Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 17 MISJAFNT er hvort stærstu vörslu- aðilar séreignarlífeyrissparnaðar borgi þann kostnað sem til fellur þeg- ar einstaklingar færa sparnað sinn til þeirra. Búnaðarbankinn hefur að undanförnu auglýst í Morgunblaðinu að þeir sem eigi séreignarlífeyris- sparnað hjá öðrum vörsluaðila hafi nú tækifæri til að færa sparnaðinn til bankans. Hann taki á sig kostnað við flutninginn sem viðskiptavinir þyrftu annars að greiða. Hafliði Kristjánsson, forstöðumað- ur sölu- og markaðssviðs Kaupþings, segir að fyrirtækið greiði þennan kostnað fyrir viðskiptavini. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs sparisjóðanna, segir þá ekki greiða viðskiptavinum fyrir að færa viðskipti sín til þeirra. „Við lát- um meta okkur út frá góðri þjónustu, sem hefur til dæmis komið vel fram í ánægjuvoginni. Við höfum frá upp- hafi greitt hæstu vextina á verð- tryggðum reikningum, miðað við sambærilega lífeyrisreikninga í bankakerfinu. Þannig höfum við í raun greitt viðskiptavinunum fyrir.“ Ólafía Harðardóttir, sjóðsstjóri hjá Landsbanka, segir að bankinn taki ekki á sig kostnað við flutning við- skiptavina til bankans. „Hins vegar tekur Landsbankinn ekki kostnað ef viðkomandi er í Vörðunni eða gengur í Vörðuna með sín heildarfjármál,“ segir hún, en Varðan er heildarfjár- málaþjónusta fyrir einstaklinga. Kristjana Sigurðardóttir, sjóðs- stjóri hjá Íslandsbanka, segir bank- ann greiða þann kostnað sem til falli þegar viðskiptavinur færi séreignar- sparnað sinn til sjóðs í bankanum. Sumir greiða kostnað vegna flutnings lífeyris TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Eimskipafélagi Íslands að undan- förnu. Fjárfestingarfélagið Straumur hefur aukið hlut sinn í félaginu úr 5,86% hinn 11. febrúar í 9,07% hinn 1. apríl sl. Skeljungur hefur aukið hlut sinn á sama tímabili úr 5,75% í 7,75% og Kaupþing er nú meðal 10 stærstu, með 3,01%. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur selt af sínum hlut en hinn 11. febrúar átti sjóðurinn 4,03%. Lífeyr- issjóðir Bankastræti 7 hafa einnig minnkað hlut sinn í Eimskip á tíma- bilinu, úr 3,16% í 1,48%. !"# $%&"'&() &  1  ( 2 $$  -   1 3    1  1 4 "1 5   61    ! 2 . 7 28  1 /    9  : 4  " ;  1 6 122 /   /3 < =   6  /  -1 1    (   ) + & * ' # ($ (( (  ( () (+ "% #"!% !"!% "! % " % "!% "% "#% "% "!% "#% "$% " % "% "% "$% "% Straumur með 9,07% í Eimskip Moody’s um sameiningu BÍ og Kaupþings Óbreytt lánshæfis- mat Bún- aðarbanka RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Moody’s í London segir að lánshæf- ismat sitt á Búnaðarbankanum haldist óbreytt um sinn á meðan sameiningarviðræður bankans við Kaupþing banka eru svo skammt á veg komnar. Telur Moody’s of snemmt að segja til um hvort láns- hæfismat Búnaðarbankans breyt- ist. Í fréttatilkynningu sem fyrir- tækið birti í gær segir að líklegt sé að matið sjálft breytist ekki þó bankinn verði sameinaður Kaup- þingi banka en líklegt sé að fram- tíðarhorfur Búnaðarbankans verði metnar sem „stöðugar“ en ekki „já- kvæðar“ eins og nú er. Frá þessu segir í frétt Reuters. Þar segir að hugsanleg breyting á mati á framtíðarhorfum Búnaðar- bankans endurspegli þá óvissu sem fylgi því að sameina tvo banka með ólíka starfsemi. Búnaðarbankinn sé fyrst og fremst viðskiptabanki en Kaupþing banki hins vegar fjárfest- ingarbanki með megnið af starf- semi sinni erlendis. Moody’s telur að bankarnir tveir geti virkað vel saman en segir tölu- verða áhættu þó fylgja sameiningu svo ólíkra banka. Í Morgunpunkt- um Kaupþings í gær er vitnað í til- kynningu Moody’s en þar segir að verði af sameiningu bankanna tveggja muni „nýtt lánshæfismat bankanna fyrst og fremst taka mið af því hvernig stjórnendum tekst að halda á spöðunum í sameiningar- ferlinu; að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu jafnframt því að stýra aukinni áhættu sem hugsan- lega gæti fylgt rekstri Kaupþings banka.“ Fermingarskartgripir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.