Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.04.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT nýjum úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu ber íslenska ríkinu að greiða Pétri Þór Sigurðssyni lögmanni 25 þúsund evr- ur í bætur, eða rúmar tvær milljónir króna, og 15 þúsund evrur í máls- kostnað, eða 1,3 milljónir króna, þar sem brotið hafi verið gegn rétti Pét- urs um að fá að flytja mál sitt fyrir óháðum og hlutlausum dómstóli. Snerist málið um meint vanhæfi Guðrúnar Erlendsdóttur hæstarétt- ardómara og telur dómstóllinn að Pétur Þór hafi með réttu getað efast um hlutleysi Hæstaréttar í máli sem hann höfðaði gegn Landsbankanum. Sjö dómarar Mannréttindadóm- stólsins dæmdu í málinu og voru þeir allir sammála um að brotið hefði verið gegn rétti lögmannsins. Sex dómarar voru sammála um að lögmaðurinn ætti rétt á bótum. Meðal dómara var Davíð Þór Björgvinsson. Forsaga málsins nær aftur til árs- ins 1985 er Pétur Þór höfðaði skaða- bótamál á hendur Landsbankanum þar sem starfsmaður bankans hefði gefið ranga yfirlýsingu sem leiddi til þess að í Hæstarétti varð niðurstaða honum í óhag í fjárkröfumáli. Í maí árið 1994 óskaði Pétur Þór eftir end- urupptöku málsins í Hæstarétti og var á það fallist fimm mánuðum síðar. Var hinn fyrri dómur felldur úr gildi með hæstaréttardómi í mars árið 1995. Í kjölfarið stefndi Pétur Þór Landsbankanum til greiðslu skaða- bóta þar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna athafna starfsmanns bankans. Var bankinn sýknaður af þeirri kröfu og skaut Pétur Þór mál- inu til Hæstaréttar. Klofnaði rétturinn í afstöðu sinni en meirihlutinn, þrír dómarar, taldi að Pétur Þór hefði ekki sýnt fram á að hann væri eigandi umræddrar kröfu. Tveir dómarar komust að ann- arri niðurstöðu og töldu að bankinn hefði átt að greiða lögmanninum bæt- ur. Meirihlutann í þessu máli skipuðu Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein en í minnihluta voru Markús Sigur- björnsson og Gunnlaugur Claessen. Skömmu eftir hæstaréttardóminn fékk Pétur Þór að vita um fjárhags- leg samskipti maka Guðrúnar Er- lendsdóttur við Landsbankann og fór hann fram á endurupptöku skaða- bótamálsins í Hæstarétti á þeirri for- sendu að Guðrún hefði verið vanhæf. Varðar hlutleysisreglur Mann- réttindasáttmála Evrópu Eftir að þeirri beiðni hafði verið hafnað í tvígang skaut Pétur Þór mál- inu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að það væri tækt til frekari efnismeðferðar. Í úrskurði dómstólsins segir að engin gögn hafi bent til þess að Guð- rún hafi verið hlutdræg í málinu gegn Landsbankanum. Hins vegar geti þrennskonar kringumstæður leitt til þess að málið varðaði við hlutleysis- reglur Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Dómstóllinn telur ekki neina ástæðu til að ætla að Guðrún og henn- ar maður hefðu haft beina hagsmuni af niðurstöðu máls Péturs Þórs gegn Landsbankanum. Þar sem málin hafi hins vegar verið í gangi á svipuðum tíma hafi Pétur Þór með réttu getað efast um hlutleysi Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn um meint vanhæfi hæstaréttardómara Dæmir íslenskum lög- manni 2 milljónir í bætur HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, og Árni Magnússon, stjórnarformaður Þróunarsam- vinnustofnunar (ÞSS), undirrituðu í gær samstarfssamning sem markar upphaf að víðtæku samstarfi ÞSS og Háskólans um kennslu, rannsóknir og stúdentaskipti á sviði þróunar- mála. Samstarfssamningurinn tekur til þriggja ára og kveður meðal ann- ars á um að Háskóli Íslands leitist við að efla rannsóknir og kennslu á sviði þróunarsamstarfs og stuðli að því að haldin verði námskeið um mál- efni og aðstæður þróunarlanda. Jafnframt voru undirritaðir tveir sértækir samningar um fyrstu verk- efnin sem stofnað verður til á grund- velli samstarfssamningsins. Þar er annars vegar um að ræða samning um stofnun lektorsstöðu í mann- fræði þróunar við félagsvísindadeild Háskólans og hins vegar samningur við læknadeild Háskólans um rann- sóknarverkefni tveggja læknanema í Malaví, en ÞSS hóf árið 2000 sam- starf við þarlend heilbrigðisyfirvöld um byggingu héraðssjúkrahúss og heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu. Það voru Sighvatur Björgvinsson, forstöðumaður Þróunarsamvinnu- stofnunar, Páll Skúlason rektor, Reynir Tómas Geirsson, deildarfor- seti læknadeildar, Ólafur Þ. Harð- arson, deildarforseti félagsvísinda- deildar, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, varadeildarfor- seti félagsvísinda og skorarfor- manns mannfræði- og þjóðfræði- skorar, sem undirrituðu samningana Skylda okkar að sýna samstöðu með alþjóðasamfélaginu Páll Skúlason sagði við þetta tæki- færi að það ætti að vera sjálfsagður hluti af starfi auðugra ríkja í vest- urheimi að byggja upp þróunarstarf