Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 69 HRAFNHILDUR Gunnarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson eru lesbía og hommi. Nú hafa þau gert heimildar- mynd um sameiginlega reynslu sína og annarra samkynhneigðra af því að koma úr skápnum. Hrein og bein tekur á tilfinningum þess að vitund- in um að það vera öðruvísi en hinir vaknar, einangrunar, einmanaleika, ástarþrár, óttans við höfnun, skorts á jákvæðum fyrirmyndum, og þeirr- ar dýrmætu reynslu að rjúfa víta- hringinn og öðlast sátt við eigin hlut í lífinu. Mótvægi við bábiljurnar Fyrir rúmum áratugi fór Þorvald- ur að íhuga möguleikann á að gera mynd um samkynhneigða. „Heimild- armynd sem segði eitthvað af lífi okkar og væri einskonar mótvægi við bábiljurnar,“ segir Þorvaldur. „En tíðarandinn og hugmyndin fóru ekki saman, og það er ágætt, rétti tíminn var ekki kominn.“ Hrafnhildur byrjar síðan að vinna sögulega heimildamynd um samkyn- hneigða Íslandi, Svona fólk, og þá fór Þorvaldur að hugsa hvort þau ættu samleið. „Þegar Hrafhildur frumsýndi mynd sína Corpus Cam- era, var ég ekki lengur í vafa. Mynd- in hafði þvílík áhrif á mig,“ segir Þorvaldur. Og Hrafnhildur var til í að gera mynd um ungt fólk að koma út úr skápnum. „Þessi mynd er reyndar öðruvísi en ég á vanda til, hún er byggð upp á viðtölum, sem er stíll sem ég er búin að leggja á hilluna. En af því að við höfðum takmarkað fjármagn til að gera myndina, þá er þetta besta lausnin, og í raun og veru er myndin ekkert lakari fyrir vikið.“ – Hverju viltu koma á framfæri? „Ég vil koma þessari erfiðu reynslu til skila. Fólk heldur að nú séum við í góðum málum, af því að ákveðin lög á Íslandi vernda okkur. Maður heyrir utan af sér að allir séu orðnir leiðir á þessu skápakjaftæði, og af hverju við þurfum endilega að vera að röfla um þetta … En þetta er mjög djúpstæð reynsla og sterk, og hver og einn á sína sögu og þær eru allar jafn merkilegar. Íslendingar eru svo góð- ir í því að bæla niður erfiða reynslu og telja sér trú um að þetta hafi ekki verið neitt mál. Ég var t.d í meðferð sem byggist á kenningum Jungs, og sagði þar að það hefði ekki verið neitt mál að koma út úr skápnum. Það var ekki fyrr en eftir marga mánuði að ég uppgötvaði hversu sterk og mikil reynsla það var. Og ég settist ofan á þetta allt saman til að láta þetta ekki hafa nein áhrif á mig. Það er því mikilvægast fyrir mig að reyna að miðla til fólks hversu stórt skref þetta er,“ segir Hrafnhildur. Talar til allra – Verður myndin sýnd ungu fólki sérstaklega? „Já, myndin hefur gríðarlegt fræðslugildi,“ upplýsir Þorvaldur. „Við höfum prófað hana á fólki, sam- kynhneigðu og gagnkynhneigðu, gömlu fólki og ungu fólki og hún virð- ist tala til allra. Öðrum þræði erum við hér að beina máli myndarinnar til ungs samkynhneigðs fólks sem ekki hefur haft hugrekki eða getu til að taka skrefið, en veit alveg hvað það vill, því samkynhneigðir vita yfirleitt frá fyrstu unglingsárum innst inni hvað þeir vilja. Einnig viljum við gjarna opna gluggann til gagnkyn- hneigðra vina þeirra. Myndin er ekki síst ætluð skólum til kennslu í lífsleikni, og kennsluleiðbeiningar fylgja með. Þannig skírskotar hún til margra og verður líka skemmtun í sjónvarpinu á sunnudagskveldi, fyr- ir foreldra okkar, afa og ömmur.“ Þorvaldur segir einn mikilvæg- asta þátt myndarinnar vera að í henni sé sýnt fólk með andlit, þekkj- anlegt fólk sem kemur til dyranna einsog það er klætt. „Því að fordóm- arnir nærast á því hversu samkyn- hneigðir eru þrátt fyrir allt lítt sýni- legir, nema kannski sínum nánustu, og stundum ekki einu sinni þeim. Viðmælendurnir tóku þátt í að rjúfa þennan múr og hikuðu ekki við að koma fram í mynd. Við skynjuðum að viðtölin tóku mikið á þau, en þau höfðu til að bera innri kraft sem gerði þeim kleift að tala opinskátt um lífsreynslu sína.“ „Þau eru alveg einstaklega opin, alveg eins og þau hafi gleymt myndavélinni og tjá sig hispurs- laust,“ segir Hrafnhildur ánægð. „Mér fannst þau líka svo skynsöm, miðað við mig og vini mína á ár- unum kringum 1980. Vonandi er það vinna Samtakanna ’78 sem er að skila sér til þeirra og út í sam- félagið.“ Óumræðilegur einmanaleiki – Og þið viljið opna það enn meira … „Myndin á að ná mest til þeirra sem eru að velta fyrir sér eigin sam- kynhneigð því að þau hafa fáar fyr- irmyndir. Fæst af ungu samkyn- hneigðu fólki finnur til skyldleika með þeim ýktu persónuleikum sem fjölmiðlarnir sýna. En ég sé að það mætti líka gera mynd um gagnkyn- hneigða krakka sem eru að spá í kynhneigð sína og þeirra leit að hamingjunni,“ leggur Hrafnhildur til. – Það er alltaf erfitt að byrja að vera kynvera. „Já, það er hárrétt,“ samþykkir Þorvaldur, „en vandi samkyn- hneigðra er sérstæður að því leyti að heimurinn sendir leynt og ljóst skila- boð um að eitthvað snúi öfugt, og sé ekki einsog það á að vera. Því fylgir bæði sársauki til að byrja með og óumræðilegur einmanaleiki, þeim finnst þau vera ein í heiminum. Þetta heyrði ég fyrir 20 árum og þetta heyri ég enn í dag.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Samkynhneigðir vita frá upphafi hvað þeir vilja,“ segja Þorvaldur og Hrafnhildur. Múrinn rofinn Þau eru kornung og einlæg, hrein og bein, viðmælendurnir í nýrri heimild- armynd sem fjallar um ungt fólk og sam- kynhneigð. Hildur Loftsdóttir hitti kvikmyndagerðarfólkið. Úr myndinni Hrein og bein. Heimildarmyndin Hrein og bein verður frumsýnd í dag í Regnbog- anum og verður síðan á almennum sýningum dagana 7.–9. apríl. Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2 Tilboð 500 kr. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 3, 5.15, 8 og 10.40. B.i. 12. / Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 11.15. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 2 og 3.45. / Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 2. / Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6 og 8. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV sv mbl Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. Kvikmyndir.isi i i FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8.  SG DV  HL MBL Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 12. Sýnd kl. 2 og 4. / Sýnd kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Með hinum rauðhærða Rupert Grint sem leikur Ron Weasley í HARRY POTTER myndunum ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍKÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Kvikmyndir.is EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.15, 8 OG 10.40. B.I. 16. KEFLAVÍKÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍKÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI Sjóðheit og mögnuð stórmynd með frábærum tæknibrellum. Frá leikstjóranum Jon Amiel. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Íslenskt tal Tilboð 500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.