Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ hafa Austfirðingar orðið fyrir aðkasti vegna náttúru- spjallavilja, áltrúar og auðhringa- dekurs. Alkunna er að þeir hafa verið dregnir á asnaeyrunum fram og aft- ur um hálendið. Þeir hafa misst fisk- veiðiheimildir sínar og aðal-áltrúnað- argoðið er flúið frá þeim til framboðs í Norður-Reykjavík samanber þessa skammdegisvísu í orðastað kjósanda þar. Bráðum mætast stálin stinn strax og lengir daginn. Mömmukvótakóngurinn kominn er í bæinn. Í andlegum keng, illa klæddir og skæddir og með hungurvofuna í dyragættinni eru alltof margir til- búnir að falla fram og tilbiðja kölska sjálfan, bara ef hann gefur þeim salt í grautinn. Esaú seldi Jakobi frum- burðarrétt sinn fyrir baunadisk, Júd- as sveik Jesú fyrir þrjátíu silfurpen- inga og Ingibjörg Sólrún laug að og vanvirti R- listafólk fyrir von um meiri völd. Getum við krafist þess að Jón og Gunna fyrir austan séu síður flas- fengin eða gædd meiri siðferðis- þroska en áðurnefndir einstakling- ar? Við umhverfisverndarfólk og and- stæðingar Kárahnhjúkavirkjunar, a.m.k. þriðjungur þjóðarinnar, eig- um að beina spjótum okkar í rétta átt, að ríkisstjórnarflokkunum, því þar er ekki hvítt að velkja. Þeir meina okkur þjóðaratkvæði í vor, gerum því komandi alþingis- kosningar að þjóðaratkvæða- greiðslu. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- ur eru rúnir trausti í þessu efni og um Samfylkinguna sem umhverfis- verndarflokk þarf ekki að tala, og allra síst eftir að Ingibjörg Sólrún gerðist þar innsti álkoppur í búri. Vinstri grænir hafa einir flokka staðið bjargfastir og einhuga gegn Kárahnjúkavirkjun. Stórsigur þess flokks í vor er nú helsti raunhæfi möguleikinn til vinnings í þessari or- ustu. Aftur austur vegna bréfs Jóhönnu frá Vaðbrekku í Mbl. 7. febrúar. Ég er hræddur um að það verði til lítis fyrir Mið-Héraðsmenn að hlaupa undir pilsin hjá Framsóknarmad- dömmunni eða biðja Smára Geirsson og Friðrik Sophusson að hjálpa sér, ef jarðskjálftar og eldgos hrinda af stað álíka ógnarflóði í Jöklu og gerð- ist 1934 og Kárahnjúkastífla brestur. Að slíkt geti ekki gerst þýðir eki að segja okkur Vestfirðingum eftir fár- viðri og snjóflóð, Vestmannaeyingum eftir gos, Sunnlendingum eftir jarð- skjálftana eða Mývetningum eftir Kröfluelda. Við lifum í landi þar sem náttúru- öflin hafa verið, eru og munu ávallt verða í aðalhlutverki. Og að síðustu, tilvitnun í austfirska sögu. Að „týnd sé æra“ og „töpuð sál“ tel ég enga byrði fyrir þá sem elska ál austur á Reyðarfirði. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, bóndi, Skjaldfönn við Djúp. Til varnar Austfirðingum Frá Indriða Aðalsteinssyni: MIKIÐ hefur verið rætt um skatta- mál að undanförnu og það einkenni- lega við þessa umræðu að þessu sinni er að hún er óvenju skiljanleg. Nánast hver sem getur áttað sig á þróun skattbyrðarinnar undanfarin tvö kjörtímabil án þess að vera með próf í hagfræði. Þegar allt kemur til alls er þetta spurning um grundvall- arspurningu í pólitík: Hvernig skipt- um við gæðunum? Ég hef enga ástæðu til að rengja tölur sem birst hafa í fréttatímum að undanförnu og samkvæmt þeim er greinilegt að bilið milli ríkra og fá- tækra er að aukast. Ef við skoðum þau 10 prósent framteljanda sem raðast í þann hóp sem lægstar hafa tekjurnar hafa tekjur þess hóps hækkað um 60,8 prósent frá árinu 1995. Þetta eru um 5.400 framtelj- endur með 1.710 þús. kr. í heildar- tekjur á ári að meðaltali eða um 143 þúsund krónur á mánuði. En skoðum þá tekjur þess hóps sem tilheyrir þeim 5 prósentum sem mestar tekjur hafa. Þetta eru um 2.700 framteljendur með 18.178 þús. kr. í heildartekjur á ári að meðaltali eða um 1,5 milljónir á mánuði. Sem sé; tekjur þessa hóps hafa hækkað um 134 prósent frá árinu 1995. Tekjur hinna hæstlaunuðu hafa hækkað ríflega tvöfalt meira en tekjur þeirra lægstlaunuðu. Launa- munurinn sem var sjöfaldur árið 1995 en nú orðinn tífaldur. Með öðr- um orðum: Bilið hefur verið að aukast milli þeirra ríkustu og fátæk- ustu. Svona er Ísland í dag og þetta ger- ist ekki af sjálfu sér. Ört stækkandi gjá á milli hinna efnameiri og hinna efnaminni er afleiðing pólitískra ákvarðanna. Svona samfélag vilja fæstir og við getum breytt þessu – strax í vor. GUÐJÓN EGILL GUÐJÓNSSON, Skólavörðustíg 30, 101 Reykjavík. Þeir ríku verða ríkari Frá Guðjóni Agli Guðjónssyni, stjórnarmanni í Samfylkingar- félaginu í Reykjavík: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.                         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.