tækifæri, að fá að gera kvik- mynd, sé það dýrmætt og einstakt að maður skuli nýta sér það til hins ýtr- asta, og það sem meira er, til góðs.“ Ledge er vel gefinn Leikaravalið í Fjórum fjöðrum hef- ur vakið nokkra athygli því í stað þess að velja breska eðalleikara með mikla sviðsreynslu, líkt og hann gerði í El- ísabetu, kaus Kapur að líta til Holly- wood og fann þar fjóra leikara sem al- mennt eru taldir til hinna efnilegustu þar í borg. Ástralinn Heath Ledge leikur titilpersónuna Harry Fev- ersham, heigulinn/hetjuna, Kate Hudson heitmey hans, Wes Bentley besta vin hans sem ólíkt honum er tilbúinn að fylgja málstað fósturjarð- ar sinnar í blindni og Djimon Ho- unsou afrískan stríðsmann sem binst vináttuböndum við Feversham, er hann ákveður, eftir mikið sálarstríð, að halda til Afríku til þess að freista þess að bjarga vinum sínum eftir að þeir eru komnir á heljarþröm. Ledge er kannski þeirra kunnastur, hefur leikið jöfnum höndum í léttari mynd- um og veigameiri, var í unglinga- myndinni Tíu hlutir í fari þínu sem ég þoli ekki (Ten Things I Hate About You), Föðurlandsvininum (The Pat- riot) og Riddarasögu (A Knights Tale) m.a. Kate Hudson sló í gegn sem grúppía í Næstum frægur (Al- most Famous) og birtist brátt í gam- anmyndinni Hvernig hætta á með gaur á 10 dögum (How to Loose A Guy in Ten Days). Wes Bentley gat sér gott orð fyrir hlutverk drengsins óræða í Amerískri fegurð (American Beauty) og Hounsou fékk fyrsta stóra tækifæri sitt í Amistad Stevens Spiel- bergs. Kapur segist alfarið hafa ráðið leik- aravalinu og áréttar að það sé í raun það langt síðan hann réð þau í hlut- verk að þau hafi ekki verið orðin eins fræg og þau eru í dag. Hudson, Bentl- ey og Hounsou hafi öll getið sér orð fyrir eina mynd og Ledge einungis búinn að vekja athygli fyrir unglinga- myndina Tíu hlutir... en átti eftir að leika í hinum myndunum. „Ég valdi þessa leikara vegna þess að mér þótti þeir passa best í hlutverkin, rétt eins og ég geri alltaf. Í tilfelli Hounsou þurfti ég einhvern sem liti ekki ein- asta út eins og maður heldur gæti einnig virkað á mann sem nokkurs konar verndarengill, sem hann er Fe- versham í myndinni. Ég mundi hvað mér þótti mikil reisn vera yfir þessum manni í Amistad og vildi nýta mér þá eiginleika. Bentley á að leika náunga sem sér lífið í svörtu og hvítu, er hreinn og beinn. Fer í stríð til að berj- ast og snýr annaðhvort til baka sem hetja eða í líkkistu – ekkert þar á milli. Hinn fullkomni hermaður. En þegar hann verður blindur má segja að hann fyrst fái sjónina, fari að sjá líf sitt í réttu ljósi. Bentley, með sín fag- urbláu augu, treysti ég manna best til þess að leika þetta, en ekki bara blindan mann. Ég var lengi að finna einhvern til að leika Feversham, ein- hvern sem væri mjög ungur en byggi samt yfir mikilli visku. Þetta fannst mér eiga við Ledge. Hann er mjög vel gefinn ungur maður og skyldi hlut- verk sitt um leið.“ Krafturinn í Bollywood Shekar Kapur nam endurskoðun í Bretlandi og útskrifaðist sem löggilt- ur endurskoðandi árið 1970. Ávallt var hugurinn þó við listina og á end- anum snéri hann baki við bókhaldinu, snéri heim til Indlands og gerðist kvikmyndaleikari. Leiddi það síðan til þess að hann fór að gera sínar eigin myndir í Bollywood, indverska Holly- wood, líkt og nær allir aðrir indversk- ir kvikmyndagerðarmenn. Blaða- manni lék því forvitni á að vita hvað það væri í myndum hans sem greina mætti sem