Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bévaðir pjakkarnir, hvað gerum við nú, Össi litli? Þeir eru búnir að lofa öllu sem hægt er að lofa. Íslenskukennsla á vinnustöðum Námið tengist raunveruleika STOFNUN VigdísarFinnbogadóttur íerlendum tungu- málum við Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi um árangursríka íslensku- kennslu á vinnustöðum í dag klukkan 10 til 13. Mál- þingið verður í Odda, Há- skóla Íslands, stofu 101. Birna Arnbjörnsdóttir er í forsvari fyrir málþingið. – Hvert er tilefnið? „Þetta málþing er hugs- að sem innlegg okkar í um- ræðuna sem fylgt hefur til- komu nýrrar reglugerðar um skilyrði fyrir búsetu- leyfi sem tók gildi 23. jan- úar sl. og segir m.a. að um- sækjandi um búsetuleyfi skuli hafa sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga, að lágmarki samtals 150 stundir. Við vonum að umræðan og okkar innlegg verði stjórnvöldum hvatn- ing til að taka virkari þátt í að koma menntunarmálum nýbúa í betra horf. Öll umræða um ís- lenskukennslu nýbúa hefur verið mjög neikvæð en minna talað um það sem vel hefur verið gert. Við ætlum að reyna að bæta úr því. Til eru námskrár í kennslu íslensku sem annars máls fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og fullorðna sem eru mjög framsæknar og nú eru 35 kennarar í mastersnámi í menntun tvítyngdra barna í Kennaraháskólanum. Námskrár duga þó skammt ef þeim er ekki fylgt eftir með þjálfun og fjár- magni. Samtök atvinnulífsins hafa stutt dyggilega við íslensku- kennslu á vegum fyrirtækja og Fjölmenning ehf. hefur kennt yfir 1.000 manns í 30 fyrirtækjum um land allt starfstengda íslensku með miklum og góðum mælanleg- um árangri. Þetta starf hefur vak- ið athygli erlendis því Ingibjörg Hafstað, sem verður með innlegg á ráðstefnunni, hefur kynnt rann- sóknir okkar á þessu námi í sam- starfshópi á vegum Evrópsku tungumálastöðvarinnar í Graz í Austurríki en sá hópur kemur hingað í haust til að kynnast kennslunni nánar. Þá hefur okkur verið boðið til Danmerkur á næsta ári til að kynna starfstengt tungu- málanám en Danir eru að skoða þessa kosti í kennslu innflytjenda þar í landi. Þá er farið í gang þró- unar- og rannsóknarstarf á námi og kennslu beygingarmála sem erlendra mála í Háskólanum sem byggt er á rannsóknum á íslensku og þróun íslenskukennslu á Net- inu.“ – Hvað er árangursrík íslensku- kennsla á vinnustöðum? „Starfstengd tungumála- kennsla er mun hnitmiðaðri en al- menn tungumálakennsla. Inni- hald kennslunnar er starfsvettvangurinn og námsefnið og kennslan eru byggð á þarfa- greiningu og mati á þörfum hvers hóps fyrir sig. Námið tengist því raunveruleika og þörfum nem- enda beint. Að auki hafa nemendur tæki- færi til að nota tungu- málið á vinnustaðnum og þá eru innlendir starfsmenn virkjaðir til að taka þátt í að þjálfa fólkið í ís- lensku. Margir halda að hér sé um einhverja takmarkaða íslensku að ræða en svo er alls ekki heldur gefast mun fleiri tækifæri og betri aðstæður til að æfa málið. Starfs- umhverfið batnar og fólk fer að treysta sér betur til að nota málið utan vinnunnar.“ – Hverjir taka til máls? „Erindi mitt fjallar um þróun- ar- og rannsóknarstörf hjá Fjöl- menningu og í Háskólanum. Ingi- björg Hafstað forstjóri Fjölmenningar ehf. mun tala um starfstengdu námskeiðin og ár- angurinn. Skúli Thoroddsen for- stöðumaður Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum mun tala um framkvæmd námskeiða, Svavar Svavarsson framleiðslustjóri Granda hf. mun lýsa reynslu þeirra í Granda af menntun starfs- manna þeirra og Monika Cetko starfsmaður Granda hf. ætlar að tala um reynslu af þátttöku í starfstengdri íslenskukennslu.“ – Hvað ætlið þið að leysa? „Við ætlum okkur að benda á að það er ýmislegt jákvætt að gerast í íslenskukennslu fyrir útlendinga og reyna að snúa þessari nei- kvæðu umræðu upp í málefnalega umfjöllun um þróun náms og kennslu íslensku sem annars máls. Við erum með spennandi þróunar- og rannsóknarverkefni í gangi, bæði í Háskólanum og hjá Fjölmenningu. Nýtt námsefni er að koma út, nú síðast kennslubók fyrir fullorðna byrjendur og skemmtileg málfræðibók fyrir börn. Fjölmenning vinnur nú námsefni fyrir ólæsa. Foreldra- félag tvítyngdra barna hefur feng- ið stuðning frá menntamálaráðu- neytinu til að þróa móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn, sem er forsenda góðrar ís- lenskukunnáttu. Í Kennaraháskólanum eru 35 kennarar í mast- ersnámi að gera rann- sóknir á námsfram- vindu tvítyngdra barna. Íslenskt vefsetur við Há- skóla Íslands er að þróa íslensku- kennslu á Netinu í samvinnu við sendikennara í íslensku erlendis og Stofnun Sigurðar Nordals og þar eru framhaldsnemar að vinna skemmtilegar rannsóknir á hvernig fullorðnir læra erlend tungumál, sérstaklega beygingar- mál og þróa nýjar kennsluaðferðir á Netinu.“ Birna Arnbjörnsdóttir  Birna Arnbjörnsdóttir er fædd 1952 í Keflavík. Stúdent frá ML og BA í ensku frá HÍ. MA frá Reading-háskóla og doktor í málvísindum frá Texasháskól- anum í Austin. 1988–2000 pró- fessor og skorarformaður í kennaradeild í nýbúafræðslu við Notre Dame í New Hampshire. 1990–2000 kennari í málvís- indum við Ríkisháskólann í NH. Nú lektor í kennslufræði og rannsóknum erlendra tungu- mála við enskuskor HÍ og stjórn- arformaður í Vefsetri HÍ um ís- lenskt mál og menningu. Gift Patrick Thomas verkfræðingi og eru börnin fjögur. Minna talað um það sem vel er gert blómstrandi páskar 299kr. Blómstrandi páskagreinar, 2 stk. 99kr. Ís & málsháttarpáskaegg (aðeins í Sigtúni og Akureyri) 699kr./stk. Páskabegoníur 699kr./stk. Páskakrýsi 399kr./stk. Páskaliljur í potti & Mónu páskaegg ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 07 26 04 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.