Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 11
„AÐ FLYTJA að heiman er stórt skref fyrir ein-
staklinga með þroskahömlun ekki síður en aðra.
Það er líka stórt skref fyrir foreldra þeirra og að-
standendur,“ segir María Jónsdóttir félagsráðgjafi
hjá Styrktarfélagi vangefinna en hún ritstýrir
handbókinni Að flytja að heiman sem er ætlað að
veita upplýsingar og ráðgjöf til þroskahamlaðra og
foreldra þeirra. Bókin er sú fyrsta í ritröð sem
Styrktarfélagið hyggst gefa út.
„Það vantar tilfinnanlega efni fyrir þroskahaml-
aða á auðlesnu máli og einnig fyrir foreldra þeirra
sem fjallar um ýmsar breytingar sem verða í lífi
fólks. Nú þegar eru komnar hugmyndir að næstu
bók á auðlesnu máli,“ segir María.
Árið 2001 bauð María ásamt Sigrúnu Brodda-
dóttur forstöðuþroskaþjálfa nemum hjá Kenn-
araháskóla Íslands úr þroskaþjálfaskor að skrifa
sögu á auðlesnu máli um aðila sem er að flytja að
heiman og þær breytingar sem fylgja í kjölfarið.
Þrír nemar, Lilja Guðjónsdóttir, Ósk Unnarsdóttir
og Silja Árnadóttir, unnu þrjá fyrstu kafla bók-
arinnar sem eru á auðlesnu máli og ætlaðir þroska-
hömluðum.
„Í þessum köflum er í máli og myndum sett upp
saga ungrar þroskahamlaðrar konu sem flytur að
heiman og fjallað um þær breytingar sem fylgja í
kjölfarið,“ útskýrir María. Í bókinni skrifar fagfólk
einnig kafla fyrir foreldra þar sem finna má
reynslusögur þeirra. Þá deila tvær þroskahaml-
aðar konur reynslu sinni með lesendum og hvernig
þær upplifðu það að flytja að heiman. Þá er einnig
að finna kafla með ýmsum hagnýtum upplýs-
ingum.
„Foreldrar gegna mjög stóru hlutverki í lífi fatl-
aðra barna sinna og hafa stundum mótað lífsskil-
yrði þeirra meira en annarra barna sinna,“ segir
María. „Það er stórt skref að flytja að heiman og
getur verið erfitt fyrir foreldra að sleppa takinu og
láta aðra sjá um að sinna þeim verkefnum sem
börn þeirra þurfa aðstoð með. En fólk með þroska-
hömlun nýtur sama sjálfræðis og jafnaldrar þeirra.
Það er líka eðlilegur hlutur að þau flytji að heiman
eins og aðrir. Þetta á að vera eðlilegt ferli og það er
mjög mikilvægt að þau flytji á sama aldursskeiði
og aðrir, þ.e. oft á milli tvítugs og þrítugs. Þegar
komið er fram á fertugsaldurinn er allt orðið í fast-
ari skorðum og erfiðara og stundum vand-
meðfarnara að fara í gegnum þessar breytingar.“
María segir að ekki sé talað um það úrræðaleysi
sem er í búsetumálum fatlaðra í bókinni. Hún seg-
ist vonast til að úr þeim vanda leysist fljótlega.
„Biðlistar eru langir, aðallega á stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Það er sorglegt þegar ekki er hægt að
verða við óskum fjölmargra fjölskyldna.“
Búnaðarbankinn styrkti útgáfu bókarinnar að
hluta en hún er fáanleg hjá Styrktarfélaginu í
Skipholti. Einnig má panta hana í gegnum Netið.
Styrktarfélag vangefinna gefur út bókina Að flytja að heiman
Stórt skref en eðlilegt ferli að
þroskahamlaðir flytji að heiman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
María Jónsdóttir félagsráðgjafi.
SJÓMAÐUR úr áhöfn norska selveiðiskipsins
Polarfangst fótbrotnaði er hann féll á milli jaka
í hafíshröngli 160 sjómílur vestnorðvestur af
Ísafjarðardjúpi í fyrradag. Var hann fluttur
með TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar á
Landspítalann sem sótti hann um borð í varð-
skipið Ægi.
Sjómaðurinn hafði ásamt félögum sínum ný-
lokið við að losa annað selveiðiskip, Polarsyssel,
úr hafís þegar slysið varð. Varðskipið Ægir var
þá komið á staðinn til að taka Polarsyssel í tog
vegna bilunar og hóf Polarfangst þá veiðar að
nýju. Sjómaðurinn mun hafa verið að hlaupa
um á ísnum við veiðarnar þegar hann slasaðist
og var hann þá fluttur um borð í Ægi. Læknir í
þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var í sam-
bandi við varðskipið og kom þá í ljós að nauð-
synlegt var að sækja hinn slasaða með þyrlunni.
