Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 8

Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nonni minn, hvað viljum við láta eyða miklu í skattalækkanir? Kynningardagur ITC á Íslandi Starf í ITC er fyrir alla Á MORGUN er al-þjóðlegur kynn-ingardagur sam- taka sem bera skamm- stöfunina ITC sem stend- ur fyrir „International Training in Communica- tion“ og er samkvæmt því ekki íslenskt að uppruna. Eins og margt gott sem sprettur upp ytra, hefur það borist til Íslands. Kristana Milla Thor- steinsson hefur verið ötull málsvari og starfsmaður ITC á Íslandi um langt árabil og á morgun verður hún útnefnd heiðursfélagi ITC á Íslandi, enda „hefur Kristjana Milla verið félagi í ITC í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hér- lendis. Hún hefur gegnt fjölmörg- um embættum innan samtakanna á Íslandi, verið í alþjóðastjórninni og verið mjög ötul við að miðla yngri og óreyndari félögum af reynslu sinni,“ eins og Fanney Úlfarsdóttir, landsforseti ITC, segir. Um er að ræða kaffisam- sæti henni til heiðurs í Blómasal Hótels Loftleiða sem hefst klukk- an 15. Kristjana svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvar verður þessi alþjóðlegi kynningardagur og segðu okkur eitthvað frá honum … „Á síðasta ári var í fyrsta skipti haldinn alþjóðlegur kynningar- dagur ITC. Þá útnefndu ITC- samtök um allan heim „Sam- skiptajöfur ársins“. Vigdís Finn- bogadóttir er Samskiptajöfur íslensku ITC-samtakanna, og var heiðursgestur á landsþingi þeirra í maí 2002. Að þessu sinni er 12. apríl 2003 alþjóðlegur kynningar- dagur ITC. Deildir innan samtak- anna munu tengjast í „mælsku- maraþoni“ sem hefst á Nýja Sjálandi að morgni 12. apríl og endar með ræðukeppni sólarhring síðar. Íslenskar ITC-deildir munu þó ekki taka þátt í þessu mara- þoni.“ – Hvað er ITC og fyrir hvað stendur það? „ITC stendur fyrir „Inter- national Training in Communica- tion“, eru samtök sem stofnuð voru 1938 í Bandaríkjunum af Ernestine White. Markmið ITC er sjálfsþroski. Kjörorð Ernestine er „Heimur batnandi fer vegna þeirra sem vilja það og stíga skref til að svo megi verða. ITC var stofnað á Íslandi 1975 á kvennaárinu. Í fyrstu hétu sam- tökin Málfreyjur, en nafninu var breytt eftir að jafnréttislög voru samþykkt í Bandaríkjunum. Eftir það máttu samtökin ekki vera kvenkennd. Mikið var leitað að góðu íslensku nafni, en það fannst ekki. Niðurstaðan varð sú, að samtökin heita nú ITC á Íslandi, þjálfun í mannlegum samskiptum. Það er nafn sem lýsir mjög vel því sem við erum að vinna að.“ – Er ITC öflugt á Íslandi og er það Íslendingum mikil- vægt? „ITC eru öflug sam- tök á Íslandi með 166 félaga og 10 deildir. Þjálfun í mannlegum samskiptum er mjög mikilvæg í daglegu lífi, bæði hér á Íslandi og ekki síður fyrir þá sem þurfa að vera í viðskiptum við aðr- ar þjóðir eða starfa í útlöndum. Miklar kröfur eru gerðar til fólks og margir þurfa vegna vinnu sinnar að koma skoðunum sínum á framfæri við aðra. Hjá ITC er hægt að fá þjálfun á þeim hraða sem hentar hverjum og einum í að koma fram opinberlega og tala fyrir framan hóp af fólki af öryggi. Hræðsla við ræðustólinn er al- menn og sumir segjast heldur vilja deyja en að halda ræðu. Hjá ITC er mikil áhersla lögð á ræðu- mennsku. Árlegar ræðukeppnir eru haldnar og félagar fá verkefni á fundum við að semja fræðsluefni og ræður og æfa sig í flutningi. Sumt fræðsluefni er frumsamið, en annað fáum við frá alþjóðasam- tökunum. Þessi þjálfun er því mörgum kærkomin í ljósi al- mennu hræðslunnar við að halda ræður sem ég gat um áðan. ITC leggur líka mikla áherslu á fund- arstjórn og nefndarstörf.“ – Hvernig er starfsemi ITC háttað? „Mikið starf fer fram í alls kon- ar nefndum, bæði hjá hinu opin- bera og hjá einkafyrirtækjum. Margir kvarta undan því að nefnda- og fundafarganið sé orðið starfinu til trafala og lítill árangur náist. Þar getur ITC komið til hjálp- ar. Allir sem vilja eru virkir og vinna í nefndum og læra að stjórna fundum.“ – Hvernig er frammistaða fólks metin? „Ekki eru gefnar einkunnir fyr- ir frammistöðu, heldur er gefið hæfnismat. Verkefnið er metið og vanur félagi segir á því kost og löst. Allir byrja strax að þjálfa sig í hæfnismati, sem þeir nota bæði á sjálfa sig og aðra. Gam- an er að þjálfa sig í því, þegar horft er á stjórn- málamenn og aðra í sjónvarpinu.“ – Fyrir hverja er ITC, þ.e.a.s. hverjum nýtist það helst? „Segja má að starf í ITC sé fyr- ir alla, bæði konur og karla, enda nýtist það í kringumstæðum sem oft koma fyrir í daglegu lífi fólks. Með starfi í ITC kemst á betra samband við heimili, í félögum þar sem fólk starfar og manna í mill- um í viðskiptum, svo eitthvað sé nefnt.