Bollywood-kvikmynda- gerð. „Krafturinn. Fögnuður yfir töfrum kvikmyndanna. Óhefluð frá- sagnarhefð. Stundum finnst mér frá- sagnarhefð vestrænna mynda óþarf- lega rökrétt og hefðbundin, bundin við einhverjar fyrirfram ákveðnar reglur, þar sem allar spurningar krefjast svara. Bollywood-kvik- myndagerðin forðast heldur ekki melódramatíkina heldur fagnar henni, rétt eins og ég gerði í Elísa- betu. Annað sem er mjög í anda Bol- lywood í myndum mínum er goðsagn- irnar en goðsagnir eru mjög áberandi í Bollywood-myndum.“ Kapur segir fáa vestræna leik- stjóra hafa náð að tileinka sér þennan sérstæða stíl en nefnir þó Baz Luhr- man. „Útgáfa hans á Rómeó og Júlíu er mjög í anda Bollywood-mynda og Rauða myllan (Moulin Rouge) jafnvel enn frekar. Hann er líka yfirlýstur aðdáandi Bollywood-mynda.“ Kapur segir það eitt af sínum höfuðmark- miðum að reyna að brúa bilið milli Hollywood og Bollywood og fyrr en síðar muni hann snúa aftur til Bolly- wood til að gera alþjóðlega kvikmynd. Næst er það Mandela Stigadrottningin (Bandit Queen) er einhver umdeildasta mynd sem gerð hefur verið á Indlandi en hún fjallar um glæpakvendið Phoolan Devi sem indverska pressan gerði að píslar- vætti. Myndin markaði ákveðin tíma- mót í Bollywood því hún þótti raun- særri en aðrar myndir sem þar höfðu verið gerðar um langa hríð, nokkuð sem Kapur segir að menn séu nú farnir að leika eftir honum, en síðustu árin hefur gerð raunsærri mynda færst mjög í aukana í Indlandi. Í Stigadrottningunni gagnrýnir Kapur indversk yfirvöld og segist hann vissulega enn eiga sína óvildarmenn í heimalandinu vegna myndarinnar. Menn hefðu þó mildast eitthvað þeg- ar þeir sáu að hann var tilbúinn til að gagnrýna önnur samfélög, er hann gerði Elísabetu. Mætti hann líka tölu- verðri mótspyrnu í Bretlandi er hann gerði þá mynd enda voru margir hneykslaðir, eins og t.a.m. götublöðin, að indverskur leikstjóri væri að fást við eins heilagt viðfangsefni og jómfrúardrottninguna. „Ekki bætti úr skák þegar myndin gekk út á að sýna að hún hafi ekki verið jómfrú í alvöru,“ segir Kapur. Og fróðlegt verður að sjá hvernig Shekar Kapur tekur á ævi næsta stórmennis sem hann gerir mynd um. Hann hefur nefnilega þegar hafist handa við gerð myndar um ævi Nel- sons Mandela, sem leikinn verður af Morgan Freeman. „Það er snúið verkefni enda ekki hlaupið að því að rekja svo stórbrotna ævi á tveimur og hálfri stundu. Vandinn hefur ekki snúist um það sem við segjum frá, heldur fremur það sem við segjum ekki frá, hverju á eiginlega að sleppa.“ Hetja eða heigull. Heath Ledge ríður feitum hesti í hlutverki breska hermannsins Harry Feversham. Shekar Kapur í leikstjórastólnum á tökustað í eyðimörk Marokkó. Fúlskeggjaður Heath Ledge fyrir aftan hann. Fjórar fjaðrir er sýnd í Regnboganum. skarpi@mbl.is Heath Ledge og Kate Hudson eru meðal efnilegustu leikara í Hollywood um þessar mundir. Bjóðum stutt námskeið í páskafríinu: Talnareikningur - grunnurinn Algebra I og II; Prósentur; Rúmfræði; Notkun vasareiknis og vinnubrögð; Þung dæmi og þrautir - fyrir sterka námsmenn Nánari upplýsingar á vefsíðu okkar: www.simnet.is/talnatok Stærðfræðiskólinn Talnatök talnatok@simnet.is, sími 899 2123 Samræmt próf í stærðfræði? STÆRÐFRÆÐISKÓLINN TALNATÖK Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Hátíðarföt með vesti 100% ull skyrta, klútur og næla kr. 36.900 Allar stærðir til 46— 64 98—114 25— 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.