Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 60
ÉG var að lesa Dagskrá vikunnar 5. tbl., nánar til- tekið bls. 54. Þar er brand- ari sem er á þessa leið: „Hjónabandinu fylgja margar sorgir, einlífinu engin gleði.“ Þetta fannst mér leiðin- leg lesning því ég er nú sjálf búin að vera einhleyp í 25 ár og hef upplifað marga góða tíma. Sem dæmi get ég tek- ið ferð sem ég fór í með föð- ur mínum til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Veðrið var gott og við skoðuðum margt skemmtilegt. Eins hef ég planað mjög spennandi ferðalag í sumar sem ég mun fara í með bróður mín- um. Ég er nú ekki viss um að allir giftir geti státað af því að vera að fara í sam- bærilegt frí. Ég vil bara koma á fram- færi að hinir einhleypu geta alveg notið lífsins og langar mig í því sambandi að minn- ast á ungan mann sem ég sá ganga niður Stórholtið kl. 16.30 hinn 7. mars. Hann var í brúnum flauelsbuxum og blárri úlpu með rauðum röndum og það bókstaflega geislaði af honum því hann brosti svo breitt á göngu- túrnum sínum. Hann var glaður þrátt fyrir að vera einn sem á að vera svo öm- urlegt, samkvæmt Dagskrá vikunnar. Mér finnst að fólk ætti að taka menn eins og hann til fyrirmyndar, byrja að brosa og bara sleppa því að lesa Dagskrá vikunnar. Elísabet Ólafsdóttir, rithöfundur. Gjald á kattaeigendur HVERNIG er það? Á ekki að fara að setja gjald á kattaeigendur eins og á hundaeigendur? Ég tel að það sé mun meiri sóðaskap- ur af köttum heldur en hundum. Ég bý í Kópavogi og fer oft út að labba með minn hund og ef hann gerir þarfir sínar á óheppilegum stað er ég alltaf með poka til að þrífa það upp en það er ann- að upp á teningnum með ketti, þeir fara í sandkassa þar sem börn eru að leika sér og það er ekki skylda, svo ég viti, að láta orma- hreinsa þá eða sprauta gegn veikindum og ekki haft neitt eftirlit með þeim. Ég hef aldrei séð á mín- um göngutúrum neitt eftir hunda en hef heyrt sögur frá fólki sem vinnur á leik- skólum og í skólum að kattaskítur sé þar víða. Ég bara bið viðkomandi aðila að athuga þetta mál og skylda fólk sem er með ketti að láta skrá þá og láta það borga gjald fyrir þá. Það kannski minnkar gjald fyrir besta vin mannsins, þ.e. hundinn. Gjaldið er fáránlega hátt. Með von um skjót við- brögð. Hundavinur. Messuvín, glært og rautt? ANNA hafði samband við Velvakanda og vildi hún fá að vita hvort til væri tvenns konar messuvín, glært og rautt. Segir hún að í fyrra hafi hún fengið glært vín í altarisgöngu um páskana. Gleymdist messan? ÉG hugðist hlusta á guðs- þjónustu mér til sáluhjálpar sunnudagsmorguninn 30. mars. Stillti ég á gufuna. Eftir að hafa hlustað á söng Bubba var ég viss um að þetta væri ekki messa held- ur væri Bubbi að syngja á fundi umhverfissinna. Það sem á eftir kom minnti mest á pólitíkus sem „akit- eraði“ fyrir flokkinn sinn. Og þá er það spurningin: Gleymdist messan? 211123-7619. Tapað/fundið Grár Nokia týndist GRÁR Nokia 3210 týndist nálægt íþróttahúsinu í Kópavogi eða við Berg- staðastræti í miðbænum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552 4456. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Ósmekklegur brandari Morgunblaðið/Þorkell DAGBÓK 60 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... VÍKVERJI ætlar að vera hrein-skilinn. Víkverji ætlar að ljóstra því upp að hann hefur alltaf verið mjög nýjungagjarn, nokkuð sem menn jafnan þvertaka fyrir að vera. Þessi nýjungagirni er reyndar svo til aðeins tengd matvörum, enda Víkverji alltaf verið matgæðingur mikill. Þetta lýsir sér þannig að í hvert sinn sem Víkverji kaupir inn og sér einhverja nýja matvöru á boðstólum stenst hann ekki mátið og verður að kaupa hana, svona til þess að smakka að minnsta kosti einu sinni. Sem getur verið gott