Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 12

Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FRAMUNDAN eru gríðarmiklar framkvæmdir, fjárfestingar og um- svif, sem munu að öllu óbreyttu hafa áhrif til aukinna umsvifa á vöru- og vinnumarkaði og væntingum um betri tíð. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands, hefur tekið saman þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á tímabilinu 2003–2009. Að því er fram kom í erindi Tryggva á fundi á vegum Landsbankans í gær er áætl- aður kostnaður við þær 315,5 millj- arðar króna. „Á næstu þremur til fjórum árum verða framkvæmdir upp á rúma 315 milljarða sem slær hátt í 40% af landsframleiðslu sem er svo hátt hlutfall að það er nánast óþekkt í heiminum,“ að sögn Tryggva. Hann segir að hagvöxtur muni verða mjög mikill á næstu árum, eða allt að 6% árið 2006. Útlit fyrir vaxtahækkun Tryggvi segir að mjög sennilega séu stýrivextir Seðlabankans lægri nú en þeir munu verða næstu árin. Vextir séu nú lægri en þeir hafi verið frá því í maí 1997 og þriggja mánaða ríkisvíxlar hafi ekki borið lægri vexti síðan 1994. „Ég sé ekki rúm fyrir frekari vaxtalækkanir hjá Seðla- bankanum á næstunni. Reyndar hef ég trú á því að næsta ákvörðun Seðla- bankans verði hækkun stýrivaxta.“ Að sögn Tryggva munu hækkandi vextir leiða til styrkingar krónunnar vegna vaxandi vaxtamunur við út- lönd, en útlit er fyrir að vextir muni einnig hækka erlendis þannig að ekki er víst að vaxtamunurinn muni aukast mikið við útlönd á næstunni. „Því meiri sem ríkisútgöldin verða því hærri verða vextir að vera, jafn- vel gengi. Mikilvægt er því að boð- uðum skattalækkunum fylgi niður- skurður á ríkisútgjöldum. Jafnframt legg ég mikla áherslu á að stefnu- blöndun verði hér, það er að segja: nauðsynlegt er að beita fjármálum hins opinbera þannig að þau styðji við peningamálastefnuna,“ segir Tryggvi. Í ræðu Tryggva kom fram að raun- gengið er 4,6% yfir 10 ára meðaltali um þessar mundir sem gerir útflutn- ingsgreinum erfiðara um vik. Þetta háa raungengi mun sennilega flýta hagræðingu í sjávarútvegi. En hátt gengi mun, ásamt miklum óvissutím- um, kreppa að ferðamannaiðnaði og þjónustugreinum tengdum ferða- mennsku. „Núverandi peningamálastefna, það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að hún ræður ekki við gengið. Ekki nema skammtímasveifl- ur, og þá er ég að tala um innan dags. Þannig að það er mjög líklegt að gengið muni haldast hátt núna næstu árin vegna mikilla umsvifa nema ef samdráttur verður í opinberum út- gjöldum. Hið opinbera skuldbreyti, það er að segja að það breyti skuld- um sínum erlendis í innlendar skuldir eða einfaldlega að það verði breytt um peningamálastefnu á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það eru engar aðrar leiðir færar. Alveg sama hvað hver segir,“ segir Tryggvi. Hann segir að hafa verði í huga að þótt sumir tapi á háu gengi þá hagn- ast aðrir og í frjálsu markaðshagkerfi á hið opinbera ekki að hafa áhrif á hvor hópurinn verði ofan á. Hann segist spá því að gengi krónunar verði á svipuðu róli á næstunni og það er nú. Tryggvi segist telja líklegt að vext- ir muni hækka á næstunni og haldast háir næstu árin. Þó sé sennilegt að hagræðing í bankakerfinu muni slá eitthvað á þá þróun með minnkandi vaxtamun í bankakerfinu. Langtímavextir muni lækka til langs tíma litið vegna breyttrar ald- urssamsetningar þjóðarinnar en uppsveiflan mun þó seinka þeirri þró- un. Mikilvægt sé að hafa í huga að munurinn á tilvonandi uppsveiflu og þeirri sem er nýliðin liggur í að hún byggist á gríðarlegri uppbyggingu fjármagnsstofnsins en ekki vænting- um og kerfisbreytingum. Ekki sé lík- legt að henni fylgi útlánaþensla líkt og uppsveiflunni á tíunda áratugn- um.                               !  "  #      $   %     &' ( )            ! " #   $$ $ "   "  &  $*      $*   + $*    !  "  ')  , #)-! " !  " .//-!    , /"/   "# "  &' ( $ &+0&12  ((    !#  $ "  #  # # "         , Framkvæmdir fyrir 315,5 milljarða – Hagvöxtur verður mjög mikill á næstu árum Kostnaður um 40% af landsframleiðslu Skammtímalánshæfiseinkunn Bún- aðarbankans hefur verið hækkuð úr P-2 í P-1, en það er alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service sem gefur einkunnina eftir nákvæmt mat sitt á bankanum. Skammtímaeinkunnin P-1 er hæsta einkunn sem Moody’s gefur. Ingvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfasviðs bank- ans, segir að Búnaðarbankinn sé ákaflega ánægður með einkunnina frá Moody’s og hún komi til með að efla aðgang bankans að hagstæðari skammtímalánum. „Þetta kemur sér vel fyrir okkur þar sem við höfum verið að íhuga að stofna til svokallaðs ECP-prógramms, European Com- mercial Paper Program, til að efla okkar aðgang að skammtímalánsfé á hagstæðum kjörum. Búnaðarbank- inn hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hefur því vaxandi þörf fyrir erlent lánsfé. ECP er þó ekki óþekkt hér á landi því ríkissjóður, Lands- virkun og Íslandsbanki hafa verið á þessum markaði. Þetta eru markaðs- hæfir staðlaðir skammtímavíxlar, sem eru rafrænt skráðir í Lúxem- borg og útgáfa þeirra byggist á skráningarlýsingu nánast eins og á íslenskum skuldabréfaflokkum,“ sagði Yngvi Örn í samtali við Morg- unblaðið. Langtímaeinkunn bankans var staðfest af Moody’s og er A3, fjár- hagslegur styrkleiki er C og útlit já- kvætt. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að hingað til hafi það almennt ekki samræmst matsreglum Moody’s að fjármálafyrirtæki með langtímaeinkunn undir A2 geti upp- fyllt sett skilyrði fyrir skammtíma- einkunn P-1. „Moody’s hefur í dag séð ástæðu til þess að endurskoða áður settar matsreglur þar sem nokkur fyrirtæki uppfylli skilyrði um hækkun. Einkenni þessara fjár- málafyrirtækja er stöðugleiki í rekstri, viðskiptabankastarfsemi, sterk markaðsstaða og mikil við- skiptamannatryggð.“ Bjartsýnn á hækkun eftir viðræður við Kaupþing Nýlega fékk Íslandsbanki hækk- aða langtímaeinkunn sína upp í A1. Hver er ástæða þess að Búnaðar- bankinn fær lakari langtímaeinkunn hjá Moody’s en Íslandsbanki fær? „Við áttum jafnvel von á að fá hækk- un á okkar langtímaeinkunn núna, en okkur sýnist að þessar samruna- viðræður við Kaupþing banka hf. hafi gert það að verkum að Moody’s hafi viljað doka við. Þegar ljóst verð- ur hvað kemur út úr þeim viðræðum verður matið tekið til endurskoðunar og við erum bjartsýnir á að bankinn eða sameinaður banki, muni fá hækkun á sinni langtímaeinkunn.“ Moody’s endurskoðar lánshæfis- einkunn banka árlega samkvæmt samningi við bankana, auk þess sem mat er endurskoðað þegar eitthvað sérstakt gerist sem gefur tilefni til endurskoðunar. Skammtímaeinkunn Búnaðarbankans hækkar Langtímamat lægra vegna sam- einingarviðræðna MOODY’S hefur hækkað lánshæfis- matseinkunn Landsbankans til skamms tíma úr Prime-2 í Prime-1 sem er hæsta mögulega lánshæfis- matseinkunn sem völ er á til skamms tíma. „Þessi breyting endurspeglar m.a. mjög sterka lausafjárstöðu Landsbankans, góðan aðgang að er- lendu lánsfé í gegnum fjölbreyttar fjármögnunarleiðir. Jafnframt end- urspeglar þetta sterka stöðu bank- ans á innlendum markaði,“ segir í til- kynningu frá Landsbankanum. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að ein- kunnin sé ánægjuleg tíðindi fyrir bankann og hún komi á góðum tíma. „Við erum að fara út í nýtt form á al- þjóðlegri skuldabréfaútgáfu til skamms tíma, ECP, og höfum verið að skipuleggja það. Hærra mat á skammtímaskuldbindingum kemur til með að lækka okkar fjármögnun- arkostnað og það kemur vonandi við- skiptavinum okkar til góða einnig,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. Jákvæð viðhorf til breytinganna á bankanum Halldór segir að Landsbankinn sé nýlega búinn að ganga frá láni til lengri tíma og þar hafi verið um- frameftirspurn eftir þátttöku og kjörin hafi verið þau bestu sem bankinn hafi fengið í langan tíma. „Jákvæð viðhorf til breytinganna á bankanum að undanförnu hafa aukið áhuga erlendra banka á að vinna með okkur. Það er jákvæð viðbót- arstaðfesting á þeim umbreytingum sem við höfum verið að vinna að í bankanum.“ Moody’s staðfestir langtímaláns- hæfismatseinkunnina A-3 og segir horfur jákvæðar. Halldór segir að helsta ástæða þess að ekki fáist hærri langtímaeinkunn sé bæði að aðstæður á erlendum mörkuðum hafi verið erfiðar á síðustu misserum auk þess sem breytingarnar sem orðið hafa hjá Landsbanknaum valdi því að matsfyrirtækið hinkri með að gefa bankanum hærra langtímamat. „Við teljum hinsvegar allar forsend- ur fyrir því að það komi bráðlega að hækkun á því mati líka.“ Landsbankinn fær hærri einkunn HLUTABRÉF í breska versl- unarfyrirtækinu Selfridges hækk- uðu um 22% í gær, í kjölfar hás yfirtökutilboðs sem talið er að skoski athafnamaðurinn Tom Hunter standi að. Vangaveltur hafa einnig verið um að Baugur hafi með tilboðið að gera, en tals- maður Baugs í Bretlandi segir svo ekki vera. Baugur á 0,5% hlut í Selfridges. Selfridges staðfesti, í yfirlýsingu eftir lokun markaða á miðviku- daginn, að lagt hefði verið fram tilboð sem væri umtalsvert hærra en lokaverð bréfa í fyrirtækinu á miðvikudaginn, 244,5 pens á hlut. Lokaverðið í gær var 316 pens. Sérfræðingar á fjármálamarkaði í London spá því að þetta tilboð geti verið upphaf baráttu um fyr- irtækið. Þeir sem taldir eru hafa áhuga á Selfridges eru Hunter, Baugur og eignarhaldsfyrirtækið British Land, sem áður átti hlut í fyrirtækinu. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur Hunt- er farið mikinn að undanförnu; gerði m.a. yfirtökutilboð í House of Fraser með stuðningi Baugs, en samanlagt eiga Baugur og Hunter um 15% í því fyrirtæki. Talið er mögulegt að Hunter vilji sameina Selfridges og House of Fraser. Reuters Selfridges-verslanir má meðal ann- ars finna á Oxford-stræti í London. Baugur ekki á bak við tilboð í Selfridges PRENTSMIÐJAN Oddi hefur sam- ið við verkfræðifyrirtækið AGR um innleiðingu á innkaupakerfinu AGR Innkaup. AGR Innkaup tengist Con- corde viðskiptakerfi Odda og sækir þangað söguleg gögn. Hugbúnaður- inn framkvæmir söluspár og kemur með innkaupatillögur sem lágmarka birgðahaldskostnað og vöntun. Markmið innleiðingarinnar er að lækka birgðir, skapa vinnuhagræði við innkaupaferlið og bæta þjónustu- stig Odda. Oddi og AGR semja LANDSPÍTALI – háskóla- sjúkrahús hefur gert samning við Nýherja um kaup á IBM gagnavistunarkerfi og þjón- ustu. Heildargagnarýmd kerf- isins er til að byrja með 4 tera- bæti og byggist lausnin á IBM FAStT900 gagnageymslumiðl- ara ásamt IBM Tivoli öryggis- hugbúnaðarlausn. Landspítal- inn semur við Nýherja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.