Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nonni minn, hvað viljum við láta eyða miklu í skattalækkanir? Kynningardagur ITC á Íslandi Starf í ITC er fyrir alla Á MORGUN er al-þjóðlegur kynn-ingardagur sam- taka sem bera skamm- stöfunina ITC sem stend- ur fyrir „International Training in Communica- tion“ og er samkvæmt því ekki íslenskt að uppruna. Eins og margt gott sem sprettur upp ytra, hefur það borist til Íslands. Kristana Milla Thor- steinsson hefur verið ötull málsvari og starfsmaður ITC á Íslandi um langt árabil og á morgun verður hún útnefnd heiðursfélagi ITC á Íslandi, enda „hefur Kristjana Milla verið félagi í ITC í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hér- lendis. Hún hefur gegnt fjölmörg- um embættum innan samtakanna á Íslandi, verið í alþjóðastjórninni og verið mjög ötul við að miðla yngri og óreyndari félögum af reynslu sinni,“ eins og Fanney Úlfarsdóttir, landsforseti ITC, segir. Um er að ræða kaffisam- sæti henni til heiðurs í Blómasal Hótels Loftleiða sem hefst klukk- an 15. Kristjana svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvar verður þessi alþjóðlegi kynningardagur og segðu okkur eitthvað frá honum … „Á síðasta ári var í fyrsta skipti haldinn alþjóðlegur kynningar- dagur ITC. Þá útnefndu ITC- samtök um allan heim „Sam- skiptajöfur ársins“. Vigdís Finn- bogadóttir er Samskiptajöfur íslensku ITC-samtakanna, og var heiðursgestur á landsþingi þeirra í maí 2002. Að þessu sinni er 12. apríl 2003 alþjóðlegur kynningar- dagur ITC. Deildir innan samtak- anna munu tengjast í „mælsku- maraþoni“ sem hefst á Nýja Sjálandi að morgni 12. apríl og endar með ræðukeppni sólarhring síðar. Íslenskar ITC-deildir munu þó ekki taka þátt í þessu mara- þoni.“ – Hvað er ITC og fyrir hvað stendur það? „ITC stendur fyrir „Inter- national Training in Communica- tion“, eru samtök sem stofnuð voru 1938 í Bandaríkjunum af Ernestine White. Markmið ITC er sjálfsþroski. Kjörorð Ernestine er „Heimur batnandi fer vegna þeirra sem vilja það og stíga skref til að svo megi verða. ITC var stofnað á Íslandi 1975 á kvennaárinu. Í fyrstu hétu sam- tökin Málfreyjur, en nafninu var breytt eftir að jafnréttislög voru samþykkt í Bandaríkjunum. Eftir það máttu samtökin ekki vera kvenkennd. Mikið var leitað að góðu íslensku nafni, en það fannst ekki. Niðurstaðan varð sú, að samtökin heita nú ITC á Íslandi, þjálfun í mannlegum samskiptum. Það er nafn sem lýsir mjög vel því sem við erum að vinna að.“ – Er ITC öflugt á Íslandi og er það Íslendingum mikil- vægt? „ITC eru öflug sam- tök á Íslandi með 166 félaga og 10 deildir. Þjálfun í mannlegum samskiptum er mjög mikilvæg í daglegu lífi, bæði hér á Íslandi og ekki síður fyrir þá sem þurfa að vera í viðskiptum við aðr- ar þjóðir eða starfa í útlöndum. Miklar kröfur eru gerðar til fólks og margir þurfa vegna vinnu sinnar að koma skoðunum sínum á framfæri við aðra. Hjá ITC er hægt að fá þjálfun á þeim hraða sem hentar hverjum og einum í að koma fram opinberlega og tala fyrir framan hóp af fólki af öryggi. Hræðsla við ræðustólinn er al- menn og sumir segjast heldur vilja deyja en að halda ræðu. Hjá ITC er mikil áhersla lögð á ræðu- mennsku. Árlegar ræðukeppnir eru haldnar og félagar fá verkefni á fundum við að semja fræðsluefni og ræður og æfa sig í flutningi. Sumt fræðsluefni er frumsamið, en annað fáum við frá alþjóðasam- tökunum. Þessi þjálfun er því mörgum kærkomin í ljósi al- mennu hræðslunnar við að halda ræður sem ég gat um áðan. ITC leggur líka mikla áherslu á fund- arstjórn og nefndarstörf.“ – Hvernig er starfsemi ITC háttað? „Mikið starf fer fram í alls kon- ar nefndum, bæði hjá hinu opin- bera og hjá einkafyrirtækjum. Margir kvarta undan því að nefnda- og fundafarganið sé orðið starfinu til trafala og lítill árangur náist. Þar getur ITC komið til hjálp- ar. Allir sem vilja eru virkir og vinna í nefndum og læra að stjórna fundum.“ – Hvernig er frammistaða fólks metin? „Ekki eru gefnar einkunnir fyr- ir frammistöðu, heldur er gefið hæfnismat. Verkefnið er metið og vanur félagi segir á því kost og löst. Allir byrja strax að þjálfa sig í hæfnismati, sem þeir nota bæði á sjálfa sig og aðra. Gam- an er að þjálfa sig í því, þegar horft er á stjórn- málamenn og aðra í sjónvarpinu.“ – Fyrir hverja er ITC, þ.e.a.s. hverjum nýtist það helst? „Segja má að starf í ITC sé fyr- ir alla, bæði konur og karla, enda nýtist það í kringumstæðum sem oft koma fyrir í daglegu lífi fólks. Með starfi í ITC kemst á betra samband við heimili, í félögum þar sem fólk starfar og manna í mill- um í viðskiptum, svo eitthvað sé nefnt.