með fátækari þjóðum í þriðja heim- inum í miklu ríkari mæli en gert hafi verið. „Við búum á þessari jörð sam- an og við sem erum efnaðari eigum að deila okkar auðæfum í miklu rík- ari mæli og hjálpa öðrum til að þróa sitt mannlíf með sínum hætti. Þetta á að vera sjálfsagður hlutur og Há- skóli Íslands á að leggja miklu meira af mörkum en hann hefur gert og ég treysti því að á næstu árum verði hér um mikið og jákvætt starf að ræða. Við erum ekki aðeins að gera þetta fyrir aðra heldur líka fyrir sjálf okk- ur, við erum að auðgast af því að tengjast þessum löndum sem eru fjarri okkur og þetta er liður í því að þroskast sem manneskjur,“ sagði Páll. Halldór Ásgrímsson lýsti ánægju sinni með samningana og sagði að málefni þróunaraðstoðar og friðar- gæslu væri vaxandi þáttur í starfi ut- anríkisráðuneytisins en framlög til þróunaraðstoðar hefðu tvöfaldast á síðastliðnum 8 árum. Hann sagðist vilja spá því að hlutskipti þeirra sem yrðu í ríkisstjórn á næstu misserum yrði að auka framlög til þessara mála en ekki að minnka þau. „Það er skylda okkar að auka þró- unaraðstoð og sýna samstöðu okkar með alþjóðasamfélaginu, sýna skiln- ing og samúð á hlutskipti annarra þjóða og þar er ekkert þjóðfélag sem ég gæti hugsað mér í meiri þörf fyrir slíkt en Malaví, þar sem maður sér ekki gamalt fólk, það er ekki til, mað- ur sér aðeins ungt fólk og miðaldra fólk, og börnin eru fjölmennust eins- og allir vita sem þangað hafa komið,“ sagði Halldór. Samningur milli Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Kennsla og rannsóknir á sviði þróunarmála efldar Morgunblaðið/Golli Árni Magnússon, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindastofnunar, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, varaforseti félagsvísindadeildar HÍ, og Geir Gunnlaugsson, yfirlæknir hjá Miðstöð heilsuverndar barna, kynna samstarfið um kennslu og rannsóknir á sviði þróunarmála. KARLMAÐUR var fluttur með reykeitrun á Heilsugæslustöð Akra- ness á miðvikudagskvöld eftir bruna í bílskúr á Hellissandi. Bílskúrinn er nýlega byggður og er talið að kvikn- að hafi í út frá rafmagni. Nokkur reykur barst inni í eitt herbergi íbúðarhúss við skúrinn. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík var ekki um mikinn eld að ræða en skemmdir í skúrnum vegna sóts og reyks eru töluverðar. Þá brunnu hjólbarðar og glæný útidyrahurð m.a. Tilkynnt var um eldinn á tíunda tímanum á miðvikudagskvöld. Sá sem fluttur var á sjúkrahúss hafði komið húseiganda til aðstoðar áður en Slökkvilið Snæfellsbæjar kom á vettvang, en varð frá að hverfa. Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslustöðinni reyndist reyk- eitrun mannsins ekki alvarleg. Fékk reyk- eitrun í bíl- skúrsbruna MAÐUR varð undir jarðvegi sem hrundi úr bakka skurðar við Rofabæ sem verið var að vinna ofan í um tvö- leytið í fyrradag. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem var kall- að á vettvang, stóð nánast höfuð mannsins eitt upp úr. Mokað var nið- ur á manninn og hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala – háskóla- sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn læknis á slysadeild Land- spítalans var maðurinn lurkum lam- inn eftir atvikið en að öðru leyti ómeiddur og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Grófst í mold upp að hálsi ÞRÍR piltar um tvítugt voru hand- teknir og færðir í fangageymslu lög- reglunnar í Reykjavík seint á mið- vikudagskvöld vegna líkamsárásar í Mosfellsbæ þá um kvöldið. Eru piltarnir grunaðir um að hafa ráðist á jafnaldra sinn og barið hann í höfuð með þeim afleiðingum að flytja varð hann á sjúkrahús. Ekki mun hann þó vera alvarlega slasaður að sögn lögreglu. Árásarmennirnr flúðu af vettvangi á bíl eftir árásina, en voru stöðvaðir af lögreglumönnum á Grensásvegi. Handteknir eftir líkamsárás ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í JÚNÍ halda tveir læknanemar, þau Sigríður Bára Fjalldal og Þórð- ur Þórarinn Þórðarson, til Malaví og vinna þar að rannsóknarverk- efnum sínum. Að sögn Sigríðar munu þau dvelja hjá íslenskum lækni, Halldóri Jónssyni, og starfa þar við mæðravernd og ungbarna- eftirlit. „Þarna er nýbyggð heilsugæslu- stöð sem við munum starfa við en við munum einnig fara út í þorpin og kanna aðstæður þar,“ segir Sig- ríður. Hún segir að verkefnið legg- ist vel í hana. „Við eigum eftir að fá undirbún- ing á næstu vikum og svo er bara að skella sér í lestur. Ég er búin að lesa mér aðeins til um Malaví og kynna mér mæðraverndina. Maður veit svo lítið um hvernig ástandið er en þetta á allt eftir að koma í ljós þeg- ar við komum út og þá verður bara að taka á því. Þetta er auðvitað mikið ævintýri og og góð reynsla og ég hlakka mikið til,“ segir Sigríður. Mæðravernd í Malaví
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.