því ef hún bragðast illa hverfur löng- unin alfarið til að kaupa hana. Ekki langaði Víkverja t.d. aftur í Súkkó eftir að hafa bragðað þennan ís- lenska súkkulaðigosdrykk einu sinni. Ekki var áhuginn meiri á að kaupa kirsuberjakók oftar en einu sinni, þegar það fékkst hér á landi til skamms tíma á níunda áratugn- um. Sömu sögu er af segja af nýja vanillukókinu, Pepsí Twist og syk- ursnauðu kóki með sítrónubragði. En alltaf verður Víkverji að kaupa þessar vörur einu sinni, bara til að smakka. Á yngri árum beindist þessi nýjungagirni auðvitað að sæl- gætinu fyrst og fremst. Þannig var ekkert indælla en að smakka eitt- hvað nýtt nammi, ein- hverja nýja tegund af dönskum pip- arbrjóstsykri, helst með dufti inní. Með árunum hefur með- tekinn þroski síðan beint áhersl- unum að einhverju leyti frá sælgæt- inu að öðru góðgæti og öllu „menntaðra“, ostum og jafnvel létt- víni. Samt á Víkverji enn bágt með sig er hann sér einhverja nýja sæl- gætistegund í búðarhillunni, tala nú ekki um ef hún er íslensk. Nóa- bombur. Uss, alltof góðar. En auð- vitað er það oftar sem kötturinn er keyptur í sekknum. Auðvitað þurfti Víkverji að prófa Prins Póló með kókosbragði og gott ef ekki hnetum einnig. Þvílíkt og annað eins! Hvern langar ekki í kirsuberjakók og kók- osprins? Svo hefur Víkverji náttúrlega fall- ið fyrir öllum tilraunum landans til að framleiða snakk. Það sleppur þetta sem nú er fáanlegt, enda froðusnakkið að mestu horfið, þetta sem bólgnaði út á tungunni á manni, svo kraumaði í rétt eins og verið væri að steikja tunguna á pönnu. Og hver man ekki eftir fiskisnakkinu? Ekkert slorbragð. Einmitt það já. Og harðfiskurinn með allskonar bragðtegundum? Nei takk, meira að segja hinir nýjungagjörnu kjósa þennan gamla góða, alveg eins og hann er, með harðfisksbragði. Þær eru tvær vörutegundir sem Víkverji prófaði nýverið í fyrsta sinn og féll fyrir. Annars vegar Breakfast in a Bottle frá Chiquita, ávaxtasafi og trefjar saman í flösku, morgunmatur í flösku. Ekki hægt að vera án hans eftir að hafa prófað hann einu sinni og það komið frá manni sem hingað til hefur hvorki getað borðað vott né þurft í morg- unsárið. Hin varan er Gunnars tóm- atsósa, miklu betri en þessi erlenda, alvöru tómatbragð, minnir svolítið á gömlu Vals tómatsósuna, þessa með öllu eplamaukinu í. Pylsusalar not- uðu hana líka mikið, en hún hvar úr búðarhillunum. Rétt eins og þessi nýja Gunnars tómatsósan, hún fæst hvergi orðið. Hvar er hún? Namm, kirsu- berjakók. Nú vantar bara kókosprinsið. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnen og Lóm- ur koma í dag. Eldborg fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fornax, Gemini og Mánaberg fóru í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Bilj- ardáhugafólk, fundur um biljardmál á mið- vikudag kl. 10.30, mæt- ið til að finna ykkur spilafélaga. Áhugafólk um boccia, skráning í bocciaklúbb, í Hraun- seli, sími 555 0142. Fé- lagsheimilið er opið alla virka daga frá kl. 13–17. Kaffi á könnuni kl. 15–16:30. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni minnir á gönguhópinn sem fer frá Hlégarði kl. 11. Komið verður til baka eftir um klukku- stundar göngu. Allir velkomnir, ungir sem gamlir. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjós og á Kjalarnesi. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á þriðjudög- um kl. 13 boccia, mið- vikudögum kl. 10.30 gamlir leikir og dans- ar, fimmtudögum kl. 13 glermálun. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara) kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Sunnudags- fundur deildarinnar verður á morgun, sunnudaginn 2. mars, í félagsheimili LR í Brautarholti 30 og hefst kl. 10. Félagar, fjölmennið. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Opið hús verður þriðjudaginn 8. apríl kl. 20. Sigurður Böðv- arsson krabbameins- læknir flytur fræðslu- erindi um lungnakrabbamein. Allir velkomnir. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvenna- deildar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykjavík- urdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581, og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9– 17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555 0383, eða s. 899 1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu, verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500. Í dag er laugardagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sækist eins og ný- fædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1 Pt. 2, 2.) Stjórnmálasamtökum,sem vilja gera at- lögu að „Fjórflokknum“ og hyggja á framboð fjölgar enn.     Nýjustu samtökinkalla sig „Nýtt afl“ og hyggja á framboð í Reykjavíkurkjördæm- unum báðum í hið minnsta. Samtökin ætla að berjast fyrir því að „gef- ið verði upp á nýtt“, sem er væntanlega til- vísun í stefnu Franklins D. Roosevelt Banda- ríkjaforseta á kreppuár- unum og að auki berjast gegn „spillingarstefnu stjórnvalda“.     Á fundi þar sem sam-tökin kynntu stefnu- mál sín sagði talsmaður þeirra meðal annars: „Við sem að þessum samtökum stöndum er- um gríðarlega óánægð með þá öfugþróun sem hefur orðið í þjóðfélag- inu á undanförnum misserum og við viljum reyna að knýja stjórnar- og stjórnmálaflokkana til þess að beina um- ræðunni nú á meðan menn lifa í landi loforð- anna inn á þau atriði sem við teljum að knýj- andi sé að ræða. Við teljum að ríkisstjórnin hafi gersamlega brugð- ist í að gæta hagsmuna almennings, við teljum að forgangsröðunin og áherslurnar í þjóðfélag- inu séu algerlega rang- ar. Þær einkennist miklu frekar af nokkurs konar minnisvarða- pólitík heldur en því að taka mið af hagsmunum og lífshamingju fólksins í landinu.“     Miðað við þá svörtumynd sem þarna er dregin upp er erfitt að sjá að fulltrúar Nýs afls hafi dvalið mikið á Ís- landi undanfarin ár. Það sem einkenndi síðastliðinn áratug var eitthvert mesta hag- sældarskeið Íslandssög- unnar. Þegar því lauk tókst að lenda efnahags- lífinu mjúklega og nú bendir allt til að nýtt hagvaxtarskeið sé í upp- siglingu. Kaupmáttur launa hefur aukist um tugi prósenta á und- anförnum árum. Skattar á einstaklinga og fyr- irtæki hafa verið lækk- aðir og starfsumhverfi fyrirtækja verið fært í betra horf með ýmsum hætti. Ljóst er að á næstu árum mun gefast svigrúm til verulegra lækkana á sköttum ein- staklinga því til við- bótar. Samt er meiri fjármunum varið í heil- brigðis- og menntamál en nokkurn tímann fyrr. Samið hefur verið um stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi er munu hleypa nýju lífi í þann landshluta jafnt sem efnahagslífið í heild. Er þetta „minn- isvarðapólitík“ og „al- gjörlega röng“ for- gangsröðun? Ef svo er myndu líklega flestir kjósa meira af því sama í stað þess að láta gefa upp á nýtt. STAKSTEINAR Röng forgangsröðun? LÁRÉTT 1 agn, 4 tannstæði, 7 blóm, 8 slagbrandurinn, 9 bragðvísan mann, 11 trassi, 13 karlfugl, 14 slá, 15 lipur, 17 skríls, 20 gruna, 22 að baki, 23 aumingja, 24 mannsnafn, 25 ákveð. LÓÐRÉTT 1 skinnpoka, 2 illska, 3 óhreinkar, 4 íþrótt, 5 saur, 6 landrimi, 10 gufa, 12 vond, 13 húð, 15 þrúga, 16 spilið, 18 vargur, 19 dáið, 20 ofnar, 21 nabbi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fannfergi, 8 tærar, 9 dynur, 10 róa, 11 lúlla, 13 reisn, 15 legil, 8 skáld, 21 oft, 22 áfátt, 23 arinn, 24 kinnungur. Lóðrétt: 2 apríl, 3 narra, 4 endar, 5 gengi, 6 stél, 7 grun, 12 lúi, 14 eik, 15 ljár, 16 grámi, 17 lotin, 18 stafn, 19 álitu, 20 dáni. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.