Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 29
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 29 MYNDIR náðust af manni sem braust inn í Sparisjóð Svarfdæla á Dalvík í fyrrinótt en rannsókn máls- ins stendur yfir að sögn lögreglu á Dalvík. Sparisjóður Svarfdæla er í Ráð- húsinu á Dalvík og var rúða brotin á norðurhlið hússins með því að kasta í hana stórri gangstéttarhellu. Við rúðubrotið fór öryggiskerfi spari- sjóðsins í gang og var lögreglan ræst út, en engin næturvakt er hjá lög- reglu á Dalvík. Þegar á staðinn var komið um 5 mínútum síðar var þjóf- urinn á bak og burt. Að sögn lög- reglu var hann innan við mínútu inni í bankanum og hafði ekkert upp úr krafsinu. Þeir sem geta einhverjar upplýs- ingar gefið um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu á Dalvík. Reyndi innbrot í Sparisjóð Svarfdæla Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Brotist inn í Sparisjóð Svarfdæla í Dalvík í fyrrinótt. Brotist var inn í Sparisjóð Svarf- dæla á Dalvík í fyrrinótt. HINIR árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 6. apríl, kl. 15 að lokinni messu kl. 14 þar sem kór- inn syngur einnig. Á tónleikunum flytur kórinn tón- list eftir Áskel Jónsson og Pál Ísólfs- son og mun með því heiðra minningu þeirra. Einnig munu félagar úr kórn- um syngja einsöng. Auk kórsöngs og einsöngs verður að venju boðið upp á glæsilegt kaffi- hlaðborð. Stjórnandi á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 krónur fyrir ellilífeyrisþega. Kaffitónleikar NÝR kór, Kvennakórinn Embla, hefur upp raust sína á föstunni með þremur tónverkum eftir barokk- snillingana Bach, Telemann og Pergolesi. Tónleikarnir verða í Ak- ureyrarkirkju í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 17. Flytjendur með kórnum eru Hildur Tryggvadóttir sópran, Elvý Hreinsdóttir mezzósópran og Kammersveit Akureyrar. Kvennakórinn Embla var stofnað- ur 1. september 2002 og er skipaður konum úr S-Þingeyjarsýslu og Ak- ureyri. Markmið kórsins er að flytja klassíska og nútíma tónlist fyrir kvennaraddir. Stofnandi og stjórn- andi er Roar Kvam. Aðgangseyrir á tónleikanna er 1.500 krónur. Kvennakórinn Embla með tónleika ♦ ♦ ♦ Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins í Ólafsfirði verður opn- uð á morgun, sunnudaginn 6. apr- íl, kl. 15.00. Kosningaskrifstofan er í gamla ÁB-skálanum. Skrif- stofan verður síðan opin öll kvöld frá kl. 20.00–22.00. Umsjónarmaður skrifstofunnar er Magnús Brandsson. Á MORGUN KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð verður á ferðinni í Eyjafirði næstu daga. Í dag, laugardag, syngur kór- inn í Námunni í Hrísey kl. 17.30 og er þetta í fyrsta sinn í 35 ára sögu kórsins sem hann heimsækir eyjuna að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra. Á sunnudagsmorgun kl. 11 syngur kórinn við messu í Möðurvallakirkju í Hörgárdal. Á sunnudagkvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Akureyrar- kirkju og á mánudag verður sungið í þremur skólum á Akureyri, MA, VMA og Brekkuskóla. Um 80 ung- menni taka þátt í ferð kórsins, kór- félagar og hljóðfæraleikarar. Á efn- isskrá tónleikanna er fjölbreytt kórtónlist eftir innlend og erlend tónskáld, m.a. Björgvin Guðmunds- son, Pál Ísólfsson, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Händel og Bach. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð Tónleikar norðan heiða AÐSTANDENDUR snjó- brettagleðinnar á Ak- ureyri nú um helgina hafa þurft að hafa tölu- vert fyrir því að byggja stökkpallinn í Gilinu á Akureyri en þar verður snjóbrettakeppni í kvöld kl. 21.00. Þeir hafa þó notið liðsinnis fjöl- margra aðila og flestir verið tilbúnir til að leggja þeim lið, svo þessi atburður geti orð- ið að veruleika. Keppn- isbrautin er samsett úr gámum, brettum, timbri og heyrúllum en of- análagið verður ís og snjór, sem sóttur verður upp í Hlíðarfjall í dag. Finnst ýmsum það skrýtið að hægt sé að sækja í snjó upp í fjall, því þar hefur verið snjó- laust meira og minna í vetur. Það er mikið mál að byggja snjóbrettabrautina í Gilinu á Akureyri Gámar, bretti, timbur og heyrúllur í brautinni Morgunblaðið/Kristján Þátttakendur í snjóbrettastökkkeppninni sem fram fer í Gilinu á Akureyri í kvöld ættu að fá ágætis lendingu því búið er að raða um 50 heyrúllum um áætlaðan lend- ingarstað en rúllurnar verða svo þaktar snjó úr Hlíðarfjalli. Þeir Jón Heiðar Andr- ésson t.v., Aðalsteinn Möller og Sigurður Jósefsson voru að vinna við brautina í gær. RÚMLEGA 700 umsóknir bárust um sumar- og afleysingastörf hjá Akureyrarbæ. Þetta er fjölgun um- sókna um 10% á milli ára en Jónína