Hún fór í loftið klukkan 21:19 á miðvikudags-
kvöld og átti fyrir höndum 260 sjómílna leið að
varðskipinu. Varð þyrlan að lenda á Rifi til að
taka eldsneyti áður en haldið var áfram. Um
miðnættið var búið að hífa hinn slasaða um
borð og lenti þyrlan við Landspítalann í Foss-
vogi um kl. hálfþrjú í fyrrinótt.
Gert var ráð fyrir að Ægir kæmi með Pol-
arsyssel til íslenskrar hafnar á hádegi í dag,
föstudag.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Varðskipsmenn fara á léttabát með dælur yfir í selveiðiskipið í Polarsyssel. Nær er Polarfangst.
Fótbrotnaði í
hafís við selveiðar
EFTIRTALIN skipa framboðslista
Nýs afls í Reykjavíkurkjördæmi
norður við alþingiskosningar 10.
maí nk.:
1. Guðm. G. Þórarinsson verk-
fræðingur, 2. Höskuldur Höskulds-
son framkvæmdastjóri, 3. Mjöll
Helgadóttir, MSc félagsvísindi, 4.
Inga Lúthersdóttir hjúkrunar-
fræðinemi, 5. Guðrún Þóra Hjalta-
dóttir næringarráðgjafi, 6. Sigrún
Ármanns Reynisdóttir rithöfundur,
7. Gunnur Petra Þórsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, 8. Dagrún Jóns-
dóttir öryrki, 9. Óttar M. Norðfjörð
heimspekingur, 10. Árni Friðbjarn-
arson pípulagningarmeistari, 11.
Kolbrún Metúsalemsdóttir tann-
smiður, 12. Þór Saari hagfræðing-
ur, 13. Bergsteinn Gizurarson
verkfræðingur, 14. Harvey
Georgsson, starfsm. við lyfjaframl.,
15. Ólafur Hrólfsson markaðs-
fulltrúi, 16. Einar Guðmundsson
prentari, 17. Ásta Árný Einars-
dóttir öryrki, 18. Ingvar Ásmunds-
son, fyrrv. skólameistari, 19. Krist-
jana Guðrún Arinbjarnardóttir
öryggisfulltrúi, 20. Ásdís Ámunda-
dóttir skrifstofumaður, 21. Geir
Sigurðsson húsamíðameistari, 22.
Magnús Jónsson, fyrrv. skólastjóri.
Listi Nýs afls í
Reykjavíkurkjör-
dæmi norður
LANGFLESTAR hinna meintu fals-
ana í stóra málverkafölsunarmálinu
eru eignaðar Svavari Guðnasyni, tæp-
lega 70 myndir, og er Pétur Þór
Gunnarsson sakaður um flestar fals-
anirnar en Jónas Freydal Þorsteins-
son er ákærður fyrir tvær þeirra.
Sonur Svavars, Svavar Guðni Svav-
arsson, skoðaði allar þessar myndir
fyrir dómi í gær og veitti ekki af
þremur mönnum til að sjá um að bera
myndir inn í salinn. Mátti samt heyra
á honum að þetta gengi einum of
hægt en hafa verður í huga að hann
hafði áður gaumgæft myndirnar hjá
ríkislögreglustjóra. Svavar fullyrti
hiklaust að ekki ein einasta mynd
væri eftir föður sinn. Hann hefði fyrst
séð þær í tengslum við rannsókn
þessa máls auk þess sem hin slöku
gæði myndanna, s.s. daufleg litanotk-
un, væri ótvírætt merki um að ein-
hver annar hefði málað þær.
„Ég svara afdráttarlaust: Nei,“
sagði Svavar þegar Jón H. Snorrason
saksóknari spurði hann hvort mögu-
legt væri að föður hans hefði tekist
illa til við gerð þessara mynda. Svavar
greindi einnig frá því að faðir hans
hefði notað dýra olíuliti sem hann
hefði á tímabili pantað frá Englandi. Í
málinu er einmitt talsvert deilt um
litategundir, forverðir hafa borið að
alkíð hafi verið í litum í myndum
Svavars en slíkt efni ekki verið í máln-
ingu sem notuð var við listsköpun
þegar myndirnar voru gerðar. Vörnin
hefur á hinn bóginn sagt að alkíð hafi
verði í ódýrum tómstundalitum frá 3.
áratug síðustu aldar.
„Ofan í svartadjúpið“
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og
vinur bæði Kjarvals og Svavars
Guðnasonar, kom einnig fyrir dóminn
sem vitni. Hjá ríkislögreglustjóra
hafði hann borið um að margar mynd-
ir listmálaranna sem ákært er fyrir
væru ekki málaðar af þeim. Thor
baðst undan því að þurfa að skoða
myndirnar á nýjan leik í dómssalnum,
sagði að framburður sinn hjá lögreglu
hefði verið eftir fullri sannfæringu.
