Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 27 Samkeppnin er öllum opin. Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins velur þrjá vinningshafa. Nöfn verðlaunahafa verða tilkynnt á ársfundi ráðsins sem haldinn verður að Eiðum, Færeyjum, hinn 15. ágúst 2003. Vestnorræna ráðið áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum ef sýnt þykir að engin þeirra kemur til greina. Hannið og sendið inn tillögur að merki fyrir Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 1. verðlaun DKK 6.000 2. verðlaun DKK 3.000 3. verðlaun DKK 1.000 Tillögur skulu berast eigi síðar en 20. maí 2003 til Vestnorræna ráðsins, Austurstræti 14, 5. hæð, IS-150 Reykjavík, Ísland Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins, að upphæð 60.000 danskar krónur, voru fyrst veitt árið 2002, þegar Andri Snær Magnason og Áslaug Jónsdóttir hlutu verðlaunin fyrir Söguna af bláa hnettinum. Þá voru einnig tilnefndar færeyska bókin Kuffa eftir Brynhild Andreasen og grænlenska bókin Sialuarannguaq eftir Jörgen Petersen. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og verða næst afhent á ársfundi Vestnorræna ráðsins sumarið 2004 sem fram fer á Grænlandi. Sigurvegarinn 2002: Sagan af bláa hnettinum www.vestnordisk.is vestnordisk@althingi.is Sími 563 0732 Fax 563 0735 Allar hugmyndir eru vel þegnar en vonast er til að merkið endurspegli á einhvern hátt barna- og unglingabókmenntir vestnorrænu landanna, Grænlands, Íslands og Færeyja. Merki bókmenntaverðlaunanna verður notað í margvíslegu samhengi til kynningar á verðlaununum, svo sem í auglýsingum, tilkynningum o.fl. LJÓST er að alls 80 manns hafa nú látist af völdum HABL, nýs heil- kennis alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, sem talið er að hafi komið fyrst upp í Kína. Þar hafa nú nær 1200 manns fengið sjúkdóminn og 46 látist. Einnig hafa 17 látist í Hong Kong og sjö í Kanada. Að sögn BBC hafa 2.270 manns smitast til þessa en langflestir eða um 90% ná sér aftur eftir um það bil viku veikindi. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið þeim sem ætla að ferðast til Hong Kong eða Guang- dong-héraðs í Kína, þar sem HABL hefur einkum herjað, það ráð að fresta ferðalaginu. Ekki er alveg ljóst hvernig veikin berst milli manna en vísindamenn óttast að hún geti stundum borist með andrúms- loftinu. Íslendingar ekki á heimleið BBC segir að bandarísk stjórn- völd hafi gefið sendiráðsstarfsmönn- um sínum í Peking kost á ókeypis farmiða heim ef þeir óski þess. Eiður Guðnason, sendiherra Íslands í Kína, segir í samtali við Morgun- blaðið, að þetta sé rétt en hann hafi í fyrradag heimsótt bandaríska sendi- ráðið og fengið að vita að enginn starfsmannanna hafi þegið boðið. Að sögn Eiðs er ekki mikill ótti ríkjandi í borginni vegna HABL. „Í Peking gengur lífið sinn vana- gang,“ sagði Eiður og bætti við að ekki væru neinar ráðagerðir um að íslenskir starfsmenn yfirgæfu land- ið. Hann var nýlega í Hong Kong, þar sem um 20 Íslendingar eru bú- settir. Sagði hann að þar hefði borið nokkuð á gagnrýni á stjórnvöld sem sökuð væru um að hafa brugðist of seint við sjúkdómnum. Enginn Ís- lendinganna væri hins vegar á heim- leið vegna HABL. Heilkenni alvarlegrar lungnabólgu Vitað að 80 hafa látist 2&& &3 ()& * 2-& ((#$ )& 4 &$$& 3  51 $&& + ! (2 ( *) (* )&-&  67-& ( ) & ( /(-& ( / & -& ( *(&%7 )#' * 8&-& () (()* 8&-& * 9  &-&3 ) / &  /& & -$3 '+ :-& +# ) !$&& ( &  (  & (& ;(<!/=>+&"&7  &  &$ & &  &&        /  B?" C( $$ #** .        ! "#   ,- RÁÐSTEFNAN um framtíð Evr- ópu, eins og „stjórnlagaþing“ Evr- ópusambandsins (ESB) er kallað, lagði til í gær að í því ígildi stjórn- arskrár ESB sem þingið er nú með í smíðum, verði ákvæði sem geri aðild- arlöndum kleift að segja sig úr sam- bandinu. Fulltrúarnir 105, sem sæti eiga á ráðstefnunni og eru frá öllum núver- andi og tilvonandi aðildarríkjum ESB, munu nú ræða þessa tillögu í samhengi við heildartillögu að fram- tíðarstjórnarskrá fyrir sambandið sem á að liggja fyrir í sumar. Í ákvæðisdrögunum er kveðið á um, að hvert aðildarland ESB geti sagt sig úr sambandinu „í samræmi við eigin stjórnlög“. Jean-Luc Deheane, varaforseti ráðstefnunnar, útskýrði að ákvæðið væri sérstaklega smíðað til að koma til móts við efasemdarmenn um Evr- ópusamrunann sem kærðu sig ekki um að „læsast inni“ í ESB. Það var Valery Giscard d’Estaing, forseti ráðstefnunnar, sem í fyrra setti hugmyndina um úrsagnar- ákvæði fyrst á flot, en í núgildandi stjórnlögum ESB er slíkt ekki að finna. Úrsögn úr ESB gerð möguleg Brussel. AFP. FRANSKA dagblaðið Le Monde höfðaði á fimmtudag meiðyrðamál á hendur höfundum og útgefendum bókar þar sem blaðið er vænt um hræsni og hlutdrægni. Í