“ Kristjana Milla Thorsteinsson  Kristjana Milla Thorsteinsson útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er og útskrifuð í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands. Krist- jana Milla hefur verið félagi í ITC á Íslandi í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hérlendis. Hefur gegnt fjölmörgum embættum innan samtakanna hér á landi og setið í alþjóðastjórninni. Krist- jana Milla er ekkja, en eigin- maður hennar var Alfreð Elías- son, forstjóri Loftleiða og Flug- leiða. Þau áttu sex börn. Heimur batnandi fer vegna þeirra … „ÉG var að vinna sem vaktstjóri hjá skyndibitastað áður en ég greindist með krabbamein síðasta vor,“ út- skýrir Jónas Ingólfur Gunnarsson, tvítugur maður af Snæfellsnesi sem í gær opnaði málverkasýningu í K-byggingu Landspítalans. „Ég vann alveg eins og brjálæðingur og var alltaf veikur þegar ég kom heim, en var aldrei veikur í vinnunni eins og sannur Íslend- ingur. Síðan veiktist ég meira og var lagður inn á spítala.“ Jónas segir að næstu tvo mánuði hafi læknarnir ekki fundið út hvað var að honum. „Ég var bókstaflega við dauðans dyr. Eftir að ég kom út af spítalanum fór ég á þjóðhátíð og naut sumarsins. Síðan fyrir jólin byrjaði ég að mála.“ Verkin á sýningunni hefur Jónas unnið í krabbameinsendurhæfing- unni í Kópavogi. Flest verkanna eru náttúrulistaverk en inni á milli eru verk sem hafa birst honum í draumi. „Þetta eru verk sem ég vil kalla draumaabstrakt,“ útskýrir Jónas. „Það eru myndir sem mig hefur dreymt og þurft að koma nið- ur á blað.“ Jónas segist vera iðinn við að mála og oft sé hann að vinna að mörgum myndum í einu. „Það er yf- irleitt alltaf þannig. Á meðan ég bíð eftir að ein þorni er ég byrjaður á annarri. Þannig að þetta er sam- felld keðja.“ Jónas segir myndlist- ina hafa höfðað sterkt til sín eftir að hann greindist með eitlakrabba- mein fyrir um ári. „Ég gat ekki unn- ið, en þá varð ég að gera eitthvað annað, annars verður maður bara geðveikur. Til að halda geðheilsu byrjaði ég að taka upp pensilinn.“ Jónas hefur haft áhuga á að teikna og mála frá því hann var barn á Snæfellsnesinu. „Ég er búinn að vera að krassa á veggi síðan ég var smápolli og mamma var alveg brjáluð yfir því,“ segir hann og hlær. Málverk Jónasar eru efnaþynnt akrílverk. „Ég set rosalega miklar tilfinningar í hvert verk,“ útskýrir Jónas. „Ég get ekki unnið neitt nema að það búi eitthvað á bak við. Ef ég er alveg tómur get ég ekki málað, þá er ekkert sem ég get sett niður á blað. Enda þá yrði verkið bara falskt.“ Jónas hefur nú lokið átta mánaða lyfjameðferð og mánaðar geisla- meðferð. „Ég er að bíða eftir rann- sókn til að sjá hvort að ég er hólp- inn.“ Sýning Jónasar verður opnuð í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 1. maí. Ungur maður sem greindist með eitlakrabbamein á síðasta ári heldur myndlistarsýningu á Landspítala „Að mála er mín geðrækt“ Morgunblaðið/Golli Jónas Ingólfur Gunnarsson við verkið Ljós í fjarska. „Þetta verk er rosa- lega sterkur draumur sem mig dreymdi. Það tjáir hvað krabbameinssjúk- lingar ganga í gegnum. Svarta veran í miðjunni getur verið krabbameins- sjúklingur og hvítu verurnar fyrir aftan og til hliðar geta verið aðstand- endur. Þeir geta ekki leitt sjúklinginn. Hann verður að fara sjálfur í gegn- um þetta. Sumir lenda í hvirfilbyljum og eldingum en aðrir komast að ljósinu. Ég ætla að vona að ég komist þangað.“ KEPPENDUR í spurningaþættin- um „Viltu vinna milljón?“ á Stöð 2 hafa aldrei verið staðnir að því að svindla eða gera tilraun til slíks að sögn Heimis Jónassonar, dagskrár- stjóra innlendrar dagskrár á Stöð 2. Í Bretlandi hefur þátttakandi orð- ið uppvís að svindli í breskri útgáfu þáttarins. Heimir segir að sem betur fer heyri mál sem þetta til undantekn- inga, reynsla hans sé sú að allir sem komi í þáttinn séu heiðarlegir og taki þátt af fullum heilindum Hann segir að aðstandendur og þátttakendur fari í þáttinn með því hugarfari að hafa gaman af. Heimir segir að engu að síður sé haft strangt eftirlit með keppendum og áhorfendum í sjón- varpssal í útsendingu og hafi örygg- isráðstafanir verið auknar enn frek- ar eftir að upp komst um svindlið í Bretlandi. „Við fylgjumst alltaf mjög vel með því sem er að gerast í útsendingunni, bæði hvert keppandinn er að horfa og einnig fylgjumst við náið með áhorfendum í sal. Við pössum upp á að það sé algjört hljóð í salnum og ítrekum það reglulega,“ segir Heim- ir. Hann segir að komi eitthvað upp sé að sjálfsögðu stoppað um leið og þeir sem verði uppvísir að svindli missi rétt á þátttöku. Strangt eftirlit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.