Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Jóhann-esson frá Þor- valdsstöðum í Hvítár- síðu fæddist á Hallkelsstöðum 17. október 1912. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík 29. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann- es Benjamínsson, f. 26. desember 1872, d. 24. mars 1958, og Halldóra Sigurðar- dóttir, f. 27. maí 1876, d. 8. júní 1972. Systkini Sigurðar eru Guðný, f. 1904, d. 1979, Aðalheiður Helga, f. 1906, Benjamín Nikulás, f. 1909, d. 1991, Erlingur, f. 1915, og Þór- hildur, f. 1917, d. 2000. Unnusta Sigurðar var Þorbjörg Jónsdóttir frá Bjarnastöðum, f. 7. desember 1919, d. 15. febrúar 1941 ásamt stúlku- barni þeirra. Sigurð- ur kvæntist Sturlínu Sturludóttur í maí 1947 og áttu þau saman þrjá syni sem eru: 1) Ásgeir, f. 1946, kvæntur Sig- rúnu Finnjónsdótt- ur, f. 1948. Börn þeirra eru Finnjón, f. 1967, dóttir hans er Eva María, f. 1991, Eva, f. 1974, maki Ágúst Frið- riksson, f. 1968, dótt- ir þeirra er Ragn- heiður, f. 2002, Kristín, f. 1988. 2) Kristján, f. 1952, maki Sigurveig Einarsdóttir, f. 1955, dóttir hans er Ína Dóra, f. 1975. 3) Halldór, f. 1958. Útför Sigurðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin kukkan 14. Látinn er sómamaðurinn Sigurð- ur, tengdafaðir minn, á 91. aldurs- ári. Sigga sá ég í fyrsta sinn sum- arið 1966 er ég kom að Þorvaldsstöðum sem tilvonandi tengdadóttir. Margar góðar minn- ingar á ég um Sigga sem ég á eftir að ylja mér við í framtíðinni. Alltaf voru móttökurnar jafn ljúfar þegar við komum í heimsókn, sama hver tími sólarhringsins var eða hvort sem var sumar, páskar eða á jólum, þá var alltaf sami hlýleikinn sem tók á móti manni. Fastur liður var að spyrja hvort eitthvað væri títt hjá okkur, tekið hraustlega í nefið og öllum boðið með. Siggi var hógvær og traustur, aldrei heyrði ég hann hallmæla öðru fólki, hann var ákaf- lega hagmæltur og fór létt með vísnagerð en vildi lítið úr þeim hæfi- leikum gera og sagði sem svo að það væru aðrir sér betri í að hnoða sam- an vísu. Það var fróðlegt að hlusta á hann segja frá ferðum sínum um landið en Siggi var vel minnugur á alla staðhætti úr sínum ferðum og eftir frásögnum annarra. Elsku Siggi, nú hefur þú fengið langþráða hvíld og það var bjart yfir ásjónu þinni þegar þú sofnaðir svefninum langa. Mér er efst í huga þakklæti og virðing. Takk fyrir allt og allt, ég mun sakna þín. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður, (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.) Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Sigrún. Elsku afi. Laugardaginn 29. mars rann upp stór stund, það var kveðju- stund, þú kvaddir þennan heim og fórst yfir í þann næsta. Þú áttir langa, góða og friðsama ævi þar sem þú mættir bæði sorg og gleði, horfð- ir á líf koma og fara og á þínu ævi- skeiði leystir þú margar þrautir sem lífið lagði fyrir þig. Stærsta hluta ævi þinnar var Lína amma þér við hlið og tókust þig á við það verkefni saman að koma upp heimili og búi en einnig ólu þið upp þrjá syni og komuð þeim til manns. Á stundum sem þessum, þegar ástvinur kveður, fer hugurinn á flakk og margar minningar koma í kollinn. Núna fyll- ist hugur minn af hlýjum, vinaleg- um, traustum og sumum hverjum broslegum minningum um þig. Í huga mér sé ég þig að störfum á Þorvaldsstöðum, umkringdan kind- unum þínum og stundum voru heim- alningar sem hændust að þér og komu hlaupandi á móti þér þegar þú komst færandi hendi til þeirra. Þú varst þó í essinu þínu þegar þú fórst upp að Hólmavatni að leggja net. Þar var svo bjart yfir þér að draga inn veiðina, spjalla og jafnvel reyna að plata okkur krakkana til að taka í nefið með þér. Það var greinilegt á tali þínu síðustu mánuði og ár að hugur þinn fór oft upp að vatni og það er ég viss um að þar verður hægt að finna fyrir nærveru þinni í framtíðinni. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu heppin við erum og hvað við eigum góða að. Ég verð að viðurkenna að það er svo í mínu til- felli. Þegar ég var yngri þótti mér sjálfsagt að eiga afa og ömmu sem bjuggu í sveit. Í mínum huga áttu allir að eiga afa og ömmu í sveit. Afa sem hugsaði um kindur, lagði kapla, tók í nefið og lagði sig í hádeginu og ömmu sem prjónaði sokka og peys- ur, eldaði besta ömmumat í heimi og steikti kleinur. En það eru ekki allir eins heppnir og ég. Ég er bara að sjá það betur og betur eftir því sem ég eldist að ég var virkilega heppin og hafði aðgang að miklum auði. Það að fá sem barn og unglingur að kynnast sveitinni og náttúrunni er mikið og gott veganesti sem ég hef heft með mér út í lífið. Takk afi, takk amma. Takk fyrir það sem þið hafið gefið mér. Elsku amma. Guð styrki þig og veri með þér alltaf. Eva. Örfá orð að leiðarlokum: Á Þor- valdsstöðum fyrir meira en sjötíu árum. Fyrstu minningar strákhnokka á fimmta ári í fangi Sigga, vetrarmannsins á bænum, sem kennir honum lag eða vísu. Strákhnokkinn og Siggi tengjast síðar sterkum böndum hinnar hljóðu sorgar. „Þær stundir koma, er ræna manninn máli.“ H.H. Á Þorvaldsstöðum tuttugu árum seinna. Vetrarmaðurinn var orðinn bóndi þar og strákhnokkinn kall á Bjarnastöðum. Þeir voru að bjástra með eitthvert drasl á nýþvegnu eld- húsgólfinu. Lína hin bráðmyndarlega hús- freyja, hafði brugðið sér af bæ. Því féll það í hlut nýkomnu kaup- unnar að sunnan að bera á borð fyr- ir þá kaffi og meððí. Það voru áreið- anlega til margir stampar af allskonar kökum í búrinu hennar Línu, en kaupan staflaði bara Frón- kexi á disk og bókstaflega hellti því (mundi ekki eftir þröskuldinum) yfir húsbónda sinn og Bjarnastaðakarl- inn, sem hún sá þarna í fyrsta sinn. Nú, eftir meira en hálfa öld, sitja þau saman, kaupan og Bjarnastaða- kallinn og reyna að koma á blað ör- fáum orðum til að þakka Sigga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir þau og hana Lóu litlu sem kallaði hann afa alla tíð. Margs er að minnast frá liðnum samverustundum. Söngurinn hennar Línu og hlátrar ómuðu oft í bláa tandurhreina eldhúsinu, ekki síst þegar hún reyndi af mikilli þol- inmæði að kenna kaupunni rétt handtök við húsverkin. Þá brosti Siggi inn í sig og fór stundum með viðeigandi vísu. Hann opnaði dyrnar inn í ljóðaveröldina og sagnaheiminn, sem Hallkels- staðafólkinu var næstum eins sjálf- sagður og að draga andann. Siggi var prúður og orðvar mað- ur, sem bar með sér hlýju og gæsku til manna og málleysingja. Þökkum við hverja stund með honum. Já, við höfum margt að þakka ykkur, Lína mín. Þessi fátæklegu orð eru kveðjuorð að leiðarlokum til Sigga og samúðarkveðjur til þín og þinna. Edda og Páll Jónsson. Kæri vinur. Nú er komið að því að við kveðjumst og ekki er það létt. Ég veit að þú ert hvíldinni feginn og þakklátur því að vera kominn á þann stað þar sem þú getur fylgst með náttúrunni. Mig langar að fá að þakka okkar kynni sem voru mér til happs og vonandi þér til góðs einn- ig. Ég man þegar ég fékk að koma fyrst í sveitina til þín. Það var mér „borgarbarninu“ mikið afrek að fara í sveit en pabbi hafði verið hjá þér og því þótti gott fyrir mig að fara. Ég var búin að koma til ykkar Línu á sumrin í heyskap áður með for- eldrum mínum en nú var það öðru- vísi. Ég átti að koma ein og vera yfir sauðburðinn og hjálpa til. Þú tókst mér að sjálfsögðu vel, eins og þér var lagið, þegar þú náðir í mig að Hreðarvatnsskála í rútuna. Á leið- inni heim að Þorvaldsstöðum léstu mig fá tóbaksklút sem þú sagðir að allir sveitamenn hefðu til að snýta sér