Morgunblaðið - 05.04.2003, Side 17

Morgunblaðið - 05.04.2003, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 17 MISJAFNT er hvort stærstu vörslu- aðilar séreignarlífeyrissparnaðar borgi þann kostnað sem til fellur þeg- ar einstaklingar færa sparnað sinn til þeirra. Búnaðarbankinn hefur að undanförnu auglýst í Morgunblaðinu að þeir sem eigi séreignarlífeyris- sparnað hjá öðrum vörsluaðila hafi nú tækifæri til að færa sparnaðinn til bankans. Hann taki á sig kostnað við flutninginn sem viðskiptavinir þyrftu annars að greiða. Hafliði Kristjánsson, forstöðumað- ur sölu- og markaðssviðs Kaupþings, segir að fyrirtækið greiði þennan kostnað fyrir viðskiptavini. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs sparisjóðanna, segir þá ekki greiða viðskiptavinum fyrir að færa viðskipti sín til þeirra. „Við lát- um meta okkur út frá góðri þjónustu, sem hefur til dæmis komið vel fram í ánægjuvoginni. Við höfum frá upp- hafi greitt hæstu vextina á verð- tryggðum reikningum, miðað við sambærilega lífeyrisreikninga í bankakerfinu. Þannig höfum við í raun greitt viðskiptavinunum fyrir.“ Ólafía Harðardóttir, sjóðsstjóri hjá Landsbanka, segir að bankinn taki ekki á sig kostnað við flutning við- skiptavina til bankans. „Hins vegar tekur Landsbankinn ekki kostnað ef viðkomandi er í Vörðunni eða gengur í Vörðuna með sín heildarfjármál,“ segir hún, en Varðan er heildarfjár- málaþjónusta fyrir einstaklinga. Kristjana Sigurðardóttir, sjóðs- stjóri hjá Íslandsbanka, segir bank- ann greiða þann kostnað sem til falli þegar viðskiptavinur færi séreignar- sparnað sinn til sjóðs í bankanum. Sumir greiða kostnað vegna flutnings lífeyris TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Eimskipafélagi Íslands að undan- förnu. Fjárfestingarfélagið Straumur hefur aukið hlut sinn í félaginu úr 5,86% hinn 11. febrúar í 9,07% hinn 1. apríl sl. Skeljungur hefur aukið hlut sinn á sama tímabili úr 5,75% í 7,75% og Kaupþing er nú meðal 10 stærstu, með 3,01%. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur selt af sínum hlut en hinn 11. febrúar átti sjóðurinn 4,03%. Lífeyr- issjóðir Bankastræti 7 hafa einnig minnkað hlut sinn í Eimskip á tíma- bilinu, úr 3,16% í 1,48%. !"# $%&"'&() &  1  ( 2 $$  -   1 3    1  1 4 "1 5   61    ! 2 . 7 28  1 /    9  : 4  " ;  1 6 122 /   /3 < =   6  /  -1 1    (   ) + & * ' # ($ (( (  ( () (+ "% #"!% !"!% "! % " % "!% "% "#% "% "!% "#% "$% " % "% "% "$% "% Straumur með 9,07% í Eimskip Moody’s um sameiningu BÍ og Kaupþings Óbreytt lánshæfis- mat Bún- aðarbanka RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Moody’s í London segir að lánshæf- ismat sitt á Búnaðarbankanum haldist óbreytt um sinn á meðan sameiningarviðræður bankans við Kaupþing banka eru svo skammt á veg komnar. Telur Moody’s of snemmt að segja til um hvort láns- hæfismat Búnaðarbankans breyt- ist. Í fréttatilkynningu sem fyrir- tækið birti í gær segir að líklegt sé að matið sjálft breytist ekki þó bankinn verði sameinaður Kaup- þingi banka en líklegt sé að fram- tíðarhorfur Búnaðarbankans verði metnar sem „stöðugar“ en ekki „já- kvæðar“ eins og nú er. Frá þessu segir í frétt Reuters. Þar segir að hugsanleg breyting á mati á framtíðarhorfum Búnaðar- bankans endurspegli þá óvissu sem fylgi því að sameina tvo banka með ólíka starfsemi. Búnaðarbankinn sé fyrst og fremst viðskiptabanki en Kaupþing banki hins vegar fjárfest- ingarbanki með megnið af starf- semi sinni erlendis. Moody’s telur að bankarnir tveir geti virkað vel saman en segir tölu- verða áhættu þó fylgja sameiningu svo ólíkra banka. Í Morgunpunkt- um Kaupþings í gær er vitnað í til- kynningu Moody’s en þar segir að verði af sameiningu bankanna tveggja muni „nýtt lánshæfismat bankanna fyrst og fremst taka mið af því hvernig stjórnendum tekst að halda á spöðunum í sameiningar- ferlinu; að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu jafnframt því að stýra aukinni áhættu sem hugsan- lega gæti fylgt rekstri Kaupþings banka.“ Fermingarskartgripir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.