Vitnisburðurinn hefði jafnframt kraf-
ist gríðarlegrar einbeitingar og valdið
honum mikilli vanlíðan og óaði honum
við að þurfa að fara aftur „ofan í
svartadjúpið“.
Vildi hann fyrir alla muni komast
hjá því að upplifa þetta aftur og fá
þess í stað að halda einbeitingu sinni
og sálarró. Thor tók skýrt fram að
hann vildi leggja sitt af mörkum í
þágu málsins, ekki gæti hann unað
því að allt sem honum þætti kærast
væri lítilsvirt. Allir málsaðilar féllust
á að það nægði að hann staðfesti lög-
regluskýrslu sína sem hann og gerði.
Gamall vinur Svavars, Karl Ómar
Jónsson, bar á sömu lund. Hann
þekkti enga af þeim myndum sem
ákært er fyrir.
Thor var síðasta vitni dagsins.
Lungann úr deginum höfðu verjend-
urnir, þau Sigríður Rut Júlíusdóttir
hdl. og Karl Georg Sigurbjörnsson
hrl., beint spurningum að Viktori
Smára Sæmundssyni, forverði á
Listasafni Íslands. Hann hefur rann-
sakað flest ef ekki öll þau olíumálverk
sem ákært er fyrir og komist að þeirri
niðurstöðu að þau væru fölsuð. Verj-
endurnir spurðu hann í þaula út í að-
ferðir sem beitt var, hvers vegna lita-
sýni hafi ekki verið aldursgreind, hví
rannsókn sumra verka hefði tekið allt
að þremur árum og báðu um frekari
útskýringar á ýmsum niðurstöðum.
Viktor svaraði spurningunum skil-
merkilega en búast má við að veru-
lega verði tekist á um skýrslu hans í
málflutningsræðum.
Aðalmeðferð málsins hefur dregist
á langinn en gert hafði verið ráð fyrir
að henni lyki í dag. Þess í stað verður
henni frestað fram yfir páska.
Sonur Svavars Guðnasonar í framburði sínum í stóra málverkafölsunarmálinu
Fullyrðir að engin mynd-
anna sé eftir föður sinn
MEÐAL aðferða sem forverðir
hafa beitt við rannsóknir sínar á
málverkum, sem ákært er fyrir í
stóra málverkafölsunarmálinu, er
að lýsa þær með útfjólubláu ljósi.
Með því sést ef eldri málning er
undir yfirborði myndanna.
Á einu verkanna er höfund-
armerki sem eignað hefur verið
Þorvaldi Skúlasyni. Viktor Smári
Sæmundsson forvörður telur að
undir yfirborðinu sé eldri merk-
ing, stafirnir Poul og S. Verjandi
Péturs Þórs Gunnarssonar, Sigríð-
ur Rut Júlíusdóttir hæstarétt-
arlögmaður, dró í gær verulega í
efa að Viktor hefði rannsakað
svæðið fyrir ofan P-ið. Bókstaf-
urinn gæti því í raun verið Þ og
því gæti þetta hafa verið mis-
heppnuð höfundarmerking en hún
sagði þekkt að hann merkti mynd-
ir sínar með Þorv S.
Eftir nokkurt þjark stakk Pétur
Guðgeirsson dómsformaður upp á
því að annar sérfræðingur yrði
fenginn til að rannsaka merk-
inguna og féllust málsaðilar á það.
Niðurstaðan verður kynnt eftir
páska.
Poul S eða
Þorv S?
FIMM aðilar löggðu inn tilboð í
byggingu snjóflóðavarnar-
garða á Seyðisfirði en tilboð í
verkin voru opnuð hjá Ríkis-
kaupum í dag. Þeir sem skiluðu
tilboðum voru Ístak hf., Hér-
aðsverk hf., Suðurverk hf.,
Sandblástur ehf. og Íslenskir
aðalverktakar hf. sem voru með
lægsta tilboðið. Nam það 147
milljónum króna eða rúmum
helmingi af kostnaðaráætlun
verkkaupa sem eru Fram-
kvæmdasýsla ríkisins og Seyð-
isfjarðarkaupstaður. Kostnað-
aráætlun hljóðaði upp á 264
milljónir.
Á Seyðisfirði er gert ráð fyrir
að byggja tvo garða, 200 metra
langan leiðigarð og og 400
metra þvergarð. Verða þeir um
20 metra háir og liggja uppi á
brún undir Bjólfinum en svæð-
ið er í um 650 metra hæð. Nú
tekur við vinna við yfirferð til-
boða.
Öll tilboð
undir kostn-
aðaráætlun