í. Þennan klút gekk ég ávallt með síðan þó að Lína væri ekki par ánægð með að þú værir að hafa þetta fyrir stelpunni. En svona varstu. Þetta var partur af sveita- mennskunni og þetta var eitthvað sem ég þurfti að læra enda var ég ekki nema átta ára þegar ég tók fyrst í nefið við mikla hrifningu þína enda hnerraði ég einhver ósköp og grét í marga tíma. Eftir þetta var það árlegur viðburður að þú réttir mér tóbaksklútinn þegar ég kom svo ég gæti verið viðbúin skælunum sem fylgja því að fara í fjárhúsin og taka í nefið. Elsku Siggi minn, ég vil fá að þakka þér fyrir þá blessun að leyfa mér að taka þátt í hversdagslífi ykk- ar og fá að kynnast því hvernig al- vara lífsins er. Mér hefur oft orðið hugsað til þess hvernig þú nenntir að vera með mig sífellt á hælunum við öll þín verk og alltaf á hverju sumri að fá heimalninginn til þín sem vék ekki frá þér. Þegar var komið að því að taka það rólega gastu spilað við mig svo tímunum skipti til þess að mér leiddist ekki. Ekki gerðir þú mig síður stolta þeg- ar þú sagðir mér af ef næsta lamb yrði gimbur þá yrði það mitt. Borg- hatta gerði mig að ríkri manneskju sem gerði mér kleift að taka bílpróf enda var ég sauðfjárbóndi mikill að mínu mati. Mig langar, elsku Siggi minn, að fá að þakka þér fyrir hversu mikið þú hafðir að gefa þessari stelpukind sem kom til ykkar á sumrin. Fyrir mér var þetta ævintýri sem ég veit að hefur gert mig að betri persónu en ég hefði nokkurn tímann geta orðið án þess að fá að þekkja þig. Okkar stundir og samvera veittu mér meira en nokkur önnur lífs- reynsla sem ég hefði getað orðið fyrir á þessum árum. Ég vildi að mín börn gætu verið eins lánsöm og ég og fengið að kynnast þínum persónuleika og njóta handleiðslu þinnar í gegnum þessi ár sem svo oft verða ungling- um erfið. Elsku Siggi minn, ég veit að núna sérðu bæði fjöllin og túnin sem þér voru svo mikilvæg og þú getur fylgst með því hvernig sauð- burðurinn gengur í Hvítársíðunni, núna líður þér vel. Elsku Lína, Ásgeir, Kristján, Dóri og fjölskyldur, megi guð blessa ykkur í söknuði ykkar. Kveðja, Borghildur Sigurðardóttir. SIGURÐUR JÓHANNESSON JÓHANNA HENDEN ELLERTSSON SANDANE, Noregi, lést laugardaginn 15. mars. Jarðsett var mánudaginn 24. mars í Noregi. Vandamenn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og mágur, SØREN STAUNSAGER LARSEN, Víkurgrund 8, Bergvík, Reykjavík, lést föstudaginn 28. mars. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofanir. Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Anders Staunsager Larsen, Martin Staunsager Larsen, Lóa Katrín Biering, Jens Staunsager Larsen og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI JÓHANNSSON, Þingholtsstræti 30, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstu- daginn 4. apríl. Rannveig Laxdal, Agnar B. Helgason, Kristín E. Hólmgeirsdóttir, Berglind Helgadóttir, Jónas Friðbertsson, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Gauti Grétarsson og barnabörn. Eiginmaður minn, KRISTINN BJÖRNSSON frá Fáskrúðsfirði, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi LSH við Hringbraut sunnu- daginn 23. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Innilegar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas og allra, sem sýnt hafa samúð. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Benediktsdóttir. Eiginkona mín, HÓLMFRÍÐUR HÓLMGEIRSDÓTTIR, Byggðavegi 136a, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 3. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar Níels Krüger. Frænka mín og vinkona, MARGARET E. KENTTA, lést í Edinborg mánudaginn 31. mars. Fyrir hönd dætra hinnar látnu, Elisabeth og Alison Dodds, Ragnheiður Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.