Laxdal launafulltrúi hjá Akureyr- arbæ sagðist allt eins hafa átt von á enn fleiri umsóknum í ár. Um er að ræða fjölbreytt störf hjá öldr- unardeild, búsetudeild, sem og við aðrar stofnanir og deildir bæjarins. Jónína sagði að þetta væri þó mesti fjöldi umsókna um sumar- og af- leysingastörf frá árinu 1997 og helgaðist af erfiðu atvinnuástandi. Hún sagði að ekki lægi endan- lega fyrir hversu margir yrðu ráðnir til starfa en að fjöldinn gæti orðið í kringum 300 manns. Jónína hafði sjálf undir höndum tæplega 500 umsóknir en einnig voru um- sóknir um störf sendar til búsetu- deildar og öldrunardeildar. Hún sagði að mun fleira atvinnulaust fullorðið fólk hefði sent inn um- sóknir að þessu sinni og að margir væru tilbúnir að hefja störf strax. Af þessum tæplega 500 umsóknum sem Jónína hafði undir höndum voru um 290 umsóknir frá fólki eldra en 20 ára. Hún sagði að þarna væri um breytingu að ræða frá síðustu árum, þegar umsókn- irnar voru flestar frá fólki á ald- inum 17–20 ára. Mikil ásókn í sumarstörf hjá Akureyrarbæ Rúmlega 700 umsóknir bárust HAGNAÐUR af rekstri Fóður- verksmiðjunnar Laxár á Akureyri nam rúmum 16 milljónum króna á síðasta ári en árið áður var 3,4 milljóna króna tap af rekstrinum. Velta síðasta árs var 355 milljónir króna og jókst um tæp 14% á milli ára, vegna aukinnar sölu innan- lands. Heildareignir félagsins í árs- lok námu um 190 milljónum króna, heildarskuldir voru um 50 milljónir króna og eigið fé rúmar 138 millj- ónir króna. Eiginfjárhlutfall var því 73,2%. Tilgangur félagsins er fram- leiðsla og sala á fóðri, aðallega til fiskeldis. Aðalfundur Laxár var haldinn í gær og kom fram í máli Valgerðar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra að gert sé ráð fyrir mikilli fram- leiðslu- og veltuaukningu á þessu ári. Áætluð framleiðsla ársins er 11.900 tonn, sem er aukning upp á rúmlega 250%, og að veltan verði 775 milljónir króna og aukist um tæp 220% á milli ára. Framleiðslu- geta verksmiðjunnar er 18.000 tonn á ári. Framleiðla síðasta árs nam 4.640 tonnum á móti 4.270 tonnum árið 2001. Hins vegar dróst fóðursalan heldur saman milli ára og munar þar um Færeyjamarkað. Engin sala var til Færeyja á síðasta ári en árið áður voru seld þangað rúm 1.900 tonn. Innanlands var mest selt til Sæsilfurs í Mjóafirði eða rúm 1.500 tonn. Markaðshlutdeild Laxár á innanlandsmarkaði er áætluð 70%. Bjartsýni ríkjandi og starfs- mönnum fjölgað með vorinu Valgerður sagði að verð á laxi hefði fallið hratt árið 2001 og hald- ist lágt síðan en þrátt fyrir það ríki bjartsýni í greininni. „Nú er fyr- irhuguð veruleg aukning í Mjóafirði og ný stöð í Reyðarfirði, báðar í eigu Samherja. Við hjá Laxá erum bjartsýn og trúum að árið 2003 verði gott. Nú eru næg verkefni framundan fyrir verksmiðju félags- ins en Samherji hefur snúið öllum sínum fóðurkaupum til Laxár. Útlit er fyrir að unnið verði á tveimur vöktum í sumar. Fiskeldi er að aukast og eru menn að skoða ýmsa möguleika í þeim efnum,“ sagði Valgerður í árskýrslu sinni. Hjá fyrirtækinu starfa nú 10 manns en stefnt er að því að ráða fjóra nýja starfsmenn í vor. Í mars á síðasta ári keypti Síld- arvinnslan í Neskaupstað hlutabréf í Laxá og varð um leið meirihluta- eigandi með rúmlega 66% hlut. Ak- ureyrarbær á rúmlega 20% hlut í félaginu en alls eru hluthafar 21. Fóðurverksmiðjan Laxá skilaði hagnaði á síðasta ári Gert ráð fyrir mikilli framleiðslu- og veltuaukningu Lóð - Vöruhús – Til sölu Nú er til sölu atvinnuhúsnæði á góðum stað á Oddeyri Húsið er staðsett við Laufásgötu á Akur- eyri. Grunnflötur hússins er um 360 fm. Lofthæð er góð, tvennar innkeyrsludyr eru á austurstafni hússins. Geymsluloft er yfir öllu húsinu, hluti þess er steyptur en hluti úr timbri. Eigninni fylgir stór lóð sem býður upp á mikla möguleika. Tilboð óskast Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni Byggð (Björn), s. 462 1744 og 462 1820, s. 897 7832 (Björn), fax 462 7746. STJÓRNARKJÖR Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2003-2004 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt því ber að skila lista skipuðum formanni, varaformanni og ritara ásamt 65 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara eða tillögum um menn í eitthvert, ein- hver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðs- lista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félags- manna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins á Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 14. apríl 2003. Akureyri, 4. apríl 2003. Stjórn Einingar-Iðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.