stefnunni fer blaðið fram á eina milljón evra (um 83 milljónir kr) í skaðabætur. Bókin heitir „Hið hulda andlit Le Monde“, og er eftir blaðamennina Pierre Pean og Philippe Cohen og hefur verið á metsölulistum frá því hún kom út fyrir mánuði. Í stefnunni segir að „finna megi meiðyrði á hverri einustu síðu“ bók- arinnar og því sé í stefnunni lögð megináhersla á kafla þar sem gefið sé til kynna að blaðið hafi farið fram með glæpsamlegum hætti. Í bókinni er því haldið fram að Le Monde hafi haldið verndarhendi yfir morðingj- um Caludes Erignacs, héraðsstjóra Korsíku. Þá er haldið fram að blaðið hafi gert tilraun til að setja mark sitt á frönsk stjórnmál og þjóðfélag. Meðal annars hafi blaðið rekið her- ferð til stuðnings forsetaframboði Edouards Balladurs 1995 og stutt Lionel Jospin „eins og reipið styður hengdan mann“ 2002. Ritstjórar Le Monde hafa lagt sig fram um að bera til baka þær ásak- anir, sem fram koma í bókinni, en gagnrýnendur segja að þeim hafi ekki tekist að hrekja einstakar ásak- anir með sannfærandi hætti. Le Monde í meið- yrðamál París. AFP. STRÍÐ Í ÍRAK SIR Christopher Meyer, fyrrver- andi sendiherra Bretlands í Wash- ington, segir að Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hafi talið George W. Bush Bandaríkjaforseta á að hefja ekki stríð í Írak skömmu eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Þetta kemur fram í heimilda- mynd sem sýnd var í PBS-sjónvarp- inu bandaríska í fyrrakvöld. Sendiherrann fyrrverandi segir að menn í bandaríska hernum hafi fyrstu dagana eftir hryðjuverkin lagt fast að Bush að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Þegar Blair hafi rætt við Bush í Camp Dav- id, sveitasetri forsetans í Maryland, nokkrum dögum síðar hafi honum tekist að telja forsetann á að leggja fyrst til atlögu við hryðjuverkasam- tökin al-Qaeda og stjórn talibana í Afganistan. „Þetta var skoðun Tony Blairs: Hvað sem þú gerir í Íraksmálinu ættir þú að einbeita þér að brýnasta verkefninu og það er að uppræta al- Qaeda og setja talibanastjórninni úr- slitakosti,“ sagði Sir Christopher. Að sögn sendiherrans fyrrverandi ákvað Bush að „bíða með Írak þar til seinna“. Eftir að stjórn talibana var komið frá völdum hafi Blair sagt Bush að leita þyrfti friðsamlegra lausna á Íraksdeilunni áður en her- valdi yrði beitt gegn Saddam. Sir Christopher sagði að Tony Blair hefði boðist til þess að reyna að telja leiðtoga Evrópuríkja á að styðja hernað gegn stjórn Íraks. „Blair sagði: Ef þið viljið gera þetta upp á eigin spýtur hafið þið hern- aðarmátt til þess, en við teljum að jafnvel stórveldi eins og Bandaríkin þurfi að gera þetta með bandamönn- um,“ sagði sendiherrann fyrrver- andi. Blair sagður hafa talið Bush á að seinka stríðinu NÆSTUM tvö þúsund danskir múslimar báðu fyrir friði í Írak á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. „Við biðjumst venjulega ekki fyrir utandyra á föstudögum,“ sagði Imam Fatih Alev við þá sem komnir voru saman á torginu. „En staðan í Írak er svo alvarleg að við verðum að sýna samstöðu okkar [með fólkinu þar].“ Bænastundin stóð í um klukku- stund og fór vel fram, að sögn lög- reglunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem múslimar halda bænastund á Ráðhústorginu en um 3% Dana eru múslimatrúar. AP Beðið fyrir friði á Ráðhústorginu ÞRÍR liðsmenn hersveita Breta og Bandaríkjamanna, ófrísk kona og bílstjóri hennar, biðu bana þegar sprengja sprakk í bifreið sem stödd var við eina af eftirlitsstöðvum bandamanna í Írak. Svo virðist sem um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Atburðurinn átti sér stað við eft- irlitsstöð norðvestur af Bagdad í fyrrakvöld, um 18 km frá Haditha- stíflunni, um 130 km frá landamær- um Íraks og Sýrlands. Í yfirlýsingu yfirstjórnar hersveita bandamanna var ekki tekið fram að um sjálfs- morðsárás hefði verið að ræða en at- burðurinn líktist mjög einni slíkri 29. mars sl. þegar leigubílstjóri sprengdi bifreið sína í loft upp fyrir framan eftirlitsstöð bandamanna nærri borginni Najaf, með þeim af- leiðingum að fjórir bandarískir her- menn biðu bana. Sögðu íraskir ráðamenn þá að vænta mætti fleiri slíkra árása. Verðlaunuðu þeir fjölskyldu sprengjumannsins ríkulega með fjármunum. Í yfirlýsingu yfirherstjórnarinnar í gær sagði að ófrísk kona hefði stig- ið út úr bifreiðinni og byrjað að „æpa af ótta“. Í þann mund hefði bifreiðin sprungið í loft upp með þeim afleið- ingum að þrír hermenn, sem komið höfðu aðvífandi, biðu bana og tveir til viðbótar særðust. Konan beið einnig bana, sem og bílstjóri bifreið- arinnar. Þrír hermenn féllu í sjálfsmorðsárás As Saliyah í Katar. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.