“ Kristjana Milla Thorsteinsson  Kristjana Milla Thorsteinsson útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er og útskrifuð í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands. Krist- jana Milla hefur verið félagi í ITC á Íslandi í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hérlendis. Hefur gegnt fjölmörgum embættum innan samtakanna hér á landi og setið í alþjóðastjórninni. Krist- jana Milla er ekkja, en eigin- maður hennar var Alfreð Elías- son, forstjóri Loftleiða og Flug- leiða. Þau áttu sex börn. Heimur batnandi fer vegna þeirra … „ÉG var að vinna sem vaktstjóri hjá skyndibitastað áður en ég greindist með krabbamein síðasta vor,“ út- skýrir Jónas Ingólfur Gunnarsson, tvítugur maður af Snæfellsnesi sem í gær opnaði málverkasýningu í K-byggingu Landspítalans. „Ég vann alveg eins og brjálæðingur og var alltaf veikur þegar ég kom heim, en var aldrei veikur í vinnunni eins og sannur Íslend- ingur. Síðan veiktist ég meira og var lagður inn á spítala.“ Jónas segir að næstu tvo mánuði hafi læknarnir ekki fundið út hvað var að honum. „Ég var bókstaflega við dauðans dyr. Eftir að ég kom út af spítalanum fór ég á þjóðhátíð og naut sumarsins. Síðan fyrir jólin byrjaði ég að mála.“ Verkin á sýningunni hefur Jónas unnið í krabbameinsendurhæfing- unni í Kópavogi. Flest verkanna eru náttúrulistaverk en inni á milli eru verk sem hafa birst honum í draumi. „Þetta eru verk sem ég vil kalla draumaabstrakt,“ útskýrir Jónas. „Það eru myndir sem mig hefur dreymt og þurft að koma nið- ur á blað.“ Jónas segist vera iðinn við að mála og oft sé hann að vinna að mörgum myndum í einu. „Það er yf- irleitt alltaf þannig. Á meðan ég bíð eftir að ein þorni er ég byrjaður á annarri. Þannig að þetta er sam- felld keðja.“ Jónas segir myndlist- ina hafa höfðað sterkt til sín eftir að hann greindist með eitlakrabba- mein fyrir um ári. „Ég gat ekki unn- ið, en þá varð ég að gera eitthvað annað, annars verður maður bara geðveikur. Til að halda geðheilsu byrjaði ég að taka upp pensilinn.“ Jónas hefur haft áhuga á að teikna og mála frá því hann var barn á Snæfellsnesinu. „Ég er búinn að vera að krassa á veggi síðan ég var smápolli og mamma var alveg brjáluð yfir því,“ segir hann og hlær. Málverk Jónasar eru efnaþynnt akrílverk. „Ég set rosalega miklar tilfinningar í hvert verk,“ útskýrir Jónas. „Ég get ekki unnið neitt nema að það búi eitthvað á bak við. Ef ég er alveg tómur get ég ekki málað, þá er ekkert sem ég get sett niður á blað. Enda þá yrði verkið bara falskt.“ Jónas hefur nú lokið átta mánaða lyfjameðferð og mánaðar geisla- meðferð. „Ég er að bíða eftir rann- sókn til að sjá hvort að ég er hólp- inn.“ Sýning Jónasar verður opnuð í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 1. maí. Ungur maður sem greindist með eitlakrabbamein á síðasta ári heldur myndlistarsýningu á Landspítala „Að mála er mín geðrækt“ Morgunblaðið/Golli Jónas Ingólfur Gunnarsson við verkið Ljós í fjarska. „Þetta verk er rosa- lega sterkur draumur sem mig dreymdi. Það tjáir hvað krabbameinssjúk- lingar ganga í gegnum. Svarta veran í miðjunni getur verið krabbameins- sjúklingur og hvítu verurnar fyrir aftan og til hliðar geta verið aðstand- endur. Þeir geta ekki leitt sjúklinginn. Hann verður að fara sjálfur í gegn- um þetta. Sumir lenda í hvirfilbyljum og eldingum en aðrir komast að ljósinu. Ég ætla að vona að ég komist þangað.“ KEPPENDUR í spurningaþættin- um „Viltu vinna milljón?“ á Stöð 2 hafa aldrei verið staðnir að því að svindla eða gera tilraun til slíks að sögn Heimis Jónassonar, dagskrár- stjóra innlendrar dagskrár á Stöð 2. Í Bretlandi hefur þátttakandi orð- ið uppvís að svindli í breskri útgáfu þáttarins. Heimir segir að sem betur fer heyri mál sem þetta til undantekn- inga, reynsla hans sé sú að allir sem komi í þáttinn séu heiðarlegir og taki þátt af fullum heilindum Hann segir að aðstandendur og þátttakendur fari í þáttinn með því hugarfari að hafa gaman af. Heimir segir að engu að síður sé haft strangt eftirlit með keppendum og áhorfendum í sjón- varpssal í útsendingu og hafi örygg- isráðstafanir verið auknar enn frek- ar eftir að upp komst um svindlið í Bretlandi. „Við fylgjumst alltaf mjög vel með því sem er að gerast í útsendingunni, bæði hvert keppandinn er að horfa og einnig fylgjumst við náið með áhorfendum í sal. Við pössum upp á að það sé algjört hljóð í salnum og ítrekum það reglulega,“ segir Heim- ir. Hann segir að komi eitthvað upp sé að sjálfsögðu stoppað um leið og þeir sem verði uppvísir að svindli missi rétt á þátttöku. Strangt eftirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.